Morgunblaðið - 26.11.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 26.11.1983, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER 1983 Grátt gaman — eða: „íslenska hneykslið“ Aðventuhátíð í Bústaðakirkju eftir Jón Laxdal Eftir 25 ára dvöl á meginland- inu — eftir 25 ára andspyrnu við húmorleysi og skort á tólerans, hvar sem ég rakst á slíkt, kem ég heim á eyjuna okkar, sem ég taldi blessunarlega lausa við þessa kvilla sem vildu stundum tröllríða mannkyninu, og kemst að þessari niðurstöðu: í 25 ár hefur í list- skoðun og svokölluðum listdómi, verið áframhaldandi ástand eins og það gerðist verst. Islenzkur lista- eða öllu fremur leiklista- dómur er enn skrifaður af þeim lágkúruhætti, þröngsýni og eyði- leggingarnautn, sém mótast af vankunnáttu og skorti á víðsýni, öfund á fólki sem bókstaflega nennir enn að skapa list, þrátt fyrir forboð og yfirlýst bann „menningarvitanna", að ég tali nú ekki um minnimáttarkenndina, að hafa kannske einhverntíma verið að skapa leikrit og ljóð sjálfur, sem urðu úti í hríðinni, en fengið svo tök á því að hefna sín rækilega fyrir þessa dapurlegu staðreynd á hinum varnarlausu lesendum blaða. Þetta nálgast að vera það sem á þýzkunni er kallað „pervertiertes, frustriertes, und enttáuschtes Kúnstlertum“ og er í sjálfu sér gott efni í nýjan „absurd-frasa" sem kalla mætti „Ritubjarg", en ritan er ein heimskasta og hæfi- leikalausasta skepna í sambúð, enda vön að sparka eggjum ná- grannans fyrir bjarg og höggva í hann um leið. Það mætti nærri halda að sumt af þessu fólki sem skrifar um leikhús vilji helst láta loka Þjóð- leikhúsinu og Iðnó og breyta vax- andi Borgarleikhúsi nú þegar í nokkurskonar geymslu fyrir af- urðir þessara leiklistardómara? Mikið dáist ég að starfssystrum og bræðrum mínum sem eru að fást við listir á íslandi og eiga þennan kross að bera — þið eruð hetjur! Að það eru til örfáar persónur heima sem eru hámenntaðar, sanngjarnar og víðsýnar, og skrifa samt um leikhús af áhuga og ást á verkefninu, sannar aðeins regl- una. Dr. René Drommert, vinur minn áttræður, sem hefur verið leiklist- argagnrýnandi í nærri hálfa öld, þar af þrjátíu ár hjá því merka tímariti Die Zeit, sagði einu sinni við mig: „Aldrei áttu ný og óreynd listaverk að standast eitthvert próf hjá mér, það var ég sem átti að standa mig gagnvart lista- verkinu." í þessum kennslutíma virðast mér margir íslenskir listdómarar hafa skrópað of lengi, svo óundir- búnir virðast þeir oft vera gagn- vart verkefninu, gagnvart verk- inu, sem þeir eiga að „dæma“, að hægt væri að halda að þeir hafi verið að drekka eitthvað annað í sig af áhuga en það sem þeim var boðið ofan af leiksviði til dæmis. Nú getur listdómur útaf fyrir sig verið listaverk sem hægt er að leita til áratugum eftir að hann var skrifaður, en það kemur því miður alltof sjaldan fyrir af ofangreindum ástæðum. Sem betur fer er nú gróska og firnakraftur í íslenzkri leiklist, ég tala nú ekki um allt það fólk sem er spreyta sig með frábærum árangri á leikritsforminu, sem svo margir meginlandsleikhúsmenn öfunda okkur íslendinga af, ekki sízt ungir þýzkir höfundar sem eiga ekki upp á pallborðið nema þeir heiti Friedrich Dúrrenmatt eða Max Frisch og eru um sjötugt (þessir tveir menn hafa nú reynd- ar gert mikið til þess að koma óþekktum yngri kollegum sínum á framfæri!); þessi gróska og bjart- sýni er svo mögnuð, að samband næst til áhorfenda þrátt fyrir andspyrnu leiklistargagnrýnenda í gegnum jákvætt umtal um leik- sýningu frá manni til manns og