Morgunblaðið - 22.11.1983, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
Portúgal:
Flóðin í rénun
Liæabon, 21. nóvember, frá Hirti
Gíslasyni, bladamanni Mbl.
ALVARLEGT ástand ríkir nú hér í
Lissabon og úthverfum borgarinnar
eftir mikla rigningu og flóð í kjölfar
Tyrkland:
Sakaðir um
vopnaða
uppreisn
gegn ríkinu
Istanbul, 21. nóvember. AP.
f ÁKÆRU, sem kunngerð var í dag,
var því haldið fram, að meintir félag-
ar í hryðjuverkasamtökum nokkrum
hafi reynt að komast til metorða í
her Tyrklands í því skyni að spilla
þannig fyrir aðgerðum stjórnvaida
til að hindra starfsemi öfgasamtaka
í landinu, en þessar aðgerðir hófust
fyrir 3 árum. Var útdráttur úr ák*r-
unni birtur í dag og kom þar fram,
að hinir grunuðu eru sakaðir um
„vopnaða uppreisn gegn ríkinu í því
að koma þar á stjórn kommúnista“.
Það er saksóknari hersins, sem
samið hefur ákæruna og heldur
hann því fram, að mennirnir beri
ábyrgð á sprengjuárásum, sem
gerðar voru í júní 1979 á samtök
hægri sinnaðs stjórnmálaflokks,
sem nú er ekki lengur starfandi og
einnig á stöðvar verkalýðssam-
taka í Ankara. Jafnframt er hópn-
um gefið að sök, að hafa staðið að
ránum og rupli í því skyni að afla
þannig fjár til starfsemi neðan-
jarðarsamtaka, sem fengið hafa
nafnið „Þriðja leiðin".
Á meðal hinna ákærðu eru for-
ingjar innan hersins og eru það
menn, sem ætlað var að komast
þar til metorða. Ákæruatriðin eru
í mörgum liðum og geta hinir
ákærðu átt von á fangelsisdómum
allt frá 3 árum upp í 15 ár.
Mikil leit
að mæðginum
t'ampo di (’arne, Ítalíu, 21. nóvember. AF.
ÁKÖF leit fór fram í dag að
konu og syni hennar, sem rænt
var á Ítalíu um helgina, en leitin
bar engan árangur.
Ræningjarnir voru greini-
lega atvinnumenn og töluðu
með sardinískum hreim að
sögn ítölsku lögreglunnar,
sem telur, að e.t.v. hafi þeir
gert sér málhreiminn upp til
að villa um fyrir henni.
Konan, sem var rænt, er
Anna Bulgari Calissoni, 56
ára gömul, og erfingi að miklu
skartgripafyrirtæki. Sonur
hennar, 16 ára gamall, er
einnig í haldi hjá mannræn-
ingjunum, sem ekkert hafa
enn látið til sín heyra.
hennar. Ár, sem renna um borgina,
hafa flætt yfir bakka sína, og hafa
níu manns týnt lífi og um 1000 fjöl-
skyldur orðið að yfirgefa heimili sín.
Að sögn blaðafulltrúa stjórn-
arráös Portúgals hefur fólkið ver-
ið flutt í ýmsar opinberar bygg-
ingar og aðalstöðvar Rauða kross-
ins en reiknað er með að fólkið
geti aftur flutt heim til sín er flóð-
in sjatna. Það eru fyrst og fremst
hús, er standa nálægt ánum, sem
skemmst hafa. Eru sum þeirra
gjörónýt. Rigningin hófst aðfara-
nótt laugardagsins og rigndi nær
látlaust þar til í gærkvöldi. Ekki
hefur rignt jafn mikið hér í Lissa-
bon í sextán ár eða síðan 1967 og
síðastliðin fjögur ár hefur lítið
sem ekkert rignt. Þá hafa flóðin
truflað símasamband i borginni
og hafa stórir hlutar Lissabon
verið símasambandslausir síðan á
laugardag.
Flóðin eru þegar í rénum og
standa vonir til að ástandið verði
eðlilegt innan skamms.
Kommúnistar
tapa í Napólí
Kóm, 21. nóvember. AP.
KOMMÚNISTAR, sem eru næst
stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu,
bióu mikinn hnekki í bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum, sem fram
fóru í Napólí og nokkrum héruðum
Ítalíu í dag.
Kristilegir demókratar virtust
hins vegar ætla að halda sínu í
Napólí en tapa fylgi annars staðar
í kosningunum nú. Nýfasistar
höfðu unnið á miðað við fyrstu töl-
ur og sömuleiðis Lýðveldisflokkur-
inn, sem er smáflokkur fyrir
miðju. Fyrstu tölur virtust einnig
sýna, að jafnaðarmannaflokkur
Bettino Craxis forsætisráðherra
kynni að vinna eithvað á.
Aldrei of gömul
Mynd þessi er af Jane Murphy, 99 ára og elstu núlifandi brúði Bret-
lands, er hún gekk að eiga George Brearlcy, sem er 89 ára gamall, í
síðustu viku. Hjónavígslan fór fram í einu af úthverfum Manchester og
var borgaraleg. Hin hamingjusömu hjón hittust fyrst fyrir 10 vikum á
elliheirailinu, þar sem þau búa.
Irland:
Marxistar í IRA
að baki morðunum
Darkley, 21. nóvember. AP.
ÞRÍR menn voru skotnir til bana
við messu í mótmælendakirkju f
bænum Darkley á Norður-írlandi
sl. sunnudag og telur lögreglan, að
þar hafi verið að verki hópur
manna undir stjórn einhvers al-
ræmdasta glæpamanns á írlandi.
