Morgunblaðið - 13.12.1983, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.12.1983, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 Sviptur náttúrunni San Antonio, Teiis. AP. MAÐUR nokkur, sem dæmdur hafði verið til að missa alla löng- un til kvenna í refsingarskyni fyrir að hafa nauðgað konu, er hinn ánægðasti meö hlutskipti sitt og segist aldrei hafa liðið bet- ur. „Löngun mín til kvenna er horfin eins og dögg fyrir sólu og það líkar mér vel. Það var hún, sem kom mér á kaldan klaka og ég var farinn að hata sjálfan mig,“ sagði Joseph Frank Smith, sem er þrítugur að aldri og var í ágúst sl. fund- inn sekur um innbrot í þeim tilgangi að nauðga konu. Dóm- urinn kom flestum á óvart og olli mikilli óánægju, en hann hljóðaði upp á tíu ára fangelsi, skilorðsbundið, og að Joseph skyldi gerður náttúrulaus með sprautu. Dómararnir höfðu raunar ekki vald til að fyrirskipa nátt- úruleysið en ríkisdómarinn í Texas gerði það að skilyrði fyrir því að fangelsisdómurinn væri skilorðsbundinn og Jos- eph féllst á það. Joseph var tekinn fastur í íbúð konu nokkurrar í San Antonio og var þá ekki í öðru en einum sokkum og með skíðagleraugu. Hafði hann ætl- að að nauoga konunni og viður- kenndi við yfirheyrslur að hafa nauðgað henni í tvígang áður. Joseph býr nú hjá systur sinni og mági en vikulega fer hann í nærliggjandi sjúkrahús og er sprautaður þar með efn- inu depo-provera, sem losar hann við alla kynferðislega óra og langanir. Eftir að Raul Alfonsin hafði svarið embættiseið sinn sem forseti Argentínu ók hann um götur Buenos Aires ásamt konu sinni, Maria Lorenza Barreneche. Var þar saman kominn mikill mannfjöldi til að fagna honum. Alfonsin lofar aö hækka kaup og frysta verðlag BuenoN Aires ojj London, 12. desember. AP. RAUL Alfonsin, hinn nýi forseti Argentínu, hitti erlenda leiðtoga að máli í gær á sama tíma og heimild- armenn innan flokks hans sögðu að fyrsta verk hans yrði að frysta allt verðlag og hækka kaup um 25 af hundraði að meðaltali til þess að bjarga þjóðinni frá því að lenda í gini kreppunnar. Á meðal þeirra, sem Alfonsin tók á móti, má nefna Bettino Craxi og Felipe Gonzales, forsæt- isráðherra ftalíu og Spánar, og forseta Kólombíu, Perú og Ecu- ador, Belisario Betancur, Fern- ando Belaunde Terry og Osvaldo Hurtado. Mikil hátíðarhöld voru í Argentínu á laugardag eftir að Alfonsin hafði svarið embættis- eið sinn. Létu íbúar Buenos Aires Bush fordæmir dauða- sveitir hægri manna sér ekki nægja að fagna allan laugardaginn heldur stóðu hátíð- arhöldin langt fram á nótt. Tugir þúsunda manns dönsuðu á götum úti. Embættistaka Alfonsins markar tímamót í Argentínu því herinn hefur verið við völd þar í landi frá því Isabellu Peron var hrundið frá völdum í byltingunni 1976. Ástandið í Argentínu er bág- borið sem stendur. Verðbólgan æðir áfram með ógnarhraða og atvinnuleysið er mikið. Verð- bólguhraðinn er nú um 400% og nærri lætur, að áttundi hver maður sé án vinnu, eða um 12,5% vinnufærra manna. Laun eru lág, um 7000 ísl. krónur, en með hækkuninni vonast Alfonsin til þess að rétta megi efnahag heim- ilanna við að nokkru. Klofningur f