Morgunblaðið - 22.11.1983, Page 35

Morgunblaðið - 22.11.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 43 Minning: Þórður Jónsson frá Súðavík hver á sínu sviði með þá þekkingu og þjálfun sem bezt verður á kosið, búnir því tæki er þeir báru mest traust til í dag. Slysið var því mikið áfall öllum þeim sem nálægt þessum málum koma, en mestur harmur er þó kveðinn að ættingjum hinna látnu, eiginkonum og börnum, sem ég votta mína dýpstu hluttekn- ingu. Allir þessir ágætu menn voru nánir samstarfsmenn mínir um áratugaskeið og báru heill og heiður starfsemi sinnar mjög fyrir brjósti, ætíð reiðubúnir til að leggja fram sinn skerf hvernig sem á stóð. Nú eru þeir allir og enginn veit ennþá hvernig eða hvað fór úr- skeiðis. Á slíkum stundum er flestum kært að lita til baka og minnast ánægjulegra samveru- stunda, en mestan heiður gerum við þó eflaust minningu slíkra frumherja að halda ótrauðir áfram lífsstarfi þeirra sem þeir nú hafa skilað í okkar hendur. Bless- uð sé minning þeirra. Pétur Sigurð8son Mig langar til að minnast Þór- halls Karlssonar flugstjóra og þakka honum samfylgdina. Þegar hörmuleg slys verða og nákomnir eða góðvinir falla skyndilega frá í blóma lífsins er sem maður hrökkvi upp úr hversdagsleikan- um og tapi áttum um sinn. Sökn- uður sækir á. Þegar ég lít í safn minninganna, sem stundum gleymist endranær, sé ég að þar á ég margar ómetanlegar minn- ingar um Þórhall. Við áttum margar ánægjustundir saman, oft með hestum okkar. Þórhallur var hestamaður sem hann átti ætt til og hafði yndi af að ferðast um landið á hestum sínum í góðra vina hópi. Það var mikils virði fyrir unga dóttur mína að fá að slást í för með honum ásamt fleiri unglingum í ferðalögum hans um landið. Minningar úr slikum ferð- um endast oft ævilangt. Þórhallur var félagsmálamaður, mér fannst dugnaður einkenna hann, rólyndi og hversu ráðagóður hann var. Um leið og ég kveð Þórhall a.m.k. að sinni og þakka honum kynnin og margar ánægjustundir, votta ég eiginkonu hans og börn- um, foreldrum og öðrum vanda- mönnum innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Skúli Br. Steinþórsson Síminn hringir í morgunsárið þann 9. nóvember. Það hafði orðið enn eitt hörmulegt slysið enn, sem að þessu sinni snertir okkar fjöl- skyldu svo óendanlega sárt. Fjög- urra manna er saknað, og meðal þeirra er Þórhallur. Af hverju hann? Svona spyrjum við, og svona spyrja víst flestir sem missa hjartfólginn ættingja eða ástvin. En því miður var það kaldur raunveruleikinn og ekki tjáir að deila við dómarann, frek- ar nú en fyrri daginn. Þau ár sem við höfum haft kynni af Þórhalli, hefur starf hans verið að flytja sjúka, leita týndra, vinna björgunarstörf og sífellt var hann tilbúinn að hjálpa náungan- um og gera honum greiða. Það hefur oft verið fyrsta hugs- unin, ef eitthvað bjátaði á, að tala við Þórhall. Þar var alltaf í fyrir- rúmi hjálpsemi og úrræði til lausnar aðsteðjandi vanda. Þeir sem til þekkja hafa ekki farið varhluta af gestrisninni í Rauða- hjalla 11, enda voru þau hjón sam- hent í því sem öðru að láta fólki líða vel í návist sinni, og gjarnan var þá spjallað um hestamennsku, sem var hans aðaláhugamál og tómstundagaman fjölskyldunnar, og skapaði það ófá trygg vináttu- tengsl. Aldrei heyrðum við Þórhall hallmæla fólki, og áttu þeir sem minna mega sín hauk í horni þar sem hann var. Hann gaf svo mik- ið, en krafðist lítils í staðinn. Hon- um sé þakkað af alhug. Elsku Heiða, Þórhildur, Elías og Hrafnhildur. Guð gefi ykkur styrk til að standast þessa miklu raun. En þið eigið dýrmætar minningar um hann sem setti velferð ykkar ofar öllu öðru. Foreldrar Þórhalls og systkini, við vottúm ykkur dýpstu samúð á þessari stundu. Missir ykkar allra er mikill, en minningin um góðan dreng lifir. