Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Minning: Jón Eirí/csson frá Meiðastööum Eæddur 25. október 1902. Dáinn 15. desember 1983. Jón Eiríksson frá Meiðastöðum var sonur hjónanna Guðrúnar Bjarnadóttur frá Hóimi í Land- broti og Eiríks Guðlaugssonar frá Þverá á Síðu. Strax eftir giftingu fluttu þau sig í lítið grasbýli, Garðhús í Gerðahreppi, og þar fæddist Jón 25. október 1902. Var hann langyngstur þriggja bræðra. Árið 1915 fluttist fjölskyldan að Meiðastöðum og hefur Jón lengst af verið kenndur við þá jörð. Á æskuheimili hans var mikið. um tónlist og söng, sem reyndar fylgdi honum fram á elliár. Hann byrjaði ungur að spila á harmón- íku og 19 ára eignaðist hann nú- tíma harmóníku. Upp úr því varð hann mjög eftirsóttur til að spila á dansleikjum á Reykjanesskag- anum. Raunar spilaði hann á flestum dansleikjum þar um slóðir í rúman áratug. Jón hafði mikla unun af skemmtunum þessum og lagði oft ótrulega mikið á sig til að geta spilað, jafnframt því sem hann lagði mikið kapp á að kunna nýjustu og vinsælústu lögin. I þá tíð var oft erfitt um sam- göngur og lagði hann einatt af stað fótgangandi langar vega- Iengdir með nikkuna sína — oft að loknum erfiðum vinnudegi heima fyrir og kom ekki heim aftur fyrr en undir morgun. Söngurinn var hans líf og yndi, og veitti söngur með kirkjukór Út- skálakirkju honum hvað mesta ánægju, en þar söng hann í nær fjóra áratugi. Jón ólst upp við kröpp kjör í bernsku og kenndi það honum nauðsyn þess að spila rétt og vel úr því sem þó fyrir hendi var. Hann var alla tíð mjög nýtinn og fór vel með alla hluti, kastaði t.d. aldrei nokkru frá sér án þess að reyna til þrautar hvort ekki mætti gera við eða nýta á einhvern ann- an hátt og tókst yfirleitt alltaf giftusamlega til. Jón kvæntist 7. desember 1928 Mörtu dóttur Jóns Diðrikssonar bónda í Einholti í Biskupstungum og konu hans, Guðfinnu Magnús- dóttur frá Snjallsteinshöfða í Landsveit. Hjónaband þeirra var farsælt mjög, en ekki að sama skapi langlíft, því Marta andaðist 3. febrúar 1948. Þeim varð fjög- urra barna auðið. Þau eru: Guð- finna, er býr í Garðinu, Eiríkur, rafvirki, er starfar hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur, Guðrún, hús- móðir á Ákureyri, og Hulda, kenn- ari við Laugaskóla í Dalasýslu. Jón kom víða við I atvinnulífi þjóðarinnar, stundaði m.a. bú- skap, útgerð, fiskvinnslu og versl- un. Hann var bóndi og útgerðar- maður í nær 2 áratugi eða frá 1928—1947, en það ár gerðist hann kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins Ingólfs 1 Sandgerði og gegndi hann því starfi til ársins 1953. Þrátt fyrir annir daglegra starfa gaf hann sér ríkulegan tíma til að sinna félagsmálum. Ber þar hæst fórnfúst starf hans í þágu Góðtemplarareglunnar, enda var bindindi á vin eitt af hans æsku- hugsjónum. Hann var þar í far- arbroddi um áratuga skeið og þótti mikið til þess koma hversu auðveldlega honum tókst að laða til sín ungt fólk. Efa ég það stór- lega að hann hafi nokkurn tíma haft hugmynd um hvað fólst í hugtakinu kynslóðabil. Hvár sem hann kom var glaðværð, hlýja og jákvætt hugarfar ríkjandi og án efa hafa þeir skapgerðareiginleik- ar hans veitt mörgum ungum sem öldnum ómældar stundir. Hann lét málefni heimabyggðar sinnar mjög til sín taka, sat m.a. í sókn- arnefnd, skólanefnd og sýslunefnd svo eitthvað sé talið. Jón kvæntist öðru sinni 4. júní 1954 Ingibjörgu Ingólfsdóttur Bjarnasonar bónda og alþing- ismanns í Fjósatungu í Fnjóska- dal og konu hans Guðbjargar Guð- mundsdóttur. Árið 1960 tóku þau Ingibjörg í fóstur, þá 3ja ára gamlan, Guð- mund Agnar Erlendsson er nú er búsettur í Svíþjóð og starfar þar. Á Meiðastöðum komu þau sér upp fiskverkun og unnu þar ötult starf þar til þau fluttu til Reykjavíkur 1972, nánar tiltekið á Kleppsvegi 40. Er til höfuðborgarinnar kom var Jón ekki lengi að aðlagast breyttum aðstæðum, hann hóf að læra bókband, þá sjötugur að aldri, kom sér upp aðstöðu í geymslunni í kjallaranum. Þar