Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 26

Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Um fjórðungsþing (ömt eða fylki) og kosning til þeirra — eftir Jóhannes Árnason — Seinnihluti — Tillögur mínar kveða á um skiptingu iandsins í sérstök stór umdæmi — landsfjórðunga, ömt eða fylki — með þingstaði sem hér segir: 1. Vestfirðingafjórðungur (25.561 íbúi) nær yfir Vesturlandskjör- dæmi og Vestfjarðakjördæmi. Þingstaður í Stykkishólmi. 2. Norðlendingafjórðungur (36.857 íbúar) nær yfir Norður- landskjördæmi vestra og eystra. Þingstaður á Akureyri. 3. Austfirðingafjórðungur (13.068 íbúar) nær yfir Austurlands- kjördæmi. Þingstaður á Eg- ilsstöðum. 4. Sunnlendingafjórðungur (73.875 íbúar) nær yfir Suður- landskjördæmi og Reykjanes- kjördæmi. Þingstaður á Sel- fossi. 5. Reykjavík (86.092 íbúar) er sér- stakt umdæmi. Landsfjórðungarnir halda ár- lega sérstakt þing — fjórðungs- þing — á þingstað fjórðungsins. Þingstaðir eru valdir miðsvæðis og með tilliti til samgangna og annarra aðstæðna. Fjórðungs- þingin fara með framkvæmd í við- komandi landsfjórðungi, sem jafn- framt er sálfstæð eining og valda- stofnun innan ríkiskerfisins. Staða fjórðungsþinganna þyrfti að vera ákveðin í stjórnarskránni. Að öðru leyti ættu ákvæði um þau heima í almennum sveitarstjórn- arlögum, líkt og nú er um sýslu- nefndir. Fulltrúar á fjórðungsþing yrðu að vera kosnir beinum almennum kosningum. Hvert sýslufélag og kaupstaður í landsfjórðungi ætti minnst einn fulltrúa á fjórðungs- þingi hans, þó þannig að fulltrúar á fjórðungsþingi yrðu aldrei færri en t.d. 10—12. Tölu þeirra mætti ákveða út frá meðalfjölda kjós- enda í kjördæmum hvers lands- fjórðungs. Síðan yrði að viðhafa hlutfallskosningar í þeim kjör- dæmum fjórðungsins, þar sem kjósa ætti tvo fulltrúa eða fleiri. Að öðru leyti mætti haga kosning- um til fjórðungsþinga á sama veg og kosningum til sýslunefnda og kjósa aðalmenn og varamenn. Kosningar til fjórðungsþinga færu fram um leið og almennar sveitar- stjórnarkosningar og kæmu í rauninni í staðinn fyrir kosningar til sýslunefnda. Kjörtímabil yrði þá 4 ár. Eins mætti hugsa sér 6 ára kjörtímabil. Samkvæmt framansögðu væru kjördæmin þessi (tala kjósenda innan sviga); 1. Til fjórðungsþings Vestfirð- ingafjórðungs: Borgarfjarðar- sýsla (904), Akranes (3.294), Mýrasýsla (1.596), Snæfells- nessýsla (2.021), ólafsvík (713), Dalasýsla (687), Austur-Barða- strandarsýsla (253), Vestur- Barðastrandarsýsla (1.245), Vestur-ísafjarðarsýsla (994), Bolungarvík (745), ísafjörður (2.108), Norður-lsafjarðarsýsla (337), Strandasýsla (720), alls 13 kjördæmi. Alls á kjörskrá 15.617:13=1201. Akranes fengi 2 fulltrúa. Fulltrúar því alls 14. 2. Til fjórðungsþings Norðlend- ingafjórðungs: Vestur-Húna- vatnssýsla (975), Austur-Húna- vatnssýsla (1.549), Sauðárkrók- ur (1.421), Skagafjarðarsýsla (1.396), Siglufjörður (1.295), Ólafsfjörður (712), Dalvík (826), Eyjafjarðarsýsla (1.591), Akur- eyri (8.514), Húsavík (1.482), Suður-Þingeyjarsýsla (1.887), Norður-Þingeyjarsýsla (1.098), alls 12 kjördæmi. Á kjörskrá 22.846:12=1.904. Akureyri fengi 4 fulltrúa. Fulltrúar því alls 15. 