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjórnar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. (Einar Ben.) Tengdafólkið Er við hjónin heyrðum þá harmafregn að þyrlu Landhelgis- gæslunnar væri saknað, þá setti að okkur óhug, skyldi vinur okkar og nágranni vera um borð í þess- um leiðangri. Þegar við svo feng- um það staðfest þá fannst okkur það varla geta staðist því það var svo stutt síðan við vorum í góðum félagsskap hjá þeim hjónum, er Þórhallur varð fertugur, og saman voru komnir vinir og vandamenn til að gleðjast með þeim. Mesta gæfuspor sem Þórhallur steig var þegar hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Aðal- heiði Ingvadóttur, og áttu þau saman þrjú indæl börn, Þórhildi, Elías og Hrafnhildi, sem áttu margar stundir með honum, því þau áttu saman áhugamál sem var hestamennska og var farið í hesthúsin þegar stundir gáfust. Elsku Heiða mín, þessi fátæk- legu orð eru skrifuð til minningar um góðan dreng, sem var allt of stutt hjá ykkur. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Foreldrum, tengdaforeldrum og öðrum ættingjum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei er svo svart yfir sorgarmanni að eiga geti birt fyrir eilífa trú. (Matthías Jochumsson.) Við kveðjum Þórhall með sökn- uði og þökk fyrir allt. Þyrí og Þór GuAmundsson Kveðja: Okkur, sem fjær stóðum, kom á óvart andlát Valdimars Sigurðs- sonar verkstjóra hjá Skipasmíða- stöðinni Dröfn, enda þótt við viss- um að hann hafði átt við alvarleg- an sjúkdóm að stríða um 20 ára skeið, en þá gekk hann undir hjartaaðgerð í Englandi. Það er mikið áfall fyrir tæplega fertugan mann að missa heilsu og þá ekki síst fyrir mann, sem aldrei þekkti það að hlífa sér við vinnu, vilja aldrei láta á sér standa. En þannig var Valdimar. En þótt hann yrði fyrir þessu áfalli var ekki að sjá að heilsuveill maður væri á ferð, er hann hóf störf að nýju. Hann kvartaði ekki og hann hlífði sér ekki. Það þýddi lítið að tala um fyrir honum, hann bókstaflega hvorki vildi né gat af sér dregið meðan hann var við verk. Valdimar var fæddur 5. febrúar 1923, sonur hjónanna Sigríðar Böðvarsdóttur og Sigurðar Valdi- marssonar trésmíðameistara í Hafnarfirði. Voru börnin 9 og heimilið því stórt og þurfti að vera vel á verði um að hafa vinnu til að framfleyta heimilinu, ekki síst á kreppuárunum, þegar atvinnu- leysi var ríkjandi. Börnin fóru strax að vinna ýmis störf, þegar aldur leyfði, og byrjaði Valdimar ungur að vinna. Valdimar kvæntist Ásdisi Þórð- ardóttur, og eignuðust þau þrjú börn, sem öll hafa stofnað sín eig- in heimili. Þau hjónin byggðu sér Til moldar er borinn í dag Þórð- ur Jónsson, skrifstofumaður, Bólstaðarhlíð 52, Reykjavík. Hann andaðist í Landakotsspítala að kvöldi mánudagsins 14. nóvember sl. eftir erfiða sjúkralegu. Þórður var vel hugsandi maður, trúaður og vonaði alltaf það besta í öllu sínu veikindastríði. Hann var traustur og prúður í allri um- gengni og ég leyfi mér að segja að orðstír muni krýna hann bæði lífs og liðinn. Þórður var hvers manns hugljúfi og er hans því sárt sakn- að af stórum vinahóp. Það er ánægjulegt að hafa kynnst slíkum manni og tengjast honum og mega leita til hans með hvað sem vera vildi, því hann var fljótur að leysa allan vanda enda benda þau trún- aðarstörf, sem honum hafa verið falin frá unga aldri til hins síðasta dags til þess, því hann var fluttur frá sínum störfum á slysadeild og þaðan á sjúkrahús. Þórður Jónsson var fæddur í Súðavík, N-ísafjarðarsýslu, 6. apr- il 1909 og uppalinn þar. Foreldrar hans voru Jón Gíslason, f. 8. des- ember 1870 að Stíflisdal í Þing- vallasveit, sjómaður og