Morgunblaðið - 26.11.1983, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983
ffJtirpmMWíí!*
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Rits.jórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö.
Samkeppni
í þágu neytenda
Stórmarkaðir, sem starfað
hafa um árabil í Reykja-
vík, hertu mjög á verðsam-
keppni í sölu allra tegunda al-
mennra neyzluvara. Þessi
verðsamkeppni hefur síðan
fært út kvíar, náð til fleiri
viðskiptaþátta og fleiri byggð-
arlaga. Það er staðreynd, sem
allir þekkja, að þessi sam-
keppni hefur lækkað vöruverð,
og í raun hamlað betur gegn
rýrnandi kaupmætti en
„hefðbundin kjarabarátta",
sem á stundum hefur gengið á
skjön við efnahagslegar stað-
reyndir — með verðbólgua-
fleiðingum.
Þessi verðsamkeppni, sem
fyrst og fremst hefur komið
neytendum til góða, hefur og
kveðið niður gamaldags og úr-
eltar hugmyndir um lögbund-
in verðlagsákvæði, sem lengi
stóðu eðlilegri samkeppni í
verzlun fyrir þrifum, og gengu
því gegn hagsmunum almenn-
ings.
Glöggt dæmi um gildi þess-
arar verðsamkeppni er land-
nám Hagkaupa á Akureyri,
þar sem sterkt kaupfélag réði
verzlunarháttum fyrir í ríkara
mæli en gott þótti. Sú verðs-
amkepnni varð til þess að
KEA-samsteypan sá sig til-
neydda að færa niður neyzlu-
vöruverð.
í fjölda ríkja, eins og
Bandaríkjunum, sem leggja
áherzlu á gildi samkeppninn-
ar, hefur verið sett löggjöf til
að útiioka það að stórar
fyrirtækjasamstæður eða auð-
hringir, eins og þær eru stund-
um kallaðar, geti í krafti
stærðar sinnar komið öðrum
samkeppnisaðilum fyrir katt-
arnef, og síðan hækkað vöru-
verð í skjóli einokunar. Það er
fyllilega tímabært að skoða
nauðsyn slíkrar löggjafar hér,
ekki sízt vegna fyrirferðar
SÍS-hringsins.
Mikligarður, dótturfyrir-
tæki SÍS, verður hinsvegar
prófsteinn á einkaverzlunina í
Reykjavík. Þeir, sem eru í for-
svari einkaverzlunar, hafa við
fátt annað að styðjast en eigin
dugnað, hugvit, áræði og
framtak. Það var engu að síð-
ur þetta einkaframtak, sem
byggði upp verzlunarþjónustu
í Reykjavík, bæði hverfaverzl-
anir og þá stórmarkaði, sem
færðu neytendum nýja verzl-
unarhætti, þjónustu og lægra
vöruverð.
Einkaverzlunin í Reykjavík
hefur bæði háð innbyrðis sam- |
keppni og samkeppni við
KRON-búðir um langt árabil
og haldið stærstum hluta við-
skiptanna. Ástæðan var
einfaldlega sú að einkaverzl-
unin bauð hagstæðara vöru-
verð og betri þjónustu. Svo
mun áfram verða þó að SÍS-
hringurinn hafi haslað sér völl
á Reykjavíkurmarkaði.
Það er þó meginmálið, að
samkeppnin hefur tryggt
neytendum betra verð og betri
þjónustu en ella. Forsendur
þeirrar samkeppni verður að
tryggja til frambúðar, m.a.
með íöggjöf um auðhringi hér,
eins og í öðrum samkeppnis-
lögnum.
Gæzluskip
með loðnu-
flotanum
Fjörutíu fiskiskip með milli
500 og 600 manns að störf-
um eru nú á loðnumiðum langt
norður í íshafi.
Pétur Sigurðsson, alþingis-
maður, setti fram þá kröfu á
Alþingi í fyrradag, að gæzlu-
skip fylgi flotanum á þessum
slóðum á þessum árstíma; og
að læknir sé til taks í gæzlu-
skipinu.
Þessi háttur var á hafður,
að kröfu sjómannasamtaka, er
íslenzki síldveiðiflotinn var að
veiðum við Jan Mayen fyrr á
tíð. Það er sanngirniskrafa að
varðskip „fylgi þessum mikla
flota, sem er að störfum á
hættulegum hafsvæðum, og sé
til taks ef eitthvað ber út af,
annaðhvort meðal áhafna eða
skipanna sjálfra," sagði þing-
maðurinn.
Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, tók vel í þessi
tilmæli, og kvað málið þegar
komið á nokkurn rekspöl.
Morgunblaðið tekur undir
þau sjónarmið, sem Pétur Sig-
urðsson setti fram á Alþingi.
Það er lágmarkskrafa að
reyna að auka á öryggi þeirra,
sem eru að störfum við þær
aðstæður, sem þessu hafsvæði
á þessum árstíma heyra til,
með viðveru gæzluskips.
