Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 40
TIL DAGLEGRA NOTA Clá/a tfflice JÓLAPAKKANN HANS FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Landssöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar: Á sjöttu milljón hefur safnast „ÞETTA hefur gengið vonum framar og nú þegar hefur safnast nokkuð á sjöttu millj- ón króna,“ sagði Sigurjón Heiðarsson hjá Hjálparstofn- un kirkjunnar f samtali við blaðamann Morgunblaðsins, um söfnunina til bágstaddra í Eþíópíu og víöar. „Fólk hefur tekið þessari söfnun afar vel,“ sagði Sigurjón ennfrem- ur, „og á morgun, fimmtudag, og á Þorláksmessu, munum við verða með talsverð umsvif á lokaspretti söfnunarinnar. Fólk verður til dæmis í söfnunarbílum við stór- verslanir og að einhverju leyti verður skipulögð ganga í hús og á ýmsum stöðum verður unnið skipulega að því að taka á móti söfnunarfénu." Sem fyrr segir verður því fé sem safnast varið tH að hjálpa bág- stöddum í Eþíópíu, en einnig renn- ur hluti fjárins til þróunarverk- efnis í Suður-Súdan og til aðstoð- ar við fólk hér innanlands. handa hungruöum heimi ■ Vetrarsól á Þingvöllum í gær Agætu jólaveðri spáð Vetrarsólstöður eru í dag og er því morgundagurinn agnarögn Íengri en dagurinn í dag. Sólin skín á okkur í dag, að minnsta kosti þá sem búa á sunnan- og vestanverðu landinu. Norðanlands og austan er snjó- koma eða éljagangur. Það veður mun haldast því sem næst óbreytt fram á jóladag, bjart og fagurt veður verður a Suður- og Vesturlandi í dag og á morgun en á aðfangadag fer að nálgast lægð SV úr hafi og þá verður hæg og breytileg átt víðast um landið. Það verður heldur aðgerðarlítið veður, að sögn Braga Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, Á jóladag nálgast lægðin enn og þegar líður á daginn má búast við vaxandi sunnan og suðvestan átt með snjókomu fyrst, en hún gæti breyst í slyddu og síðan jafnvel rigningu er fram í sækir. Um eiginlegan jólasnjó verður því ekki að ræða á morgun eða aðfangadag fyrir íbúa þéttbýl- ustu svæða landsins — hann kemur vart fyrr en á jóladag þótt áhöld séu um hvort hans verður notið í björtu og fögru veðri, eins og verið hefur á SV-landi undan- farna daga. Hallgrfmskirkjugripirnir fundust f íbúð við Laugaveg: Níu manns í fíkniefna- vímu er ráðist var inn Kannsóknarlögreglumenn réðust í fyrrakvöld til inngöngu í íbúð á Laugaveginum. Þá voru níu manns í íbúðinni, átta ungir menn og kona. Allt var fólkið undir áhrifum fíkni- efna. Lögreglumenn fíkniefnadeild- ar lögreglunnar í Reykjavík voru kallaðir til og í íbúðinni fundust dagar til jóla fíkniefni, um 100 grömm af hassi. Fólkið var fært til yfirheyrslu vcgna gruns um aðild að þjófnaðinum og skemmdarverkunum í Hallgríms- kirkju. Sex manns var sleppt úr haldi, en þremur haldið eftir. Liðlega tvítug- ur maður var í gær úrskurðaður í þriggja mánaða gæzluvarðhald í Sakadómi Reykjavíkur. Hann hefur játað á sig verknaðinn og við yfir- heyrslu benti hann á þýfið og fannst það við leit í fyrrinótt í ann- arri íbúð í Reykjavík. Maðurinn á að baki langan afbrotaferil og var fallist á gæzluvarðhald í þrjá mán- uði vegna síbrota mannsins. Krafa var gerð um gæzluvarð- hald yfir 25 ára gömlum manni til 4. janúar vegna gruns um aðild að þjófnaðinum, en dómari tók sér frest til þess að kveða upp úrskurð. Þá voru tveir menn úrskurðaðir í gæzluvarðhald í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum í gærkvöldi í tengslum við þetta mál. Annar þeirra var tekinn á Laugaveginum þegar lögregla réðst inn í íbúðina og þurfti að koma manninum undir læknishendur í gær þar sem hann var illa haldinn vegna fíkniefna- neyslu. Hinn maðurinn var hand- tekinn í gær og í fórum hans fund- ust fíkniefni. Að sögn Arnars Guðmundssonar, deildarstjóra hjá RLR, þá bárust