Morgunblaðið - 13.12.1983, Side 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983
Samfélag bavíana
- eftir Gunnar
Finnbogason
Fyrir nokkrum árum fór sá þyt-
ur um landið að það ætti að breyta
sem mestu í fræðslu- og skólamál-
um landsins. Hér væri allt orðið
gamalt og úr sér gengið og mesta
furða að þjóðin héldi þó lífi enn.
Og það var byrjað á mesta mein-
inu, íslenskri tungu. Mikil skömm
var það að menn skyldu ekki fyrir
löngu hafa séð að tungan var
ómöguleg, alltof mikil málfræði,
of erfið nemendum og leiðinleg.
Og sömuleiðis stafsetningin.
Biddu fyrir þér! Hún er alltof erfið
og börnum finnst hún leiðinleg!
Og svo er það greinarmerkjasetn-
ingin. Hún er of strembin fyrir
krakkana. Þeir vilja ekki læra
hana. Það er best að hver hafi sína
eigin greinarmerkjasetningu, þá
þurfa letingjarnir ekki að fyrir-
verða sig fyrir litla kunnáttu.
Allt þetta hét svo að gera til-
raun með nýja kennsluhætti í ís-
lensku máli. Tilraun? Það var
aldrei nein tilraun gerð. Það var
blekking, enda hefur aldrei sést
nein úttekt á þessari tilraun, en
breytingin hélt innreið sína í ís-
lenskukennsluna og framhaldið
þekkja best foreldrar, sem fylgjast
með námi barna sinna.
Nú er komið að öðrum þætti í
þessum breytingum á kennsluefni.
Nú skal atlögunni beint að Is-
landssögunni. Rökin eru þessi:
Nám í Islandssögu er of erfitt og
of ieiðinlegt. Börn vilja ekki læra
íslandssögu.
Og í Morgunblaðinu 13. nóv. sl.
er grein og viðtal um væntanlegar
breytingar á kennslu í íslands-
sögu. Aðalbreytingin er sú að nú
skal íslandssögukennslan ná yfir
120 ár af 1100 ára tímabili. Þegar
svona er í pottinn búið verður að
sleppa einhverju — en hverju?
Þessu virðist eiga að sleppa meðal
annars: kristnitökunni, sögu bisk-
upsstólanna, Sturlungaöldinni,
þætti Noregskonunga í hruni
þjóðveldis okkar, Gamla sáttmála,
baráttu íslendinga við útlent vald,
siðaskiptunum um 1550, einokun-
arversluninni o.s.frv.
Hér er mál á ferðinni sem á eft-
ir að skipta sköpum fyrir íslenskt
þjóðerni. Hér er gerð lævísleg at-
laga að rót þjóðernis okkar svo að
annað eins hefur ekki þekkst síðan
Bjarni Jónsson, skólameistari í
Skálholti (um iniðja 18. öld), lagði
til að leggja islenska tungu niður
en taka dönsku upp í staðinn.
Sá ábyrgi aðili sem hér á hlut að
máli er menntamálaráðuneytið en
sú deild sem fer með þessi mál þar
kallast skólarannsóknadeild.
I fyrrnefndri Morgunblaðsgrein
er viðtal við námsstjórann í sam-
félagsfræðum, Erlu Kristjánsdótt-
ur. Til þess að mál mitt verði
sæmilega skýrt verð ég að draga
fram nokkrar tilvitnanir úr viðtal-
inu.
Fyrirsögn viðtalsins er: „Gömlu
námsbækurnar eru hlutdræg túlk-
un á íslandssögunni."
Þessu mótmæli ég algjörlega,
enda er þetta staðhæft án þess að
nokkur rökstuðningur fylgi. Og
jafnvel þótt um hlutdrægni væri
að ræða má þá ekki breyta og leið-
rétta þau atriði. En þess skulu
menn líka minnast að íslandssaga
eftir Jónas Jónsson var einmitt
skrifuð á síðustu árunum fyrir
endurheimt sjálfstæðis okkar úr
höndum Dana.
Síðan segir námsstjórinn:
„Samfélagsfræði er ætlað að leysa
af hólmi námsgreinar eins og átt-
hagafræði, íslandssögu, mann-
kynssögu, landafræði og félags-
fræði. Viðfangsefni hennar tengj-
ast einnig mannfræði, sálarfræði,
hagfræði, stjórnmálafræði, þjóð-
háttafræði og vistfræði."
Þegar þessi orð eru lesin hvarfl-
ar að mér sú hugsun hvort Há-
skólinn sé ekki að verða óþarfur —
má ekki leggja hann niður?
Og námsstjórinn heldur áfram:
„Þess utan er henni ætlað að
fræða um umferðarmál, félags-
mál, bindindi, kynferðismál, jafn-
réttismál, umhverfismál og
starfsval."
