Morgunblaðið - 04.11.1983, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983
Afmæliskveðja:
Guðlaug Stefáns
dóttir - Eskifirði
I dag, 4. nóvember, er Guðlaug
Stefánsdóttir, Bakkastíg 2, Eski-
firði, sextug. Hún er fædd í Ólafs-
firði 4.11.1923, dóttir hinna merku
og traustu hjóna Kristfnar Gísla-
dóttur og Stefáns Steingrlmsson-
ar sem áttu 10 börn og öll komust
þau til fullorðinsára, mesta mynd-
ar- og sómafólk og lætur alls stað-
ar gott af sér leiða. Enda settu
Kristín og Stefán sér að ala börn
sín upp f guðsótta og góðum sið-
um. Og lærðu börnin fljótt að
vinna eins og algengt var þá að
börn gerðu, vegna þess að faðirinn
vann einn fyrir stóru heimili, eins
og þá var siður. Þá þekktust engin
lyklabörn með húslykil um háls-
inn, eins og siður er í bæjum og
kaupstöðum nú til dags.
Foreldrar Guðlaugar áttu kind-
ur og beljur fyrir heimilið, eins og
algengt var í þá daga í sjávar-
plássum, og það kom af sjálfu sér
að börnin tóku þátt f að hjálpa
foreldrum sínum við búskapinn,
og einnig að beita lfnur og stokka
lóðir. Já, svona var það í gamla
daga, börnin lærðu strax að vinna,
og taka þátt f störfum með for-
eldrum sínum, bæði utanhúss og
innan (þá var ekki komin sú
ómenning að koma börnum strax
á dagheimili). Og þegar að vinnu-
degi var lokið og búið að borða
kvöldmatinn þá fóru foreldrar að
spila á spil og í alls konar leiki við
börn sín, og oft var tekið lagið og
sungið hárri raust. Og börn lærðu
í leik ýmis ættjarðarljóð og vísur.
Nú til dags treysta foreldrar á
skóla og sjónvarpið, því foreldr-
arnir mega ekki vera að þvf að
fórna sér fyrir börnin þegar þau
koma heim eftir vinnudag, þá er
heimtað að börnin fari að sofa, svo
þreyttir foreldrar geti horft á
sjónvarpið eða sofnað við það. Eða
í þriðja lagi haldið boð fyrir kunn-
ingja eða vinnufélaga.
Guðlaug elskaði og virti for-
eldra sína og var mikið um náið
samband á milli systkinanna eins
og algengt er þar sem stór systk-
inahópur er. Guðlaug fór oft á
sumrin heim f ólafsfjörð með
börn sín þegar hún gat komið því
við. Sennilega er Guðlaug alvöru-
manneskja og fram úr hófi dul, og
tók ég oft eftir því þegar hún
skrapp heim (eins og hún kallaði
það að skreppa heim til ólafs-
fjarðar). Hvað hún var kát og létt
í lund þegar hún kom þaðan.
Ung að árum giftist Guðlaug
Aðalsteini Jónssyni forstjóra,
Eskifirði, athafnamanni miklum
og góðum dreng. Eiga þau þrjú
börn og fimm barnabörn, öll eru
börnin búsett á Eskifirði og
barnabörnin koma f heimsókn svo
að segja á hverjum degi til afa og
ömmu.
Það hefur alltaf einkennt heim-
ili Guðlaugar og Aðalsteins mikill
gestagangur. Ég minnist þess ekki
að Guðlaug hafi haft heimilishjálp
þrátt fyrir það að hún hafi oft tek-
Allt I stfl
Barna- og unglingahúsgögnin vinsælu.
íslensk gæöavara.
Framleitt í 4 viöartegundum.
Góð greiöslukjör.
Opið laugardaga 10—16.
Sunnudaga 14—16.
Húsgagnaverslun Reykjavíkurvegi 68,
Hafnarfirdi. Sími 54343.
ið á móti gestum, bæði f mat og
drykk, með litlum sem engum fyr-
irvara, bæði útlendum og innlend-
um. Börn hafa mikið sóst til
þeirra hjóna, og ekki síst þegar
Afmæliskveðja:
börn þeirra voru ung og í skóla. Þá
var oft fjöldi barna í heimsókn hjá
Guðlaugu og öllum veitt af mikilli
rausn, enda sóttust börnin þang-
að, og man ég eftir því þegar við
vorum nýflutt til Eskifjarðar og
bjuggum í næsta húsi við Guð-
laugu, að Emil sonur minn, þá
átta ára, sagði að hann væri búinn
að eignast vin, Kristin son hennar,
sem var tveim árum yngri, og
hefði Guðlaug beðið sig að lfta
svona eftir honum og óskaði eftir
því að þeir yrðu góðir vinir, og veit
ég ekki annað en að það sé þannig
í dag. Emil sonur minn kom einu
sinni sveittur heim og sagði að
Aðalsteinn hefði sagt: „Ég er lang-
sterkastur af þessum fimm strák-
um sem heima eru núna,“ því að
Aðalsteinn flaugst oft á við strák-
ana og kenndi þeim ýmis brögð
sem gætu komið til góðs ef ráðist
yrði á þá. Ég hefði aldrei þolað að
hafa eins mörg börn á mínu heim-
ili og voru hjá þeim hjónum, en
það var eins og Guðlaugu liði allt-
af vel að hafa sem flest af börnum
i kringum sig, enda finna börn
manna best hvað að þeim snýr,
handarbak eða lófi, svo gleymdi
Guðlaug ekki málleysingjunum
þegar vetur konungur gerði vart
við sig.