rannsóknarlögreglunni margar ábendingar vegna málsins. Hann sagði mikið starf lægi að baki af hálfu RLR. 1 framhaldi af því hefði var farið inn í fbúðina á Laugaveg- inum og málið verið upplýst. Sjá fréttina „Kærkomin jólagjör* og myndir á miðopnu. Ýmsar tækninýjungar í nýju símstöðinni í Grensási: Beinir hringing- um í annað tiltekið númer ef óskað er „Það er verið að Ijúka við síðustu prófanir þessa dagana og sannast sagna veit ég ekki hvort þeim lýkur núna rétt fyrir eða eftir jól,“ sagði Jón A. Skúlason, póst- og símamálastjóri, er blm. Morgunblaðsins innti hann eftir því hvað liði uppsetningu nýju símstöðvarinnar í Grensási. Eins og skýrt hefur verið frá verða tekin 3.000 6-stafa númer í notkun innan skamms. Símanúm- erum á höfuðborgarsvæðinu fjölg- ar þó ekki nema um 1.000, þar sem 2.000 númer af gömlu stöðinni verða lögð niður. Um 1.100 hundr- uð manns bíða eftir síma í höfuð- borginni, þannig að nýju númerin bæta úr brýnni þörf. Að sögn Jóns er hin nýja stöð búin ýmsum kostum, sem til þessa hafa verið óþekktir í símstöðvum hérlendis. T.d. er hægt að ganga þannig frá hnútunum, að síminn hringi sjálfvirkt á fyrirfram ákveðnum tíma og vekji fólk. Þá er einnig hægt að láta flytja síma- númer sitt yfir á annað númer. Er þetta sérlega hentugt ef viðkom- andi á von á símtali, en getur af einhverjum ástæðum ekki verið heimavið. Færast þá allar hring- ingar sjálfvirkt á það númer, sem viðkomandi hefur gefið upp. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru nú 58.400 númer og eru þá ekki talin þau 1.000, sem bætast við með nýju stöðinni í Grensási. Ein- hverjir kunna að lenda í erfiðleik- um með að finna nöfn handhafa nýju símanúmeranna og sagði Jón, að almenningur yrði að hafa bið- lund þar til ný símaskrá kæmi út. Þangað til yrðu menn að leita upp- lýsinga um nýju númerin með hefðbundnum hætti, þ.e. hjá upp- lýsingaþjónustu landsímans um ný og breytt símanúmer. 12. rússneska hlustunarduflið Hlustunarduflið, sem fannst skammt sunnan við Þórshöfn í Lóna- firði á mánudaginn, er af sömu teg- und og ellefu önnur dufl, sem fund- ist hafa hér við land á undanrörnum áratug, að sögn Berents Th. Sveins- sonar, loftskeytamanns hjá Land- helgisgæslunni. „Það hefur enginn viðurkennt eign sína á þessum duflum, en við teljum þau vera rússnesk," sagði Berent í samtali við blm. Mbl., „enda er á þeim rússnesk áletrun. Það er haldið, að þetta sé hluti af hlustunarkerfi neðansjávar, ekki óáþekku t.d. svokölluðu SOSUS- kerfi Bandaríkjamanna, sem þó er aðeins neðansjávarstrengur án dufla. Þetta er greinilega hlustun- ardufl, hliðar þess eru alsettar hljóðnemum til að fylgjast með skipaferðum ofansjávar og neðan." Berent sagði að í duflunum væri 10 millimetra stál, þannig að dufl- in þyldu mikið dýpi. Þau hefðu þó þann lyftikraft, að þau sykkju ekki til botns. Hann sagði að menn vissu ekki fyrir víst hvers vegna duflin ræki á land, enda hefði eng- inn, svo vitað væri til, séð aðra hluta þessa kerfis en sjálf duflin. Þórshafnarbúar skoða rússneska duflið í gær MorgunblaSið/ Þorkell Guðfinnsson 45 milljónir í skaðabætur UNGUM íslenskum sjómanni hafa verið dæmdar hálf önnur milljón bandaríkjadala — eða jafnvirði um 45 milljón íslenskra króna — í skaðabætur vegna slyss, sem hann varð fyrir í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Skaðabæturnar voru dæmdar í undirrétti og er enn óljóst hvort dómnum verður áfrýjað af hálfu þolanda. Sjómaðurinn ungi missti fram- an af hendi þegar hann var við vinnu. Samkvæmt bandarískum lögum fær lögmaður hans ytra þriðjung bótaupphæðarinnar, eða sem svarar um 15 milljónum ís- lenskra króna. Hvorki sjómaðurinn né lögmað- ur tryggingafélags hans hérlendis vildu í gær tjá sig um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.