Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 4

Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 4
4 Peninga- markaðurinn GENGISSKRÁNING NR. 217 — 17. NÓVEMBER 1983 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sila gengi 1 Pollar 28,140 28,220 27,940 1 St.pund 41,626 41,744 41,707 1 Kan. dollar 22,744 22,809 22,673 1 Dönnk kr. 2,9022 2,9104 2,9573 1 Norsk kr. 3,7612 3,7718 3,7927 1 Sænsk kr. 3,5503 3,5604 3,5821 1 Fi. mark 4,8837 4,8976 4,9390 1 Fr. franki 3,4355 3,4452 3,5037 1 Belg. frank' 0,5148 0,5163 0,5245 1 Sv. franki 12,9522 12,9890 13,1513 1 Holl. gjllini 9,3361 9,3627 9,5175 1 V-þ. mark 10,4513 10,4810 10,6825 1 ÍL líra 0,01729 0,01734 0,01754 1 Austurr. sch. 1,4854 1,48% 1,5189 1 Port escudo 0,2190 0,21% 0,2240 1 Sp. peseti 0,1816 0,1821 0,1840 1 Jap. yen 0,11944 0,11978 0,11998 1 frskt pund SDR. (SérsL 32,558 32,651 33,183 dráttarr.) 16/11 29,5534 29,6377 1 Belg. franki 0,5113 0,5128 Vextir: (ársvextir) Frá og með 21. nóvember 1983 INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóðsbækur.................27,0% 2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).30,0% 3. Sparisjóösreikningar, 12. mán.1)... 32,0% 4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar.. 0,0% 5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar. 1,0% 6. Ávísana-og hlaupareikningar.... 15,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæður í dollurum........... 7,0% b. innstæöur í sterlingspundum. 7,0% e. innstæður í v-þýzkum mörkum... 4,0% d. innstasður í dönskum krónum.... 7,0% 1) Vextir færðir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: HÁMARKSVEXTIR (Verðbótaþáttur í sviga) 1. Víxlar, forvextir..... (22,5%) 28,0% 2. Hlaupareikningar ..... (23,0%) 28,0% 3. Afurðalán, endurseljanleg (23,5%) 27,0% 4. Skuldabréf ........... (26,5%) 33,0% 3. Vísitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst 6 mán. 2,0% b. Lánstími minnst 2% ár 2,5% c. Lánstími minnst 5 ár 3,0% 6. Vanskilavextir á mán...........4,0% Lífeyrissjóðslán: Lrteyriaajóður atarfamanna ríkiaina: Lánsupphsö er nó 260 þúsund ný- krónur og er lániö vísitölubundiö meö lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er Irtilfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt lánstímann. Lífeyriaajóður verzlunarmanna: Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aðlld að lífeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast við lániö 10.000 nýkrónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild að sjóðnum. Á tímabllinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfl- legrar lánsupphasöar 5.000 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftlr 10 ára sjóðsaöild er lánsupphæöin oröin 300.000 nýkrónur. Eftlr 10 ára aöild bætast viö 2.500 nýkrónur fyrlr hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk- ert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll iánsins er tryggöur með byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravisitala fyrlr nóvember 1983 er 821 stig og fyrir desember 1983 836 stig, er þá miöaö viö vísitöluna 100 1. júní 1979. Byggingavísitala fyrlr október—des- ember er 149 stlg og er þá miðaö viö 100 í desember 1982. Handhafaskuldabréf f fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextlr eru nú 18—20%. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamióill! MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Tordyfill- inn ílýgur í rökkrinu í kvöld verður útvarpað sjöunda þætti barna - og unglingaleikritsins „Tordýf- illinn flýgur í rökkrinu". Ekki er víst að allir viti hvað orðið tordýfill þýðir. Því var brugð- ið á það ráð að fletta upp í orðabók og finna svarið; að tordýfill væri molduxi eða bjöllutegund. Og nú verður hver að ákveða fyrir sig hvort orðið honum finnst eiga betur við „Tordýfilinn, sem flýgur í rökkrinu". Leikritið er flutt í tólf þátt- um og var efni síðasta þáttar eitthvað á þessa leið: Anna, Jónas og Davíð misstu af náunganum sem var að læðupokast uppi á lofti Sel- ander-setursins. Hann flúði á brott í bláum bíl af Peugot- [pusjó] gerð. Úti í garðinum rákust þau á útigangsmann- inn Mugg, sem ekkert vildi segja þeim af ferðum sínum, en þau urðu vör við að spar- manían varð óróleg í návist hans. Á sama tíma gerðist annað í málinu. Miðjarðarhafssafnið í Stokkhólmi, sem Anna hafði áður leitað upplýsinga hjá, fær fyrirspurn frá British Museum í London um egypsku styttuna. Þegar reynt er að afla upplýsinga hjá Önnu, heldur hún að um gabb sé að ræða og vill ekkert kannast við að hún viti neitt. Olson safnvörður í Eikarsjó sér þann kost vænstan að blanda Smálandapóstinum í málið. Þá ættu menn að vera til- búnir að kveikja á útvarps- tækjum sínum klukkan 20.00 í kvöld og fylgjast með sjöunda þætti, en leikarar í kvöld verða Ragnheiður Arnardótt- ir, Jóhann Sigurðarson, Aðal- steinn Bergdal, Guðrún Gísla- dóttir og Valur Gíslason. Leikstjóri er Stefán Baldurs- son. Manuelumúsík