Ég vil þakka Guðlaugu fyrir
góða viðkynningu f þau 19 ár sem
við hjónin vorum fyrir austan. Og
alltaf finn ég það betur og betur,
hvað ég hafði gott af því að kynn-
ast þeirri manngæskukonu sem
allir elska og virða sem henni hafa
kynnst og hafa lært margt af
henni, sem er gott veganesti út í
þetta jarðneska líf, þrátt fyrir það
að Guðlaug hafi ekki farið f neinn
skóla nema barnaskóla.
Það er mín ósk til fslensku þjóð-
arinnar að allir ráðandi menn
þjóðarinnar væru eins ábyggilegir
og orðheldnir, samviskusamir í
öllum sinum orðum og gerðum
eins og Guðlaug er. Gaman hefði
nú verið að vera komin til Guð-
laugar á afmælisdegi hepnar, þvf
alltaf var gaman í veislunum hjá
þeim hjónum, enda kunnu þau
manna best að veita og skemmta
gestum sfnum.
Við hjónin óskum þér Guðlaug
Stefánsdóttir allra heilla f nútfð
og framtfð og þökkum þér fyrir
ógleymanlega viðkynningu á lið-
num árum. Lifðu heil og lengi,
þess óskar Regína Thorarensen
að sigra. Það hefði mátt heyra
saumnál detta, þegar kappinn tók
kringluna og leit rólega á merki
Danans, svona til þess að athuga
hve langt hún þyrfti að fljúga.
Fagnaðarlætin og gleði áhorfenda
voru gífurleg, þegar kringlan
flaug yfir metmerki danska meist-
arans, og íslenskur sigur og met
voru staðreynd. Þannig var Gunn-
ar, hann stóð sig ávallt best, þegar
mest á reyndi. Það mætti að
sjálfsögðu geta um margt fleira,
en þess er ekki nokkur kostur f
stuttri afmæliskveðju.
Þótt nú séu liðin nærri 40 ár
síðan Gunnar Huseby var á há-
tindi frægðar sinnar sem íþrótta-
maður, berast afrek hans ávallt í
tal, þegar rætt er um íslenskar
íþróttir við útlendinga. Núna í síð-
ustu viku var t.d. ákveðið á Evr-
ópuþingi frjálsíþróttasambanda f
Madrid, að næsta þing færi fram í
Brússel. Skömmu eftir þingið kom
til mín Belgíumaður og sagði að
það hlyti að gleðja okkur Islend-
ingana, „þar sem minningar ykkar
frá þeirri borg eru glæsilegar".
Gat hann sérstaklega um Gunnar,
Torfa og örn Clausen og raunar
allan islenska flokkinn sem tók
þátt í Evrópumótinu 1950.
Ekki er mér kunnugt um hvort
Gunnar Huseby hefur verið heiðr-
aður með opinberum hætti, en fáir
væru betur að því komnir.
Persónulega og með þakklæti
fyrir unnin afrek sendi ég Gunn-
ari Huseby heillaóskir í tilefni
dagsins. Ég er þess fullviss að allir
fslendingar taka undir þær kveðj-
ur- Örn Eiðsson
Gunnar Huseby
sextugur í dag
í dag á hinn þjóðkunni íþrótta-
garpur, Gunnar Huseby, afmæli.
Hann er Vesturbæingur og leit
dagsins ljós þar fyrir 60 árum, 4.
nóvember 1923. Hann, sem átti
eftir að brjóta blað í íþróttasögu
íslands. Dafnaði vel í góðum
höndum kærleiksríkra foreldra.
Ungur að árum tók hann að æfa
knattspyrnu og hann var aðeins 13
ára gamall er hann tók í fyrsta
skipti þátt í kúluvarpskeppni.
Framhaldið var þrotlausar æf-
ingar f frjálsum íþróttum. Árang-
urinn varð sá að hann færði þjóð
sinni þann heiður að fáni íslands
var dreginn að húni á tveim stór-
íþróttamótum í Evrópu, Evrópu-
meistaramótum. Þegar íslenski
fáninn var dreginn fyrstur upp
hrærðust mörg hjörtu í íslenskum
brjóstkössum.
