Morgunblaðið - 13.12.1983, Page 40

Morgunblaðið - 13.12.1983, Page 40
Maybelline Mest seldu snyrtivörur í Ameríku. Fleiri orö eru óþort. Pétur Pétursson, heildvsrzlun, Suðurgötu 14, simar 21020 — 25101. ttgtmÞlafrife HOUJWOOD Opiö •II KVÖId ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Fálkinn í öruggum höndum Ævars Petersen fuglafræðings. Fótbrotinn leitaði skjóls HANN var hrakinn og illa til reika, fálkinn sem fannst á svölum íbúðar- húss við Kskihlíð á níunda tímanum í gærkvöldi. Hafði leitað skjóls undan vetrarhörkunni og miskunnarlausum bylnum og bar sig aumlega. íbúarnir hringdu á lögregluna, sem kom fálkanum í öruggar hendur Ævars Peter- sen, fuglafræðings. „Hann hefur greinilega flogið á eitthvað — línu eða jafnvel hús,“ sagði Ævar í samtali við Mbl í gærkvöldi. „Pað blæðir úr gogginum og svo er hann illa fótbrotinn. I>etta er fugl á besta aldri — vængirnir heilir, þannig að vonandi tekst að græða sár hans,“ bætti Ævar Petersen við. ísbjörninn segir upp 230 manns Staðan orðin glórulaus og því ekki haldið áfram lengur, segir Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri ISBJÖRNINN hf. í Reykjavík hefur nú sagt upp nær öllu starfsfólki sínu, alls um 230 manns. Er þar um að ræða starfsfólk fiskvinnslu ísbjarn- arins og áhafnir á togurum fyrirtæk- isins. Taka uppsagnirnar gildi næstkomandi föstudag, en þá lýkur vinnu í frystihúsinu. Tveir togara fyrirtækisins, Ásgeir og Ásþór, eru þegar stopp og sá þriðji, Ásbjöm, stöðvast í þessari viku, þegar hann kemur inn. Að sögn Jóns Ingvars- Breytingartillögur fjárveitinganefndar: Fjárlagafrumvarpið hækkar innan við 1% SAMKV/EMT breytingatillögum frá fjárveitinganefnd Alþingis, sem lagðar voru fram í gær, hækkar frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár um 166 milljónir króna, en það er innan við 1% hækkun á frumvarp- inu. Eru í breytingatillögunum, sem eru frá fjárveitinganefnd allri, nokkrir nýir liðir sem fé er veitta til í fyrsta sinni. Má þar sem dæmi nefna fjárveitingu til ís- lensku hljómsveitarinnar, liðar sem er til kominn vegna þátttöku í framkvæmdastjórn UNESCO og Ólympíunefndar fatlaðra. Sjá nánar á bls. 31. íslenskar getraunir: Hæsti vinningur sem greiddur hefur verið út í 16. leikviku Cetrauna kom fram einn seðill með 12 réttum og var vinningur fyrir röðina kr. 483.775,-, en 37 raðir reyndust með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 5.603,-. Seðillinn með 12 réttum er í eigu tveggja bræðra í Reykja- vík og voru þeir með 36 raða kerfisseðil, sem þá verður einn- ig með 11 rétta í 6 röðum og heildarvinningur fyrir seðilinn því kr. 513.393,-, sem er hæsti vinningur, sem greiddur hefur verið út hjá Getraunum. Sjá nánar á íþróttasíðu. sonar, framkvæmdastjóra ísbjarnar- ins, stafar þetta fyrst og fremst af aflaleysi og taprekstri útgerðarinnar í kjölfarið. Jón Ingvarsson sagði ennfrem- ur, að vegna afla- og gæftaleysins að undanförnu hefði lítill afli bor- izt á land. Staðan væri orðin það glórulaus, að ekki væri lengur hægt að halda þessu áfram, en vonandi væri hægt að fara af stað aftur strax eftir áramótin. Rekst- ur togaranna þriggja væri nánast vonlaus undir þessum kringum- stæðum og hefðu þeir að undan- förnu varla fiskað fyrir olíu og þá væri allur annar kostnaður eftir. Útgerðin hefði því verið rekin með bullandi tapi. Rekstrarskilyrði út- gerðarinnar yrði að leiðrétta. Þessari útgerð yrði alls ekki haid- ið áfram við núverandi aðstæður, það væri nánast útilokað. Fram- tíóin væri því ekki glæsileg, sér- staklega, þegar litlar horfur virt- ust vera á aflaaukningu. Jón sagði einnig, að uppsagnir sem þessar væru átakanlegar í jólamánuðinum, en þess bæri líka að geta að talsverður hluti starfs- fólksins, einkum konurnar, tækju sér frí frá vinnu, þegar færi að líða á desember vegna undirbún- ings jólanna. Samkvæmt upplýsingum ósk- ars Hallgrímssonar hjá félags- málaráðuneytinu hefur verið venju fremur mikið um það, að forráðamenn fyrirtækja, einkum í