Morgunblaðið - 26.11.1983, Page 33

Morgunblaðið - 26.11.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 33 Kirkjudagur Seltirninga Það er tæpast eðlilegra í annan tíma en í upphafi aðventu, að söfnuður geri sér dagamun. Það hefur löngum þótt tilheyra að gleðjast í upphafi kirkjuársins, svo sem segir í sálminum góð- kunna: Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt/ þú Herrans kristni fagna mátt.“ Á undanförnum árum hef- ur söfnuðurinn á Seltjarnarnesi haft þann háttinn á í upphafi jóla- föstu að bjóða til hátíðarhalds. Það er nú orðið ljóst hverjum og einum sem á Nesinu býr eða þar fer um, að Seltirningar geta nú brátt farið að kenna kirkjudag sinn við sýnilegt kirkjuhús. Að vísu er ekki ennþá búið að úti- byrgja og margs er vant áður en byggingin skartar sem prýði með fullri reisn í norðausturjaðri Valhúsahæðar, en hitt er víst að dável miðar fram, þökk sé þeim sem að verki standa af miklum dugnaði. Það er í rauninni ríkuleg ástæða til þess að þakka þeim mörgu sem áður og að undanförnu hafa sýnt verkinu dýrmætan stuðning með velvilja og gjöfum og er þá bæði átt við þá, sem eru í forystu bæjarmála, sem og alla aðra, sem hafa stutt við af gleði og fórnfýsi. Eins og víðar, þar sem að álíka framkvæmdum er staðið, þá hrökkva föst sóknargjöld skammt til slíkra stórvirkja, sem kirkju- bygging er, en rétt er að taka fram til að fyrirbyggja misskilning, að ríkisvaldið leggur ekkert fé til slíks. Það er því undir áhuga, áræði og velvild fólksins komið hvernig til tekst og hversu lengi kirkjubygging er í smíðum. Við skulum því minnast þess að hvergi má gefa eftir í þessu máli á Sel- tjarnarnesi þó að vel hafi miðað hingað til og það er vel við hæfi á kirkjudegi að sameinast í sókn- arhug til þess að starfsaðstaða megi verða fullbúin sem fyrst til boðunar Orðsins í byggðinni. Dag- skrá hátíðar á sunnudaginn kem- ur hefst að vanda með guðs- þjónustu í Félagsheimilinu kl. 11 árdegis. Þar munu öll fermingar- börn komandi vors sjá um athöfn- ina, sem við köllum Ljósahátíð á aðventu. Klukkan 15 verður köku- basar þar sem m.a. hið sérstæða laufabrauð verður á boðstólum, aðventukransar og fl. Klukkan 20.30 hefst síðan aðventusam- koma. Þar munu tala, þeir Guð- mundur Einarsson framkv.stj. og Jón Gunnlaugsson læknir. Gra- Aðventuhátíð í Árbæjarsókn Með aöventunni hefst nýtt kirkju- ár í kristnum þjóðlöndum. Aðventan eða jólafastan er tími undirbúnings og eftirvæntingar, er menn búa sig undir að fagna hátíð hæstri, jólum, þegar þess er minnst, er Guð sendi heiminum frelsarann Jesú Krist. Það fer víst ekki framhjá nein- um að aðventan er tími mikils annríkis hjá fólki. Að svo mörgu þarf að hyggja, áður en hátíðin gengur í garð. Ýmsir eru vafalaust þeirrar skoðunar, að hinn ytri undirbúningur okkar fyrir jólin sé orðinn of fyrirferðarmikill og að íburður í jólahaldi kunni jafnvel að skyggja á sjálft tilefni jólahá- tíðarinnar. Ættu menn því að búa sig undir komu jólanna með öðrum og væn- legri hætti með því að stilla strengi hjartna sinna inn á þá himnesku tóna er jólin flytja. Staðreyndin er þá líka sú, að augu manna eru í æ ríkari mæli að opnast fyrir gildi þess háttar jóla- undirbúnings og í samræmi við það hafa kirkjurnar troðfyllst á aðventuhátíðum safnaðanna. Á morgun 1. sunnudag í aðventu verður efnt til slíkrar aðventuhá- tíðar í Árbæjarsókn og hefst hún í Safnaðarheimilinu kl. 20.30. Dagskrá þessarar aðventusam- komu verður sem áður fjölbreytt og til hennar vandað, en hún er á þessa leið: 1. Samkoman sett. Skúli Möller sóknarnefndarmað- ur. 2. Einleikur á orgel: Jón Mýr- dal, organleikari safnaðarins. 