3. Til fjórðungsþings Austfirð- ingafjórðungs: Norður-Múla- sýsla (1.466), Seyðisfjörður (607), Suður-Múlasýsla (2.901), Neskaupstaður (1.033), Eski- fjörður (664), Austur-Skafta- fellssýsla (1.410), alls 6 kjör- dæmi. Á kjörskrá 8.081:6=1.347. Suður-Múlasýsla fengi 2 full- trúa. Fulltrúar því alls 7. Ef lágmarksfjöldi fulltrúa yrði ákveðinn 10, fengju Norður- Múlasýsla, Suður-Múlasýsla og Austur-Skaftafellssýsla fjölg- unina einn fulltrúa hvert kjör- dæmi. 4. Til fjórðungsþings Sunnlend- ingafjórðungs: Vestur-Skafta- fellssýsla (872), Rangárvalla- svsla (2.202), Selfoss (2211), Arnessýsla (4.079), Vest- mannaeyjar (2.866), Gull- bringusýsla (1.755), Grindavík (1.131), Njarðvík (1.281), Kefla- vík (4.207), Hafnarfjörður (7.764), Garðabær (3.235), Kópavogur (9.077), Seltjarn- arnes (2.207), Kjósarsýsla (2464), alls 14 kjördæmi. Á kjörskrá 45.251:14=3.239 kjör- dæmi. Fulltrúar því alls 16. Þannigyrði hvert fjórðungsþing skipað 10—16 fulltrúum, eða líkt og hinar fjölmennari sýslunefndir eru í dag, svo sem á Snæfellsnesi, í Skagafjarðarsýslu, í Suður-Múla- sýslu eða Árnessýslu. Um bankamál f sambandi við skiptingu lands- ins í Vestfirðingafjórðung, Norð- lendingafjórðung, Austfirðinga- fjórðung og Sunnlendingafjórðung langar mig til, áður en lengra er haldið, að koma hér inn á einn málaflokk, sem hefur afar mikla þýðingu fyrir landshlutana og framþróun byggðar þar um ókomna framtíð, en það eru bankamálin. Stjórn bankamála og lánamála í landinu hin síðari ár óðaverðbólgu og óstjórnar á mörgum sviðum er gagnrýni verð. Þar kemur margt til svo sem samþjöppun valds, óhófleg fjárfesting, pólitísk togstreita og skipulagsleysi. Þess eru dæmi, að það séu 3 bankar starfandi í 1.000 manna kauptúni, en atvinnulífið á staðnum í rúst. Fleira mætti nefna' af svipuðu tagi. Nú tala sumir um að sameina ríkisbankana, aðrir tala um að selja þá. Tillaga mín er á þann veg að við höfum einn ríkisbanka í landinu, Landsbanka íslands, er skoðist vera banki allra landsmanna og hefði náið samstarf við fjórð- ungsbankana. Bankinn hafi aðset- ur í Reykjavík. Síðan verði stofn- aðir fjórir sjálfstæðir bankar, einn í hverjum landsfjórðungi, fjórðungsbankar Vestfirðinga, Norðlendinga o.s.frv. sem yrðu tengdir viðkomandi byggðarlagi á líkan hátt og sparisjóðir eru nú. Þessir bankar verði stofnaðir með samruna ríkisbankanna, þ.e. úti- búa Útvegsbanka íslands, Bún- aðarbanka íslands og Landsbank- ans utan Reykjavíkur og allra sparisjóða í landinu utan Reykja- víkur. í Reykjavík yrði Sparisjóð- ur Reykjavíkur og nágrennis uppi- staðan 1 hliðstæðum banka þar. Banki hvers landsfjórðungs hefði aðalaðsetur á þingstað fjórðungs- ins, eða öðrum heppilegum stað innan hans. Hver aðalbanki hefði síðan útibú í hverjum kaupstað, kauptúni og