Morgunblaðið - 22.11.1983, Page 30

Morgunblaðið - 22.11.1983, Page 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Er hann í forsvari fyr- ir hænsnin eða hvað? — eftir Agnar Guðnason í Morgunblaðinu 15. nóvember sl. birtist grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlög- mann, um eggjadreifingarstöð. Hann er á móti því að bændur skipuleggi sín sölu- og markaðs- mál. Það er ekki alveg á hreinu hvað hann vill, það skyldi þó ekki vera að hann sé að berjast fyrir innflutningi á dönskum eggjum? Hjá hverjum er Jón Steinar málaliði? Hæstaréttarlögmaðurinn telur að þeir starfsmenn bændasamtak- anna, sem látið hafa í sér heyra í fjölmiðlum og verið hlynntir stofnun eggjadreifingarstöðvar séu „eins konar málaliðar, til að vera varðhundar fyrir ímyndaða hagsmuni bændastéttarinnar". Jón Steinar hefði átt að koma beinna fram og segja: „Þeir sem TÖLVU IBORÐI TEAM DATA MOBIL Létta og lipra tölvuboröiö sem rennur á hjölum milli manna. Stillanleg haeð á skermi eða innsknttarborði Verð aðeins: 7.809 kr. TERMI Tölvuborð sem býður upp á nánast óendanlega mðguleika á mismun- andi stillingum, hliðarborðum og aukahlutum. Verð trá kr: 8.092 KRISTJÓn SIGGEIRSSOn HF. Laugavegi 13, simi 25870 skrifstofuhúsgagnadeild 27760 m „Jón Steinar gefur í skyn í grein sinni að hann sé allvel lesinn í rómverskri sagnfræði, en hún virðist duga hon- um skammt í hænsna- ræktinni.“ hafa ekki sömu skoðun og ég á þessu eggjadreifingarmáli eru annað hvort vitlausir, eða þeim hefur verið borgað fyrir að þykj- ast vera málinu meðmæltir." Nú dettur mér ekki í hug annað en þær skoðanir sem Jón Steinar setur fram séu frá honum sjálfum komnar, þótt mér hafi verið sagt að hann sé á „mála“ hjá einum stórframleiðanda. Rétt er að geta þess enn einu sinni að dreifingarkostnaður á eggjum mun lækka hér á höfuð- borgarsvæðinu ef dreifingarstöð verður starfrækt og ef flestir framleiðendur gætu staðið saman um þá starfsemi. Þetta atriði er deilt um enda- laust en þessi niðurstaða varð í könnun Hagvangs á hagkvæmni í stofnun og rekstri eggjadreif- ingarstöðvar. Hænsnin og framleiöslu- kostnaður Jón Steinar gefur í skyn í grein sinni að hann sé allvel lesinn í rómverskri sagnfræði, en hún virðist duga honum skammt í hænsnaræktinni. Því hann heldur að framleiðslukostnaður á eggjum sé eingöngu háður stærð hænsna- búa. Það er öðru nær. Farsælustu hænsnabúin með minnstan fram- leiðslukostnað eru oft þau bú, sem henta einni fjölskyldu. Þau geta verið af stærðargráðunni 7—9 þúsund varphænur. Aftur á móti á stærri búunum þarf aðkeypt vinnuafl, þar getur verið meiri kostnaður vegna tæknibúnaðar og fjármagnskostnaður á hænu oftast meiri en í minni búunum. Þar sem ekki er sameiginlegt skipulag á sölu eggjaframleiðanda er stórframleiðandinn í betri að- stöðu til að selja sína framleiðslu. Þar er munurinn stórframleiðand- anum í hag. Nýting fóðurs og varpprósenta er meðal þýðingarmestu þátta í afkomu hænsnabúa. Hæna sem er í 50% varpi og vigtar 2 kg þarf 3,75 kg af fóðri til að framleiða 1 kg af eggjum. Þar sem varpið er 70% þarf ekki nema 3 kg af fóður- blöndu fyrir hvert kg af eggjum og fari varpið upp í 80% þá er fóður- þörfin aðeins 2,74 kg af fóðri móti 1 kg af eggjum (samkvæmt norsk- um fóðurtöflum). Þá má geta þess að í nokkrum löndum er haft mjög þröngt á Agnar Kuðnason hænum í varpbúrum og það held- ur niðri framleiðslukostnaði. Lögfræðin, mannréttindi og einokun Jón Steinar skrifaði: „Dómstól- arnir hafa alltaf í slíkum málum einhver ráð með að þynna út stjórnarskrárvernd mannréttind- anna og gera hana einskis virði." Þetta er harður dómur. Það hlýtur að taka á taugar lögfræðinga, að þurfa að búa við slíkt og þvílíkt. Fróðlegt væri að fá upplýst hver er munur á starfsemi stéttarfé- laga eins og t.d. lögfræðinga og bænda sem vilja koma skipulagi á sín sölumál? Ef það heitir einokun þegar bændur vilja stofna eggja- dreifingarstöð, þá er jafn rétt- mætt að kalla sameiginlega gjaldskrá