Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 7 FRAKKAR Melka-frakki ungu mannanna á öllum aldri a heitur og þægilegur Falleg sniö meö kuldafóðri. Má þvo í þvottavél Ótrúlega hagstætt verö FÆST í ÖLLUM HELSTU HERRAFATAVERSLUNUM LANDSINS. Sænsku gæöagólfin frá TARKETT Fullkomnustu íþróttagólf á heimsmarkaðinum hf. Grensásvegi 16, sími 37090. EHT ÞU ÚTI í , KULH\NUMf Láttu þér samt ekki verða kalt. ullarnærfötin halda á þér hita. SnL-UDNGS eru hlý, þægi- leg, endingargóð og fást á í alla fjölskylduna. • Hk Y V Jólaþáttur stjórnmálamannanna Sjónvarpsáhorfendur fengu á þriöjudagskvöldiö aö sjá jóla- þátt stjórnmálamannanna þar sem þeir ræddu um stööu mála í upphafi jólaleyfis þingmanna. Þátturinn er kveikjan aö Staksteinum í dag. Fjárlögin Tvö mál bar hæst í jóla- þætti stjórnmálamann- anna, fjárlögin og lögin um riskveiðikvóta. I*á var einn- ig forvitnilegt að kynnast því í fyrsta sinn hvernig horsteini Fálssyni gengi sem nýkjörnum formanni Sjálfstæðisflokksins í slik- um hringborðsumræðum. l)m frammistöðu hans er óhætt að segja. að honum brást ekki bogalistin og hann var sú þungamiðja í umræðunum sem Sjálf- stæðisflokkurinn er í þjóð- lífinu, l*egar rætt var um fjár- lögin stöldruðu menn eink- um við atriði sem ekki er í þeim, hugmyndina um gjaldtöku af þeim sem þurfa að leggjast á sjúkra- hús. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um þetta mál en við afgreiðslu fjárlaga var því lýst yfir á þingi að draga þyrfti úr fjárstreymi til heilbrigðiskerfisins eins og annarra þátta. í því efni eru engir kostir góðir en meðal þeirra er sá að sjúkl- ingar greiði fæðiskostnað að minnsta kosti fyrstu dagana sem þeir dveljast á sjúkrahúsum. Er ekki að efa að þetta mál verður mikið rætt á komandi dög- um og vikum, enda eðlilegt með hliðsjón af því skrefi sem stigið yrði með gjald- töku af þessu tagi. Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalags- ins, og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, þing- maður Samtaka um kvennalista, gengu lengst í þvi í umræðunum um fjár- lögin að harma það að ríkisútgjöld væru ekki hærri og ekki væri meira fé veitt til félagslegra þátta. Samhliða þessu var svo Svavar sérstaklega að mikla fyrir sér skattheimt- una og skattbyrðina auk þess sem hann flutti brennheit ávörp um bágan hag hinna verst settu og velgjörning ríkisstjórnar- innar við peningaöflin í þjóðfélaginu, en á máli Al- þýðubandalagsins er með „peningaöflunum" vísað til atvinnurekenda og fyrir- tækja. Þessi ræða Svavars Gestssonar hefur glumið svo lengi og oft í eyrum og hann hefur svo oft sett upp hneykslunar- og dóm- hörkusvipinn vegna þessa „hróplega ranglætis" að söngurinn fer inn um ann- að eyrað og út um hitt. Svavar glímir nefnilega við trúnaðarbrest þegar hann bvrjar þessa þulu, því að meirihluti áheyrenda og áhorfenda spyr sjálfan sig: Var ekki maðurinn og flokkur hans í 5 ár með tögl og hagldir í ríkis- stjórn? Það sem dró at- hygli að málflutningi Svav- ars í þessum jólaþætti núna var hve hann datt fljótt út úr rullunni við málefnaleg svör Þorsteins Fálssonar — en hápunktur þáttarins, ef tekið er mið af því að það er miðillinn en ekki málflutningurinn sem skiptir máli, var senna þeirra Svavars og Þor- steins. Kvótakerfíð Allir þátttakendur voru sammála um að með því að taka upp kvótakerfi í öllum fiskveiðum íslendinga væri verið að breyta svo viðhorfi manna til þess hvernig staðið skuli að verki í þess- ari undirstöðuatvinnugrein okkar að tæplega væri unnt að finna nokkurt sambærilegt tilvik, þótt lengi væri leitað. I>á kom I einnig fram að fulltrúar I allra stjómmálaflokkanna voru sammála um að kvótakerfið væri nauðsyn- legt við ríkjandi aðsta-ður. Er það í sjálfu sér merki- legt að allir flokkar séu á einu máli um efnislega hlið þessa máls sem leiðir til slíkrar byltingar í atvinnu- háttum. Þrátt fyrir stuðning við kvótakerfið urðu að sjálf- sögðu deilur um málið í jólaþætti stjórnmálamann- anna. Stjórnarandstaðan gagnrýndi málsmeðferðina á þingi og miðstýringar- valdið sem í lögunum felst. Menn þurfa ekki að vera vel að sér í sögu alþingis til að átta sig á því að þeim mun stærri og brýnni sem mál eru því skemmri tíma tekur það oftast fyrir al- þingi að afgreiða þau. Það sannaðist enn þegar rætt var um kvótakerfið. Að því er miðstýringar- valdið varðar settu stjórn- arandstaskingar fram svip- uð sjónarmið og komið hafa fram í skrifum Morg- unblaðsins um þetta mál, að það sé tæplega eða alls ekki forsvaranlegt að fela sjávarútvegsráðherra jafn mikið vald og í lögunum felsk Það vat rétt hjá Steingrími llermannssyni, að það er ekki nýtt að sjáv- arútvegsráðherra sé veitt | slfkt vald í fiskveiðum og þingmenn hafa haft mörg ár til að stemma stigu við miðstýringunni í sjávarút- veginum. Því miður hafa þeir ekki gert það og á þeirri úrslitastundu sem nú er upp runnin treysta menn sér ekki til að skapa nýtt stjórnkerfi á þessu sviði — en meirihluti þingmanna er því áreiðanlega hlynntur að það sé gert. Það er misskilningur að í þessu máli hafi alþingi framselt vald með ein- hverjum þeim hætti að úr- slit mála séu ekki lengur í þess höndum. Og það er einkennilegt að heyra þá sem vilja skilja fram- kvæmdavaldið og löggjaf- arvaldið að tala um að kvótalögin séu hættuleg vegna valdaframsals al- þingLs. Af þingræðisregl- unni leiðir að sjávarút- vegsráðherra getur ekki gengið lengra í kvótamál- inu en meirihluti alþingis þolir. I jólaþætti stjórn- málamannanna ræddu þingmennirnir ekki nægi- lega þá hlið þessa máls sem er alvarlegri en fram- sal á valdi þeirra: það er valda- og áhrifaleysi þeirra sem hingað til hafa getað ákveðið það sjálfir hvenær, hve mikið og hvað þeir fiskuðu. „MINI-KALT-BORГ Veizlumatur á vægu veröi — boröiö ekki heita matinn kaldan Á morgun Þorláksmessu 23. desember bjóöum viö okkar vinsæla kabarett-bakka sem inniheldur m.a.: Rækjur Chantilly, salat, þrjá gómsæta kjötrétti, desert Sherry-tryffle. Okkar vegna og ykkar vegna pantiö tímanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.