Morgunblaðið - 01.10.1983, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
fiec/iAfífí
H.
5kowx nci- þá vars-t nbgu spenntar 09
uppriClnn. þegaS þu sóst þa%> *- 5/Of'i4ðí,p<i^U •
„Ýmsar ástæður liggja til verðmyndunar hér, en ein orsök háa verðsins er sú að við höfum lengi búið við fallandi
gengi. Óraunhæfir kjarasamningar sem kalla á gengisfall, hafa oft verið gerðir og þeir hefna sín grimmilega.“
að leyfa
henni að velja af-
mælisgjöfina
tsína.
Ást er ...
I>áttu eins og þú sért ekki systir
mín, því mig langar að gera hana
þarna afbrýðisama.
láttu ekki skotið geiga!
HÖGNI HREKKVÍSI
Þeir eru okkur dýrir
verðbólgusamningarnir
H. Kr. skrifar:
„Velvakandi sæll.
Nokkrir dagar eru nú liðnir síð-
an spurt var í dálkum þínum
hverju sætti að verðlag væri svo
hátt hér á landi og nauðsynjar
dýrar. Ég vonaði að einhver svar-
aði, enda er þetta efni sem varðar
okkur öll.
Ýmsar ástæður liggja til verð-
myndunar hér, en ein orsök háa
verðsins er sú að við höfum lengi
búið við fallandi gengi. óraunhæf-
ir kaupsamningar, sem kalla á
gengisfall, hafa oft verið gerðir og
þeir hefna sín grimmilega.
Ég hef verið að bíða eftir svari
Egils endurskoðanda um endur-
lánið á dönsku krónunum. Ég vona
að hann sé við sæmilega heilsu og
svarið fari nú að koma. Flestir
skilja að gengislækkun hækkar
verð innlendrar vöru. Hitt virðist
mönnum óljóst — þó furðulegt sé
— að gengislækkanir valda jafn-
framt miklum fjármagnskostnaði
sem hækkar allt vöruverð, allan
rekstrarkostnað og skerðir þar
með möguleika atvinnuveganna
um launagreiðslur.
Þannig gerir verðbólgan tvennt
í senn: Magnar dýrtíð og gerir ís-
land láglaunaland.
Þeir eru okkur dýrir Verðbólgu-
samningarnir.
Því ætla ég ekki að biðja um
meira af þeim, a.m.k. ekki fyrr en
Égill endurskoðandi hefur svarað
mér.“
í mun að draga fram
hið jákvæða og skemmti-
lega úr bernsku sinni
Kagnar Þorstcinsson skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Nýlega barst mér í hendur bók,
sem heitir því sérkennilega nafni:
„Ég læt það bara flakka", og er
eftir Filippíu Kristjánsdóttur,
Hugrúnu. Þetta eru nítján smá-
sögur, bernskuminningar úr
Svarfaðardal. Mér fannst bókin
þess virði að hennar væri getið
með nokkrum orðum.
Hér er ekki um neinar æsisög-
ur að ræða heldur raunsanna at-
burði og atvik úr lífi barns sem
skynjar lífið með saklausum
barnsaugum sínum en þó gagn-
rýnum á sérstæðan hátt.
Barnssálin er afar viðkvæm
fyrir rangsleitni og mótgerðum,
að ég ekki tali um óþokkaskap og
hættir til að taka slíkt alvarlega.
Hugrún tekur létt á slíku og er
ekki bitur, en í æsku sinni kynn-
ist hún misjöfnum manngerðum.
Henni er í mun að draga fram hið
jákvæða og skemmtilega úr
bernsku sinni. Fróðleg er frá-
sögnin um heimilishætti á Braut-
arholti í Svarfaðardal, bernsku-
heimilinu. Þessi þáttur lýsir
einkar vel lífi og bjástri sveita-
fólks um og eftir aldamótin síð-
9
Filippía Kristjánsdóttir.
ustu. Þá voru miklu meiri kröfur
gerðar til barna og unglinga en
nú tíðkast og kannski stundum
um of en þó fylgdi ýmislegt já-
kvætt í kjölfarið. Börn vöndust á
að sýna ábyrgðartilfinningu og
trúmennsku í starfi og þungt var
tekið á því ef unglingar vöndu sig
á ósannsögli. Þegar börn sátu yfir
ánum í bernsku Hugrúnar, gafst
nægur tími til að velta fyrir sér
ýmsum furðum og vandamálum
mannlífsins. Einveran og kyrrðin
seiddi fram í huga unglingsins
hin furðulegustu ævintýr sem
frjóvguðu ímyndunaraflið og ekki
er ólíklegt að þar hafi spírað hin
fyrstu frjókorn að verðandi
skáldsögum ýmissa rithöfunda,
sem slitu barnsskónum um svip-
að leyti og Hugrún. í þessum
þætti sem skáldkonan nefnir
heimilishætti, hefir henni tekist
að draga upp skýra mynd af þjóð-
lífsháttum þessa tímabils. Hug-
rún er jákvæð og hreinskilin og
hikar ekki við að draga fram
raunsanna mynd af trúarlífi sínu
en það mun sjaldgæft nú á tímum
að rithöfundar fjalli um þau mál
af einlægni.
Yfir sögum Hugrúnar hvílir
tær ferskleikablær, blandaður
léttri kímni og góðlátlegu gríni.
Sjálf sleppur hún síður en svo við
glettnina og grínið. Myndi ekki
margur nútíma unglingurinn
geta fundið eitthvað af sjálfum
sér í þessum sögum Hugrúnar?
Innri kjarni þjóðlífsins breytist
hægt þótt allar ytri aðstæður
umturnist.
Ég spái því, að á meðan kjark-
ur, þor og hreinskilni eru ein-
hvers metin af þessari þjóð, þá
muni hið jákvæða og sanna í
þessari bók flakka á milli margra
Islendinga, þeim til sálubótar."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þar búa menn af ýmsum þjóðernum.
Rétt væri:... menn af ýmsu þjóðerni.