Morgunblaðið - 01.10.1983, Page 31

Morgunblaðið - 01.10.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 31 Hefur lífs- stíllinn áhrif? eftir Jón Óttar Ragnarsson Hvaða áhrif hefur lífsstíllinn á heilsufarið? Þetta er spurning sem æ fleiri spyrja um þessar mundir? Þegar við tölum um lifsstíl er- um við í rauninni að spyrja um umhverfi. Skiptir það umhverfi sem við búum i máli og þá hversu afgerandi þáttur er það? Þessi spurning er því brýnni sem það verður nú ljósara að þeir lifshættir sem við höfum tamið okkur eru i litlu samræmi við lífsstíl foreldra, hvað þá for- feðra. Kannske mætti helst lýsa þessu sem einhvers konar alls- herjar æðibunugangi þar sem hver einstaklingur reynir að láta enda ná saman á verðbólgu- og krepputímum. Astandinu þarf ekki að lýsa. Það er óþarfi að rekja víxlasúp- urnar, húsnæðisvandræðin að ekki sé talað um félagslega upp- lausn, hvernig þetta allt leikur mannfólkið. Það er streitan sem drottnar i þessu þjóðfélagi. Streita er að vísu ekkert nýtt í þessum heimi. Hún ríður yfir eins og holskefla á breytingaskeiðum eins og nú eru. En umhverfið er fleira en það. Umhverfið er líka fæðið sem við lifum á, hvernig við sofum, hreyfum okkur. Umhverfið er ekkert annað en heildarmynd af því lífi sem við lifum. Hér koma líka hvatir okkar og markmið til sögunnar. Hver er undirrótin að öllum þessum æði- bunugangi? Er þetta sjálfsvörn? Eða óhjákvæmilegur fylgifiskur nútímans? Streita Streita er eitt þeirra fyrir- bæra sem vísindamönnum hefur gengið hvað erfiðlegast að festa hendur á. Er ekki séð fyrir end- ann á þeirri raunasögu. En samt er streitan fyrir hendi. Hún er áþreifanleg. Eða verður það að minnsta kosti þeg- ar fólk fær beinlínis hjartaslag af streitu. Eða var orsökin önn- ur? Streita er afleiðingin af því að álagið ofbýður burðarþoli ein- staklingsins. En er þá burðarþol- ið minna nú en áður? Eða er það álagið sem er meira? Mig grunar að það sé hvort tveggja í senn. Mig grunar að burðarþol okkar sem yngri erum hafi skerst vegna þeirrar ofverndunar sem velferðarríkið veitti. En álagið er einnig tvímæla- laust meira en áður vegna þeirra félagslegu breytinga, þess mikla umróts sem hefur gengið yfir þetta þjóðfélag síðastliðna hálfa öld. Fæðið Fæðið er auðvitað eins og það er. Við lifum að miklu leyti á mat sem er miðaður við þarfir fólks sem var uppi á öldinni sem leið: Orkuríkum, bætiefnasnauð- um, trefjasnauðum. Sumpart er ástæðan sú að matvælaiðnaður nútímans spratt upp á þeim tima þegar næringarfræðin var enn í vöggu, Fæða °9 heilsufar sumir mundu segja enn í móð- urkviði. Þess vegna þurfum við brauðbyltingu. Þess vegna þurft- um við Náttúrulækningamenn. Við verðum að laga okkar eigin lífsstíl að þeim raunveruleika sem er í dag. Hreyfing Og á sama tíma ökum við í bílum. Við erum bundin við vél- ina með rammgerðu belti. Og við krefjumst þess að stóri bróðir leggi vegi á alla staði sem við þykjumst eiga erindi á. Maðurinn og vélin. Hið full- komna samspil. Kannske var það þetta sem maðurinn var alla tíð að leita að: Vél sem tekur hug hans allan. Þræl sem fram- kvæmir allar hans skipanir. Og við erum hætt að geta gengið. Eina leiðin til að „fá hreyfingu" er að keyra á fullri ferð á einhverja „stöðina" og trimma frá okkur vitið í annarri vél. Hægjum á Nú hlær einhver. Hver er að tala um að hægja á ferðinni? Kannske hljómar það ekki sér- lega sannfærandi. En það er engu að síður tímabært að hugsa málið. Stóra spurningin er þessi: Til hvers er þetta allt? Erum við kannske undir niðri aðeins að reyna að komast einni skör hærra? Er það óánægjan sem í rauninni ræður ferðum? ísland er samkeppnisland. Is- lendingar eru þjóð sem ekki tal- ar um eigin tilfinningar. Þeir bara „skulu". En hvað þeir „skulu“: Það liggur ekki alltaf ljóst fyrir. Guðsþjónusta í ný- byggingu Ásprestakalls Sunnudaginn 2. október klukkan 2 verður guðsþjónusta í nýbygg- ingu Ásprestakalls við Vestur- brún. Kirkjukór Áskirkju mun leiða söng undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar organista og sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson flyt- ur hugvekju. Þetta verður í þriðja sinn sem söfnuður Áskirkju kemur saman til helgihalds í kirkjubyggingunni, en fyrir tveimur árum var messað í húsinu ófokheldu og aftur í fyrrahaust um það bil er múrhúð- un kirkjuskipsins að innan var að hefjast. Nú er innrétting hússins langt á veg