stærstu skæruliöahreyfingu E1 Salvador Fylgisaukn- ing hægri öfgasinna í Frakklandi París, 12. desember. AP. Stjórnarandstaðan í Frakk- landi bætti enn einni skrautfjöð- ur í hatt sinn í gær er frambjóð- endur hennar báru sigurorð af fulltrúum stjórnarflokkanna í tvennum aukakosningum. Gengið var til kosninga í Morbihan í vesturhluta lands- ins og Cahors í suðurhlutanum og undirstrikuðu úrslitin enn frekar óánægju kjósenda með stjórn landsins. Hefur óánægj- an farið mjög vaxandi á undan- förnum mánuðum. I Morbihan margfaldaði flokkur hægri öfgamanna, sem m.a. berst gegn erlendu vinnuafli í land- inu, fylgi sitt. Jean-Marie le Pen, leiðtogi flokksins hlaut 12% atkvæð- anna í Morbihan. Til þessa hef- ur flokkurinn fengið um 1% at- kvæða í þingkosningum. Þessi fylgisaukning flokksins fylgir í kjölfar 17% fylgis hans í bæj- arstjórnarkosningum í sept- ember og 9,3% fylgis í öðrum slíkum kosningum í suðurhluta Parísar í síðasta mánuði. Hefur fylgisaukningin valdið for- mönnum stóru flokkanna veru- legum áhyggjum. Frambjóðandi lýðræðis- bandalagsins varð ótvíræður sigurvegari kosninganna í Mor- bihan. Hlaut 28,2% atkvæða. í Cahors fékk frambjóðandi hægrimanna rúm 43% atkvæða en frambjóðandi róttækra vinstrimanna aðeins 22,8%. ERLENT Su Salvador, Kl Salvador, 12. desember. AP. GEORGE BUSH, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær, að framferðið hjá dauðasveitum hægri manna í El Salva- dor væri svo alvarlegt að ef morðunum linnti ekki, væri vináttu bandarísku þjóðarinnar fórnað á altari. „Hvert ein- asta hryðjuverk sem sveitir þessar fremja, eitra æ meira þann djúpa brunn vináttu sem bandaríska þjóðinn ber í garð El Salvador. Bush mælti umrædd orð í veislu á heimili Alvaro Magana, forseta E1 Salvador, og gaf hann jafnframt í skyn, að yrði ekkert lát á pólitískum morðum dauða- sveitanna, myndu Bandaríkin láta af stuðningi sínum við stjórnina. „Það væri sorglegt, en veltur á E1 Salvadormönnum sjálfum," sagði Bush. Bush kom til E1 Salvador að- eins fáeinum klukkustundum eftir að leynileg útvarpsstöð vinstri sinnaðra skæruliða hafði staðfest þann orðróm að djúp- stæður klofningur væri kominn í raðir FPL-skæruliða, sem verið hefur stærsti skæruliðaflokkur- inn sem barist hefur gegn stjórninni. Klofningurinn stafar að sögn skæruliðanna af per- sónufylgi Cayetanos Carpios, sem fyrirfór sér síðastliðið vor eftir að hafa látið myrða nán- asta aðstoðarmann sinn. Segja andstæðingar Carpios í röðum skæruliða að hann hafi verið uppfullur af sjálfum sér, stund- að ótrúlegt sjálfsdekur og haft furðulegar hugmyndir um eigið mikilvægi. Á hinn bóginn var mikill fjöldi skæruliða hliðhollir Carpio og þeir hafa klofið sig frá FPL-flokknum og stofnað eigin hreyfingu undir nafni Carpios. Öfriðleg mótmæli við Greenham Common (■reenham ('ommon, Knjjlandi, 12. desember. AP. ALLT AÐ 30.000 manns söfnuð- ust saman við Greenham Com- mon-herstöðina á mánudaginn og í gær, eftir að kvikmyndin „The Day After“ var sýnd í breska sjónvarpinu á laugardag- inn. Ekki voru mótmælin frið- samleg og fjöldi mótmælenda reyndi að komast inn í herstöð- Bandarísk skólabörn