Tveir grímuklæddir menn réð-
ust inn í kirkju hvítasunnusafn-
aðarins í bænum Darkley sl.
sunnudag og létu þeir kúlunum
rigna yfir fólkið, sem þar var
statt. Þrír menn létust í skot-
hríðinni en sjö slösuðust. Þriðji
maðurinn var utandyra og skaut
að kirkjunni sjálfri. 60 manns,
karlmenn, konur og börn, voru í
kirkjunni þegar árásin var gerð
en hún hefur vakið mikinn við-
bjóð með mönnum á öllum Bret-
landseyjum. Tomas O. Fiaich,
kardináli, yfirmaður kaþólsku
kirkjunnar á öllu írlandi, sagði
um morðin, að þau væru „bein
árás á sjálfan guð“.
frski lýðveldisherinn, sem
berst gegn Bretum á Norður-ír-
landi, hefur þvegið hendur sínar
af ódæðisverkinu og þykir það
nokkrum tíðindum sæta því að
liðsmenn hans hafa hingað til
ekki þótt mjög vandir að meðul-
um. Samtök, sem kalla sig Kaþ-
ólsku hefndarsamtökin, hafa
hins vegar lýst sökinni á hendur
sér en lögreglan telur, að í raun
sé hér um að ræða frska frelsis-
herinn, marxískan klofningshóp
úr IRÁ. Skothylki, sem fundust
við kirkjuna, sýna, að þrjár byss-
ur voru notaðar í árásinni og þar
af ein, sem áður hefur verið not-
uð í árásum INLA, marxíska
klofningshópsins.
Leiðtogi INLA er Dominic
McGlinchey, 29 ára gamall, en
hann er eftirlýstur fyrir 20—30
morð beggja vegna landamær-
anna.
Skotgötin á kirkjuveggnum hafa verið mörkuð með ferhyrningi og á gólfinu
eru biblíur og sálmabækur, sem fólkið hafði f höndunum þegar mennirnir
ruddust inn í kirkjuna og tóku að skjóta á söfnuðinn, karlmenn, konur og
börn. AP.
Skilnaðir flestir í
Englandi og Wales
London. 21. nóvember. AP.
í ENGLANDI og Wales skilja ár
lega fleiri hjón en annars staðar í
Evrópu eða 12 af hverju 1.000, sem
fyrir eru, segir í niðurstöðum
könnunar, sem skýrt var frá í dag,
mánudag.
Ef þetta hlutfall breytist ekk-
ert má búast við, að þriðjungi
allra hjónabanda í Englandi og
Wales ljúki með skilnaði fyrr
eða síðar og að eitt barn af
hverjum fimm muni hafa upplif-
að skilnað foreldra sinna fyrir 16
ára aldur. í könnuninni kemur
fram, að hjónaskilnuðum í Eng-
landi og Wales hefur fjölgað
mjög á síðustu árum. 1961 voru
þeir 25.000, árið 1976 127.000 og
146.000 árið 1981. Aðeins Danir
komast nálægt Englendingum
hvað fjölda hjónaskilnaða varð-
ar.
Það fólk í Englandi og Wales,
sem gengur í hjónaband undir
tvítugu, er helmingi líklegra til
að skilja en það, sem er á aldrin-
um 20—24 ára, og þrisvar sinn-
um líklegra en það fólk, sem
giftir sig á aldrinum 25—29 ára.
Ef miðað er við árið 1981 var
helmingur kvenna, sem hafði
gifst undir tvítugu, skilinn fyrir
þrítugt. Sjö af hverjum 10 hjón-
um, sem skilja, eiga börn og árið
1981 voru 159.000 börn undir 16
ára aldri frá uppflosnuðum
hjónaböndum. Fram til ársins
1988 munu 750.000 hjón segja
skilið hvort við annað ef heldur
sem horfir og 800.000 börn sjá á
bak öðru hvoru foreldranna.
Óska eftir fram-
sali á stríðs-
glæpamönnum
WjLshington, 21. nóvember. AP.
FYRSTA tilraun ísraelsmanna til þess að fá Bandaríkjamenn til þess að
framselja mann, sem liggur undir ákæru um að hafa verið stríðsglæpa-
maður nazista, kann að ryðja brautina fyrir hraðari brottrekstri annarra
meintra nazista frá Bandaríkjunum. Er áformað hinn 23. janúar nk. að
beiðni ísraelsmanna að láta fara fram réttarhöld í máli 63 ára gamals
bílasmiðs, John Benjamin að nafni, sem ísraelsmenn hafa óskað eftir að
vísað verði frá Bandaríkjunum, en maður þessi er talinn bera ábyrgð á
dauða tugþúsunda Gyðinga í dauðabúðum nazista í Treblinka í Póllandi.
ísraelsstjórn er ennfremur samþykkti að fara úr landi.
sögð íhuga, hvort óska eigi eftir
framsali Valerian Trifa biskups,
sem er rúmenskur að uppruna en
er nú búsettur í Detroit. Hann
var á sínum tíma foringi í
Járnsveitunum" í Rúmeniu, sem
störfuðu með nazistum í síðari
heimsstyrjöldinni. Trifa afsalaði
sér bandarísku ríkisfangi 1983 og
Óskaði hann eftir því að verða
sendur til Sviss, en svissnesk
stjórnvöld neituðu að taka við
honum. Bandarisk stjórnvöld
fóru þess þá á leit við Vestur-
Þýzkaland, að þar yrði tekið við
honum, en því var neitað á þeim
forsendum, að hann væri ekki
þýzkur að þjóðerni.