Morgunblaðið - 22.11.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.11.1983, Qupperneq 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Minning: Þórhallur Karls- son flugmaður Fæddur 20. október 1943. Diinn 8. nóvember 1983. Við fráfall Þórhalls Karlssonar, flugstjóra, vilja félagar i Hesta- mannafélaginu Andvara í Garða- bæ og Bessastaðahreppi minnast hans með nokkrum orðum. Þórhallur gekk i félagið í þann mund sem það var að hasla sér vðll við Kjóavelli. Hann gerðist einn af fyrstu landnemunum á þessu nýja svæði félagsins, og það kom þvi í hans hlut og nokkurra annarra að „ríða á vaðið" og taka á sig þau óþægindi og erfiðleika, sem ætið eru því samfara að hefja byggingaframkvæmdir á nýjum stað, þar sem öll þægindi skortir, svo sem rafmagn og vatn. Milar efasemdir voru uppi hjá mörgum félögum í Andvara, um að hið nýja svæði félagsins væri hentugt sem framtiðarstaður. Fannst mörgum það vera of langt frá bænum og þar að auki gæti reynst erfitt að komast þangað fyrir ófærð á vetrum. Þetta afsönnuðu fyrstu land- nemarnir á Kjóavöllum strax á fyrsta ári búskapar síns þar, og er nú svo komið að allir eru á einu máli um ágæti þessa svæðis, sem framtíðarstaðar hestamanna i Garðabæ. Fyrir forystu Þórhallar og félaga hans við fyrstu uppbygg- ingu við Kjóavelli, stendur félagið i mikilli þakkarskuld. Árið 1980 var Þórhallur kjörinn gjaldkeri i stjórn Andvara og gegndi hann því starfi til ársins 1982, að hann kaus sjálfur að víkja úr stjórn. Rækti hann störf sín i stjórninni með miklum dugnaði og reglusemi. Ætíð sfðan hefur hann verið boðinn og búinn að veita fé- laginu liösinni sitt, þegar það hef- ur þurft á því að halda. Það sem í mínum huga einkenndi mest hestamennsku Þórhalls Karlsson- ar var hinn stóri barna- og ungl- ingahópur, sem ævinlega fylgdi honum á útreiðum. Þar voru ekki aðeins hans eigin börn, heldur einnig börn vina hans og kunn- ingja. Þessi börn umgekkst Þór- hallur sem jafningja sína, og sumarið 1982 tók hann nokkur þeirra með sér ríðandi norður Kjöl, á landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði. Ferðalög á hestum voru Þórhalli rnikið yndi, og sl. sumar stóð hann fyrir hestaferð nokkurra félaga úr Andvara um byggðir Rangár- og Árnesþings. Ljúka ferðafélagar Þórhalls upp einum munni um hvað hann var skemmtilegur og úrræðagóður ferðafélagi. Félagar í Andvara hafa við frá- fall Þórhalls Karlssonar misst traustan félaga og góðan vin, og við leiðarlok eru honum færðar þakkir fyrir samfylgdina. Eftirlifandi eiginkonu hans og börnum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. HesUmannafélagsins Andvara Andreas Bergmann. Kveðja frá Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna Þegar ágætir menn falla frá f fullu fjöri og óvænt við atvinnu sína, þá er það mikið harmsefni, þeim sem dauði þeirra snertir, jafnvel þótt fjarri standi, að ekki sé talað um aðstandendur, sem kvatt hafa manninn hressan og glaðan og ekki átt annars von en hann kæmi samur til baka úr vinnu sinni. íslenzka þjóðin er vön því að menn farist við atvinnu sína, þar sem er sjómannsstarfið og á fyrstu dögum flugsins biðu að- standendur flugmanna milli vonar og ótta nær í hverri ferð þeirra í loftið. Þetta smábreyttist með sí- fullkomnari tækjum, öllum búnaði og