á eftir jafnöldrum sínum í öðrum helstu iðnríkjum heims: Fimmtungur gat ekki bent á heimalandið á hnattlíkani Dallis, Texu, 12. desember. AP. KÖNNUN, sem gerð var á 600 börnum í sjötta bekk grunnskóla í átta löndum, hefur leitt í Ijós, aö bandarísk börn standa nokkuð aö baki jafnaldra sinna. Þau eru til að mvnda talsvert lakari í reikningi en jafnaldrar þeirra í öörum helstu iðnríkjum heims. Reyndar tekur þetta ekki einungis til reikningsins því útkoman í eðlis- og landafræði var síst skárri. Þegar heildarnið- urstöður lágu fyrir kom í Ijós sú staðreynd, aö bandarísk börn höfnuðu í neðsta sæti. Könnun þessi var gerð af fjór- um þekktum frammámönnum bandaríska skólakerfisins fvrir dagblaðið Dallas Times Herald og náði til barna í Kanada, Ástr- alíu, Englandi, Frakklandi, Jap- an, Svíþjóð og Sviss, auk Banda- ríkjanna. Tveir skólar í Dallas voru teknir með í reikninginn sem fuiltrúar Bandaríkjanna. Við könnun kom í ljós að ein- kunnir barna þar voru mjög nærri meðaltali yfir bandaríska grunnskóla. Að sögn eins fjórmenn- inganna, sem framkvæmdu könnunina, staðfesti útkoma hennar verstu grunsemdir for- ráðamanna bandaríska grunn- skólakerfisins. í prófinu, sem lagt var fyrir nemendurna, kom t.d. í ljós, að japanskir jafnaldr- ar þeirra bandarísku stóðu þeim langtum framar í reikningslist- inni. Einkunnirnar að meðaltali helmingi hærri. Sænsku krakk- arnir stóðu hins vegar öllum framar í eðlisfræði. Þau banda- rísku höfnuðu í 6. sæti. í landa- fræði varð auðmýkingin alger: fimmtungur bandarísku barn- anna í öðrum skólanna í Dallas gat ekki bent á heimaland sitt á hnattlíkani. „Þessar niðurstöður leiða okkur í allan sannleika um að ástandið í skólamálum hjá okkur er engan veginn viðunandi," sagði T.H. Bell, menntamála- ráðherra Bandaríkjanna, í við- tali við AP-fréttastofuna. „Við verðum að gera róttækar breyt- ingar til þess að bæta námsár- angur bandarískra barna." ina. Rifu þeir girðinguna um- hverfis hana niður á mörgum stöðum og kom þá til átaka rnilli mótmælenda og lögreglumanna. Talsverð áflog voru í Green- ham Common og tveir lögreglu- menn hlutu talsverð sár, annar á höfði en hinn rifbeinsbrotn- aði, auk þess sem mótmælendur börðu hesta lögreglumanna með gaddavír. 66 voru handteknir. Allt að 10.000 manns tóku þátt í aðgerðum við bandarískar her- stöðvar í Vestur-Þýskalandi og á annað hundrað manns voru handtekin þar eftir að til óláta kom. Þá var einnig mótmælt í Hollandi og þar brutu 100 mót- mælendur sér leið inn í herstöð þar sem meðaldrægum eld- flaugum verður komið fyrir á næstunni. Var þeir varpað út aftur. Sjónvarpskvikmyndin „The Day After" var sýnd í Bretlandi á laugardaginn, eins og áður sagði. Talið er að 15 milljónir hafi horft á myndina. Talsmað- ur einn hjá Yorkshire-sjón- varpsstöðinni sagði að svo virt- ist sem myndin hafi ekki valdið umtalsverðu fjaðrafoki og um móðursýki væri ekki að ræða. Kona ein í Skotlandi hringdi þó í næstu sjónvarpsstöð og sagði eiginmann sinn hafa verið kom- inn á fremsta hlunn með að svipta sig lífi meðan á sýningu myndarinnar stóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.