eyddi hann ótal stundum við að binda inn nbækur og tímarit ásamt því að gera við. Ekki leið heldur á löngu áður en hann var farinn að taka þátt í daglegum störfum, að þessu sinni hjá Kassa- gerð Reykjavíkur. Starf það er hann hafði með höndum var hon- um ákaflega mikilvægt og hafði hann oft á orði hve miklum hlý- hug hann mætti á þeim vinnustað. Atburðir á sviði menningar og lista voru þeim hjónum ofarlega í huga og nýttu þau hvert tækifæri sem gafst til að fylgjast með í þeim efnum, jafnframt því sem þau voru á faraldsfæti bæði inn- anlands og utan. Slíkt veitti þeim mikla víðsýni og unun. Afkomendur Jóns eru nú um 35 talsins og var það aðdáunarvert hversu mikla alúð hann lagði við hvern og einn. Hann fylgdist náið með okkur barnabörnunum og sjaldan kom það fyrir að komið væri að tómum kofanum hjá hon- Alltaí í skemmtilegum télagsskap 'ÚW’JÚ'. Með einhuerjum öðrum ^ Theiesa Charles Með einhverjum öörum Rósamunda hrökklaöist úr hlutverki „hinnar konunnar", því þad varð deginum ljósara að Norrey mundi aldrei hverla írá hinni auðugu eiginkonu sinni, - þrátt íyrir loíorð og íullyrðing- ar um að hann bíði aðeins eítir að íá skilnað. Hversvegna ekki að byrja upp á nýtt með ein- hverjum öðmm? Else-Marie Nohr Einmana Lóna á von á bami með unga manninum, sem hún elskar, og hún er yíir sig hamingjusöm. En hún haíði ekki minnstu hugmynd um, að hinar sérstöku aðstœður í sambandi við þungunina haia stoínað lííi bceði hennar sjálírar og bams- ins í hœttu. - Hugljúí og spennandi ástarsaga. EÆ ELSE-MflPIE NOHR CINMANA , CnK ptk-iicv ASTOG BLEKKING Erik Nerlöe Ást og blekking Súsanna var íoreldralaust stoínanabarn, sem látin var í svokallaða heimilisumönnun hjá stjúpíoreldrum Torbens. Með Torben og henni takast ástir og hún verður óírísk. Þeim er stíað sundur, en mörgum ámm seinna skildi hún að hún hefur verið blekkt á ósvífinn hátt. Og það versta var, að það var maðurinn, sem hún haíði giízt, sem var svikarinn. Else-Marie Nohr Systir María Nunnan unga var hin eina, sem möguleika haíði á að bjarga ílugmanninum sœrða, sem svo óvœnt haínaði í vörzlu systranna. En slíkt björgunarstarí var lííshœttulegt. Yíir þeim, sem veitti óvinunum aðstoð, voíði dauðadómur, - og flugmaðurinn ungi var úr óvinahernum, Æsi- lega spennandi og íögur ástarsaga. »/«»*<»// *«///*’ SYSTIR MARÍA (Sartland Baibaia Caitland Segðu já, Samantha Samantha var ung og saklaus og gœdd sér- stœðri íegurð og yndisþokka. Grœn augu henn- ar virtust geyma alla leyndardóma veraldar. Sjálí áttaði Samantha sig ekki á því íyrr en hún hitti David Durham og varð ástíangin aí honum, að hún var aðeins íáíróð og óreynd lítil stúlka, en ekki sú líísreynda sýningarstúlka, sem mynd- ir birtust aí á síðum tízkublaðanna. Eva Steen Hann kom um nótt Bella vaknar nótt eina og sér ókunnan mann standa við rúmið með byssu í hendi. Maðurinn er hœttulegur morðingi, sem er á ílótta undan lögreglunni og œtlar að þvinga hana með sér á flótianum. Hún hatar þennan mann, en á nœstu sólarhringum verður hún vör nýna og hlýrri tilíinninga, þegar hún kynnist ungum syni morðingjans. Hflnn Kom um norr SIGGE STARK Engir karimenn. takk Sigge Stark Engir karlmenn, takk í sveitarþorpinu var hlegið dátt að þeim, furðu- íuglunum sex, sem höíðu tekið Steinsvatnið á leigu. Þœr hugðust reka þar búskap, án aðstoð- ar hins sterka kyns, - ekki einn einasti karlmað- ur átti að stíga íœti inn íyrir hliðið. - En Karl- hataraklúbburinn íékk fljótlega ástœðu til að sjá eftir þessari ákvörðun. Sigge Stark Kona án íortíðar Var unga stúlkan í raun og veru minnislaus, eða var hún að látasi og vildi ekki muna íortíð sina? Þessi furðulega saga Com Bergö er saga undarlegra atvika, umhyggju og Ijúlsárrar ástar, en jaíníramt kveljandi afbrýði, sársauka og níst- andi ótta En hún er einnig saga vonar, sem ást- in ein elur. SIGGI STARK ÁN KONA FORTIÐAR Já, þœr eru spennandi ástarsögumar írá Skuggsiá I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.