Hér er yfirborðsmennskan á
hæsta stigi eða á ég að kalla þetta
fölsun? Námsstjórinn segir að
leggja eigi niður kennslu í átt-
hagafræði en taka upp í staðinn
m.a. kennslu í félagsfræði, vist-
fræði, umferðarmálum, félags-
störfum, bindindi, umhverfismál-
um, starfsvali. Ef betur er rýnt í
þetta kemur í ljós að átthagafræð-
in er fyrst og fremst þessar grein-
ar sem nú hafa verið taldar.
Einu gleymdi ég næstum því en
það er kennsla um kynferðismál í
samfélagsfræðitímunum. Það er
bara verst ef búið verður að kenna
allt um þetta efni í tímum ann-
arra námsgreina, t.d. íslensku.
Það er nefnilega svo að nýjasta
kennslubókin í íslensku, sem út
kom á sl. hausti, tekur einmitt
kynferðismálin fyrir og það er svo
vandlega í efnið farið að þeir sem
eru ólæsir geta þó alltaf skilið
Gunnar Finnbogason
„Hér er mál á ferðinni
sem á eftir að skipta
sköpum fyrir íslenskt
þjóðerni. Hér er gerð
lævísleg atlaga að rót
þjóðernis okkar svo að
annað eins hefur ekki
þekkst síðan Bjarni
Jónsson skólameistari í
Skálholti (um miðja 18.
öld) lagði til að leggja
íslenska tungu niður en
taka dönsku upp í stað-
inn.“
eitthvað því að myndir eru í text-
anum. Þar má sjá mynd af því sem
höfundar kalla reðurlaga ávexti
og á annarri blaðsíðu myndar höf-
uð karlmanns þriðja brjóst á
konu. Nú hætta kennslubækur að
vera erfiðar og leiðinlegar!
Þá spyr blaðamaður um rök
fyrir væntanlegum breytingum á
þessu námsefni. Námsstjórinn
nefnir fjögur meginatriði, sbr.
nefndarálit 1971: „I fyrsta lagi að
hefðbundin mörk þessara greina
væru miðuð við fræðilegar for-
sendur sem börn á grunnskóla-
aldri hefðu vart tök á að greina. í
öðru lagi yrði námið raunvirkara
með þessum hætti og tengdist bet-
ur reynslu utan skólans. í þriðja
lagi að skipulögð skipuþætting
gerði námið hnitmiðaðra og kæmi
í veg fyrir óþarfa skörun og endur-
tekningu. I fjórða lagi var því
haldið fram að ef ná ætti öllum
meginmarkmiðum námsins hent-
aði samþætting betur því betra
væri að koma þar fyrir sjálfstæð-
um afmörkuðum viðfangsefnum,
en ef skipt væri í sjálfstæðar
námsgreinar.
Fyrsta atriðið er rugl.
Annað atriðið er rugl enda er
enginn kominn til að sanna að
námið verði raunvirkara.
Þriðja atriðið er rugl — eða
skilja nemendur hugtakið skipu-
lögð skipuþætting og forðast ber
óþarfa endurtekningu. Hvað er
óþarfa endurtekning á námi?
Finnur kennarinn það ekki betur
en skólarannsóknadeild?
Fjórða atriðið er rugl. Hver
skilur þetta?: Betra er að koma
fyrir sjálfstæðum afmörkuðum
viðfangsefnum en ef skipt væri í
sjálfstæðar námsgreinar?
Það er ekki glóra í þessu. Svona
má halda áfram um þessar hug-
myndir í hinni nýju samfélags-
fræðikennslu. Til þess að kenna
nemendum að þekkja atvinnu-
hætti okkar, t.d. við sjávarsíðuna,
þá á líka að kenna svo og svo mik-
ið um Tansaníu og ínúíta til sam-
anburðar. Þetta hlýtur að gera
kennsluna skemmtilega og mark-
vissa!
Á fjórða námsári á m.a. að
kenna um „fyrstu samfélög
manna, samfélög bavíana til sam-
anburðar og þrjú samfélög nátt-
úrufólks."
Þarna höfum við það. Þótt ná-
lega ekkert hafi verið kennt um
Island, íbúa þess, sögu, siðu og
hætti — þá skulu börnin þekkja
samfélag bavíana og þrjú samfé-
lög náttúrufólks.
Maður getur gubbað þegar mað-
ur heyrir svona kjaftæði.
Þá komum við að þeirri spurn-
ingu blaðamanns þar sem segir að
námsefnið í Islandssögu taki yfir
120 ár. Er þetta æskilegt?
