Morgunblaðið - 01.10.1983, Side 24

Morgunblaðið - 01.10.1983, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 24 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Ráðherrabílar Hvers konar fríðindi opinberra starfsmanna mælast illa fyrir hjá skatt- greiðendum sem borga brús- ann. Eitt af eilífðarmálunum í fríðindaflokknum eru ráð- herrabílarnir. Um það er ekki deilt að eðlilegt sé að ríkið útvegi ráðherrum bíla og bílstjóra. Hitt er ágrein- ingsmál, hvort ráðherrar eigi að geta keypt bifreiðir til einkanota á vildarkjörum. Eins og kunnugt er gilda þær reglur nú að ráðherrar njóta slíkra vildarkjara og fyrr- verandi ráðherrar í eitt ár eftir að þeir hætta störfum. Þegar um þessi mál er rætt af stjórnmálamönnum eða flokksblöðum er út í hött að setja sig í stellingar þess sem syndlaus er, hræsnis- gríman fellur fyrr en seinna. A meðan þær reglur eru í gildi að ráðherrar og fyrr- verandi ráðherrar geti notið vildarkjara við kaup á einka- bílum er eðlilegt að þeir færi þær sér í nyt. Þessar reglur hafa af eðlilegum ástæðum aldrei notið neinnar lýðhylli. Sömu sögu er að segja um bílafríðindi bankastjóra ríkisbankanna og starfs- manna utanríkisþjónustunn- ar. Þessar reglur stangast á við almennar hugmyndir um það jafnræði sem menn telja að eigi að ríkja gagnvart tolla- og skattalögum. Reglurnar um ráðherrabíl- ana eru frá árinu 1970. Þær eiga sér stoð í lögum og voru upphaflega settar í því skyni að ráðherrabílar yrðu alfarið í eigu ráðherranna sjálfra en ekki ríkiseign eins og áður var. Þróunin síðan hefur ver- ið í þá átt að bæði þessi fríð- indaregla sé nýtt og eins hitt að ríkið leggi ráðherrunum til bíla. Jafnframt eiga menn erfitt með að átta sig á réttmæti þess að ráðherrar njóti vildarkjara við bíla- kaup eftir að þeir hafa látið af störfum, þótt þeir hafi ek- ið í ríkisbíl á meðan þeir sátu í ráðherraembætti. Hvort sem menn gagnrýna þá skipan sem nú ríkir í bíla- málum ráðherra af hræsni, eins og Þjóðviljinn gerir þessa daga eða ekki er ein- kennilegt að engin ríkis- stjórn skuli bregðast þannig við vegna ítrekaðra um- ræðna um þessi mál og vax- andi óþols meðal almennings vegna þeirra að draga skýrar 4-ínur. Það yrði best gert með því að afnema þessi fríðindi hjá öllum opinberum emb- ættismönnum, reikna út hvað þau þýða í launatekjum og hækka launin sem því nemur. Auðvitað mega ráð- herrar eiga eins marga einkabíla og þá lystir og hafa ríkisbíl með bílstjóra að auki til þeirra nota sem ráðherr- arnir sjálfir ákveða. Aðal- atriðið er að einkabílinn kaupi embættismenn á sömu kjörum og aðrir. Opinberar utanferðir Qamkvæmt ákvörðun OGeirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, hefur verið ákveðið að færri full- trúar þingflokka sæki alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna á þessu hausti en verið hefði að óbreyttum reglum. Má rekja þessa ákvörðun til þeirrar viðleitni ríkisstjórn- arinnar að halda aftur af opinberum útgjöldum. Nú vita allir að afkomu íslensku þjóðarinnar verður ekki bjargað með því að fækka opinberum utanferðum, en sálrænt gildi þess að settar séu einhverjar skorður á þessu sviði er ótvírætt. Morgunblaðið skýrði frá því á dögunum að ráðuneyt- isstjóranefnd um opinberar utanferðir hefði hætt störf- um vegna þess að henni var ekki hlýtt. Nú hefur Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, sagt að þær reglur verði settar um utanferðir að ráðherrar gefi sjálfir út leyfi fyrir þeim. í reynd er málum þannig háttað um þessar mundir að ráðherrar hafa úrslitavald um allar utan- ferðir opinberra starfs- manna. Fjármálaráðherra vill að utanferðum verði fækkað til muna. Það ætti að vera unnt að ná því mark- miði án nýrra reglna, þótt þær geti auðvitað ekki valdið neinu tjóni. Með stuðningi ríkissjóðs þarf að rækta eðlileg tengsl við erlendar þjóðir og alls ekki er raunhæft að leggja fjárhagslega mælistiku á all- ar opinberar utanferðir. Besta aðhaldið í þessu efni felst í því að efla ábyrgðar- kennd hvers og eins og að árlega sé gefin út skýrsla um opinberar utanferðir, þar sem birtar séu eins sundur- liðaðar upplýsingar og frek- ast er kostur og nái skýrslan til allra sem ferðast fyrir opinbert fé jafnt á vegum ráðuneyta, banka og alþing- is. Vinir og samherjar dr. Gunnars bera kistuna úr kirkju. Fjölmenni við útför dr. Gunnars Thoroddsen ÚTFÖR dr. Gunnars Thor- oddsen, fyrrum forsætisráðherra og varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, var gerð í gær frá Dómkirkjunni að viðstöddu miklu fjölmenni. Útförin fór fram á vegum ríkisins og var út- varpað frá henni. Séra Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur jarðsöng. Dóm- kórinn annaðist allan söng og voru sungin tvö lög eftir dr. Gunnar, „Gefðu að móðurmálið mitt“ og „Nú til hvíldar halla ég mér“. Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, og Gunnar Kvar- an léku á orgel og selló „Mel- ancholie" eftir dr. Gunnar. Þor- valdur Steingrímsson og Mar- teinn H. Friðriksson léku kveðjulag frímúrara á fiðlu og orgel. Athöfnin í kirkjunni var lát- laus og virðuleg. Auk ættingja og vina dr. Gunnars voru við- staddir alþingismenn, forseti ís- lands, hæstaréttardómarar og fulltrúar erlendra ríkja. Sam- herjar og félagar dr. Gunnars báru kistu hans úr kirkju að at- höfninni lokinni. Þeir sem báru kistuna voru Steingrímur Her- mannsson, dr. Gylfi Þ. Gíslason, Davíð Oddsson, Svavar Gests- son, Pálmi Jónsson, dr. Gunnar G. Schram, Friðjón Þórðarson og Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Börn og tengdabörn dr. Gunnars báru kistuna að gröf í Gufunes- kirkjugarði. Frá athöfninni í Dómkirkjunni. Sr. Þórir Stephensen jarðsöng. Hinsta kveðjan — líkfylgdin fer framhjá æskuheimili dr. Gunnars við Lækjargötu. MorKunblaðið/ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.