gegnum síma. Þar með hefur tek- ist að skjóta þeim leiðindagaurum sem ekki kunna við leikhús og eru samt að skrifa um það, ref fyrir rass. Troðfull hús eftir útkomu slíkra leikdóma og yfir sig hrifnir áhorfendur virðast sanna þetta og styrkja þá sem fást við að skapa list — þrátt fyrir allt! Mína vináttu og mína aðdáun eiga þessar hetjur alla ævi! Og ég hlakka til að taka þátt í þessari menningarbaráttu með þeim sem fyrst á nýjan leik hvað sem tautar og raular! Hamborg 19.11.1983. AÐ VENJU verður mikið um að vera í kirkjum borgarinnar fyrsta sunnu- dag í aðventu, sem ætið setur mikinn svip á safnaðarlífið við komu jóla- föstu. Bústaðasöfnuður minnir á þennan dag bæði með hefðbundnum guðsþjónustum, kl. 11 og 2, en einnig verður samkoma um kvöldið og veislukaffi borið fram af konunum í Kvenfélagi sóknarinnar, sem njóta stuðnings annarra kvenna í söfnuð- inum. En það eru ekki aðeins kon- urnar, sem hafa verið önnum kafnar undanfarið, kórinn hefur æft vel undir stjórn Guðna Þ. Guðmunds- sonar, orgelleikara og flytur mörg verk á aðventuhátíðinni um kvöldið við undirleik hljóðfæraleikara, auk þess sem hann syngur við messuna. En um kvöldið verður frumfluttur sálmur eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka, sem fyrr hefur lagt fram efni á hátíðir sóknarinnar. En til liðs við kórinn koma einnig einsöngvarar, sem oft hafa lyft hug- um kirkjugesta, og syngja bæði sam- an og hver í sínu lagi, en það eru Ingveldur Hjaltested, Ingibjörg Marteinsdóttir, Kolbrún á Heygum, Unnur Jensdóttir, Einar Örn Ein- arsson og Reynir Guðsteinsson. Einnig syngur hópur úr Æskulýðsfé- lagi kirkjunnar. I lok samkomunnar eru kertin tendruð. Ræðumaður á aðventusamkomunni kl. 20.30 verður kirkjumálaráðherrann, Jón Helga- son, og er ekki að efa, að mörgum leikur hugur á því að heyra, hvað hann hefur að flytja söfnuði. En ávarpsorð við upphaf samkomunnar flytur Sigurður B. Magnússon, for- maður Bræðrafélagsins. Nú líður að því að sex rúður bæt- ast við listaverk Leifs Breiðfjörð í kórglugga Bústaðakirkju, og er mik- ill hugur í sóknarfólki og öðrum vel- unnurum kirkjunnar að sjá verkið allt, og áformað er, að á næsta ári bætist við tvö sett sex glugga. Renn- ur ágóðinn af kaffisölu kvenfélags- ins í gluggasjóðinn, en einnig hafa borist stórhöfðinglegar minn- ingargjafir á síðustu vikum. Gáfu þau hjónin Laila Andrésson og Geir Þórðarson, sem i upphafi stofnuðu gluggasjóðinn með fjárframlagi, til minningar um ömmu frú Lailu, Sæ- finnu Jónsdóttur. Þá hafa þau hjón- in Björg Árnadóttir og Guðjón Ól- afsson frá Stóra-Hofi ásamt bróður Bjargar, Finni Árnasyni, gefið til minningar um móður þeirra syst- kina, Guðnýju Maríu Jóhannesdótt- ur, sem var fædd að Bústöðum. Einnig hafa borist höfðinglegar minningargjafir um Pétur Guðjóns- son frá konu hans, frú Báru Sigur- jónsdóttur, og sonum þeirra, og einnig til minningar um Eirík Ás- geirsson og konu hans, Katrínu Oddsdóttur, frá börnum þeirra. Um leið og þakkað er fyrir þessar góðu gjafir, sem sannarlega koma að góðum notum, er gefendum beðið blessunar og heiðruð minning þeirra, sem gjafirnar eru tengdar. Ólafur Skúlason Aðventutón- leikar í Háteigskirkju ALLA sunnudaga fram til jóla verða tónleikar í Háteigskirkju. Verður þar flutt fjölbreytt tónlist. Organisti kirkjunnar dr. Orthulf Prunner leikur orgelverk, Gesine Grundmann leikur á selló og kór Háteigskirkju syngur aðventu- söngva. Fyrstu tónleikarnir verða nk. sunnudag 27. nóv., og hefjast kl. 20.30. Þá leikur dr. Orthulf Prunner orgelverk