Morgunblaðið - 01.10.1983, Side 45

Morgunblaðið - 01.10.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 45 S' & f/ i 7 éf n 6 ( m 5 miu VELVAKANDI ^ SVARAR f SÍMA m 10100 KL. 11—12 $ FRÁ MÁNUDEGI r* TIL FÖSTUDAGS Að leyfa hundahald eykur á vandann en leysir hann ekki Þessir hrlngdu . . . Ekki orði minnst á að gefa gjafir Guömundur Hagalín, Akur- eyri, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Vegna athugasemdar um Lionsmenn og „gjafir" í Velvakanda- dálkum 28. september, vilja þeir hinir sömu Lionsfélagar gera smáathugasemd: í fréttatilkynningum, sem birt- ar voru í Degi 19. september og fslendingi 22. september, er ekki orði minnst á að gefa gjafir, utan þess að blöðin sjálf hafa ákveðið fyrirsagn- irnar, sem hljóða að vísu í þá átt. í greinunum er talað um afhendingu tækja og að áður hafi verið komið upp öðrum tækjum. Og í grein Dags, sem er mun ítarlegri, eru niður- lagsorðin, að félagar í Lionsklúbbnum Hæng færa bæjarbúum, einstaklingum og fyrirtækjum miklar þakkir fyrir að gera þeim kleift að hjálpa öðrum. Og skal það ítrekað. Okkur þykir leitt, ef einstaka lesendur ná ekki ein- hverra hluta vegna að lesa nema fyrirsagnirnar. Fyrirspurn til ríkis- skattstjóra vegna bflafríðinda ráðherra Haraldur Blöndal hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri fyrirspurn til ríkis- skattstjóra vegna bílafríðinda ráðherra: 1) Teljast hlunnindi eins og réttur til að fá afslátt af aðflutningsgjöldum til launakjara og 2) eru þau skattskyld, þegar viðkomandi launþegi hagnýtir sér þau? Guöný Óskarsdóttir skrifar: „Hvað er borgarstjórinn að tala um? Það sem hann segir í viðtali við Mbl. í dag (miðvikudag) er út I hött. Auðvitað dugir bann við hundahaldi ekki, ef því er ekki fylgt eftir. Sekt í eitt skipti er sama og skattur á þá óheppnu. Vítahringurinn er heimatilbúinn. Ef hundahald er bannað, þá hlýt- ur það einfaldlega að vera bannað að hafa hund. Ég get ekki betur séð en yfir- völdum gangi bærilega að fylgja eftir öðrum lögum og reglum í landinu. Eða getum við átt von á því, að lögum um skoðun bifreiða verði bara aflétt, ef við hummum fram af okkur að gera gamla bíl- inn okkar skoðunarhæfan. Þegar við værum svo búin að valda slysi væri e.t.v. farið að athuga málið. Að leyfa hundahald eykur vandann, en leysir hann ekki. Auk þess er það aum ævi hunds að vera lokaður inni meðan eigendurnir vinna og njóta því ekki félags- skapar nema stutta kvöldstund, ef það vinnst þá nokkur tími til að sinna honum." Svar til Henriks Jóhann- essonar í Sandgerði vegna fyrirspurnar um tollgæslu Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri skrifar 27. september: „í Morgunblaðinu, Velvakanda, þann 6. ágúst sl. birtust tvær fyrir- spurnir frá Henrik Jóhannessyni, Sandgerði, til ótiltekins tollstjóra. Á landinu eru 24 tollstjórar. Af efni fyrirspurnanna mátti helst ráða, að þeim væri beint til tollstjóra Suð- ur-Múlasýslu, þar sem þær vörðuðu tollafgreiðslu farþega á Egilsstaða- flugvelli en þó vörðuðu þær einnig og kannski frekar óstaðbundin mál- efni, sem tollstjórinn þar hefur væntanlega ekki talið í sfnum verkahring að svara. I Morgunblaðinu þann 22. sept- ember sl. endurtekur Henrik spurn- ingar sínar og bætir reyndar fleir- um við og enn á ný beinir hann þeim til ótiltekins tollstjora. Þar sem það má teljast í mínum verkahring að reyna að svara spurningum Henr- iks, þá skal þess freistað, þótt þeim hafi ekki verið til mín beint. 1. spurning: Er leyfilegt að koma með soðna matvöru með sér inn í landið? Svar: Já, fyrir kr. 800 að smásölu- verði á innkaupsstað. Hér þykir rétt að bæta því við til skýringar að það getur verið vandkvæðum bundið að vita hvort matvara er soðin eða ekki, ef umbúðir bera það ekki með sér. í vafatilvikum hefur tollgæslan orðið að leggja hald á matvöru, þangað til ferðamanni hefur tekist að sanna að hún sé soðin. 2. spurning: Flokkast sjávarafurð- ir undir bannvöru? Ef svo er ekki: Hvers vegna er þá t.d. hvalkjöt eða spik tekið af fólki sem kemur með þetta með sér til landins? Svar: Samkvæmt lögum frá 1928 er bannaður innflutningur á öllu hráu kjötmeti, og er enginn grein- armunur gerður á dýrategundum í því sambandi. 3. spurning: Eiga tollþjónar ekki að vera vel heima í reglum, sem lúta að þessum atriðum? Svar: Ég tel að toilþjónar séu vel að sér í þeim lögum og reglum, sem lúta að starfi þeirra, enda þurfa þeir að gangast undir nám og starfs- þjálfun til undirbúnings starfinu. 4. spurning: Er ekki ólöglega að farið hjá tollgæslu þegar tekið er úr farangri fólks, án þess að það sé látið vita? Svar: Tollskoðun á farangri far- þega fer venjulega fram strax við komu farþegans til landsins þannig að farþeginn er þá viðstaddur skoð- unina. Tollskoðun án hans vitundar, t.d. ef hún þarf að fara fram síðar, er heimil nema farþeginn hafi sett fram ósk eða kröfu um að vera viðstaddur en þá á hann einnig rétt á að fá farangurinn innsiglaðan þangað til skoðun fer fram. 5. spurning: Er ekki skylt að skila aftur hlutum sem teknir hafa verið af þeim sem koma inn í landið, ef í ljós kemur að innflutningurinn var heimill samkvæmt reglum? Svar: Jú.“ Welt elkomin í Kvosina OPIÐ í KVÖLD FRÁ KL. 18.00 og SUNNUDAGSKVÖLD frá KL. 18.00 Ragtimesnillingurinn Bob Darch leikur á píanó fyrir matargesti rigtime- tónlist eins og tíökaöist á árunum um og eftir síöustu aldamót. Boröapantanir í síma 11340 eöa 11633. Veitingahúsid LKuöóltmL Jé CAFÉ ROSENBERG 1920 vantar þi3 3Óóan bíl? notaóur - en í algjörum sérf bkki Oatsun 160, 1600 SSS, árg. '78. Mjög góöur bfll, aöeins ekinh 67.000 km af sama eiganda. Útvarp fylgir. Opið í dag 1—5. JÖFUR HF Nýbýfavegi2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.