eftir Leif Þórarinsson tileinkuð Ragnari í Smára Tónleikum, sem haidnir voru í Þjóðleikhúsinu í sumar, útvarpað kl. 22.35. „Manuelumíísík“ tileinkuð Ragnari Júnssyni í Smára „Þessir tónieikar, sem heita „Manuelumúsík", byggjast upp á (imm verkum,“ sagði Leifur Þórar- insson, tóntýtáld, er hann var spurður um tónleika sem haldnir voru í Þjóðleikhúsinu í sumar og verður útvarpað i kvöld klukkan 22.35. „Fyrsta verkið, sem heitir „Sonata per Manuela", er fyrir flautu og var samið fyrir Manu- elu Wiesler að leika sumarið 1979 í Skálholtskirkju," segir Leifur. „Annað verkið nefni ég „Per voi“, eða „Fyrir ykkur". Það er fyrir fiðlu og píanó. Ég setti það saman fyrir Manuelu og Snorra Sigfús Birgisson að leika í tónlistarkeppni í Helsinki ’75. Þau unnu keppnina og fengu bæði fyrstu verðlaun. „Trio“ er fyrir flautu, píanó og celló. Það gerði ég í Kaupmannahöfn sama ár og „Per voi“ og tileinka það gömlum vini mínum og kennara í New York, Arthur Gunther Schuller, en hann varð fimmtug- ur árið, sem verkið var samið. Fjórða verkið kalla ég „Quart- etto glaciale", eða „ískvartett". Það er samið fyrir fiðlu, gítar celló og flautu, auk þess sem mezzosópranrödd syngur í lokin. „ískvartettinn" er að hluta til settur á blað á ísafirði 1977, en ekki að fullu lokið fyrr en haust- ið 1979 á Akureyri. Þar bættist mezzosópranröddin við. Loka- verkið, sem ég nefni „Sinfonia finale", er fjórir kaflar, úr kon- sertbók fyrir flautu og ellefu músíkanta. Þessi bók hefur verið í smíðum frá febrúarmánuði síð- astliðnum. Þó að aðeins þrjú þessara tón- verka minna séu beinlínis samin handa Manuelu Wiesler, eru þau öll með flautu í aðalhlutverki. Tónleikarnir eru í heild tileink- aðir vini mínum og velgjörðar- manni, Ragnari Jónssyni í Smára, en honum á ég meira að þakka en flestum öðrum mönnum. Derrick Ieysir eina gátuna enn Sakamálaþátturinn um rannsóknalögregluforingjann þýskættaða, verður að venju á dagskrá í kvöld. Þessi þáttur, sem er hinn þriðji í röðinni, nefnist „Maðurinn frá Portofino" og hefst klukkan 21.25. Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDbGUR 22. nóvember MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfími. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þátt- ur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð- urfregnir. Morgunorð: — Sigur- jón Heiðarson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Katrín“ eftir Katarína Taikon. Einar Bragi les þýðingu sína (6). 9.20 Leikfími. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Man ég þaö sem löngu leið.“ Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Vió Pollinn. Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. SÍDDEGiD_____________________ 13.30 Suður-amerísk tónlist. 14.00 Á bókamarkaðinum. Andrés Bjömsson sér um lestur úr nýj- um bókum. Kynnir: Dóra Ingva- dóttir. 14.30 Upptaktur. — Guðmundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Alex- andre Lagoya og Orford-kvart- ettinn leika Gítarkvintett í D- dúr eftir Luigi Boccherini/ Rud- olf Serkin og Budapest-kvartett- inn leika Píanókvintett í Es-dúr op. 44 eftir Robert Schumann. 17.10 Síódegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Tónleikar. KVOLDIÐ 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Tordýfíllinn flýgur í rökkrinu" eftir Maríu Gripe og Kay Poll- ack. 7. þáttur: „Þungur hlutur". Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikendur: Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Aðalsteinn Berg- dal, Jóhann Sigurðsson, Guðrún S. Gísladóttir og Sigríður Haga- lín. 20.40 Kvöldvaka a. Almennt spjall ura þjóðfræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson tekur saman og flytur. b. Kórsöngur: Karlakórinn Vísir á Siglufírði syngur. Stjórnandi: Geirharður Valtýsson. c. Galdramennirnir í Vest- mannaeyjum. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.15 Skákþáttur. Stjórnandi: Jón Þ. Þór. 21.40 Útvarpssagan: „Hlutskipti manns“ eftir André Malraux. Thor Vilhjálmsson les þýðingu sína (27). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Frá tónskáldakvöldi Leifs Þórarinssonar í Þjóðleikshús- inu 13. júní sl. Kynnir: Hanna G. Sigurðardóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ■un ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Snúlíi snigill og Alli álfur Teiknimynd ætluð börnum. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugs- dóttir. 20.45 Tölvurnar Lokaþáttur. Breskur fræðslumyndafíokkur um örtölvur, notkun þeirra og áhrif. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 21.25 Derrick 3. Maðurinn frá Portofíno Þýskur sakamálamyndaflokk- ur. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.25 Hrun þorskstofnsins — Hvað er til ráða? Umræðuþáttur um þann vanda, sem við blasir vegna samdráttar í þorskveiðum, og hvernig bregðast skuli við honum. Um- sjónarmaður Guðjón Einarsson. 23.20 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.