verkstjóri, um árabil oddviti Súðavíkur- hrepps, d. 22. desember 1949, og Margrét Þórðardóttir, f. 19. ágúst 1878 að Hattardal í Súðavíkur- hreppi, d. 6. október 1921. Maki 8. júní 1947: Guðný Þorvaldsdóttir, f. 14. nóvember 1910 að Svalvogum í Dýrafirði, saumakona. Barn: Margrét Anna, f. 4. nóvember 1947, hjúkrunarfræðingur. Þórður stundaði nám í Hér- aðsskólanum að Reykjum í Hrúta- firði 1934—35. Hann starfaði við sjómennsku o.fl. Var sjúklingur á Vífilsstaðaspítala 1944—46 og 1949—55. Vistmaður á vinnuheim- ilinu að Reykjalundi var hann 1946—49 og vann þar við skrif- stofustörf en hefur frá 1955 verið fulltrúi á skrifstofu ríkisspítal- anna í Reykjavík. Þórður var í hreppsnefnd Súðavíkurhrepps 1938—44, lengst af oddviti. í nokk- hús að Hringbraut 52 og hafa ávallt átt þar heima. Hafa þau verið samhent mjög í blíðu og stríðu á lífsleiðinni. Valdimar hóf störf hjá Dröfn strax á fyrstu starfsmánuðum fyrirtækisins og vann hjá því alla tíð síðan, eða rúm 40 ár. Lengst af var hann verkstjóri við dráttar- brautina. Hann var mjög góður, lagvirkur og útsjónarsamur starfsmaður, jafnframt því að vera samviskusamur og velvirkur. Faðir hans, sem var einn af stofn- endum Drafnar, var mjög góður og traustur verkamaður, og fannst mér ávallt að þeir feðgar væru um margt líkir. Valdimar var sér þess meðvitandi að kallið gæti komið hvenær sem var. Þar hafði verið gefin aðvörun. Hann bar þá vitn- eskju vel og lét hana ekki á sig fá. Og þegar kom að leiðarlokum tók hann því með ró og æðruleysi. Kvaddi þá, sem hann náði til og bað um að skila góðum kveðjum til annarra með þökkum fyrir sam- veruna á lífsleiðinni. Við, sem þekktum Valdimar, kveðjum hann með söknuði. Skarð er fyrir skildi. Alltaf var hann til- búinn að veita hjálp eða einhvern greiða ef á þurfti að halda. Alltaf var sama hlýja viðmótið. Þannig var hann okkur og þannig var hann fjölskyldu sinni. Slíkum dreng fylgja góðar bænir og ein- lægar þakkir fyrir samverustund- irnar. Blessun guðs fylgi honum á ur ár í skólanefnd. f stjórn Verka- lýðsfélags Álftfirðinga í Súðavik og formaður þess um skeið. Við hjónin og allar hans vina- fjölskyldur, ættingjar og vinir þokkum Þórði fyrir hans þægilega viðmót og allar þær ánægjulegu heimsóknir alla tíð frá því hann giftist Guðnýju systur minni. Eitt sinn komu þau til okkar að Sval- vogum með dóttur sína, sem þá var smábarn, þá fann ég strax hvað var gaman að kynnast Þórði. Hann hafði frá svo mörgu að segja, var mikill bókamaður og las mikið og var því fróður um margt. Við biðjum honum guðs náðar og blessunar hinum megin við móðuna miklu. Við í hinum stóra vinahópi Þórðar Jónssonar send- um fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir ljúfa og ógleymanlega samfylgd á liðnum tímum. Blessuð sé minning hans. Ottó Þorvaldsson Þórður Jónsson fæddist í Súða- vík N-ísafjarðarsýslu 6. apríl árið 1909. Foreldrar hans voru Margrét Þórðardóttir frá Hattardal og Jón Gíslason ættaður úr Þingvalla- sveit, sjómaður og verkstjóri og um skeið oddviti Súðavíkurhrepps. Á uppvaxtarárum Þórðar í Súðavík bjó alþýða manna við kröpp kjör og voru lítil efni til þess að afla sér menntunar um- fram skyldunám. En þar sem hug- ur hans stóð til meiri mennta hleypti hann heimdraganum er hanri hafði unnið sér inn farar- eyri. Fór hann til náms í Hér- aðsskólann í Hrútafirði veturinn 1934—1935 og næsta vetur stund- aði hann nám við Samvinnuskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan prófi vorið 1936. Eftir það var hann um árabil búsettur í Súðavík og stundaði ýmis störf. Hann vann að félags- málum í sínu héraði, í hrepps- nefnd árin 1938—1944, lengst af oddviti, einnig í skólanefnd. Auk þess í stjórn