í svari námsstjórans segir:
„Gömlu námsbækurnar hafa mik-
ið lesmál og mikinn samþjappað-
an fróðleik, en hvað situr eftir í
hugum nemenda? Ég held að
skilning á sögunni hafi skort, og
að gömlu námsbækurnar skili ekki
þeim árangri sem til hefur verið
ætlast. Til þess nota þær um of
hugtök sem börn átta sig ekki á,
og hitt er líka mikilvægt í þessu
sambandi að þær eru í reynd
hlutdræg túlkun ákveðinna ein-
staklinga á íslandssögunni. Nú, í
samfélagsfræðinni er við það mið-
að að nemendur séu í fyrsta sæti,
en í hefðbundinni sögukennslu
hefur sagan sjálf skipað það sæti.“
Við skulum athuga þetta nánar.
1. Það er gömlu námsbókunum
að kenna að ekki situr meira eftir
í hugum nemenda. Það er ekki
kennurum eða nemendum að
kenna? Og hvaðan fær námsstjór-
inn þá vissu að eitthvað meira
sitji eftir í hugum nemenda þegar
lesið er um eskimóa, Tansaníu-
menn eða bavíana?
Og svo segir líka að börnin skilji
ekki bækurnar því að í þeim eru
hugtök sem þau átta sig ekki á.
Manni verður á að spyrja: Til
hvers eru kennararnir?
Og svo er klykkt út í lok þessar-
ar tilvitnunar með því að segja að
nemendur eigi að vera í fyrsta
sæti en hefðbundin sögukennsla
hafi verið það áður.
Hver skilur svona rugl? Á þetta
að þýða það að nemendur geti
sjálfir ráðið hvað þeir læra og hve
mikið þeir læra. Mér er spurn:
Þurfum við nokkra skóla?
Islendingar hafa kynnst harð-
æri, frosti og funa, þolað hýðingar
og spjótalög, sjóræningja og af-
tökur, en þeir hafa barist og
þraukað með ljós feðra sinna að
vopni — og sigrað, en nú skal
reynt að grafa nálega alla sögu
okkar því að börnunum finnst svo
leiðinlegt að læra Islandssögu!
Mönnum er gjarnt að líta til út-
landa og sjá hvað þar er að gerast.
Það er hollt ef menn kunna að
greina hismið frá kjarnanum. Og
ég ætla að biðja góðfúsan lesanda
að íhuga eftirfarandi orð (Tíminn,
17. nóv. 1983. Þ.Þ.):
„I þessu sambandi er ekki úr
vegi að rifja það upp, að undir for-
ustu Mitterrands Frakklandsfor-
seta er að hefjast víðtæk endur-
skoðun á sögukennslu í frönskum
skólum. Mikil breyting hefur orðið
á henni eftir 1968, þegar ný og
róttæk skólalöggjöf tók gildi.
Ein róttækasta breytingin náði
til sögukennslunnar. Nú skyldi
ekki lengur kennt um kónga og
ieiðtoga, heldur lífskjör og at-
vinnuhætti og annað, sem að
þessu laut. Sagan skyldi ekki leng-
ur vera sérstök námsgrein, heldur
þáttur í eins konar samfélags-
fræði, þar sem hún hefur orðið
meira og minna hornreka.
Eftir að hafa látið rannsaka
hvernig þessi mál hafa þróast,
virðist Mitterrand hafa vaknað
við vondan draum. Hin upprenn-
andi kynslóð er að missa áhugann
á sögu þjóðarinnar. Kennararnir
fá litla kennslu í henni og telja
hana leiðindanámsgrein. Svo
langt hefur þetta gengið, að fjöldi
nemenda, sem lokið hefur barna-
skólanámi, veit lítið eða ekkert um
frönsku byltinguna.
Svo virðist, að Mitterrand hafi
meira en lítið hrokkið við. Á ráðu-
Harmsaga hunda og
manna í Reykjavík
- eftir Guðrúnu
Jakobsen
1. kapítuli
Svo bar til 1978, að ein dóttir
mín trúlofaðist, og parið hugðist
búa í sveit. Eins og að líkum lætur
þarf smalahund við fjárrekstur-
inn. Svo einnig óðan veðurdag
taka þau að sér gullfallegan fjög-
urra vikna hvolp, tík. Það slitnaði
uppúr trúlofuninni, og ég, vænt-
anleg tengdamamma, sat uppi
með hundsbarnið.
Tobba varð fimm ára í haust.
Ég hef aldrei séð eftir að hafa tek-
ið hana að mér. Sjaldan höfum við
raskað ró nágrannans.
2. kapítuli
Svo ber til fáum árum síðar, að
fráskilinn, hjartveikur maður fær
leigt í götunni minni. Eftir skiln-
aðinn átti þessi fullorðni granni
minn ekkert nema hundtík eina.
