Morgunblaðið - 04.11.1983, Side 18

Morgunblaðið - 04.11.1983, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Gott framtak á skógrækt- arsviði verðskuldar öflug- an stuðning ríkisstjórnar í sumar var haldinn hér á landi fundur fulltrúa frá Nordi.sk Skogs- arbejdsstudiets rád (á ensku nefn- ist það Nordic Research Counsel on Forest Operations) og er það í fyrsta skipti sem slíkur fundur er haldinn hér á landi, enda gerðust íslendingar ekki aðilar að þeirri stofnun fyrr en á síðasta ári, en þá ákvað ráðherranefnd Norður- landaráðs að ísland skyldi fá sinn fulltrúa í ráðið og gerast virkur að- ili. „Þessi rannsókna- og vísinda- stofnun er samnorræn eins og fram kemur í heitinu," sagði formaður ráðsins, Norðmaður- inn Ivar Samseth, í stuttu spjalli. „Að vísu höfðu verið starfræktar slíkar stofnanir á Norðurlöndunum öllum hverju fyrir sig allt frá fyrstu árum eft- ir síðari heimsstyrjöldina. Eftir stríðið fóru menn strax að velta fyrir sér atvinnutækifærum meðal skógræktarfólks með til- liti til mannfjölgunar á vinnu- markaðinum. En fljótlega kom í ljós að frekar yrði skortur á fólki til starfa innan skógræktarinnar í Noregi en of mikið framboð af fólki. Sama var uppi á teningnum í Finnlandi og Danmörku. Þess vegna varð það sameiginleg niðurstaða í þessum löndum öll- um að frekar bæri að leggja áherslu á hagkvæmni og vélvæð- ingu í skógræktarstarfi og skóg- arhöggi. Sömuleiðis á þá þætti er varðaði kynbætur og örari vöxt trjánna. í ljósi þessa var efnt til sam- starfs milli Norðurlandanna árið 1954, haldnir voru sameiginlegir fundir, verkefnum skipt á milli landanna og síðan skipst á upp- lýsingum. Árið 1968 samþykkti ráð- herranefnd Norðurlandaráðs að styrkja þetta samstarf með fjár- veitingu, sem nú er 2,9 millj. norskra króna á ári, en það er um það bil 5% af því fjármagni sem eytt er í rannsóknastörf á skógræktarverkefnum á Norður- löndum. Vinna við skógrækt og skóg- arhögg hefur um aldir byggt mest á mannafli einu saman, en síðustu 30 ár hefur orðið alger bylting á þessu sviði, reyndar meiri en síðustsu 3 aldir þar á undan. Þetta samstarf Norðurland- anna hefur gefist mjög vel og sparar okkur bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Samstarfið nær tií áhalda- og vélakaupa, gengist er fyrir vikulöngum námskeiðum árlega fyrir skógræktarbændur Ivar Samseth og upplýsingamiðlun til allra er málið varðar. Rannsóknamiðstöðvar á veg- um samtakanna voru 14 talsins staðsettar víðsvegar um Norður- lönd, en eru nú orðnar 15 síðan ísland bættist við. Fulltrúi ís- lands er Jón Loftsson, skógar- vörður á Hallormsstað. Við þessar miðstöðvar starfa um 200 sérfræðingar um skóg- rækt á Norðurlöndunum, en starfsfólk á vegum þeirra er rúmlega þúsund manns. Við höldum árlega stjórnarfundi og ræðum þá verkefnin framundan og svo var einnig nú. Hér á íslandi fer fram merki- legt brautryðjendastarf í skóg- rækt sem er mjög áhugavert fyrir okkur á hinum Norðuriönd- unum að fylgjast með, og sömu- leiðis geta íslendingar sótt margt til okkar. Hópurinn sem til Islands kom í þetta sinn, um 30 manns, fór akandi austur að Hallormsstað og kynntist skógræktarstarfinu bæði þar og á leiðinni austur. Eg hef oft komið til íslands og þekki því aðstæður, en ferðafélögum mínum kom hér margt á óvart. Allir urðu mjög hrifnir af landi og þjóð og sjá mikla möguleika til skógræktar hér. Ekki hvað síst tel ég að skjólbeltaræktun sé mikilvæg á íslandi. Þegar hún er komin á veg og farin að mynda skjól