Morgunblaðið - 26.11.1983, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983
Kista Kristmanns borin úr kirkju af stjórnar- og útgáfuráösmönnum Almenna bókafélagsins: Indriða G.
Þorsteinssyni, rithöfundi, Bimi Bjarnasyni, blaðamanni, Sturlu Friðrikssyni, líffræðingi, Matthíasi Johannes-
sen, ritstjóra, Eiríki Hreini Finnbogasyni, bókmenntafræðingi, Eyjólfi Konráð Jónssyni, alþingismanni, Baldvin
Tryggvasyni, sparisjóðsstjóra og formanni Almenna bókafélagsins og Jóhannesi Nordal, Seðlabankastjóra og
formanni útgáfuráös Almenna bókafélagsins. í kirkjudyrum eru ættingjar rithöfundarins, meðal annarra dætur
hans, Ninja og Vildís.
Útför
Kristmanns
Guömundssonar
FJÖLMENNI var við útför
Kristmanns Guömundssonar, rit-
höfundar, sem gerð var frá Þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði í gær. Séra
Sigurður H. Guðmundsson jarð-
söng, orgelleikari var Jón Stef-
ánsson, Ljóðakórinn söng og Svala
Nielsen söng einsöng.
Margt kunnra manna var við
útförina, þar á meðal Ragnhild-
ur Helgadóttir menntamálaráð-
herra og maður hennar, Þór
Vilhjálmsson forseti Hæstarétt-
ar, margir rithöfundar og fleiri,
auk ættingja.
Kristmann Guðmundsson var
jarðsettur í Fossvogskirkjugarði
í Reykjavík.
Frá athöfninni í Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði, þar sem
séra Sigurður H. Guð-
mundsson jarðsöng.
Ljósm.: Ólafur K. Magnússon.
Þormóður rammi á Siglufirði:
Þrír Reykvíkingar í stjórn í stað
sjö manna stjórnar heimamanna
SiglufirAi, 25. nóvember, frá hlaAamanni
MorgunblaAsin.s, Omari \ aldimarssyni.
NÝ STJÓRN Þormóðs ramma í
Siglufirði var kosin á hluthafafundi
sem lauk hér um áttaleytið í kvöld.
Tillagan um stjórnina kom frá Hös-
kuldi Jónssyni ráðuneytisstjóra í
fjármálaráðuneytinu, en ríkissjóður
á 70% hlutafjár í Þormóði ramma
hf. Þrír menn skipa nýju stjórnina í
stað sjö heimamanna áður: Héðinn
Eyjólfsson deildarstjóri í fjárlaga-
og hagsýslustofnun, Einar Sveins-
son forstjóri BÚR og Svavar Ár-
mannsson aðstoðarframkvæmda-
stjóri Fiskveiðasjóðs.
Töluverðar umræður urðu á
fundinum um málefni fyrirtækis-
ins, og einkum þá ákvörðun ríkis-
sjóðs að Þormóði ramma skuli
„fjarstýrt" frá Reykjavík. Fram
kom í máli ráðuneytisstjórans að
þeirri tilhögun er ætlað að gilda
til næsta aðalfundar. Höskuldur
sagði það mat ráðuneytisins, að
vandi Þormóðs ramma yrði ekki
leystur, nema stjórn fyrirtækis-
ins væri í sem nánustum tengsl-
um við fjármála- og bankavaldið
í landinu. Hann gat þess að af 250
milljón króna skuld Þormóðs
ramma í september sl. hefðu 57
milljónir verði gjaldfallnar. Það
hefði þ.ví verið nauðsynlegt að
grípa til þessara ráðstafana til að
forða fyrirtækinu frá greiðslu-
þroti.
Ragnar Amalds fyrrverandi fjármálaráðherra:
Undirritaði samning
um kaup ríkissjóðs
á eignum ríkisins
EITT af síðustu embættisverkum Ragnars Arnalds fyrrverandi fjármálaráð-
herra í síðustu ríkisstjórn var að undirrita samning 24. maí sl. þess efnis að
ríkissjóður kaupi húseignir Landsmiðjunnar við Sölvhólsgötu í Reykjavík, en
Landsmiðjan er eign ríkissjóðs, eins og kunnugt er. Þá útvegaöi Ragnar
Arnalds Landsmiðjunni á árinu 1980 ríkisábyrgð fyrir erlendu láni að upp-
hæð 120 gamlar millj. kr. til greiðslu á gjöldum nýrrar lóðar Landsmiðjunnar
í Reykjavík.
Samningur um kaup ríkisins á
eignum ríkisins, þ.e. húseignum
Landsmiðjunnar við Sölvhólsgötu
í Reykjavík, var undirritaður af
Ragnari Arnalds 24. maí sl. eða
aðeins tveimur dögum fyrir
stjórnarskipti. Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra
skýrði frá þessu á fundi, sem
Framsóknarflokkurinn gekkst
fyrir í fyrrakvöld, en fundarefnið
var sala ríkisfyrirtækja. Fjár-
málaráðherra las á fundinum upp
bréf Ragnars Arnalds fyrrverandi
fjármálaráðherra til Seðlabanka
Islands varðandi ríkisábyrgðina á
erlenda láninu frá árinu 1980 og
sagði hann þar um fáheyrðan
gjörning að ræða.
Kasparov — Korchnoi:
Stutt jafntefli
KORCHNOI heldur enn forystunni í
einvígi sínu við Kasparov því þriðju
einvígisskák þeirra lauk með jafn-
tefli eftir aðeins átján leiki í London
í gær. Þrátt fyrir þennan stutta
leikjafjölda var skákin skemmtileg
og spennandi, Kasparov fórnaði
skiptamun í 14. leik, og staöan var
mjög óljós þegar jafnteflið var sam-
ið.