öðrum þéttbýlisstöð- um innan fjórðungsins. Við hlið þessara peningastofnana mundu svo starfa einkabankar eða hluta- félagsbankar, líkt og verið hefur. Stjórnun fjórðungsbanka ætti að vera þannig háttað, að fjórðungs- þing kysi bankaráð viðkomandi fjórðungsbanka, er aftur réði að- albankastjóra og útibússtjóra. Viðkomandi sýslunefnd og bæjar- stjórn kysi síðan 3ja—5 manna stjórn fyrir hvert bankaútibú, sem þannig hefði visst sjálfstæði, sem aðalbanki hvers byggðarlags. Allar gjaldeyristekjur fyrir út- fluttar afurðir framleiðenda í hverjum landsfjórðungi ættu að koma inn til viðkomandi fjórð- ungsbanka á sama hátt og gjald- eyristekjur fyrir útflutning frá Reykjavík koma inn í viðkomandi banka þar, enda annist þessir bankar öll afurðalán og önnur slík viðskipti atvinnuveganna. Jafn- framt ættu hlutafélagsbankarnir að hafa rétt til að kaupa gjaldeyri og verzla méð hann. Kanna þarf möguleika á því að tryggja fram- leiðendum í landinu meiri umráð yfir þeim gjaldeyri, er fæst fyrir framleiðslu þeirra en nú er, ef það mætti verða til að treysta stöðu útflutningsatvinnuveganna. Allir stofnfjársjóðir atvinnu- veganna, Byggðasjóður og fleiri stofnfjársjóðir og almennir lána- sjóðir fyrir landið allt ættu að vera vistaðir í fjórðungsbönkun- um. Suma þessara sjóða mætti sameina, aðra mætti leggja niður og gera hlutina einfaldari, en að öðru leyti ættu bankarnir sjálfir að fjalla meira um lánveitingar til atvinnuveganna og meta stöðuna í hverju tilviki. Það þarf þannig að losa um þvinganir kerfisins og dreifa valdi og ábyrgð í þessum málaflokki, sem vissulega hefur meginþýðingu fyrir sjálfstæði landshluta og byggðarlaga í land- inu og skiptir sköpum um fram- þróun byggða. Um þinghaldið, vald- svid, störf og verkefni fjórðungsþinga Fjórðungsþing kæmu saman til reglulegs þinghalds einu sinni á ári á þingstað fjórðungsins. Þar þyrfti að búa vel að starfsemi þingsins með húsnæði og vinnu- aðstöðu þingfulltrúa. Árlegur þingtími þyrfti ekki að vera mjög langur. Heppilegur þingtími vænt- anlega að hausti til, fljótlega eftir setningu Alþingis. Ég hugsa mér fyrirkomulagið á þinghaldinu á þann veg, að við þingsetningu kæmu saman, auk hinna kjörnu fulltrúa, fulltrúar allra sveitarfélaga í viðkomandi landsfjórðungi á líkan hátt og nú gerist hjá landshlutasamtökum sveitarfélaga, Fjórðungsþingi Vestfirðinga eða Fjórðungsþingi Norðlendinga, er þessi samtök halda aðalfundi sína. Einnig ættu þar sæti alþingismenn og sýslu- menn og bæjarfógetar í hverjum landsfjórðungi. Þarna í upphafi þings færu síð- an fram almennar umræður um málefni landsfjórðungsins, bæði að því er varðar atvinnumál, opinberar framkvæmdir og önnur málefni landshlutans er til fram- fara mega horfa, þ.e. héraðsmál almennt. Þarna hefðu að sjálf- sögðu allir fulltrúar málfrelsi og gætu lagt fram tillögur, sem beint Jóhannes Árnason „Tillaga mín er á þann veg að við höfum einn ríkisbanka í landinu, Landsbanka íslands, er skoðist vera banki allra landsmanna og hefði náið samstarf við fjórð- ungsbankana. Bankinn hafí aðsetur í Reykja- vík. Síðan verði stofnað- ir fjórir sjálfstæðir bankar, einn í hverjum landsfjórðungi, fjórð- ungsbankar Vestfírð- inga, Norðlendinga o.s.frv. sem yrðu tengdir viðkomandi byggðarlagi á líkan hátt og spari- sjóðir eru nú.