getur meðalhitinn á svæð- inu hækkað um 1° og það munar geysilega miklu. En fyrst verður auðvitað að vernda skógrækt- arsvæðin fyrir beit — síðar verð- ur sama land betra beitiland. Við fylgdumst með starfi skógarhöggsmanna á Hall- ormsstað og sáum hve vel þeir standa að verki. Þeir voru í engu eftirbátar þess besta sem sést á Norðurlöndunum. Við leggjum áherslu á að kynnast skógræktarstarfi, þar sem eru öðruvísi aðstæður en víðast hvar á Norðurlöndum á svokölluðum jaðarsvæðum. Næsta ár verður fundurinn hald- inn í nyrstu héruðum Finnlands og þar næsta ár e.t.v. í Finnmörk í Noregi." Spurningunni um hvort hon- um finnst nytjaskógrækt vonlít- ið fyrirtæki á íslandi, svaraði hann því til að öðru væri nær, hér væru einmitte ágæt skilyrði víða, en ónotuð ennþá. „Áður en ég fór þessa ferð kynnti ég mér stjórnarsam- þykktir tveggja síðustu ríkis- stjórna sem sest hafa við stjórn- völinn hér. Þar sá ég jákvætt viðhorf gagnvart því að takm- arka sauðfjárbeit, en hins vegar furðaði ég mig á því að sjá engar áætlanir um skógrækt. Mér finnst hins vegar að gott fram- tak á því sviði eigi skilið góðan og öflugan stuðning ríkisstjórn- ar. Slík aðstoð er grundvallar- atriði. Þegar frá líður bætir slíkt starf veðurfar og hefur jákvæð áhrif á beitarþol. Ég hef kynnst skógum og skógrækt um allan heim og veit að þetta er satt. Innan skógræktarstarfsins í okkar heimshluta er ofarlega á baugi að haga skógrækt þannig, að hún stingi ekki um of í stúf við náttúrulegt umhverfi, mörg- um tegundum trjáa sé blandað á sama svæði. Tækin og aðferðir sem notuð eru við skógarhögg taka mið af umhverfisvernd. Sömuleiðis vilja menn gera skógana aðgengilega fyrir fólk að ganga um og njóta þeirrar fegurðar sem skógar bjóða upp á. Um það atriði er full samstaða meðal þeirra sem aðild eiga að þessu samstarfi," sagði Ivar Samseth að lokum. H.V. Listamennirnir við tvö verkanna á sýningunni. Frá v.: Vignir, Jón Axel og Gunnar Örn. Málverk á sýningu SÝNING á verkum listmálaranna Gunnars Arnar Gunnarssonar, Jóns Axels Björnssonar og Vignis Jó- hannssonar var opnuð í Listasafni Alþýðu um síðustu helgi. A sýningunni eru alls 24 mál- verk, akrýl á striga í hinum ýmsu stærðum. Sýningin er opin dag- lega fram til 13. nóvember frá klukkan 14.00 til 19.00 virka daga og kl. 14.00 til 22.00 um helgar. Listamennirnir hafa valið sér manninn að viðfangsefni á sýn- ingu þessari og hver um sig fer eigin leiðir í sköpun sinni. (FrétUtilkynning) Heimsmeistarar í dansi ^ sýna á afmælishátíð DSÍ DANSKENNARASAMBAND íslands verður 20 ára á þessu ári. í fréttatilkynningu frá sambandinu segir meðal ann- ars, að þrjár konur hafi á síð- astliðnu ári lokið danskenn- araprófi. Þær eru Hulda Guðrún Halls- dóttir, Inga Þuríður Þorláksdóttir og Þorbjörg Þórisdóttir. í sömu fréttatilkynningu segir ennfrem- ur: „Á afmælisárinu er það sam- bandinu mikið gleðiefni að gerast meðlimur í samtökunum ICBD, þar sem öll helstu danskenn- arasambönd veraldar starfa. Hápunktur afmælisársins verð- ur er heimsmeistarar í tíu dansa- keppni koma til landsins. Það eru David Sycamore og Denise Weav- ers og koma þau til íslands um miðjan nóvember. Þau munu sýna dansa á afmælishátíð DSI í Broadway dagana 18. til 20. nóvember." HeimsmeisUrarnir David Syca- more og Denise Weavers, sem koma til landsins og sýna listir sín- ar auk þess sem þau munu þjálfa félagsmenn DSÍ. Rekum SMIÐSHOGGIÐ á byggingu sjúkrastöðvar SÁÁ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.