komin enda standa vonir til að kirkjan verði vígð fyrir næstu jól og ekki útilokað að þær vonir rætist. Vissulega er fjár vant, eins og raunar löngum í sögu byggingarinnar. En bjartsýni hef- ur ekki skort, enn síður fórnar- lund og velvild sóknarbarna kirkj- unnar. Hennar sér ríkulega stað í því hve byggingu og búnaði húss- ins hefur fleygt fram mörg síðustu árin. Svo mikið er víst, að fáa þeirra sem komu til guðsþjónustu í Áskirkju svalan haustdag fyrir tveimur árum hefur þá grunað að fjórum misserum síðar yrði Vetrarstarfid í Bústaðakirkju Á SUNNUDAGINN hefst barna- starfið í Bústaðasókn. Fylgir það gamalli hefð að öðru leyti en því, að þar sem fermingar fara fram i kirkjunni tvo fyrstu sunnudaga október, verða barna- og fjölskyldusamkomurnar í Bústöð- um, og hefjast kl. 11 árdegis á sunnudagsmorgnum og verður þannig í vetur. Á miðvikudaginn hefst einnig félagsstarf aldraðra og verður á miðvikudögum í vetur og með svipuðu sniði og fyrr. 1 sumar hafa verið farnar ferðir, sem notið hafa mikilla vinsælda og fótsnyrting fyrir aldraða er þegar hafin i safnaðarheimilinu. Um fótsnyrt- ingu sem annað starf fyrir aldraða gefur frú Áslaug Gisladóttir frek- ari upplýsingar i síma 32855. Og sérstaklega eru þeir, sem þurfa á aðstoð að halda við að komast til samverustundanna, beðnir um að láta vita af sér, og verður þá reynt að koma til móts við þá. Einnig eru þeir, sem vildu fá heimsókn á vegum safnaðarins, beðnir um að láta vita af sér í sima kirkjunnar, 37801. Á miðvikudagskvöldum verður einnig fundur i Æskulýðsfélagi Bústaðakirkju. Standa vonir til að æskulýðsstarfið geti staðið með góðum blóma, þar sem söfnuður- inn hefur kallað aðstoðarprest til þess að sinna þeim málum sem og öðru sem honum er falið. Er það séra Sólveig Lára Guðmundsdótt- ir, sem þegar hefur kynnst mörg- um i söfnuðinum og er þegar virt vel fyrir áhuga sinn, dugnað og hæfileika. Þá verður einnig tekin upp að nýju barnagæsla við messurnar kl. 14 siðdegis. Heildverslun Ingvars Helgasonar hefur á liðnum árum gefið kirkjunni gott safn leik- fanga, sem verða til afnota fyrir bðrnin á meðan eldri meðlimir fjölskyldunnar taka þátt í mess- unni í kirkjunni. Ungmenni úr æskulýðsfélaginu munu annast börnin og segja þeim sögur. Messurnar færast til kl. 14 sið- degis frá og með sunnudeginum 9. október, en þá mun séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédika og síðan verður haldið inn í safnaðarheim- ilið og spjallað við hana um þau efni, sem ræða hennar kann að hafa vakið áhuga á að fara nánar út í, eða þá þau mál önnur, sem kunna að liggja kirkjugestum á hjarta. Hafa slíkar stundir eftir messu verið vinsælar og komið mörgum að góðu gagni. Olafur Skúlason. kirkjuskipið nær fullgert. Að svo er komið er ótölulegum fjölda vina kirkjunnar að þakka og stuðningi þeirra í orði og á borði og óskandi að sem flestir þeirra leggi leið sína í Áskirkju næsta sunnudag til að gleðjast yfir því, sem unnist hefur og þakka Guði sem húsið er reist til dýrðar. Eftir guðsþjónustuna verður Safnaðarfélag Ásprestakalls með kaffisölu 1 Norðurbrún 1, þar sem söfnuðurinn hefur nú aðstöðu fyrir starfsemi sína. Þar verður reitt fram veislukaffi og Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, mun lýsa fyrirhuguðu umhverfi kirkjunnar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Norræna húsið: Finlandia- tríóið með tónleika FINLANDIA verður með tón- leika í Norræna húsinu þriðju- daginn 4. okt. og miðvikudaginn 5. okt. Tríóið skipa Ulf Hiist- backa, fiðla, Veikko Höylii, selló, og Izumi Tateno sem leikur á píanó. Segir í frétt frá Norræna húsinu að þeir séu allir þekktir tónlistarmenn í Finnlandi og Finlandiatríóið sé ein fremsta kammersveit Finnlands. Hafi þeir leikið á tónlistarhátíðinni í Helsinki og haldið tónleika víða um Finnland og hvarvetna hlotið mikið lof. Auk hefðbundinna verka fyrir tríó leika þeir einnig mik- ið nútímatónlist. Á efnisskránni á þriðjudag verða verk samin fyrir tríó eft- ir finnsk tónskáld, en á mið- vikudaginn verða einleiksverk á dagskránni. Tónleikarnir í Norræna hús- inu hefjast kl. 20.30 báða dag- ana. Finlandiatríóið leikur einnig á tónleikum Tónlistarfé- lags Ákraness fimmtudaginn 6. okt. og á tónleikum Tónlistar- félags Reykjavíkur laugardag- inn 8. okt. LAUGARDAGUR omim io-4 E/Ð/STORG111 VörumarkaOurínn hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.