Morgunblaðið - 01.10.1983, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
Af Evrópumótinu í Roderath
Frjálsleg reiðmennska íslend-
inga viðurkennd af dómurum
Hestar
Valdimar Kristinsson
Þegar á mótsstaðinn kom fór ekki
á milli mála að aðstaðan var fyrsta
flokks. MóLsvæði var ekki stórt að
flatarmáli en hinsvegar var öllu hag-
anlega fyrir komið. Keppendum var
úthlutað hjólhýsum spölkorn frá
sjálfum vellinum þannig að ekki tók
nema tvær til þrjár mínútur að
ganga þangað. Aðstaða fyrir hesta
var prýðileg. Flestir erlendu kepp-
endurnir höfðu hesta sina í girðing-
um við hjólhýsin og voru sumir með
litlar rafmagnsgirðingar fast við
hjólhýsin og báru þeir þá vatn og
fóður í hestana. íslendingarnir
fengu aðstöðu í gömlu fjósi og litla
girðingu meðfylgjandi og voru menn
hæstánægðir með það. En eins og
flestum mun kunnugt þá eru hestar
sem nýkomnir eru frá íslandi mjög
næmir fyrir allskonar smiti og því
mikið atriði að þeir séu sem mest
afsíðis frá öðrum hestum. Á þetta
hefur ávallt verið lögð mikil áhersla
af hálfu íslendinga síðan martröðin í
Hollandi 79 átti sér stað.
Roderath er lítið sveitaþorp í
Eifel-héraði, íbúar um 150, þannig
að lítið var um gistingu á staðnum
fyrir áhorfendur. Voru þeir þá
ýmist í tjöldum og hjólhýsum eða
á hótelum í næsta nágrenni. Var
ekki annað að sjá en vel færi um
alla í þessari fögru sveit.
Eitt var það þó sem ekki var í
góðu lagi, en það var salernisað-
staðan á staðnum. Var hún engan
veginn fullnægjandi, en það má
einnig benda á að þetta er þáttur í
stórmótahaldi hérlendis sem illa
hefur gengið að höndla svo vel
fari. Þannig að þetta er svo sem
ekki neitt nýtt fyrir okkur íslend-
ingana sem þarna vorum.
„Hagstætt“ veöur
mótsdagana
Um fjórum dögum áður en mót-
ið átti að hefjast var mjög gott
veður, allt upp í þrjátíu stiga hiti
með glampandi sól, og miðað við
óbreytt veður bjuggust forráða-
menn mótsins við að allt að tíu
þúsund manns myndu sækja mót-
ið. En veðrið breyttist heldur bet-
ur og eftir á var talið að það hafi
verið lán, því í ljós kom að ekki
hefði verið hægt að taka á móti
slíkum fjölda með góðu móti. En
það voru fleiri sem högnuðust á
versnandi veðri, því talið var að
mikill hiti væri hestum íslensku
sveitarinnar óhagstæður. Og á
sama hátt væri rok og lágt hita-
stig óheppilegt fyrir hesta útlend-
inganna. Er því ekki ósennilegt að
veðrið hafi komið okkar mönnum
til góða þegar á hólminn var kom-
ið. Sérstaklega á þetta við um góð-
an árangur í skeiðinu, en þá var
sterkur meðvindur og hitastig
ekki fjarri því sem verið hefur á
Eftir B-úrslit í fjórgangi var riðinn einn heiðurshringur. Þrír íslendingar eru í hópnum. Lengst til hægri er Olil á
Blika, þá Eve Barmettler, Sviss, á Menglóð, Lúter Guðmundsson á Gylfa, Lárus á Bjarma og Peter Peterse, Hollandi,
á Sörla.
hestamótum hérlendis í sumar.
Ekki má þó taka þetta sem svo að
verið sé að segja að veðrið hafi
skapað þann góða árangur sem
okkar menn náðu, síður en svo.
