Morgunblaðið - 22.11.1983, Side 3

Morgunblaðið - 22.11.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 3 í haust hefur verid unnið að byggingu grjótgarðs sunnan við hafnarbryggjuna á Húsavík eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Innan garðsins á að fylla upp lónið með uppgreftri sem fæst við dýpkun hafnarinnar norðan bryggjunnar. Við þessa framkvæmd eykst athafnasvæðið við höfnina nokkuð. Ljósm. Mbi. Spb. Rannsókn þyrluslyssins: Bandaríkjamennirnir fara af landi brott RANNSÖKN þyrlsuslyssinns í Jökulfjörðum hefur verið haldið áfram af fullum krafti um helgina. Bandaríkjamennirnir fímm sem hér hafa verið til aðstoðar Flugmálastjórn við rannsóknina hafa lokið störfum og halda af landi brott í dag. Talsvert mikið af vélarhlutum úr þyrlunni verða sendir erlendis til rannsóknar og heldur maður frá Flugmálastjórn með þá til Bandaríkjanna næstkomanddi þriðjudag, þar sem þeir verða rannsakaðir á rannsóknastofum. Tveir Bandaríkjamannanna, sem aðstoðað hafa við rannsókn- ina, eru frá Sikorsky verksmiðjun- um, tveir frá Allisonverksmiðjun- um, framleiðendum hreyflanna í þyrlunni og einn frá NTSB (Nat- ional Transportation Safety Board), Oryggismlastofnum bandaríska samgöngumálaráðu- neytisins. Að sögn Karls Eiríkssonar formanns Flugslysanefndar, er ekkert hægt að segja að svo stöddu um orsakir slyssins, ekkert óyggjandi hafi komið fram ennþá. Einn seldi ytra Fiskiskipið Arinbjörn seldi afla sinn í Cuxhaven í gær. Var hann með 111,2 tonn og fékk 2.973.500 krónur fyrir aflann, en samkvæmt því er meðalverð 26,74 krónur fyrir kílóið. Elite-fyrirsætukeppnin í Mexíkó: Kristina Haralds- dóttir komst í úrslit KRISTINA Haraldsdóttir komst í úrslit í Elite-fyrirsætu- keppninni, sem haldin var í Aca- pulco í Mexíkó um helgina. Kristina sigraði sem kunnugt er í keppninni hér á landi ásamt Heiðdísi Steinsdóttur, en tíma- ritið Líf, nú Nýtt Líf, gekkst fyrir keppninni hér. 60 stúlkur kepptu til úrslita og komust 12 stúlkur i lok- aúrslitin. Ekki komst Krist- ina í þrjú efstu sætin en ár- angurinn tryggir henni mik- inn frama í fyrirsætustörfum, að sögn kunnugra. Átta af stúlkunum 12, sem í úrslit komust, voru frá Bandaríkjunum, ein frá ís- landi, ein frá Svíþjóð, ein frá Mexíkó og ein frá Ítalíu. Hlutskörpust varð bandarísk sfulka, Lisa Hellenbeck, núm- er tvö varð Susanna Larsen frá Svíþjóð og þriðja varð Hunter Rono frá Banda- ríkjunum. Allar þessar stúlk- ur eru 15 ára gamlar. Brynja Nordqvist var full- trúi Frjáls framtaks, útgáfufyrirtækis Lífs, við keppnina. Að hennar sögn hlutu þær Kristina og Heiðdís mikið lof fyrir góða frammist- öðu og framkomu í keppninni. Kristina Haraldsdóttir FIA T UNO '84 Á Kfí. 219.000 FIA T ER MEST SELDI BÍLL í EVRÓPU OPIÐ ALLA VIRKA DAGA TIL KL. SJÖ FRÁBÆR F/A T-UNO-KJÖR 1. Þú semur um útborgun, al/t niður í 50.000 kr. á þessari einu sendingu. 2. Við tökum gamla bí/inn sem greiðslu uppí þann nýja. Það er sjálfsögð þjónusta, því bílasala er okkar fag. 3. Við lánum þér eftirstöð- varnar og reynum að sveigja greiðslu- tímann að & þinni getu. FIAT GÆÐI í FYRIRRÚMI Styrktarfélagið ENDURSÖL UBÍLL NÚMER EITT Á ÍSLANDI valdi FIAT UNO í síma- númerahappdrætti sitt á þessu ári. Sex UNO ’841 vinning. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA EGILL VILHJÁLMSSON HF. F // A T Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.