Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 3 Hagkaup, JL-húsið og Kjötmiðstöðin: Loka kl. 12 á morgun vegna tilmæla lögreglu „FULLTRÚI lögreglustjóra hefur tjáð okkur að enn á ný muni lögreglan loka verslununum, ef reynt verði að hafa þ*r opnar eftir klukkan 12 á laugardaginn," sögðu fulltrúar Hagkaups, JL-hússins og Kjötmiðstöðvar- innar við Laugalæk, á blaðamartnafundi í gær. Fyrir nokkrum dögum til- kynntu framangreindir aðilar að þeir myndu hafa verslanir sínar opnar til klukkan 16 á morgun, laugardag. Rituðu þeir borgar- ráði bréf, þar sem þeir tilkynntu ætlun sína í trausti þess að borg- arráð tæki af skarið og felldi úr gildi reglugerð um afgreiðslutíma verslanna í Reykjavík. Sögðu þeir að verslanir þessar hefðu ætíð haft það efst á sinni stefnuskrá, að veita sem besta mögulega þjónustu á þeim tíma, sem við- skiptavinum hentaði best. Sögðu þeir að viðskiptavinir verslananna og afgreiðslufólk, auk flestra borgarfulltrúa væru sammála um að breytinga á af- greiðslutíma væri þörf. Málið hefði hinsvegar þvælst á milli hinna ýmsu aðila og af einhverj- um ástæðum hefðu menn reynt að tefja framgang þess eða vísað ábyrgðinni á hendur þeim, sem síst ættu að hafa afskipti af framangreindu máli. Einnig kom fram að hinn 8. október síðastlið- inn, er verslanirnar gerðu tilraun til að hafa opið eftir hádegi, hefði fullt samkomulag verið milli starfsfólksins og verslananna. Samt sem áður hefði lögreglan verið send á vettvang til að loka verslununum. „Það er greinilegur munur á andrúmsloftinu í verslun, þar sem fólk hefur nægan tíma til að skoða vörurnar og versla og þarf ekki að gera innkaupin á síðustu stundu," sagði Loftur Jónsson, forstjóri JL-hússins. „Starfsfólk- ið er hlynnt frjálsum afgreiðslu- tíma. Við erum með undirskrifta- lista í gangi hjá starfsfólki, þar sem það lýsir sig reiðubúið að vinna utan þess tima, sem reglu- gerðin kveður á um. Það er því augljóst að hér strandar hvorki á Laugardag einn í október síðastliðnum lokuðu lögregluþjónar versluninni Hagkaup, er forráðamenn höfðu hug á að hafa hana opna eftir hádegi. Til að koma í veg fyrir að hið sama endurtaki sig, hafa forráðamenn Hag- kaups, JL-hússins og Kjötmiðstöðvarinnar dregið til baka ákvörðun um að hafa verslanirnar opnar til kl. 16 á morgun. Þeim verður því lokað stundvíslega klukkan 12. viðskiptavihum né heldur starfs- fólki.“ „Við förum fram á að fá bráða- birgðaheimild, þar til lausn fæst í þessu máli,“ sagði Gísli Blöndal, fulltrúi framkvæmdastjóra Hag- kaups. „Við ætluðum að leggja áherslu á kröfu okkar um frjáls- ari afgreiðslutíma, með því að hafa þær opnar til klukkan 16 á laugardag. Við erum hinsvegar nauðbeygðir að lúta lögreglu- valdi, til að firra viðskiptavini okkar óþægindum, sem af um- ræddum aðgerðum stafa. Því hef- ur verið ákveðið að fresta þessum aðgerðum. Það er gert í trausti þess að borgarráð taki nú málið tafarlaust í sínar hendur." Helgi Steinar Karlsson afhendir forseta sameinaðs þings, Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, undirskriftalista fyrir hönd samtaka sumarbústaðareigenda. Með honum voru t.v. Jón Otti Jónsson, Þorlákur Jóhannsson og Jón Hann- esson. Sumarbústaðaeigendur: Skora á Alþingi að breyta lögum um fasteignagjöid Samstarfsnefnd sumarbústaðaeigenda gekk á fund forseta sameinaðs Alþingis, Þorvalds Garðars Kristjánssonar, í gær og afhenti undirskriftalista með nöfnum 1801 sumarbústaðaeiganda, þar sem skorað er á Alþingi að samþykkja breytingu á lögum um fasteignagjöld á sumarbústöðum. „Með þessum undirskriftum viljum við styðja við frumvarp