Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Tónlist á hvcriu hcimili umjólin Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan 30/12 Jan 9/1 84 Jan 23/1 84 Jan 6/2 84 ROTTERDAM: Jan 28/12 Jan 10/1 84 Jan 24/1 84 Jan 7/2 84 ANTWERPEN: Jan 28/12 Jan 11/1 84 Jan 25/1 84 Jan 8/2 84 HAMBORG: Jan 27/12 Jan 13/1 84 Jan 27/1 84 Jan 10/2 84 HELSINKI: Amarfell 6/1 84 LARVIK: Hvassafell 3/1 84 Hvassafell 16/1 84 Hvassafell 30/1 84 GAUTABORG: Hvassafell 4/1 84 Hvassafell 17/1 84 Hvassafell 31/1 84 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 5/1 84 Hvassafell 18/1 84 Hvassafell 1/2 84 SVENDBORG: Hvassafell 22/12 Hvassafell 6/1 84 Arnarfell 9/1 84 Hvassafell 19/1 84 ÁRHUS: Hvassafell 22/12 Hvassafell 6/1 84 Arnarfell 9/1 84 Hvassafell 19/1 84 FALKENBERG: Dísarfell 6/1 84 Arnarfell 13/1 84 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell 17/1 84 HALIFAX, KANADA: Skaftafell 18/1 84 * SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 ■Hróöleikur og JL skemmtun fyrirháa sem lága! Reagan Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi: Gæzluliðið kallað heim er hlutverki þess lýkur WashinKton, 21. deaember. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi sem sjón- varpað var frá Hvíta húsinu að bandarísku friðargszlusveitirnar yrðu kallaðar heim frá I.íbanon „jafnskjótt og þær hefðu lokið hlut- verki sínu þar.“ Hét hann því að láta kosningabaráttuna á næsta ári ekki hafa áhrif á ákvarðanir um heim- kvaðningu sveitanna. Með þessari yfirlýsingu hefur Reagan í raun dregið til baka fyrri ummæli sín um að svo kynni að fara að sveitirnar yrðu dregnar til baka ef stjórn Gemaeyels missti öll tök í Líbanon. „Þetta var slakt orðaval af minni hálfu," sagði Reagan í gær. Reagan sagðist ekki geta ímyndað sér að sveitirnar yrðu kallaðar frá Líhanon fyrr en stríð- andi fylkingar hefðu sæst heilum sáttum og erlendir herir horfið á RONALD REAGAN brott. Israelar hefðu fallist á að fara þaðan en „Sýrlendingar væru fótakefli". Jafnframt sagði Reagan að gæzluliðarnir myndu áfram svara í sömu mynt ef á þá yrði ráþist. Hins vegar vék Reagan sér hjá spurningu um hvort yfirmenn gæzluliðsins hefðu orðið uppvísir að alvarlegu vanmati á stöðunni í Líbanon með því að láta ekki gæta öryggis gæzlusveitanna betur en raun varð á fyrir sprengjutilræði skæruliða 24. október sl. er 240 bandarískir hermenn týndu lífi. Kvaðst Reagan ánægður með störf yfirmanns gæzluliðsins, Paul X. Kelley hershöfðingja. Ennfremur varði Reagan stefnu sína í málum E1 Salvador og stuðning sinn við stjórnvöld þar. Kvað hann stjórnina í San Salva- dor hafa orðið ágengt í þeirri við- leitni sinni að auka lýðræði í land- inu. Hjarta- og lungnaþegi látinn Harefíeld, 21. desember. AP. Sænski íþróttafréttamaðurinn Lars Ljungberg lést í Harefield-sjúkra- húsinu eftir hetjubaráttu fyrir lífi sínu, en hann er fyrsti maðurinn sem grædd eru í lungu og hjarta samtímis á Bretlandseyjum. Það voru ekki líffærin nýju sem riðu Ljungberg að fullu, heldur gáfu nýrun og önnur líf- færi sig. Að sögn talsmanns sjúkrahússins störfuðu nýju líf- færin tvö eðlilega. Aðgerðin á Ljungberg var framkvæmd fyrir hálfum mánuði. Eiginkona hans Anna sat á sjúkrabeði manns síns þegar hann skildi við. Isaac Bashevis Singer: „Nútímamaðurinn mesta villidýrið“ Isaar Bashevis Singer, höfundur margra skáldsagna, smásagna og barnasagna, fékk bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1978 og hefur að auki fengið tvenn bókmenntaverð- laun í Bandaríkjunum þar sem hann býr nú. Síðustu skáldsögu sína, „Hinn iðrunarfulli", skrifaöi hann á jiddísku fyrir 10 árum en hún er nú nýkomin út á ensku. Eftirfarandi samtal, sem heitir svo en er í raun einræða Singers, birt- ist í bandaríska tímaritinu U.S. News & World Report 19. desem- ber sl. „Menn munu leggjast á náina“ Ég er alltaf hræddur og fullur örvæntingar. Ég les það í blöð- unum daglega hvað mennirnir eru að gera hver öðrum, hvernig þeir drepa og hvetja aðra til manndrápa. Tökum dæmi af Líhanon, þar sem drápsæðið hef- ur náð tökum á heilli þjóð. Menn hatast við náungann og eru reiðubúnir að drepa hann. Stundum óttast ég, að í Líbanon