aðstæðum til flugs. En þótt tækin séu fullkomin, flugfarið gott og flugmaðurinn kunni sitt starf til hlítar, verða enn atvinnuslysin, þótt þeim fari hlutfallslega fækkandi miðað við sívaxandi flug f heiminum. Það verður enn óvænt bilun í vél eða tækjum með svo snöggum hætti, að engum vörnum flugmanns verður við komið, hversu snarráð- ur og fær, sem hann er. Þá er og það enn, að þær aðstæður geta myndast óvænt í lofti, að lítið flugfar eigi sér ekki bjargar von. óvíða í heiminum eru flugaðstæð- ur erfiðari en á íslandi vegna snöggra veðrabrigða og misvinda f þröngum fjörðum og fjalllendi landsins. Við, í Félagi íslenzkra atvinnu- flugmanna, sem hér kveðjum fé- laga okkar, Þórhall Karlsson, þekkjum flestir hve margt getur fyrir komið, sem flugmanninum er óviðráðanlegt og efum ekki, að það hefur svo verið í flugslysinu í Jök- ulfjörðunum. Það hefur eitthvað það gerzt á andartaki, sem hinir vönu og öruggu félagar okkar höfðu ekki ráðrúm til að bjarga sér frá. Svona óviðráðanleg slys taka til okkar flugmannanna, við finnum sjálfa okkur í slysunum, og ekki sfzt hitta þau illa þegar um góða félaga er að ræða og Þórhallur Karlsson var góður félagi og hinn ágætasti drengur á allan máta. Hann var og velmenntaður flug- maður og hafði getið sér gott orð i starfi. Það verða aðrir til að rekja lífsferil hans og minnast hans it- arlegar en hér er gert og verðugt er. Þessi fáu orð eru aðeins félags- kveðja okkar, sem tekur þetta slys sárt og er þó okkar hryggð lítilvæg hjá sorg eiginkvenna, barna, for- eldra, systkina og annarra náinna vandamanna þeirra sem fórust svo sviplega á bezta aldri og sumir áttu börn sín í ómegð, svo sem Þórhallur. Við viljum með okkar fáu orð- um, að allt þetta fólk viti, að það á innilega samúð okkar og það sé jafnframt von okkar, að því gefist styrkur til að bugast ekki. Ekkjunni, Álfheiði, og börnum Þórhalls vottum við sérstaka sam- úð á útfarardegi hans. Megi guð vera þeim náðugur. Geir Garðarsson, formaður. í dag verður til moldar borinn frá Kópavogskirkju, Þórhallur Karlsson, flugstjóri hjá Landhelg- isgæslunni, sem fórst í hinu sorg- lega þyrluslysi, ásamt félögum sinum þeim Birni Jónssyni, flug- stjóra, Bjarna Jóhannessyni, flug- virkja og Sigurjóni Inga Sigur- jónssyni, stýrimanni, með gæslu- þyrlunni TF-RÁN í Jökulfjörðum þann 8. þ.m. Þórhallur Karlsson var fæddur 20. október 1943 á Þórshöfn á Langanesi, sonur hjónana Karls Á. Ágústssonar og Þórhöllu Steinsdóttur. Þau hjónin, eignuð- ust 9 börn og var Þórhallur fimmti f röðinni. Árið 1946 fluttust hjónin með börn sín til Akureyrar, og settu upp heimili sitt að bænum Litlagarði. Faðir Þórhalls stund- aði vinnu hjá verksmiðjunni Ið- unni og rak jafnframt búskap. Var hrossarækt þar stór hluti búskap- arins og fékk Þórhallur þar mikla ástúð á hestum sem fylgdi honum æ síðan. Að loknu gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1960, stundaði Þórhallur almenna vinnu, m.a. var hann bifreiðar- stjóri þrjár síldarvertíðar hjá síldarsöltunarstöðinni Ströndinni á Seyðisfirði. Árið 1962 hóf Þór- hallur flugnám hjá flugskóla Flugsýnar, og lauk þaðan atvinnu- flugmannsprófi 1964 og siglinga- fræðiprófi frá sama skóla 1966. Hann var flugkennari hjá flug- skólanum Þyt um 3ja mánaða skeið, en var þá ráðinn