3. Kirkjukór Árbæjarsóknar syngur sálminn: Slá þú hjartans hörpu- strengi. 4. Ávarp: Jóhann Björns- son, formaður sóknarnefndar. 5. Einsöngur: Júlíus Vífill Ingvars- son syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. 6. Hátíðar- ræða: Andrés Björnsson útvarps- stjóri. 7. Skólakór Árbæjarskóla syngur. Stjórnandi: Áslaug Berg- steinsdóttir. 8. Helgistund í umsjá sóknarprests. Loks verða aðventuljósin tendr- uð og jólasálmur sunginn. Kynnir á samkomunni verður Skúli Möll- er. Safnaðarmenn í Árbæjarsókn. Eignumst öll helga hátíðarstund í Safnaðarheimilinu okkar og búum okkur þannig undir komu jólanna. Verið öll velkomin í guðsþjónustur 1. aðventusunnudagsins og á að- ventuhátíðina um kvöldið. Guðmundur Þorsteinsson, sóknarprestur. Nýju kirkjuári fagn- að í Grensáskirkju ham Smith leikur á fiðlu og Jón Þórir Þórisson á píanó og Elísabet Eiríksdóttir syngur einsöng við undirleik Láru Rafnsdóttur. Að lokum verða kaffiveitingar. Það er von allra sem að undirbún- ingi hafa unnið að sem flestir Seltirningar sjái sér fært að hitt- ast, vera samvistum og njóta efnis á þessum kirkjudegi. Guðmundur Óskar Ólafsson NÚ ER nýtt kirkjuár að hefjast með fyrsta sunnudegi í aðventu og er hann sunnudaginn 27. nóvember nk. Það verður mikið um að vera í Grensáskirkju þennan hátíðisdag. Kl. 11.00 f.h. verður barnasam- koma með söng og sögum. Tvö börn verða þá skírð og krakkarnir munu þá syngja skírnarsálminn „ó, blíði Jesú blessa þú“. Guðsþjónusta með altarisgöngu hefst kl. 14.00. í guðsþjónustuna munu koma í heimsókn strengja- sveit nemenda úr Tónlistarskóla Seltjamarness og leika þau nokk- ur aðventu- jólalög, stjórnandi er Jakob Hallgrímsson tónlistarmað- ur. Um kvöldið kl. 20.30 verður að- ventusamkoma. Aðalræðumaður er Sigurður Pálsson, námsstjóri og formaður KFUM. Kirkjukórinn mun svngja undir stjórn organist- ans Árna Arinbjarnarsonar og hann mun auk þess leika einleik á orgelið. Þá mun sönghópur syngja nýja sálma og söngva undir stjórn Þorvaldar Halldórssonar, stud. theol., og strengjasveit Nýja tón- listarskólans mun leika nokkur lög. Samkomunni lýkur svo með helgistund og við munum syngja á þessum degi gamalkunna aðventu- sálma eins og: „Nú kemur heims- ins hjálparráð" og „Kom þú, kom, vor Immanúel". Verið hjartanlega velkomin. Sr. Halldór S. Gröndal, sóknarprestur. KORKUR FRÁ PORTÚGAL Fáir vita aö Portugalir eru langstærstu korkframleiöendur í veröldinni. Þeir fletta kork- berkinum af korkeikinni á 8—10 ára fresti. Portúgalir flytja hráefniö út eða fullvinna þaö sjálfir heima. Ein virtasta og fullkomnasta korkverksmiöjan í“''” <v? (<&i t ■ tjy •' INDUSTRIAS, sem framleiöir margar geröir gólf- og vegg korkflísa, bæöi náttúrulegar og vinylhúöaöar, í stæröinni 30x30 cm. Teppaland hefur einkaumboð fyrir CORKMANN verksmiðjurnar á íslandi. Korkflísarnar frá CORKMANN eru á betra veröi en annars staðar. Gerið samanburð og sannfærist. Tepprlrnd Grensásvegí 13, Reykjavík, símar 83430 og 83577. Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055. TRYGGING TAKNAR TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SÍMI21120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.