Vellir voru nokkuð góðir, mátu-
lega harðir, en þó spændist skeið-
brautin örlítið upp en það virtist
ekki koma að sök. Náðust mjög
góðir tímar á henni, þeir bestu
sem náðst hafa á erlendri grund,
og er það af sem áður var þegar
brautir á Evrópumótum voru laus-
ar í sér og gáfu lélega tíma. Und-
antekningarnar eru orðnar tvær,
það er nú í Roderath og svo í Lar-
vik í Noregi, en þar var brautin
frábær. Ættu mótshaldarar á
komandi mótum að vera búnir að
gera sér grein fyrir því að ekki
þýðir framar að bjóða upp á léleg-
ar skeiðbrautir. Áhorfendapallar
kringum hringvöllinn voru þeir
bestu sem boðið hefur verið uppá,
en þeir rúmuðu hátt í fimm þús-
und manns. Voru þeir staðsettir
hæfilega nálægt vellinum þannig
að áhorfendur höfðu góða yfirsýn
yfir það sem þar var að gerast.
Einnig veittu pallarnir hestunum
góðan stuðning að utanverðu.
Venja hefur verið á Evrópumót-
um að halda að minnsta kosti tvo
dansleiki, svokölluð „Reiterball". í
Roderat eru engin húsakynni sem
hýst geta fimm þúsund manns svo
brugðið var á það ráð að reisa 1650
fermetra áigrindartjald og var að-
dáunarvert að sjá Þjóðverjana
reisa þetta tjald á einum degi. í
gólf voru notaðir sérstaklega
hannaðir timburflekar og fagur-
lega skreytt var tjaldið að innan
þannig að það reyndist hinn besti
samkomustaður. Einnig var til
staðar dæmigerð þýsk bjórkrá, en
þær virðast jafn nauðsynlegar og
salerni þar sem á annað borð rís
byggð í Þýskalandi. Voru Islend-
ingar þar í essinu sínu er þeir
héldu uppi söng og gleði og var þar
fremstur í flokki Herbert ólason
með gítarinn, betur þekktur undir
nafninu Kóki. Stemmning var
mjög góð á mótssvæðinu þá viku
sem menn dvöldu þarna. Höfðu
menn gott tækifæri á að ræða við
hestamenn af meginlandinu,
skiptast á skoðunum og kynnast
viðhorfum þeirra til íslenska
hestsins sem nýtur stöðugt auk-
inna vinsælda á erlendri grund.
Hvar stöndum við nú?
Þetta er sú spurning sem sjálf-
sagt margir velta fyrir sér þessa
dagana, en Evrópumótin hafa oft
verið töluvert stefnumarkandi
hvað viðkemur reiðmennsku og
þjálfun hesta. Yfirleitt höfum við
alltaf getað lært ýmislegt bæði
gott og slæmt og ekki er að efa það
að útlendingarnir hafa lært og
munu læra af okkur.
Telja má víst að Þjóðverjar hafi
forystu í þjálfun grunngangteg-
undanna, þ.e. fet, brokk og stökk,
og einnig í töltinu, en hætt er við
að að minnsta kosti sumir íslend-
ingar eigi erfitt með að viður-
kenna þá staðreynd. í skeiðinu
höfum við óumdeilanlega yfir-
burði og þá um leið í fimmgangi. í
grófum dráttum má segja um
reiðmennskuna á Evrópumótinu
að þar voru tveir pólar, annars-
vegar hin frjálsa og hraða reið-
mennska okkar manna og hins-
vegar hin yfirvegaða og nákvæma
reiðmennska annarra þjóða sem
þarna kepptu, og byggist hún fyrst
og fremst á tímafrekri langtíma-
þjálfun. Það var forvitnilegt að fá
svar við því nú hvort dómarar
myndu viðurkenna okkar reiðstíl í
fimmgangi sem þeir og gerðu. Var
varla hægt að fá skýrara svar en
einmitt eftir sýningu Tómasar
Ragnarssonar í fimmgangi, en
hann reið það mjög hratt en þó
hnökralaust. Niðurstaðan var svo
60 stig, sem er 1. flokks einkunn og
næsthæsta einkunn sem gefin var
í forkeppni fimmgangs. í fjór-
gangi var annað uppi á teningn-
um, þar blómstruðu þeir sem riðu
mjög hægt en þó svífandi og
hreyfingarmikið brokk og stökkið
var svo hægt að hætt er við að
hesturinn hefði dregist aftur úr
rösklega gangandi manni. Rétt er
þó að taka það fram að hestarnir
voru ekki á valhoppi, þar sem
hesturinn gengur að aftan en
stekkur að framan. Hæga töitið
var riðið á mismunandi hraða en
þó alltaf eins hægt og hesturinn
réð við. Yfirferðin var síðan eins
hröð og hesturinn komst án þess
að það kæmi niður á takti töltsins.