sem lagt hefur verið fram um lækkun fasteignagjalda á sumarbústöðum. En samtök okkar urðu til er þetta sama frumvarp dagaði uppi á síðasta Alþingi,“ sagði fulltrúi samtakanna, Helgi Steinar Karlsson, í samtali við Mbl. „Eins og lögin eru nú, er fast- eignaskattur af sumarbústöðum sem aðeins eru í notkun þrjá mán- uði á ári, helmingi hærri en af íbúðarhúsnæði sem er í notkun allt árið. Það skýtur skökku við meðan kostnaður sveitarfélaga við þjónustu við sumarbústaðaeigend- ur eru hverfandi, eða sem svarar gíróseðlinum sem reikningurinn til þeirra er settur á. Það er óumdeilanlegt velferð- armál allra þéttbýlisbúa að hafa aðstöðu til hvíldar og hressingar í óspilltri náttúru lands okkar. Sí- fellt fleiri hafa með miklum dugn- aði komið sér upp sumarbústöðum og lagt á sig til þess ómælda vinnu, því kostnaðurinn sem þessu fylgir er umtalsverður. Ef sveit- arfélögin leggja hæstu leyfileg gjöld á sumarbústaði í þeirri trú að eigendur þeirra séu allir efna- menn þá má benda á þá staðreynd að sumarbústaðaeigendur eru þverskurður af þéttbýlisbúum. Hér má líka nefna að tekjur af fasteignasköttum á sumarbústöð- um dreifast mjög ójafnt á hin ein- stöku sveitarfélög og að sum þeirra sem hæstar tekjur hafa af þessu eru meðal þeirra sem mest- ar tekjur hafa af öðrum tekju- stofnum. Þetta er því sumstaðar orðin nokkurskonar auka búgrein og eru dæmi til þess að sveitabæir séu svo fáir í sumum sveitarfélög- um að ef tekjum af fasteigna- gjöldunum yrði skipt á milli þeirra kæmu 40—50 þúsund í hlut hvers þeirra á ári. Eins og fjárhæð gjaldanna eru í dag hamla þau gegn þeirri þróun .að þéttbýlisbúar skapi sér aðstöðu til sumardvalar í óspilltri náttúru lands og getur orðið þeim efnaminnstu í hópnum verulegur fjötur um fót. I frumvarpinu sem lagt hefur verið fram er lagt til að fasteigna- gjöld af sumarbústöðum verði að- eins ‘á af fasteignagjöldum af eignum í kaupstöðum. Þar sem það ætti aðeins að vera sann- gjarnt miðað við nýtingu á bústöð- unum, vonumst við til að það nái fram að ganga." Einstaklingur með samning við erlenda aðila: Sambandið neitaði um kjötið „ÞEIR HJÁ SÍS sögðu mér að það væri algert „prinsipmál** að þeir gerðu svona hluti sjálfir, er ég greindi þeim frá því að ég hefði náð mjög hagstæðum samningum við er- lendan aðila um kaup á hrútakjöti og var að falast eftir að fá kjöt frá kaupfélögunum,“ sagði Guðmundur Halldórsson á Húsavík í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur sagði að forsaga málsins væri sú, að bændum hafi verið tilkynnt í fréttabréfi Kaup- félags Þingeyinga, að hrútakjöt væri nánast óseljanlegt og því myndi sláturhúsið ekki greiða fullt verð fyrir slíka dilka. „Það var gott verð í boði, erlendi við- skiptaaðilinn vildi meira að segja kaupa hrútakjöt frá árinu áður, að vísu á heldur lægra verði, en góðu verði þó,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði enn fremur, að SÍS hafi ekki haft áhuga á öðru en að fá nafnið á fyrirtækinu sem kaupa vildi kjötið. „Þeir voru með alls kyns vífilengjur, en sögðu svo loks að þeir tækju ekki annað í mál en að sjá um framkvæmdina sjálfir. Ég var ekki á því og sagði þeim að það mætti ýmislegt gera án þess að skipta við kaupfélögin,“ sagði Guðmundur og bætti við að íslenska lambakjötið væri óvið- jafnanlegt og hægt væri að fá ótrúlega gott verð fyrir það er- lendis, en af einhverjum „annar- legum ástæðum“ væri sauðfjár- rækt haldið niðri hér á landi. Við vorum að taka upp gífurlega fallegan haust- og vetrarfatnað frá Ítalíu, Frakklandi, Hollandi og Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.