Morgunblaðið - 13.12.1983, Page 31

Morgunblaðið - 13.12.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 39 bærar þjóðlífslýsingar og hann komst svo nærri veruleikanum í sagnagerð sinni að sveitungar hans í suðrinu hafa ekki fyrirgefið honum enn. Margar sögtupersónur hans eru hugstæðar, en þó engin meir en heimspekingurinn Ty Ty. Frægð og auður hefur ekki sett mark á Erskine Caldwell. Lífs- venjur hans og skoðanir eru sprottnar uppúr fátækt uppvaxt- aráranna í Georgíu. Hann er greindur maður, Caldwell, fullur af heilbrigðri skynsemi, stilltur í skapi og þesslegur að hann má ekki vamm sitt vita. En hann get- ur verið harður á meiningunni, svo sem lífshlaup hans sýnir: það fær honum ekkert haggað ef hann bítur eitthvað í sig og þrjóska hans við að gerast rithöfundur jaðraði við sjálfspíslir. Fjórða eiginkona Caldwells, Virginia, býr manni sínum gott heimili í Scottsdale, Arizona. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun er mjög kært með þeim hjónum. Virginía er, eins og maður hennar, mjög yfirlætislaus og hlý í við- móti. Hún er listhneigð og málar myndir á meðan karl hennar skrifar bækur. Virginíu hugkvæmdist að gefa manni sínum sérstæða afmælis- gjöf. Hún tók sig til í sumar og skrifaði öllum vinum og kunningj- um Caldwells í gegnum tfðina og bað þá senda sér nokkur persónu- leg orð um vinskap þeirra við rit- höfundinn. Þessu safnaði hún síð- an í mikla bók sem hún skreytti sjálf og þar með var komin merki- leg afmælisgjöf. Hafði hún mikla leynd á þessu sýsli: leigði sér m.a. sérstakt pósthólf í pósthúsinu í Scottsdale, svo sá gamli hefði ekki pata af þessu. Ég var svo lánsamur að fá að kynnast Erskine dálítið og hans góðu konu — og þessar fáu línur eru aðeins til að sýna lit á þakk- iæti mfnu fyrir öll elskulegheit þeirra hjóna í minn garð. Jakob F. Asgeirsson Ný barna- bók eftir Guðrúnu Helgadóttur IÐUNN hefur gefið út nýja sögu eftir Cuðrúnu Helga- dóttur. Nefnist hún Sitji guðs englar. Myndir gerði Sigrún Eldjárn. Saga þessi gerist í kaupstað. Heiða er sjómannsdóttir og systkini hennar mörg. Pabbi er lengstum á sjónum, en heima hjá mömmu og börnunum búa afi og amma og setja sinn svip á heimilisbraginn. Það gengur á mörgu á stóru heimili, ýmis skemmtileg atvik gerast en sorgin gleymir ekki fólkinu í þessum kaupstað enda umheim- urinn allt annað en vinsamlegur á þeirri tíð, segir í bókarkynn- ingu. Bækur Guðrúnar Helgadóttur hafa notið óvenjulegra vinsælda bæði barna og fullorðinna. Þar er að telja þrjár bækur um Jón Odd og Jón Bjarna, rúl Vil- hjálmsson, í afahúsi og leikritið Óvita. Þá hefur bók Guðrúnar með myndum Brian Pilkingtons, Ástarsaga úr fjöllunum, farið víða og komið út á nokkrum er- lendum málum. Sitji guðs cnglar er 108 blaðsíð- ur. Oddi prentaði. Áttræður í dag: Erskine Caldwell Afmæliskveðja: Arnbjörn Stefáns- son, Dalvík PEUGEOT 505 GR fyrir aðeins kr. 420.000 Innifalið í verði: Vökvastýri 5 gíra kassi Læst mismunadrif (sjálfvirkt) 6 ára ryðvarnarábyrgð Tökum notaða bíla í góðu asigkomulagi upp í nýjan bíl. ® Það er engin tilviljun að Peugeoteigendur eru ánægðir eigendur! i HAFRAFELL ? VAGNHÖFÐA 7 — SÍMI 85211 Bandaríski rithöfundurinn Erskine Caldwell er áttræður í dag. Hann er ern vel og lætur eng- an bilbug á sér finna. í bréfi frá 17da nóvember kveðst hann ný- kominn úr mikilli Frakklands- reisu, þar sem hann sat rithöfun- daþing og þáði margvíslegan heið- ur úr hendi þarlendra. Menningar- málaráðherrann hengdi á karlinn orður í bak og fyrir og kona hans segir að þetta hafi verið „dásam- leg“ stund. Erskine var ekki fyrr kominn