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Viktor Korchnoi
Drottningarindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 —
b6, 4. Rc3 — Bb7, 5. a3 — d5, 6.
cxd5 — Rxd5, 7. Da4 — !?
Nýr leikur. Venjulega er hér
leikið 7. Dc2 eða 7. e3 eins og í 1.
skákinni.
7. — Rd7, 8. Rxd5 — exd5, 9. Bf4 —
Rd7, 10. g3 — Be7, 11. Bh3 — 0-0,
12. Hcl — Bf6, 13. 0-0 — He8
14. Hxc6!?
Dæmigerð Kasparovfórn, en
eftir á skoðað var hið rólega fram-
hald 14. Hfel - Rf8, 15. Be5 -
Bxe5, 16. Rxe5 - c5, 17. Rd3 lík-
lega vænlegra.
14. — Bxc6, 15. Dxc6 — Rf8, 16. e3
— Re6, 17. Bd6 - Be7, 18. Bxe7
Hér varð mikið spennufall hjá
áhorfendum því nú þáði Korchnoi
jafnteflisboð Kasparovs. 18. Bxe6
var lakara vegna 18. — fxe6, 19.
Bc7 - Dc8, 20. Hcl - Bf6, 21. Rd7
— He7! og svartur bjargar sér úr
klemmunni. Eftir 18. Bxe7 stendur
svartur sízt lakar þó hvítur hafi
bætur fyrir skiptamuninn. Fram-
haldið gæti orðið 18. — Hxe7, 19.
Re5 - Hc7, 20. Db5 - Dd6, 21.
Bg2 - Hd8, 22. Rd3.
Onnur útgáfa
Gerska ævintýrsins
HELGAFELL hefur gefið út Gerska
ævintýrið eftir Halldór Laxness öðru
sinni, en bókin kom fyrst út hjá
Heimskringlu 1938.
í formála segir Halldór Laxness
m.a. um þessa nýju útgáfu:
„Því má ekki gleyma að tíminn
stendur aldrei kyr og ég hef sem
betur fer ekki heldur komist und-
an því lögmáli; og hér er bókin
með ummerkjum, nema þrætu-
bókarstíll kynni að vera meira
tempraður á þessari en hinni
fyrri, og mærð dregin út einsog
kostur var í vitund þess að við lif-
um í heimi sem hefur aðrar ljóð-
rænar viðmiðanir en þá; og aðra
heiðursmenn einsog nú er farið að
segja."
Gerska ævintýrið er 218 blaðsíð-
ur. Víkingsprent hf. prentaði.
Halldór Laxness
Vetrarvertíðin:
Netaveiðum seinkað
Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú
ákveðið að veiðar í þorskanet hefjist
ekki fyrr en 15. febrúar. Er það mán-
uði seinna en á síðustu vetrarvertíð.
Þá hefur það verið ákveðið, að þeir
bátar, sem heimild hafa til loðnu-
veiða á yfirstandandi vertíð fái ekki
leyfi til netaveiða á næstu vetrar-
vertíð.
Að sögn Jóns B. Jónassonar,
skrifstofustjóra í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, verður nánari
ákvörðun um upphaf netavertíðar
kynnt, þegar mörkuð hefur verið
fiskveiðistefna næsta árs, en það
verður væntanlega um miðjan
næsta mánuð. 51 bátur hefur nú
leyfi til loðnuveiða og á síðasta ári
höfðu þeir allir leyfi til netaveiða,
en um 35 þeirra nýttu sér þau
leyfi. Eru þessar ákvarðanir tekn-
ar í samráði við hagsmunaaðila í
ljósi versnandi ástands þorsk-
stofnsins og takmörkunar ásóknar
í hann.
Geir ræddi við Genscher í gæn
Stokkhólmsráðstefnan vettvangur
frekari viðræðna við Sovétmenn
GEIR Hallgrímsson, utanríkisráð-
herra, átti í gærmorgun morgun-
verðarfund með Hans Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra
V-Þýskalands, og voru viðhorf í al-
þjóðamálum og væntanlegur fund-
ur utanríkisráðherra Atlants-
hafsbandalagsríkjanna, svo og
Stokkhólmsráðstefnan, sem hefst í
janúarmánuði nk., aðallega til um-
ræðu.
Geir Hallgrímsson sagði í
samtali við Morgunblaðið, þar
sem hann var staddur í Bonn í
gær, að áhersla væri lögð á að
halda samkomulagsleiðum við
Sovétríkin um gagnkvæma af-
vopnum og öruggt eftirlit opnum
og yrði það væntanlega aðal um-
ræðuefni á fundi utanríkisráð-
herra Atlantshafsbandalagsríkj-
anna í desember. Það væri skoð-
un manna, að slit Sovétríkjanna
á samningaviðræðum í Genf,
þýddi ekki, að þeir vildu ekki á
öðrum vettvangi ræða við Vest-
urveldin um þau mál. Þess vegna
yrði lögð áhersla á Stokkhólms-
ráðstefnuna um traustvekjandi
ráðstafanir og afvopnun sem
vettvang slíkra umræðna, en sú
ráðstefna hefst hinn 17. janúar
nk. og er haldin í framhaldi af
Madrid-ráðstefnunni. Áhersla er
lögð á, að utanríkisráðherrar
Atlantshafsbandalagsríkjanna
taki þátt í Stokkhólmsráðstefn-
unni fyrstu dagana a.m.k.