getum við séð sem í skuggsjá það, sem kann að biða mann- kynsins alls. Eitthvað brestur á — bylting, gagnbylting — og menn munu leggjast á náina, drekka hver annars blóð. Ég skelf við tilhugsunina um hve djúpt við erum sokkin. Það er að vísu rétt, að áður fyrr gekk á eilífum styrjöldum en samt sem áður var vonað og trúað, að mennirnir myndu vitk- ast. Að þeir myndu batna með meiri þekkingu á vísindum og mannlegu eðli. Ekkert hefur þó breyst nema vopnin, sem eru hættulegri en áður og fólkið berskjaldaðra. Þegar máttur vopnanna vex minnkar vegur mannanna. í fréttunum er í raun verið að segja okkur það dag eftir dag, að nútímamaðurinn, þrátt fyrir alla hans kunnáttu og klókindi, er mesta villidýrið. „Vísindamenn selja verk sín morðingjum“ Áður fyrr sagði ég ekki það, sem ég segi nú um mennina, og það er vegna þess, að ég hafði lesið það í bókum, að 20. öldin væri blessunarríkur tími. Sem ungur maður þorði ég ekki að segja, að það væri eintómt skrök, en hvers vegna skyldi ég ekki segja hug minn allan nú, þegar ég er orðinn gamall maður? Það, sem veldur örvæntingu minni fremur en nokkuð annað, er að vísindamennirnir, sem guð gaf í vöggugjöf góða greind, selja morðingjum handaverkin sín. Alla daga heyrum við um nýjar uppfinningar og margar þeirra eru notaðar til að drepa bræður okkar og systur. Ég á ekki við, að miklir vís- indamenn eins og Michael Fara- day, sem fann grundvallaratriði rafvélarinnar, og James Max- well, sem kunnur er fyrir rann- sóknir sínar á raf- og segul- magni, hafi hafst illt að. Vegna uppgötvana þeirra höfum við nú ísskápa og rafljós á heimili okkar. Ég á við, að þegar vísindaleg þekking er notuð til að drepa fólk þá er það mikill harmleikur. Ég vonaði einu sinni, að vísindamennirnir yrðu fyrstir til að segja: „Við munum ekki leggja lóð okkar á þessa vogarskál," en þeir eru einhvern veginn staðnaðir andlega og sið- ferðilega. Þeir halda sig bara við leistann sinn og láta sér standa á sama um allt og alla. „FjölmiAlarnir hafa unnið tjón á sálu mannanna“ Ég örvænti líka vegna þess, að fólk tekur öllu sem sjálfsögðum hlut. Það les um að verið sé að drepa þúsundir manna og snýr sér síðan að verðbréfadálkunum eins og ekkert sé um að vera. Það hugsar þannig: „Þetta kemur fyrir aðra, það mun ekki koma fyrir mig.“ Eg held að siðmenn- ingin hafi fremur hert hjörtu mannanna en mýkt. Með þetta í huga hafa fjöl- miðlarnir unnið tjón á sálu mannanna. menn hætta að finna til með öðrum þegar alltaf er verið að segja frá þjáningum Lítið barn hefur orðið fórnarlamb ofbeldisins. „í Líbanon hefur drópsæð- ið náð tökum á heilli þjóð. Menn hatast við náungann og eru reiðubúnir að drepa hann.“ þeirra. „Ég hef þær fyrir augun- um alla daga, ég verð að semja við þær sátt, komast að sam- komulagi við þær.“ Þannig hugs- ar nútímamaðurinn. „Að segja skoðun sína á því, sem máli skiptir" I síðustu bók minni, „Hinn iðr- unarfulli", segir málflytjandinn, sem ég er ekki sammála um allt, margt það sama og ég hef sagt um nútímamanninn. Gagnrýn- endurnir sögðu allir, að ég væri að prédika, ekki að segja sögu. Er ekki annars öllum sama um hvort þessi litla bók er saga eða heimsádeila eða jafnvel prédik- un? I jiddísku útgáfunni kemur orðið saga raunar ekki fyrir. Það er hins vegar þannig, að stund- um verða menn að segja skoðun sína á því, sem máli skiptir. Ég veit, að margir eru mér sammála en þeir vita ekki hvað gera skal. Þeir geta ekki allir skrifað sögur eða heimsádeilur og að hvaða gagni kemur það, sem ég segi. Það er eins og að tala við steininn. Þrátt fyrir það koma þær stundir, að jafnvel sagnamanninum, sem á víst að skemmta lesendunum, finnst hann þurfa aö spyrja: „Hvert stefnum við? Hvað verður um okkur?" Sögusmíðar munu ekki hjálpa okkur og hin besta skáldsaga mun engu breyta. Þegar ég skrifa finnst mér þó sem ég geti gleymt um stund þessu svokall- aða mannlega hlutskipti. Og margir lesenda minna segja mér það sama. Þeir hringja í mig og segja: „Ég er að lesa sögurnar þínar og ég gleymi mér við það.“ Meiru en þessu munu bókmennt- irnar aldrei fá áorkað: Að gefa fólki stundarfrið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.