eftir J.S. Bach, D. Buxte- hude og J.N. de Grigny. Y tri-Njarðvíkurkirkja: Nýir kirkju- munir teknir í notkun VIÐ guðsþjónustu í Ytri-Njarð- víkurkirkju á sunnudaginn kem- ur, 1. sunnudag í aðventu, verður tekið í notkun nýtt altari, alltar- ismunir og nýr skírnarfontur, og steindur gluggi sem er yfir altar- inu. Glugginn, sem er hannaður af Leifi Breiðfjörð, glerlistamanni, en unninn í Þýskalandi, er sam- settur úr sjö rúðum sem tákna sköpun heimsins. Systrafélag kirkjunnar gefur gluggann, en Ingvi Þorgeirsson og fjölskylda gefa skírnarfontinn. Hann er unninn eins og altarið úr ís- lensku blágrýti hjá steinsmiðju Sigurðar Helgasonar í Kópavogi, eftir teikningum arkitekta kirkj- unnar, Ormars Þórs Guðmunds- sonar og Örnólfs Hall. Þá hefur Leifur Breiðfjörð einnig hannað altarismuni, steinkross, kerta- stjaka og blómavasa úr sama efni. Af þessu tilefni mun kirkju- kórinn flytja kantötuna „Jesu meine Freude" eftir barokktón- skáldið Dietrich Buxtehude. Flytjendur, auk kórs Ytri- Njarðvíkurkirkju, eru fiðluleik- ararnir Kristín Th. Gunnarsdótt- ir og Kjartan Már Kjartansson, Gesine Grundmann, sellóleikari, Gróa Hreinsdóttir sem leikur á orgel kirkjunnar og einsöngvar- arnir Ragnheiður Guðmunds- dóttir og Steinn Erlingsson. Stjórnandi kórverksins og organ- isti kirkjunnar er Helgi Braga- son. Eftir messuna, sem hefst kl. 14, verður kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í Stapanum, en frjáls framlög til kirkjunnar eru vel þegin. Þorvaldur Karl Helgason Aöventukvöld í Dómkirkjunni Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ræðu kvöldsins HIÐ árlega aðventukvöld verður í Dómkirkjunni annað kvöld, sunnu- dagskvöld, og hefst kl. 20.30. Þar verður að venju vönduð dagskrá. Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ræðu, Rut Ingólfsdóttir leikur ein- leik á fiðlu, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir leikkona les jólasögu og þrjár ungar stúlkur úr Garðabæ, þær Hildigunnur og Marta Guðrún Hall- dórsdætur og Hildigunnur Rúnars- dóttir, syngja jólalög. Þá syngur Dómkórinn, dómorganistinn Mart- einn H. Friðriksson leikur á orgelið og dórakirkjuprestarnir flytja stutt ávörp. Einnig verður almennur söng- ur. Fyrsti sunnudagur í aðventu er fyrsti dagur nýs kirkjuárs og því nýársdagur kirkjunnar. Guð- spjallið segir þá frá innreið Jesú í Jerúsalem. Með því skal minnt á, að enn er koma Krists fyrir hönd- um, koma hans í andlegum skiln- ingi inn í mannlegt líf dagsins í dag. Orðið aðventa er komið úr latínu og þýðir koma. Það bendir til jóla. Aðventutíminn er líka til þess hugsaður, að menn búi sig undir þá miklu hátíð ljóss og frið- ar. Hvert aðventukvöld skal á það minna. Efni aðventukvöldsins minnir einnig á það sem í vændum er. Sá sem gaf mannheimi hæstu og helgustu hugsjónir hans, er að koma með boðskap sinn og líf, til þess að við getum betur af honum lært. Hann hvetur til sjálfsskoð- unar, og að menn reyni æ meir og æ betur að fylgja honum eftir, feta í fótspor hans. Þegar menn safnast saman til að minnast slíkra hluta og biðja um styrk til betra lífs, þá efla þeir hver annan, skapa stemmningu, er iyfti hverjum einlægum hug og hvetur hann til dáða. Þetta höfum við oft reynt á aðventukvöldum Dómkirkjunnar, ekki síst í lokin, þegar allir sameinast í söng og „Heims um ból“ skapar frumglæði jólagleðinnar í hugum samkomu- gesta. Verið öll velkomin til aðventu- kvöldsins í Dómkirkjunni, gerum það að hátíðarstund. Þórir Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.