sjávarútvegi, spyrðust fyrir um það, hvernig bæri að haga sér hvað varðaði fjöldauppsagnir. Hins vegar hefðu ráðuneytinu ekki borizt frekari tilkynningar um uppsagnir, en þegar hefur ver- ið sagt frá. Nýir aðilar taka við rekstri Þyrils: Skipið áfram í lýsisflutningum FLUTNINGASKIPIÐ Þyrill, sem kyrrsett var í höfninni í Kristiansund í Noregi í tæpan Verðlækkun refaskinna á norrænu uppboðunum VERÐLÆKKUN hefur orðið á refa- skinnum á fyrstu uppboðum á fram- leiðslu þessa árs sem verið hafa í norrænu uppboðshúsunum síðustu daga. Verðlækkunin er allt að 18% á blárefaskinnum miðað við desem- beruppboð í fyrra, en verðið er þó lítið lægra en meðalverð síðasta sölutímabils. Salan á uppboðunum hefur verið ailgóð. Á uppboði í danska uppboðshús- inu í Giostrup í gær, þar sem ís- lensku refaskinnin voru boðin til sölu, seldust blárefaskinn fyrir um 900 krónur íslenskar að meðaltali sem er rúm 18% verðlækkun frá desemberuppboði í fyrra. Á nýleg- um uppboðum í Helsingfors og Ósló seldust finnsk og norsk blá- refaskinn fyrir 1.068 til 1.156 ís- lenskar krónur að meðaltali og er það yfirleitt um 6—7% verðlækk- un frá desemberuppboðum í fyrra. f Danmörku seldust um 89% þeirra 30 þúsund blárefaskinna sem boðin voru upp, í Noregi seld- ust 66% þeirra 32 þúsund norsku blárefaskinna sem boðin voru upp og 76% þeirra finnsku blárefa- skinna sem þar voru boðin upp og á uppboðinu í Finnlandi seldust Þessi blárefsyrðlingur er sá þyngsti sem vitað er um í heiminum, en hann vó fyrir skömmu 14,3 kg. Fyrra þyngdarmetið var 13,2 kg. Blárefurinn er í refabúi llalldórs Guðnasonar á Efra-Seli í Hrunamannahreppi. Refurinn fæddist 24. maí og verður að sjálfsögðu notaður til undaneldis. Við hlið Halldórs er Daníel sonur hans. 73% blárefaskinnanna sem boðin voru upp þar. Þessi verð eru held- ur lægri en meðalverðin á öllu síð- asta sölutímabili, en hafa ber í huga að yfirleitt eru það betri skinnin sem seld eru. nú vegna þess að undirsortirnar svokölluðu eru yfirleitt seldar síðast. Einnig Ljósm. Sig.Sigm. ber að hafa í huga að þau skinn sem á þessi uppboð fóru eru ekki nema hluti þeirra skinna sem seld verða í vetur og getur meðalverðið breyst mikið á aðaluppboðunum sem verða í byrjun næsta árs. Svipaðar verðbreytingar urðu á shadow-refaskinnunum á uppboð- unum og á blárefaskinnunum. I Glostrup seldust þau að meðaltali á 1.243 krónur íslenskar sem er um 15% verðlækkun frá fyrra ári, en 99% framboðinna skinna seld- ust. Á uppboðinu í Ósló seldust norsku shadow-skinnin á 1.500 krónur íslenskar sem er um 8% lægra verð en var á desember- uppboðunum í fyrra. Athyglisverð verðbreyting varð á silfurrefa- skinnunum á Ósló-uppboðinu. Seldust öll þau silfurrefaskinn sem á uppboðið fóru fyrir um 35% hærra verð en fékkst að meðaltali í fyrra, eða 5.700 krónur íslenskar. Sú verðþróun ætti því að hvetja íslenska loðdýraræktendur til að huga meira að þeirri tegund, en eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu verða fyrstu silfurrefirnir fluttir hingað til lands síðar í mánuðinum. Sú verðþróun sem fram kemur í þessum uppboðum kemur frekar á óvart því fram til þessa hefur ver- ið talið líklegt að skinnaverðið hækkaði frekar er. lækkaði, en þó er ekki útséð um að það verði þeg- ar upp verður staðið eftir sölutímabilið. mánuð, var leyst út á Tóstudag- inn og var væntaniegt til Aust- fjarða í gærkvöldi. Nýir aðilar munu taka að sér rekstur skips- ins, Gunnar Guðjónsson sf., skipamiðlarar. Til stendur að ganga frá samningum í dag. Að sögn Magnúsar Ármann hjá Gunnari Guðjónssyni sf. er hugmyndin sú að fyrirtækið annist útgerð Þyrils næstu sex mánuðina a.m.k. „Við sjáum svo til um framhaldið," sagði Magnús, „en það er ætlun eig- andans, Sigurðar Markússon- ar hjá Olíuskip hf., að selja skipið. Þyrill verður áfram í lýsis- flutningum, en fyrsta ferð þess hefur ekki verið ákveðin enn. „Það verður þó sett á fulla ferð eftir áramótin," sagði Magnús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.