Morgunblaðið - 26.11.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 26.11.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 35 i.' Gjaldeyriskaup bankanna neikvæð um 568 milljónir janúar-septemben Staðan hefur batnað verulega milli ára GJALDEYRISKAUP bankanna voru neikvæð fyrstu níu mánauðina um samtals 568 milljónir króna, en til samanburðar voru þau neikvæð um 1.990 milljónir króna á sama tíma, umreiknað til gengis 1983 samkvæmt vísitölu meðalgengis. Staðan hefur því óneitanlega batnað verulega milli ára. Ef hins vegar er litið á stöð- una í september sérstaklega kemur í ljós, að hún versnaði nokkuð. Gjaldeyriskaupin voru neikvæð um 178 milljónir króna í ár, en til samanburðar neikvæð um 138 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Keyptur gjaldeyrir fyrstu níu mánuðina á þessu ári var sam- tals upp á um 18.772 milljónir króna, en til samanburðar var hann upp á um 18.891 milljón króna á sama tíma í fyrra. Seld- ur gjaldeyrir var hins vegar upp á um 19.340 milljónir króna í ár, en upp á um 20.881 milljón króna á sama tíma í fyrra. Ef litið er á tölur fyrir sept- ember sérstaklega kemur í ljós, að keyptur gjaldeyrir var sam- tals upp á um 2.486 milljónir króna í ár, en 2.502 milljónir á síðasta ári. Seldur gjaldeyrir í september sl. var upp á um 2.664 milljónir króna, en upp á 2.640 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Það var í fyrsta sinn á síðasta ári um langt árabil, að gjaldeyr- iskaup bankanna urðu neikvæð, en á síðasta ári voru þau nei- kvæð um 1.172 milljónir á þá- verandi gengi. Árið 1981 voru þau jákvæð um 401 milljón króna og um 270 milljónir króna á árinu 1980. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF UMSJÓN: SIGHVATUR BLÖNDAHL Janúar-september: Um 66% hagnaðaraukning hjá Volvo-samsteypunni Söluaukningin mest í fólksbílum eða um 50% milljónir sænskra króna á sama tíma í fyrra. Volvo er sífellt að hasla sér stærri völl í orkuvinnslu ýmiss konar og reyndar er sá þáttur starfseminnar orðinn sá stærsti. Heildarsala í orkuþættinum var um 33.916 milljónir sænskra króna, en það er um 50% aukn- ing frá árinu á undan, þegar heildarsalan var liðlega 22.600 milljónir sænskra króna. Volvo afhenti samtals 267.000 fólksbíla á fyrstu níu mánuðum ársins, en tií samanburðar voru afhentir 235.000 bílar á sama tíma í fyrra. Skiptingin er þann- ig, að um 194.000 eru af 240 og 760 gerðunum, en um 73.000 þeirra af 300 gerðinni. HAGNAÐUR Volvo-samsteypunnar fyrstu níu mánuði ársins jókst um 66%, þegar hann var um 3.210 milljónir sænskra króna, borið saman við 1.928 milljónir sænskra króna á sama tíma í fyrra. Hagnaður á hvern hiut samsteypunnar var fyrstu níu mánuðina í ár 41,70 sænskar krónur, en var til samanburðar 26,00 sænskar krónur á sama tíma í fyrra. Heildarsala samsteypunnar jókst á umnræddu níu mánaða tímabili um 38,8%, þegar hún var um 71.483 milljónir sænskra króna, borið saman við 51.506 milljónir sænskra króna á sama tíma í fyrra. Afskriftir námu 982 milljónum sænskra króna fyrstu níu mánuðina, en til sam- anburðar 920 milljónum sænskra króna á sama tíma í fyrra. Ef litið er á einstaka rekstrar- þætti samsteypunnar kemur í ljós, að söluaukningin er mest í fólksbílum, en fyrir þá er Volvo einmitt þekktast. Þar nam heildarsalan fyrstu níu mánuð- ina um 18.851 milljón sænskra króna, sem er um 50% sölu- aukning frá sama tíma í fyrra, þegar heildarsalan var tæplega 12.570 milljónir sænskra króna. Söluaukningin í vörubíladeild samsteypunnar var um 4% fyrstu níu mánuðina, þegar hún var samtals um 7.665 milljónir króna, borið saman við 7.370 Jólaskór Hinir vinsælum Arauto barnaskór frá Portú- gal komnir aftur. (Fást aöeins hjá okkur.) Teg. 3780 St. 21—28. Litur: Hvítur. Teg. 1199. St. 20—27. Litur: hvítur. Verð kr. 475.-. Teg. 3734. St. 28—38. Litur: Hvítur. Verð frá kr. 665.■ Teg. 3797. St. 21—30. Litir: Rauður, svartur, hvítur. Verð frá kr. 539.-. Teg. 7083. St. 20—26. Litir: Rautt/ hvítt, blátt/ hvítt. Verö frá kr. 590.-. Teg. 4005. St. 22—30. Lakk. Verö frá kr. 582.-. Póstsendum. SKÓGLUGGINNh/f Vitastíg 12. Sími 11788. KYNNINQ ÁSKÉDyTRDUM ARNARFLUGS í tilefni af svissneskri viku í veitingahúsinu Nausti verður framkvæmdastjóri Novagense íbúðahringsins ( Sviss með kynningu á hinni glæsilegu aðstöðu í Anzére skíðamiðstöðinni í Sviss sem Arnarflug býður farþegum sínum í vetur. Kynningin verður í Þingholti í dag, laugardaginn 26. nóvember kl. 13 - 16. Kvikmyndir, bæklingar og upplýsingar. Allir velkomnir í Þingholt, veislusal Hótels Holts. 8KELUUM0KKURÍ „SVISSNESKA” SKfmHÓPINN Flugfólag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 Jr -i jMtojgmifrlafetfe Metsölubkidá hvetjutn degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.