flugmaður hjá Flugþjónustunni hf., sem hinn landsþekkti sjúkraflugmaður, Björn Pálsson, hafði stofnað og var einn af eigendum að. Hjá Flugþjónustunni hf. var Þórhallur í fjögur ár, eða til 10. mars 1971, er hann réðst sem flugmaður til Landhelgisgæslunnar á Fokker F-27. Sama ár er hann sendur út til Noregs til þyrluþjálfunar hjá Helicopter Service. Þórhallur varð fastur flugstjóri hjá Landhelgis- gæslunni á miðju ári 1976. Þegar, árið 1981, var von á nýjustu og stærstu þyrlu Landhelgisgæslunn- ar, Sikorsky S-76. sem hlaut skráninguna TF-RÁN, var Þór- hallur, ásamt Birni Jónssyni, sendur út til þjálfunar á hana hjá American Airlines. Eins og sjá má á þessu stutta æviágripi Þórhalls, þá hefur hún verið viðburðarrík. Þórhallur var aðeins 24 ára þegar hann gerðist flugmaður hjá hinum landþekkta brautryðjanda í sjúkraflugi Birni Pálssyni, sem hann lærði margt af og bar mikla virðingu fyrir. Þau voru mörg sjúkraflugin sem Þór- hallur fór í á þessum tima, og mörg við hin erfiðustu skilyrði. Þó Þórhallur hafi ætíð verið fámáll um sín sjúkraflug, þá er það vitað mál að hann lét ekkert aftra sér i að koma sjúku fólki til hjálpar þó veður-, flugtaks- og lendingarskil- yrði væru oft tvísýn. Það sem hjálpaði honum í þessum og öðr- um erfiðum flugum var hin af- burða rósemi hans og snilldarleg flugstjórn, en þetta voru þau ein- kenni sem við starfsfélagar Þór- halls hjá Landhelgisgæslunni, sem flugum með honum bæði á Fokker F-27 og þyrlunum, urðum oft vitni að í erfiðum gæslu-, leit- ar-, sjúkra- og björgunarflugum. Þórhallur var hveré manns hugljúfi, sást aldrei skipta skapi, alltaf jafn rólegur og oft orðhepp- inn þegar svo vildi við vera. Ungur fór Þórhallur að um- gangast hesta og bar djúpa til- finningu til þeirra. Hann eignaðist fljótt hest og síðustu árin átti hann orðið nokkra hesta, sem hann lagði mikla rækt við og fór mikið af hans frítíma { að hugsa um þá. Margar ferðir fór hann á hestum um landið og mun hugur hans hafa staðið til að gerast hestaræktarmaður. Fyrir nokkr- um árum reisti Þórhallur sér myndarlegt hesthús við Kjóavelli fyrir ofan Vífilsstaðavatn. Árið 1968 giftist Þórhallur Að- alheiði Ingvadóttur, og eignuðust þau 3 börn, Þórhildi, Elías og Hrafnhildi, sem öll eru I heima- húsum. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og þau hjónin mjög samhent. Sýndi það sig best er þau stóðu í að byggja yfir sig raðhús að Rauðahjalla 11 { Kópavogi af litlum efnum, en fyrir samheldni og dugnað tókst þeim að skapa sér fallegt heimili, og voru þau hjónin sannir höfðingjar er gesti bar að garði. Það er mikill harmur kveðinn að eiginkonu, börnum, foreldrum, systkinum og vinum við svo svip- legt andlát elskulegs eiginmanns, föður, sonar, bróður og vinar. Við biðjum góðan Guð um að hugga og græða sár þeirra og veita þeim styrk í sorgum sínum. Sú mikla samúð sem streymt hefur að, vegna þessa sorglega slyss, þar á meðal frá Forseta Is- lands, sýnir, að þjóðin syrgir öll þá góðu drengi sem féjlu i valinn er þeir voru að undirbúa sig undir æfingar til að geta verið sem best þjálfaðir í þvi að bjarga öðrum. Við, starfsmenn Landhelgis- gæslunnar, sendum eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minning Þórhalls Karlssonar og félaga hans, Björns Jónssonar, Bjarna