verkalýðsfélags Álft- nýjum leiðum. Aðstandendum flytjum við innilegar samúðar- kveðjur. Pill V. Daníelsson Kveðja frá afabörnutn Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni (afa). (H.P.) Nú er hann afi Valli dáinn og hættur að finna til. Við afabörnin áttum hann alltaf vísan. Hann var heima á Hringbrautinni og til- búinn að hjálpa okkur eins og hann gat. Við fórum líka oft að skúra í Dröfn með afa og ömmu. Þar fengum við líka að fara i trukkinn hans. Við fórum í marg- ar útilegur, því það var hans og okkar yndi. Við komum til með að sakna hans mikið, en við sættum okkur við dóm Guðs. Við þökkum afa fyrir allt. Hvíli hann i friði. Dísa, Tóta, Guðný, Valli, Daði og Inga. firðinga og formaður þess um skeið. Á þessum árum kynntist Þórður náið kröppum kjörum fólksins og fékk brennandi áhuga á öllu því, sem mætti verða til um- bóta. Fylgdist hann ávallt grannt með þjóðmálum og lagði fram krafta sína eftir mætti til þess að verða öðrum að liði. En árið 1944 dró ský fyrir sólu. Þórður veiktist og dvaldi eftir það á Vífilsstaðaspítala til ársins 1946. Gerðist hann þá vistmaður á vinnuheimilinu á Reykjalundi og vann þar m.a. við skrifstofustörf. Á árinu 1949 þurfti hann að snúa aftur til Vifilsstaðaspítala, þar sem hann gekkst undir erfiða að- gerð. Það var loks árið 1955 að hann sá fram á að geta staðið á eigin fótum, en öll þessi veikindi mörkuðu djúp spor í líf hans upp frá því, þó aldrei heyrðist hann kvarta. Hóf hann nú störf í skrifstofu ríkisspítalanna sem fulltrúi og kom þar vaskur maður til liðs. Gegndi hann þar störfum upp frá því óslitið þar til í sl. mánuði að hann lagði frá sér pennann til þess að leggjast í sjúkrahús þar sem hann lést þann 14. nóvember. Reyndist Þórður mjög hæfur skrifstofumaður og má segja að allt léki í höndum hans við skrif- borðið. Fór þar allt saman, sam- starfsvilji, góð greind, vandvirkni og mikil afköst, enda trúmennsk- an einstök og lifandi áhugi að vinna sem mest og best. Þar var aldrei slegið slöku við hvorki fyrr né síðar og ekki spurt um stund né stað, heldur hverju þyrfti að koma í verk. Að eiga samvinnu við slík- an afbragðsmann í nær þrjá ára- tugi er lán sem seint verður full- þakkað. Þar er nú skarð fyrir skildi. Þórður var maður sem lét lítið yfir sér og hreykti sér aldrei hátt. Hann var einstaklega velviljað- ur og vandaður maður til orðs og æðis og mátti hvergi vamm sitt vita. Þrátt fyrir talsverð áföll í líf- inu bar hann gæfu til þess að vera glaður og sáttur við tilveruna, hann leit ávallt á björtu hliðar mannlífsins og kunni að meta það sem betur fór. Hann hafði tekið þátt í striti erfiðismannsins við hin frumstæðustu skilyrði og gladdist við að sjá drauma sína rætast um bættan hag fólksins i landinu. Hann eignaðist sjálfur fallegt heimili þar sem hann naut samvista við fjölskyldu og vini og honum auðnaðist að halda að fullu andlegum kröftum og hæfni sinni langan starfsdag. Arið 1947 kvæntist Þórður Guð- nýju Þorvaldsdóttur frá Svalvog- um í Dýrafirði, mikilli myndar- konu. Eignuðust þau dótturina Margréti Onnu, sem er hjúkrunar- fræðingur að mennt og búsett á Akureyri. Eru þeim nú fluttar innilegar samúðarkveðjur og öðr- um þeim sem eiga um sárt að binda við fráfall hans. Starfsfélagar Þórðar í skrif- stofu ríkisspítalanna minnast langrar og góðrar samvinnu og flytja nú kærar kveðjur með virð- ingu og þökk. Meðan vetrarmyrkrið grúfir yf- ir okkur hér á norðurslóðum, er það ósk mín og trú, að slíkur mað- ur sem Þórður eigi bjarta og fagra heimkomu handan við landamær- in. Megi hlýjar óskir og þakkir fylgja honum á þeirri vegferð. Þórdís AAalbjörnsdóttir. Valdimar Sigurðs- son Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.