Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 1
80 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 268. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mousa veitir Arafat frest til að hverfa frá Tripólí Tripólí, 21. nóvember. AP. " UPPREISNARMENN innan PLO sóttu enn fram gegn sveitum Yassers Arafat, mert stuðningi Sýrlendinga í gær og gengu þeir afar nærri mótherjum sínum. Tókst þeim að einangra flesta hermenn Arafats í miðjum Baddawi- búðunum í útjaðri Tripólí.frá höfuðstöðvum leiðtogans. Voru geysiharðir bardagar, en um skeið dró síðan úr þeim. Uppreisnarmennirnir lýstu yfir vopnahléi upp úr miðjum degi, en Arafat sagði það fyrirslátt, upp- reisnarmennirnir væru einungis að hvíla sig fyrir lokasóknina og hún myndi koma fyrr en varði. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, byrjaði viðræðurnar með 50 mínútna langri ræðu þar sem hann varði stefnu NATO og ítrekaði nauðsyn þess að hætta ekki við áformin eins og málum væri nú komið, slíkt myndi veita Var vopnahlésyfirlýsingin sögð koma frá Abu Mousa, leiðtoga uppreisnarmannanna. í sömu orð- sendingu var stjórnmálamönnum og ráðamönnum í Tripólí gert að koma Arafat og hans liði út úr Rússum yfirburðastöðu í meðal- drægum kjarnorkuvopnum. Sagði hann, að ef árangur yrði enginn í afvopnunarviðræðunum í Genf, yrðu fyrstu meðaldrægu flaugarn- ar til reiðu á vestur-þýskri grund fyrir áramótin. Strax og vestur- borginni til að koma í veg fyrir frekara óþarfa blóðbað. Arafat sagði á hinn bóginn að uppreisnarmennirnir og Sýrlend- ingar ætluðu sér að ná borginni á sitt vald, það sannaði atlaga þeirra á nokkur hverfi í Tripólí þar sem engir Palestínumenn hefðust við. Því myndi hann ekki hverfa frá Tripólí, heldur hjálpa borgarbúum að verja borgina þýska þingið hefur samþykkt end- anlega niðursetningu eldflaug- anna, í kvöld ef að líkum lætur, mun 9 flaugum verða skipað um borð í flutningavélar í Bandaríkj- unum og þær fluttar til Vestur- Þýskalands. Á flokksþingi sósíaldemókrata um helgina, var kosið um kjarn- orkumálið, og fyrir sitt leyti höfn- uðu flokksmenn vopnunum. Hins vegar hvatti Helmut Schmidt, fyrrum kanslari, landsmenn til þess að ganga ekki á bak orða sinna, slíkt gæti dregið úr einingu Vesturlanda og Sovétmenn myndu hagnast stórlega. Hans Dietrich Genscher, leiðtogi frjálsra demó- krata, varði ákvörðunina og sagði fyrir innrásarliðinu. Ástandið í Tripólí er hörmulegt um þessar mundir, birgðageymsl- ur, skip og byggingar standa i ljósum logum og ókunnur fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið eða særst, svo ekki sé minnst á mann- fallið í hinum stríðandi fylking- um. Sjúkrahús og skýli eru yfir- full, skortur er á lyfjum og flest- um nauðsynjum. kjarnorkuandstæðinga ekki hafa leyfi til að kalla sig friðarsinna á sama tíma og þeir gripu til ofbeld- is til að ná fram vilja sinum. Einnig í Noregi Kjarnorkumálin voru einnig til umræðu á norska Stórþinginu í gær og verður svo einnig í dag. Skiptast menn þar í fylkingar sem annars staðar, en í kvöld verður gengið til atkvæða um það hvort Norðmenn fylgi ekki sem fyrr kjarnorkustefnu NATO. Búist er við spennandi kjöri og sérfræð- ingar búast við því að stefnan verði samþykkt með minnsta mögulega mun, eða eins atkvæðis. 20 ár liðin frá morði Johns F. Kennedy NÝLEG skoðanakönnun sem gengist var fyrir í Banda- ríkjunum gaf þá niðurstööu, að John F. Kennedy hefði verið ástsælasti forseti Bandaríkj- anna fyrr og síðar. í dag eru liðin nákvæmlega 20 ár frá því að hann féll fyrir tilræöismanni í Dallas í Texas. Kennedy er minnst um heim allan í dag og á blaðsíð- um 49—54 er sagt frá honum, manninum, morðinu, eftir- köstunum, auk þess sem rætt er við kunna Islendinga um hver viðbrögð urðu hér á landi. Sú gamla brást ekki Phoenix, Arizona, 21. nóvember. AP. TÆPLEGA áttræð kona, Edith Merril, vann í gær það afrek, að lenda lítilli tveggja hreyfla flugvél á flugvelli í Phoenix, án þess að kunna nokkurn skapaðan hlut í flug- mennsku. Flugmaðurinn hafði misst meðvitund. Frú Merril hugðist læra flug og var í fyrstu reynsluferðinni, er hinn 57 ára gamli flugmaður missti skyndilega meðvitund. í fyrstu flaug hún algerlega ein, en lokasprettinn greip eiginkona flugmannsins til stjórntækja hreyflanna. „Ég var allan tímann í mikilli geðshræringu og bað stanslaust til guðs," sagði frú Merril, en einn flugmannanna, sem fylgdu henni inn til lendingar, sagði gömlu konuna hafa gengið í berhögg við allar líkur. „Það voru svona 20.000 á móti 1 að lending sem þessi gæti tekist, en við urð- um vitni að kraftaverki. Frú Merril stóð sig eins og hetja." Korchnoi sigraði Lundúnum, 21. nóverober. AP. VIKTOR Korchnoi, hinn land- flótta sovéski stórmeistari í skák, vann Garry Kasparov, landa sinn, í fyrstu skák þeirra í áskorenda- einvíginu í Lundúnum í gær. Gaf Kasparov skákina eftir 52 leiki. Sjá nánar frásögn í miðopnu. Vigdís í Portúgal s Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, kom til Lissabon, höfuöborgar Portúgals í gær, í fjögurra daga opinbera heimsókn. Forseti Portúgals, Antonio Ramalho Eanes, tók á móti Vigdísi á flugvellinum. Sjá nánar frásögn á blaðsíðum 20 og 29. Deilt um eldflaugar á v-þýska þinginu — götubardagar við þinghúsið í Bonn Bonn, 21. nóvember. AP. UMRÆÐUR hófust á vestur-þýska þinginu í gær um meðaldrægu kjarnork- uflaugarnar sem NATO hyggst setja niður í Vestur-Evrópu, meðal annars í Vestur-Þýskalandi. Ræddi þingheimur málið fram á kvöld og í dag halda umræðurnar áfram. Voru skoðanir afar skiptar, en meðan skeggrætt var í þingsölum, máttu hundruð lögreglumanna hafa sig alla við í kring um þinghúsið og í næsta nágrenni, við að stugga reiðum kjarnorkuvopna- andstæðingum frá. Þeir skiptu þúsundum, en 163 manns voru handteknir og lögreglan úðaði vatni yfir skarann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.