Þarna voru Þjóðverjarnir fremstir
í flokki eins og fram hefur komið
og jafnvægi hesta þeirra frábært
og greinilegt að að baki lá að
minnsta kosti tveggja ára mark-
viss og ströng þjálfun. Á undan-
förnum árum hefur oft verið talað
um að hestar útlendinganna væru
ofþjálfuð viljalaus verkfæri, en
fullyrða má að annað hafi verið
uppi á teningnum nú, lítið um
taglslátt og önnur mótþróamerki
sem oft hefur verið áberandi.
Sennilegasta skýringin á þessu er
sú að menn séu að ná betri tökum
á uppbyggingu hesta með það
fyrir augum að fara langt upp
þjálfunarstigann, lengra en tíðk-
ast hérlendis. Það er fátitt að
menn hér á landi taki hesta í
tveggja ára þjálfunarprógramm
með þátttöku í íþróttakeppni og
Evrópumótum að markmiði og
kom það hvað gleggst í ljós á úr-
tökunni á Hellu fyrir þetta mót.
Dæmi voru til um það að menn
væru að kaupa eða útvega sér á
annan hátt nýja hesta allt fram á
síðustu stundu. Og var þar um að
rtfeða hesta sem jafnvel aldrei
höfðu glímt við þau verkefni sem
þeir síðan áttu að spreyta sig á í
úrtökunni.
Vantar betri
fjórgangshesta
Eins og fram kemur er það
skoðun undirritaðs að tveir pólar,
ef þannig má að orði komast, hafi
ríkt í reiðmennskunni á nýafstöðu
Evrópumóti og má segja að svipað
sé hér heima þótt á annan hátt sé.
Er þá átt við tvennskonar keppn-
isfyrirkomulag, gæðingakeppni og
íþróttakeppni. Kemur þetta vafa-
laust niður á þjálfun hesta sem við
sendum á Evrópumót þar sem
menn notast yfirleitt við sama
hestinn hvort sem um er að ræða
gæðinga- eða íþróttakeppni. Nú
vegnaði okkur vel með fimm-
gangshestana en ekki er hægt að
horfa framhjá því að við stöndum
höllum fæti í forgangi og tölti og
höfum gert alltof lengi. Nú er það
spurning sem vafalaust brennur á
vörum manna sem eru djúpt
þenkjandi í þessum málum, hvað
sé hægt að gera til að ná lengra í
þessum tveimur greinum. Um
fimmganginn getum við sagt líkt
og gert er í fótboltanum, „við
breytum aldrei sigurliði". Sem
sagt við erum á réttri braut þeim
megin og þurfum aðeins að halda í
horfinu. En hvað fjórganginum
viðvíkur þá er það spurning hvort
ekki þurfi að taka upp breyttar
aðferðir við þjálfun þeirra þannig
að þeir sem hug hafa á þátttöku í
íþróttakeppni miði alla þjálfun
hestsins við það. Og meira en það,
því viðkomandi þyrfti að tileinka
sér vinnubrögð Þjóðverja sem
lengst hafa náð. Eftir mótið í Nor-
egi ’81 var mikið talað um að
eitthvað þyrfti að gera til að ná
betri árangri í tölti og fjórgangi á
motinu ’83. I dag stöndum við svo
að segja í sömu sporum og eftir
mótið í Noregi.
KR-hátíð 83
Hótel sögu 8. og 9. októ-
ber. Miðasala og borðap-
antanir byrja í dag.
allbjörn
á heimavelli
KR-STUÐ
Sími 27181.