“ væri til fjórðungsþings. Þetta væri þannig hinn rétti vettvangur fyrir sveitarstjórnir eða sýslu- nefndir til að koma á framfæri til- lögum sínum og samþykktum varðandi hina ýmsu málaflokka, sem þessir aðilar fjalla um eða láta sig nokkru varða. Fulltrúar þeirra mundu leggja málin fram og tala fyrir þeim. Þessar al- mennu umræður mundu væntan- lega standa yfir í 2—3 daga eða yfir helgi, jafnvel lengur, ef þörf krefði. Spurning er hvort samtök sveitarfélaga gætu þá jafnframt haldið aðalfundi sína, a.m.k. þar sem ein samtök eru innan fjórð- ungsins, en það á við um Norður- land og Austurland. Með þessu móti væri tengt saman og sam- ræmt starf sveitarstjórnanna, landshlutasamtaka sveitarfélaga og hinna nýju fjórðungsþinga, sem í raun réttri væri rökrétt framhald af starfsemi landshluta- samtaka og fjórðungsþinga sveit- arfélaga, eins og þau eru nú og hafa verið að þróast hin síðari ár. Síðan tekur þingið til starfa og þá er það m.a. í verkahring þess, að vinna úr þeim málum, sem beint hefur verið til þess við hina almennu umræðu. Fjórðungsþingin færu almennt með framkvæmdavald og ákvarð- anatöku í málum landsfjórðung- anna. I því væri fólgið aðalgildi þeirra fyrir stjórn fjórðunganna og veitti þeim sem stjórnarfars- legri heild visst sjálfstæði innan ríkiskerfisins. Þau færu með stjórn í sérmálum fjórðunganna. Þetta ætti aðallega við um stjórn fjármála, fjárveitingar til opin- berra framkvæmda og rekstrar í þeim landshluta, og í því sam- bandi nauðsynleg samskipti við sveitarstjórnir, sem aftur mætti haga með ýmsu móti. Verður nú vikið að þessu nánar. Alþingi setur þak á fjárlög ríkisins. Þannig markar Alþingi stefnuna í ríkisfjármálum ár hvert, ákveður hvaða skattar skuli á lagðir og hversu háir þeir skuli vera. Með því er ákveðinn rammi fjárlaganna fyrir málaflokka hinna ýmsu ráðuneyta. Niðurstöður fjárlagafrumvarps- ins fyrir árið 1984 er kr. 17.435.287.000.-. Alþingi úthlutar landsfjórðungunum árlega ákveðnu fjármagni af upphæð fjárlaga, er skiptist milli þeirra eftir vissum reglum, sem setja þyrfti með lögum. Upphæðin gæti verið breytileg frá einu ári til ann- ars umfram ákveðið lágmark, t.d. 10% af brúttó-upphæð fjárlaga. Hugsum okkur að sú regla gilti fyrir árið 1984. Samkvæmt því kæmi í hlut landsfjórðunganna árið 1984 kr. 1.743.528.700.