lögfræðinga einokun lögfræðingafélagsins. - Þeir félagar Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson eru miklir baráttumenn fyrir frjálsu framtaki einstaklingsins og óheftri samkeppni. Þeir eiga að sýna þann manndóm að vera sjálf- um sér samkvæmir og afneita gjaldskrá hagsmunasamtaka sinna. Þannig eiga þeir að starfa í anda frjálsrar samkeppni, láta framboð og eftirspurn ráða verð- lagningu vinnu sinnar við dóm- stólana og við sölu fasteigna. Agnar Guðnason er blaðafulltrúi bændasamtakanna. Réttur til starfis — eftir Guðjón B. Baldvinsson „í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns...“ Gera verður ráð fyrir að lesend- ur kannist við þessa setningu. Hinsvegar mun hún vekja mis- jafnar hugrenningar og niðurstöð- ur. Sennilega munu þó allir fallast á að í henni felst sannleikur um daglegt líf okkar, mannanna sem ekki hafa aðstöðu til — án erfiðis — að lesa ávexti af trjám til dag- legrar neyslu. Samkvæmt því forna riti, sem kristnir menn nefna heilaga ritn- ingu, þá var líf forfeðra okkar áhyggjulaust um fæðuöflun eins og annað á meðan dvalið var í Eden. Allar götur síðan búsetu lauk í þeim aldingarði og mannkyn tók að strita við sína fæðuöflun, hefur Vesturþýskar alvöru-hrærivélar á br®sandi verði! 2 stærðir Lokuð skál - engar slettur Hræra - þeyta - hnoða - mixa - sjeika - mauka - mylja - hakka - móta - mala - rífa - sneiða - skilja - pressa - og fara létt með það! Qóð kjör! iFOnix Hátúni 6a - Sími 24420 Raftækjaúrval Hæg bílastæði! Guðjón B. Baldvinsson hugsun og viðleitni þess beinst að því hvernig megi létta störfin. M.a. allt frá upphafi, hvernig unnt sé að láta aðra menn vinna fyrir sig, inna af hendi erfiðustu verkin. Þessi makindalöngun hefur mörg ósvinnan fylgt, eins og hver maður getur sannreynt, ef hann beinir huganum að framvindu mannlegs samlffs. Krafa lífsins Aldintínslunni i aldingarðinum Eden lauk, en við tók „að yrkja jörðina, sem hann var tekinn af ...“ Þannig hófst menningarsaga mannkynsins. óhjákvæmileg nauðsyn þess að afla sér fæðu knúði manninn til starfa. Forvitni mannkyns var ekki svalað með því að bragða á eplinu í Eden. Leitað var sifellt nýrra viðfangsefna, nýrra vinnubragða, nýrra heim- kynna. Um leið og frumstæðustu þörfum var fullnægt, var hugað að bættum, þ.e. betri aðbúnaði. Enn í dag er hugað að betra fæðuvali, bættum hýbýlakosti, hagnýtari og/eða fegurri klæðnaði o.s.frv. Þetta er sjálfkvæm framþróun að okkar áliti, og gefur vinnunni gildi. Viðfangsefni okkar verða fjölþættari vegna löngunar eftir bættum lifnaðarháttum, kröfunn- ar um betra líf. „Hönd hinna iðnu mun drottna, en hangandi höndin verður vinnu- skyld.“ En við erum öll vinnu- skyld, ekki aðeins vegna þess að daglegt brauð er greitt með vinnu, heldur og vegna þess að starfs- gleðin er lífsnautn. Erfiðleikarnir eru til að sigrast á þeim, stritið er undanfari arðs, árangurs sem vaxtarþrá mannsins krefst. Hver heilbrigður maður ann gróanda og trúir á framþróun. Vinnan er hon- um tæki tl að öðlast lífsfyllingu, þess vegna á hver maður rétt til starfa við sitt hæfi. Sama ástæða liggur til þess að honum ber skylda til að nota starfskrafta sina eins og hann hefur hæfileika til. Hver hefur þá dómsvald um það hvenær skuli víkja manni úr starfi vegna aldurs? Sé framleiðslan meiri en góðu hófi gegnir eða þjónustan of mikil í þjóðfélaginu, þá getur ekki verið um aðra lausn að ræða en fækka daglegum eða vikulegum vinnustundum. En jafnhliða verður að bæta hæfni manna og aðstöðu til að lifa tómstundir. somi m Sómi 600 og Sómi 700 eru traustir, liprirog hraðskreiðir skemmti- og fiskibátar. Nú er kominn glænýr bátur, Sómi 800, sérstaklega ætlaður fyrir færaveióar. Unnt er að fá bátana á öllum framleiðslustigum. Aflið upp- lýsinga hjá Bátasmiðju Guðmundar í síma 50818. hÁTA- SMIDJA Hagstæðir greiðsluskilmálar. GUÐMUNDAR HELLUHRAUNI6 220 HA FNA RFIRDI SÍMI50818 ÞÓ*A DAL AUGL YSINGASTOfA Sf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.