Jóhannessonar og Sigurjóns Inga Sigurjónssonar. F.h. Starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar, Helgi Hallvarðsson. Gakk þú nú, vinur, á föðurins fund fylgi þér bænanna kraftur. Þótt leiðir skilji nú um stund við sameinumst allir aftur. Fljótt skipast veður í lofti. Hann Þórhallur er farinn. Okkur ferðafélögum frá í sumar finnst það nánast ótrúleg staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Það var litill hópur hestamanna sem lagði í 10 daga ferð, við þekkt- umst lítið innbyrðis en eitt áttum við sameiginlegt, við þekktum öll fararstjórann okkar hann Þórhall, og settum allt okkar traust á hann, enda reyndist hann trausts- ins verður, þvi með hverjum deg- inum sem leið varð ferðin ánægju- legri og hópurinn samstæðari. Þórhallur var mjög traustur mað- ur og góðvild og hlýja sem lagði frá honum hafði áhrif á alla i kringum hann. Við biðjum honum Guðs blessunar á æðra sviði og þökkum þann tima sem við feng- um að vera honum samtíða. Elsku Heiða og börn. Við biðj- um Guð að styrkja ykkur í ykkar mikla missi og gefa ykkur trú á bjartari framtíð. Jón og Hjördís, Gísli og Elsa. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Bólu-Hjálmar. Þegar ég kom til hafnar í Noregi hinn 9. þessa mánaðar lágu fyrir mér boð um að hringja heim. Óvissa varð að vissu. Konan min spurði fyrst hvort ég hefði hlustað á útvarp að heiman, en sagði svo: Hann Þórhallur er dáinn. Þannig frétti ég um hið hörmulega slys, er TF-RÁN fórst kvöldið áður með fjögurra manna áhöfn. Þórhallur Karlsson flugstjóri var fæddur 20. október 1943 á Þórshöfn á Langanesi. Hann var fimmti í aldursröð af níu börnum hjónanna Þórhöllu Steinsdóttur og Karls Á. Ágústssonar. Foreldr- arnir lifa son sinn og er hann fyrstur systkinanna, sem fellur frá. Haustið 1946 fluttist fjöl- skyldan að Litla-Garði við Akur- eyri og þar ólst Þórhallur upp. Hann stundaði barna- og ungl- inganám á Akureyri og var jafn- framt mikið í íþróttum á sínum unglingsárum. Keppti meðal ann- ars í skautahlaupi og íshokkíi. Árin 1962—64 stundaði hann flugnám hjá Flugsýn. Að námi loknu stundaði hann flugkennslu um tíma hjá flugskólanum Þyt en réðst vorið 1967 til Flugþjónustu Björns Pálssonar. Þórhallur stundaði farþega- og sjúkraflug hjá Birni um fjögurra ára skeið og hlaut þar mikla reynslu, oft við hin erfiðustu skilyrði. Á þessum árum kynntist hann Landhelgis- gæslunni og starfsmönnum henn- ar, því flugvélar Björns Pálssonar voru stundum leigðar til gæslu- starfa. Vorið 1971 gekk hann I þjónustu Landhelgisgæslunnar og starfaði þar til hinstu stundar. Strax á fyrsta starfsári sínu hjá Gæslunni var hann sendur til Noregs í þyrluflugnám. Næstu ár- in flaug hann þyrlum og var jafn- framt aðstoðarflugmaður á Fokk- ervélum. Árið 1976 var hann ráð- inn flugstjóri. Kynni okkar hófust fljótlega eftir að hann kom til Gæslunnar, þau kynni leiddu til vináttu sem aldrei bar skugga á. Stundum hef ég hugleitt að auð- velt hefði verið að öfunda Þórhall, ekki af efnislegri velgengni né öðru veraldlegu, heldur fágætri skapgerð og mannkostum. Hjálp- semi og fórnfýsi gagnvart vinum og kunningjum virtust engin tak- mörk sett. Þvi urðu margir til að leita ráða og aðstoðar hjá honum. Ég minnist þess að fyrir mörg- um árum fékk sonur minn mikinn áhuga