-. Síðan skipti Alþingi (fjárveitinganefnd) því sem eftir er, eða 90% af ramma fjárlaga, niður á hin ýmsu ráðuneyti og fjárlagaliði á sama hátt og verið hefur. Á það einnig við um þá málaflokka, sem til greina kæmi að fela fjórðungs- þingunum að annast, svo sem t.d. ýmsa þætti menntamála, heil- brigðismál, samgöngumál (vega- mál, hafnir, flugvellir), orkumál, vissa þætti atvinnumála, landbún- aðar, sjávarútvegs og iðnaðar, fé- lagsmál, sveitarstjórnarmál í fjórðungnum og almennt þau mál sem gætu skoðast staðbundin og beinlínis í þágu landshlutans. Um hinar almennu fjárveitingar til þessara málaflokka ættu fjórð- ungsþingin að fjalla, þ.e.a.s. gera tillögur um skiptingu þeirra og af- greiðslu síðan til fjárveitinga- nefndar og Alþingis. Fjárhags- áætlanir fyrir þessa málaflokka fyrir hvern landsfjórðung mætti svo fella inn í fjárlög ríkisins við endanlega afgreiðslu fjárlaga á Alþingi. Aftur á móti hefðu fjórðungs- þingin ekkert með að gera stjórn- un „alríkis“-mála eða fjárveitingu til þeirra, svo sem lögreglumál, dóms- og kirkjumál, almanna- tryggingar o.s.frv. og fjölmargar vísindastofnanir og þjónustu- stofnanir ríkisins, sem eðlilegt er og óhjákvæmilegt að séu fyrir landið allt og staðsettar í höfuð- borginni. Ég geri ráð fyrir því að inn- heimtukerfi ríkissjóðstekna yrði, a.m.k. fyrst í stað, í sömu skorðum og nú er til að spara kostnað, þ.e. að fjárstreymið yrði frá inn- heimtuaðilum til ríkisféhirðis og svo aftur þaðan til einstakra aðila, skv. gjaldaliðum fjárlaga, þ.á m. til sýslufélaga og landsfjórðunga. Auk þeirra 10 af hundraði fjár- laga, sem fyrr getur, hefðu fjórð- ungsþingin sjálfstæða heimild skv. lögum til að leggja á sérstakt gjald eða aðra sjálfstæða tekju- stofna í hverjum landsfjórðungi fyrir sig, t.d til ákveðinna verk- efna, innan vissra marka, sem nánar væri kveðið á um í lögunum. Þetta fjármagn fengju fjórðungs- þingin til að leysa þau verkefni og stjórna þeim málefnum, sem þing- unum yrði falið með lögum að fara með eða þau teldu rétt að styðja innan fjórðungsins, og tækju end- anlegar ákvarðanir um ráðstöfun þess. Þetta þýðir það, sem er aðal- atriði málsins, að þetta fjármagn, 10% af upphæð fjárlaga, og e.t.v. sjálfstæðir tekjustofnar, er hugs- að sem fjármagn til framkvæmda og aðlögunar að aðstæðum í hverj- um landsfjórðungi og með því er lagður grunnurinn að fjárhags- legu sjálfstæði landsfjórðung- anna, sem hinum kjörnu fjórð- ungsþingum er falið að stjórna. Athugum nánar hvað í þessu felst. Nú er það staðreynd, að í dag höfum við í landi okkar kerfi, sem er miðstýrt frá höfuðborginni, til að fjalla um hina ýmsu þætti opinberrar stjórnsýslu og ráðstaf- ar fjármagni skv. fjárlögum til þessara þátta fyrir landið allt. í mörgum tilvikum eru það nefndir og ráð, kjörin af Alþingi og oftast líka skipuð alþingismönnum, sem þessar ákvarðanir taka, en einnig embættismenn ríkisins. Á það er hinsvegar að líta, að aðstæður í hinum ýmsu landshlut- um og héruðum lands okkar eru nokkuð mismunandi, enda þótt fjölmargt sé vissulega með líkum hætti. Þess vegna hugsa ég mér að fjórðungsþingin hefðu valfrelsi og sjálfstæði til að beina þessu fjár- magni, sem er umfram það sem Alþingi ákveður til einstakra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.