Það þarf að gera Landhelg-
isgæzlunni kleift að sinna sínu
tvíþætta og mikilvæga hlut-
verki, gæzlu fiskimiðanna og
öryggisþjónustu í þágu sjó-
manna og strjálbýlisfólks.
r
Fjórir af lislamönnunum sautján sem eiga verk á sýningunni. F.v. Jóhannes Jóhannesson, Valtýr Pétursson,
Guðni Þórðarson og Hafsteinn Austmann.
Listmálarafélagið:
Verk eftir sautján lista-
menn á sömu sýningunni
SAMSÝNING sautján félaga í
Listmálarafélaginu veröur opnuð í
dag kl. 15.00 í listsýningarsalnum
íslensk list á Vesturgötu 17. A sýn-
ingunni eru um 70 myndir sem
spanna vítt svið í tíma og stefnum.
Flestar eru myndirnar unnar á síð-
ustu árum, en elstu verkin eru frá
árinu 1952. Klassískar myndir,
abstrakt og nýja málverkið eru á
sýningunni og eru verkin unnin í
olíu, vatnsliti og með krít.
Listamennirnir sem eiga verk
á sýningunni, sem öll eru til sölu,
eru þeir Ágúst F. Petersen,
Bragi Ásgeirsson, Elías B. Hall-
dórsson, Einar G. Baldvinsson,
Einar Þorláksson, Guðmunda
Andrésdóttir, Gunnar Örn, Haf-
steinn Austmann, Hrólfur Sig-
urðsson, Jóhannes Geir, Jóhann-
es Jóhannesson, Kjartan Guð-
jónsson, Kristján Davíðsson,
Sigurður Sigurðsson, Steinþór Sýningin á Vesturgötu 17
Sigurðsson, Valtýr Pétursson og verður einungis opin á virkum
Vilhjálmur Bergsson. dögum frá kl. 09.00—17.00
„Reykjanesið
einna lakast sett“
— rætt við Jón Sævar Alfonsson um stofnun Þroskahjálparfélags
„llndirbúningur að stofnun
þroskahjálparfélagsins á Reykja-
nesi hófst fyrir rúmum mánuði, en
hugmyndin hefur verið í gangi allt
frá því aö lög um málefni fatlaðra
voru sett 1979 , sem fólu í sér
ákvæði um svæðisskiptingu,“
sagði Jón Sævar Alfonsson í sam-
tali við blm. Morgunblaðsins. Jón
Sævar er einn úr hópi þeirra sem í
dag halda stofnfund þroskahjálp-
arfélags á Reykjanesi. Verður
fundurinn haldinn í húsi JC,
Dalsshrauni 5 í Ilafnarfirði, og
hefst hann kl. 14.00.
„Frá því árið 1977 hefur starf-
að þroskahjálparfélag á Suður-
nesjum, en þetta þroskahjálpar-
félag kemur til með að ná yfir
Kjósar-, Kjalarness-, Mosfells-,
og Bessastaðahrepp, Hafnar-
fjörð, Garðabæ, Kópavog og Sel-
tjarnarnes. Á þessu svæði hafa
starfað ýmis foreldra- og vina-
félög, en nú viljum við koma á
fót einu félagi fyrir svæðið í
heild. Félagi til að efla tengls
þeirra sem vilja sameinast um
að fatlaðir fái jafnrétti á við
aðra í þjóðfélaginu og til að veita
Jón Sævar Alfonsson.
Ljósm. Mbl. KÖE
svæðisstjórninni stuðning til að
framkvæma lög um málefni fatl-
aðra.
Ég tel mikla þörf fyrir þetta
félag nú, því að svæðið sem hér
um ræðir er einna lakast sett af
svæðunum átta. Þó að upphæðin
sem veitt er til þessara mála hér
sé mikil í krónum ber að gæta
þess að hér eru stórar „sólar-
hringsstofnanir" sem fá mikinn
hluta fjármagnsins þrátt fyrir
að íbúar svæðisins hafi engan
forgang þar að, þetta eru lands-
stofnanir. Einnig að auka
fræðslu fyrir foreldra og að-
standendur um rétt fatlaðra og
það er eitt af þeim málum sem
við ætlum að vinna að.
Þroskahjálparfélagið sem
stofnað verður í dag mun síðan
sækja um aðild að Landssamtök-
unum Þroskahjálp, enda mark-
mið félaganna þau sömu. Ég
held að hugur allra sem starfa
að málefnum fatlaðra stefni í
sömu átt hvað varðar félagslega
uppbyggingu og þjónustu; litil,
persónuleg heimili þar sem þörf-
um hvers og eins er fyllilega
sinnt.
Þótt vaxandi skilnings hafi
gætt á þessum málaflokki á und-
anförnum árum ber að varast að
skilja það þannig að málefni
fatlaðra séu í höfn. Það hefur
mikið verið gert, en ennþá er
langt í land," sagði Jón Sævar
Alfonsson að lokum.