heim úr þessari reisu en hann lagðist sjálfviljugur undir skurð- arhnífinn: hann hefur frá barn- æsku verið blindur á hægra auga og þar eð læknavísindunum hefur fleygt fram, fannst honum upp- lagt að ganga úr skugga um hvort læknar nútímans gætu ekki fært honum sjónina aftur í afmælis- gjöf. Eftir þrjá daga skynjaði hann birtu og uppúr miðjum nóv- ember las karl eins og ekkert væri þrjár efstu línurnar á spjaldi augnlæknisins! Erskine Caldwell er einn af metsöluhöfundum heimsins: bæk- ur hans hafa selst í meir en 80 milljónum eintaka í 40 þjóðlönd- um. Frægustu bækur hans eru vel- þekktar hérlendis: Dagslátta Drottins hefur komið út í tveimur útgáfum og leikgerðin af Tobacco Road var sýnd fyrir fullu húsi í Iðnó á sínum tíma. Caldwell er umfram allt sögumaður í bóka- gerð sinni. Hann segir liðlega frá, texti hans er mjög einfaldur og hann hefur næmt auga fyrir hinu skoplega í dapurlegri veröld amer- iska suðursins: fátæktarbasli hvíta bændafólksins og örbirgð blakkra. Gagnrýnendur bera Cald- well stundum saman við Faulkner, en það er ekki réttlátur saman- burður; þeir eru svo ólíkir höfund- ar og skiptir ekki máli þó báðir segi sögur úr fátækt suðursins. Raunar er ekki réttlátt að bera neinn 20stu aldar höfund saman við Faulkner, en það er nú önnur saga. Caldwell verður jafnan tal- inn einn merkilegasti höfundur Bandaríkjanna á 4ða og 5ta tug aldarinnar. Bækur hans eru frá- Sunnudaginn 4. des. varð Arn- björn Stefánsson verkamaður átt- ræður. Hann býr nú í Dalbæ, dval- arheimili aldraðra á Dalvík. Arnbjörn er fæddur að Jarðbrú í Svarfaðardal árið 1903, sonur hjónanna Jónínu Arnbjörnsdóttur og Stefáns Tryggva Jónssonar bónda þar. Hann ólst upp með for- eldrum sínum en árið 1932 flutti hann til Dalvíkur þar sem hann hefur búið síðan. Eins og títt var um fólk á þeim árum var skóla- ganga stutt og byrjaði Arnbjörn snemma að vinna og vann hann ýmis störf, sérstaklega er lutu að landbúnaði. Sjómennska var hon- um ekki hugstæð þrátt fyrir það að faðir hans hafi um tíma verið vélbátaformaður á Dalvík. Um allnokkurt skeið var Arn- björn vinnumaður á Sauðanesi hjá Jóni Jóhannessyni og hafði þá gjarnan búsforráð er Jón gekk til sjóróðra. Á þessum árum kynntist hann ólafsfjarðarmúla allnáið því Sauðanes var ysta byggða býlið á Upsaströnd á þessum árum. Má segja að hann sé manna kunnug- astur örnefnum í Ólafsfjarðar- múla Dalvíkurmegin. Á þessu svæði var Arnbjörn gangnaforingi um áratuga skeið. Aður en vegur var lagður fyrir Múlann var ekki heiglum hent að smala þar og léku það fáir eftir Arnbirni að hlaupa Flagið, smala stykkið að Ófærugjá og þræða bjargbrúnina til baka ofan Hálfdánarhurðar. Hann var alla tíð með sauðfé og átti að jafn- aði úrvals kindur enda mikill fjár- ræktarmaður. Auk þessa á Arnbjörn Stefáns- son langan starfsferil við að þjón- usta bæjarbúa. Þegar holræsa- og vatnsveitukerfi var lagt á Dalvík vann Arnbjörn við það undir stjórn bróður síns, Jóns E. Stef- ánssonar byggingameistara, og sá hann um tíma um eftirlit og við- hald sem oft var erfitt og kalsamt starf, einkum á vetrum og í kulda- tíð. Þá höfðu hvorki lög um holl- ustuhætti á vinnustöðum né ákvæði um 4 tíma fyrir hvert út- kall tekið gildi, hvað þá 10 tíma lágmarkshvíld. Þann 22. mars 1932 kvæntist Arnbjörn Emilíu Laufeyju Jóns- dóttur. Þeim varð fjögurra barna auðið en auk þess átti hvort um sig barn fyrir hjónaband. Arnbjörn hefur alla tíð verið heilsuhraustur og á þessum tíma- mótum er hann vel ern og sem ávallt fyrr einkar viðræðugóður. Fréttaritarar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.