Morgunblaðið - 28.10.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 Hann helgaði Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna alla sína krafta og ég veit að frystihúsaeigendur um allt land, eriendir og innlendir viðskiptavinir og samstarfsmenn minnast nú með þakklæti þessa mæta manns. En sárastur er söknuður ágætr- ar eiginkonu, Mörtu Pétursdóttur, og barna þeirra. Marta stóð við hlið eiginmanns síns í erilsömu starfi og erfiðum veikindum og bjó manni sínum friðsælt og gott heimili. Við Arnþrúður sendum henni, börnum og öðrum aðstand- endum innilegustu samúðarkveðj- ur. Óttarr Möller Kynni okkar Björns Halldórs- sonar hófust í Boston fyrir tæpum fjörutíu árum, er við vorum þar við nám. Hann stundaði þar fram- haldsnám í hagfræði við Harvard University og útskrifaðist þaðan með mikilli prýði. Ekki vissum við þá, að leiðir okkar ættu eftir að liggja svo mjög saman, að öll starfsævi hans og verulegur hluti minnar yrðu í þjónustu sama fyrirtækisins, Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Hann réðist þangað að afloknu námi og tók við framkvæmda- stjórn ungur maður. Það var alltaf unun að vinna með Birni. Snyrti- mennska hans og glæsibragur voru bæði að ytri sýn og einnig einkennandi fyrir skapgerð hans. í fjöldamörg ár vorum við í beinu og næstum daglegu sam- starfi, með Atlantshafið á milli okkar. Ég hef aldrei kynnst manni, sem bar hag fyrirtækisins eins vel fyrir brjósti, eins og hann gerði ævinlega. Hann fann bók- staflega ekki frið í sjálfum sér fyrr en hann taldi sig hafa fundið beztu lausn hvers vandamáls. Störfin fyrir Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna áttu hug hans all- an. Björn Halldórsson átti lengi við vanheilsu að stríða og fyrir nokkr- um árum varð hann að láta af störfum vegna þess. Langvarandi vonir um heilsubót brugðust allar. Núna, þegar hann er fallinn frá, lifa eftir minningar um glæsi- mennsku hans. Ég votta eftirlifandi konu hans, Mörtu, og börnum þeirra, innileg- ustu samúð mína. Þorsteinn Gíslason „Harða, blíða, heita, sterka sál, hjarta þit var eldur, gull og stál, ólíkt mér, en allt eins fyrir það ertu gróin við minn hjartastað." (M.J.) Nú er Björn frændi allur og að okkur sækir sár tregi. Sorgin er djúp vegna þeirrar elsku er við fengum að njóta frá frænda okkar sem vildi gera svo mikið fyrir okkur öll sem honum þótti vænt um og vildi að við fengjum að lifa við betri heilsu en hann sjálfur. Hann var hinn gjöfuli í tengslum við sín systkinabörn, vildi vefja hópinn af sinni gæsku og lofa okkur að njóta með sér þeirrar lífsvisku sem hann hafði til að bera og líka lífsins þæginda. Aldr- ei stóð á þeim hjónum Birni og Mörtu að lána okkur þeirra ynd- islega sumarbústað til lengri eða skemmri dvalar, til skemmtunar eða hvíldar, sem við mörg systk- inabörnin höfum þannig notið og gleymist aldrei. Ósérhlífni frænda var engu lík og voru þau hjónin afar samheldin í því að fylgjast með og hjálpa systkinabörnunum og síðan okkar börnum sem fengu að kynnast honum og elska hann og hans óbilandi kjark við lang- varandi veikindi. Við öðluðumst þroska við að sjá hve mikinn styrk hann sýndi í baráttunni við veik- indin og hve lítið hann kvartaði við okkur miðað við líðan. Það var frekar að hann gæfi orku en að hann tæki frá öðrum. Óbilandi kjarkur hans og dugur við að rísa upp aitur eftir erfið áföll er von var á bata og alltaf var hans fyrsta verk að sýna okkur ást sína og umhyggju. Þau hjón voru afar samtaka í að gefa okkur þeim yngri meira af sér. Börn okkar munu minnast Bubba frænda sem hins gjöfula manns og eru þakklát fyrir að hafa kynnst slíkum persónuleika. Við erum trúuð í sorg okkar. Við treystum því að friður Krists og umönnum eigi eftir að annast Bubba og umvefja þá sem syrgja. Guð gefi ykkur styrk elsku Maddý okkar, Svava, Pétur, makar ykkar og börn. Bænin ein gefur þökkum við allt. frið. Bubba „Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur. Mín verði vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt.“ Þórunn og Þórhallur Hiö íslenzka Lúthersfélag: Aðalfundur á mánudaginn HIÐ ÍSLENSKA Lúthersfélag held- ur aðalfund sinn í safnaðarheimili Bústaðakirkju, mánudaginn 31. október og hefst hann kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður efni fundarins helgað Lúthersárinu, en sem kunnugt er eru liðin 500 ár frá fæðingu siðbótarmannsins, Marteins Lúthers, hann fæddist 10. nóvember 1483. Umræðuefnið verður helgað samskiptum rómversk-kaþólsku kirkjunnar og lúthersku kirkjunn- ar og hefur Hið íslenska Lúthers- félag boðið kaþólska biskupnum á íslandi, dr. Hinrik Frehen að flytja inngangsorð ásamt sr. Hreini Hákonarsyni, sóknarpresti í Söðulsholti. Að ioknum inn- gangserindum verða almennar umræður um efni þeirra. Loks verður svo afmæliskaffi í minn- ingu siðbótarmannsins. Allir þeir sem áhuga hafa eru velkomnir. FrétUtilkynning. RENAULT Sigurvegari I Bridgestone Rallinu 14.-15. okt. sl. sigruðu bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir á Renault 5 Alpine glæsilega. Frá 1979 hefur Renault 5 Alpine unnið til 23. verðlaunasæta í bifreiðaíþróttum og hefur enginn bifreið á íslandi sigrað jafn oft. Renault — fær í flestan sjó Ath. Bílasalan opin laugardaga kl. 1-5. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 RENAULT Edmborq HELGARFERÐIR - VIKUFERÐIR Verð frá krónum 8.208.- _ FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Rekum SMIDSHOGGIÐ á byggingu sjúkrastöðvar SÁÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.