Vegir tilverunnar í lífshlaupi
hvers einstaklings ráðast ekki fyrr
en komið er niður á 6 fetin eða 100
faðma. Já, lífið er margslungið.
Þessu kynntist Gunnar því hann
átti eftir að detta óþyrmilega um
þröskuld djöfuls alkóhólsins.
Markaði það kapftula í lffi Gunn-
ars, sem eftir var tekið. Táknrænt
dæmi eigi að síður, hvernig Bakk-
us konungur gengur til verks með
sjálfum djöflinum. Verk myrkra-
höfðingjans fara ekki milli mála.
Ég hef átt þvi láni að fagna og
er þakklátur fyrir það, að hafa
kynnst mannkostum Gunnars
Huseby og hafa fengið að kynnast
lífsreynslu hans á vettvangi þeirra
hugsjóna, sem hann helgar nú líf
sitt og starfskrafta: AA-samtök-
unum. Ég fullyrði að Gunnar er
þar í tölu þeirra ljósvita, sem
skærast lýsa á þeim vettvangi.
Vona ég að Gunnar eigi enn eftir
að hjálpa mörgum sæbörðum og
auri ötuðum alkóhólistum upp f
Ijós heiðríkjunnar og edrú-
mennskunnar.
Og betri ósk þér til handa á 60
ára afmæli á ég ekki, kæri vinur,
en að þú verðir edrú í dag.
Megi svo einhverjum öðrum
hlotnast sá heiður að stinga niður
penna á 80 ára afmæli þínu, alls-
gáður.
Steingrímur Nikulásson.
fslendingar hafa eignast margt
afreksfólk, bæði á sviði íþrótta og
lista. Þessir einstaklingar hafa
ótvírætt varpað ljóma á land
okkar og aukið álit á íslenskri
þjóð.
í dag á einn mesti afreksmaður
islenskra íþrótta, Gunnar Huseby,
sextugsafmæli. Þessi hrausti en
ljúfi landi okkar hafði næsta
ótrúlega yfirburði í íþrótt sinni,
kúluvarpinu. Tvívegis stóð hann
efst á sigurpallinum á Evrópu-
meistaramóti. Þeir sem nú eru á
miðjum aldri og þar yfir muna ef-
laust þá fagnaðarbylgju, sem fór
um landið, þegar fréttir bárust um
það frá Osló í ágústmánuði 1946,
að Gunnar Huseby hefði orðið
Evrópumeistari eftir harða bar-
áttu við besta kastara Rússa.
Fjórum árum síðar í Brússel í
Belgíu varði Gunnar titil sinn með
meiri yfirburðum en gerst hefur á
Evrópumeistaramóti, varpaði
16,74 metra, næstum tveim metr-
um lengra en næsti maður.
Sigrar Gunnars á íþrótfasviðinu
voru fjölmargir og ávallt var hann
bestur á stórmótunum. Hver man
ekki eftir landskeppninni við Dani
1950 á gamla góða Melavellinum,
þegar danski meistarinn í kringlu-
kasti setti nýtt danskt met og tók
forystu í keppninni. Gunnar átti
aðeins eitt kast eftir í þessari
aukagrein sinni í íþróttinni, hann
þurfti að setja nýtt íslandmet til
Sameinumst til lokaátaks fyrir Langholtskirkju
Það, sem knýr mig til skrifa, er
áhugi fyrir smíði Langholtskirkju
og ennfremur að ég geri mér grein
fyrir því, að mér beri að vera eitt af
verkfærum Hans, sem þessi helgi-
dómur er byggður til dýrðar.
Hvað gefur mér vissu?
Sú svörun, er ég hef fengið í
daglegu lífi, að hvergi eru verkefn-
in jafn óþrjótandi. Hvar sem ber
niður í hinu innra safnaðarstarfi,
eru fáir sem sinna því, en hópurinn
sem knýr á og biður um líkn, er
stór.
Ljúkum Langholtskirkju. Þá
fáum við meira rými til að sinna
þeim verkefnum sem bíða okkar
fyrir þrjár kynslóðir; börn, full-
orðna og aldraða.
Kvenfélag Langholtssóknar er
einn af burðarásum kirkju sinnar. í
þrjá áratugi hafa félagskonur lagt
fram mikið starf Langholtskirkju
til reisnar. Þeirra framlag hefði
ekki orðið stórt, ef ekki á hverju
hausti væru framréttar hendur að
taka í mót basarmunum þeirra og
kökum.
Þess vegna bið ég þig, lesandi
góður: Réttu okkur hönd þína á
laugardaginn klukkan 14 í safnað-
arheimilinu við Sólheima. Og í
sameiningu tekst lokaátakið.
Sigríður Jóhannsdóttir,
formaður Kvenfélags
Langholtssóknar.