Þegar ég bauð þessari nágranna-
tík inn í garðinn minn, pissaði hún
í bezta stólinn á heimilinu — af
tómri gleði. Eitt kvöld þegar ég er
að koma úr vinnu, mæti ég þessum
granna minum, er segir mér að
búið sé að skjóta Týru. Hann var
bifvélavirki í landi meðan hann
beið eftir vélstjóraplássi til sjós,
og ætlaði að taka hundinn með.
Hann var að gera við bíl á vinnu-
stað sínum, þegar hundurinn hans
flaðraði upp um umferðarlög-
regluþjón, sem þegar leiddi hann
til aftöku.
Fáum dögum síðar fannst
granni minn látinn á eldhúskollin-
um sínum.
Loksins sáust afkomendur þessa
manns aðrir en hundurinn. — Það
var þegar tekið var burt húsgögn
og bíll.
3. kapítuli
Við Laufásveg býr labrador-
hundur að nafni Kalli. Hann bar
út Morgunblaðið um tímabil
ásamt eiganda sínum eftir að
heiðurshjón við Bjargarstíg
minnkuðu við sig útburðinn og
bera núna út Þjóðviljann og Tím-
ann. Ég tek ofan fyrir þessum
hljóðláta hundi og húsbændum
hans.
4. kapítuli
Við Ingólfsstræti býr kona
ásamt dóttur sinni, hundi og gam-
alli móður sem hún annast.
Trekk í trekk hefur þessi kona
fengið stefnu frá yfirvöldunum
hér í Reykjavík um að borga
hundasektina. Yfirvöldin hafa
jafnvel hótað að taka veð í húsinu
hennar sem hún gerði mannhellt,
eftir að allskonar trantaralýður
hafði svínað það út. Enginn hefur
kvartað undan hundi þessarar
konu.
Aftur tek ég ofan fyrir hundi og
húsbónda hans.
5. kapítuli
Ég botna ekkert í hinu almenna
mannúðarleysi gagnvart dýrum
hér á landi. Sjálf þarf ég ekki
nema skreppa út í búð eftir vinnu.
Hundurinn bíður þolinmóður utan
dyra meðan ég velti vöngum yfir
nýjasta verðinu á hundakexinu —
100 krónur.
Aldrei bregst það að blessuð
börnin setjist ekki niður hjá
Tobbu og klappi henni, meðan
eldri konur svipta að sér pilsunum
skíthræddar við hunda og hóta að
kæra.
Er enginn endir á þjónustunni
við heimskingja á íslandi?
Eftirmáli
Hundafundur var haldinn á
Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag,
20/11. Ég var ekki viðstödd, hef
orðið andstyggð á öllum félags-
skap. Maðurinn á að standa undir
sér sjálfur eins og fuglinn á grein-
inni, sem þarf ekki nema einn sól-
argeisla og mola í gogginn, til að
syngja af slíkri hjartans lyst, að
enginn hetjutenór, hve þrælaug-
lýstur sem hann er, kemst með
hælana þar sem fuglinn hefur
tærnar. Hinsvegar las ég tillögur
hundaræktarfélagsins.
1. Hundurinn skal skráður hjá
borgaryfirvöldum, svo og nafn eig-
anda eða ábyrgðarmanns. Sam-
mála.
2. Meðal annars — Eiganda skal
skylt að sækja námskeið varðandi
meðhöndlun dýra. Ósammála. Sá
sem hefur æfilanga reynslu að
baki í umgengni við dýr á að vera
undanþeginn setu á skólabekk líkt
og eldri kona og góð móðir, sem
einn góðan veðurdag gerist dag-
manna.
Hvað fjárútlát snertir í 3. og 4.
grein, geta þau reynst þungur
viðbótarbaggi á þá þjóðfélags-
þegna, sem um þessar mundir
draga fram lífið sem fyrirvinnur á
tíu til fimmtán þúsund krónum á
mánuði, og hafa þar af leiðandi
ekki einu sinni efni á að tryggja
sjálfan sig fyrir áföllum.
Og þá er komið að síðustu grein-
inni. Hundinn skal ávallt hafa i ól
á götum borgarinnar og almenn-
ingsgörðum.
Vissulega er lífsnauðsyn fyrir
hundinn að vera rækilega girtur í
allri umferðaróreglunni hérna i
borginni. Hinsvegar er ég því
ósamþykk að hundur megi ekki
spretta úr spori í almenningsgarði
eins og allir heilsuræktargarparn-
ir, sem virðist vera hið eina lífs-
mark sem sjást má á ferli í þess-
um Getsemanegörðum Reykjavík-
ur.
Með þökk fyrir birtinguna.
Guðrún Jacobsen er rithöfundur í
Reykjavík.