á að eignast hest. Að sjálf- sögðu leitaði ég til Þórhalls, sem kom þeim viðskiptum i höfn. Þetta fannst honum ekki nóg. Fáðu þér hest líka, svo þú hafir sjálfur er- indi i hesthúsið þegar þú ekur stráknum, sagði hann. Á nokkrum vikum voru börnin og ég búin að eignast hesta og reiðtygi, leigu- básar og fóður var útvegað, allt var þetta verk Þórhalls. f fjögur ár stunduðum við hestamennsk- una saman, mér og börnum min- um til mikillar ánægju. Við vorum fyrst i flestu fákunnandi i þessari ágætu tómstundaiðju, en Þórhall- ur reyndist okkur sannur vinur, sem alltaf var reiðubúinn til að rétta hjálparhönd og laga það, sem úrskeiðis fór. Frá þessum ár- um eigum við margar ógleyman- legar minningar, ekki hvað sist frá ferðunum á vorin er riðið var austur að Þjórsá með hestana í hagagöngu. Margt skeði i þessum ferðum, allt skemmtilegt, en sein- heppnir vorum við stundum með veðrið. Þegar ég fór aftur i siglingar fjaraði min hestamennska út að mestu, en Þórhallur hélt áfram af vaxandi áhuga. Hann fjölgaði hestunum og hafði að mestu lokið við byggingu á allstóru hesthúsi. Þórhallur hafði mikið yndi af hestum og var snjall hestamaður. Nokkur síðustu sumur fór hann með fjölskyldu sína í langar ferðir á hestum um óbyggðir íslands. Þórhallur kvæntist 19. október 1968 Aðalheiði Ingvadóttur og eignuðust þau þrjú börn, Þórhildi f. 1968, Elías f. 1%9 og Hrafnhildi f. 1975. Hann var hamingjusamur maður, sem átti elskulega konu og góð bðrn. Fjölskyldan var sam- hent og hafði búið sér fallegt og hlýtt heimili, sem gott var að koma á. Hann gegndi starfi sem alla tið hafði átt hug hans og sið- ast en ekki síst notaði hann tóm- stundir sínar sér og fjölskyidu sinni til ánægju og þroska. Þegar kær vinur er kvaddur koma myndir liðinna daga fram i hugann, allar eru þær á sama veg, fádæma bjartsýni og rósemi voru hans aðalsmerki, skuggar eða ský voru aldrei i sjónmáli. Ég og fjöl- skylda mín áttum margar ánægju- stundir á hans góða heimili. Skipti það ekki máli hvort setið var i glæsilegu boði eða við Þórhallur komum með börn okkar úr útreið- artúrum kaldir, þreyttir og að sjálfsögðu svangir i eldhúsið til Heiðu og hún hafði varla undan að smyrja í liðið. Siðast vorum við gestir í fertugsafmæli Þórhalls. Sist hefði mann grunað þá að ekki liði nema mánuður þar til hann yrði borinn til grafar. Skilnaðar- stundin er sár, mikill söknuður ríkir hjá Heiðu og börnunum. Þá sjá foreldrar og tengdaforeldrar að baki elskulegum syni, systkini og tengdafólk syrgja bróður og vin. Ég, kona mín og börn þðkkum Þórhalli ljúfa vináttu og biðjum honum blessunar i nýjum heim- kynnum. Fjölskyldu hans og öllum öðrum er eiga um sárt að binda við fráfall hans vottum við okkar innilegustu samúð. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú, og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (Matth. Jochumsson) Friðhelg veri minning hans. Jón Wíum í dag og á morgun verða til grafar bornir tveir af reyndustu starfsmönnum Landhelgisgæzl- unnar, þeir Þórhallur Karlsson flugstjóri og Bjarni Jóhannesson flugvirki, sem létust ásamt tveim- ur félögum sínum er gæzluþyrlan TF-RÁN fórst í Jökulfjörðum 8. þ.m. Allir voru þessir menn á bezta aldri með langa starfsreynslu og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.