Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Vantar 30% upp á að fiskverð geti staðið undir eðlilegum rekstri Hvers vegna hefur friðunin ekki skilað sér? „I»AD ER sá Ijóður á samþj’kktum Fiskiþingsins nú, að rekstrarvandi útgerðarinnar er ekki tekinn fvrir, ekkert er ályktað um hann. Ég álít að það vanti 30% upp á að fiskverð geti staðið undir eðlilegum rekstri fiskiskipanna og hægur vandi er að komast að þeirri tölu hjá LÍÚ, en ekki l'jóðhagsstofnun. Hún miðar útreikninga sína oftast nær við eitthvað, sem er fjarri raun- veruleikanum, sleppir því, sem lið- ið er,“ sagði Kristján l'álsson, út- gerðarmaður í Ólafsvík, er Morg- unblaðið ræddi við hann um ný- afstaðið Fiskiþing, afkomu útgerð- ar og stjórnun fiskveiða. „Það, sem skeð hefur síðastlið- in þrjú ár, er að þau skip, sem hafa verið keypt ný eða verið endurbætt, hafa flest orðið að taka erlend, gengistryggð lán, reyndar með mismunandi vöxt- um. Flest þessara lána hafa ver- ið tekin í dollurum samkvæmt eindregnum tilmælum banka- manna, sem sögðu að hann væri alltaf að lækka. Þessu hafa bankamenn lýst yfir undanfarin ár þrátt fyrir að reynslan hafi sýnt fram á allt aðrar stað- reyndir. Þetta hefur þýtt það, að til dæmis hjá útgerðinni, sem ég er með, skuttogarann Má SH, höfum við borið 40% þyngri fjármagnskostnað af okkar upp- haflega erlenda dollaraláni, sem var með 8% vöxtum en ef við hefðum verið með innlent vísi- tölutryggt lán með 2,5% vöxtum. Þá tek ég ekki tillit til þess, að mörg af nýju skipunum, sem byggð voru innanlands, voru byggð fyrir dollaralán frá Scandinaviabank og vextir af þeim lánum komust allt upp í 22% á síðasta ári. Þetta hefur þýtt það, að brúttóaflaverðmæti hefur ekki einu sinni dugað fyrir vöxtum og gengistryggingu. Fjármagnskostnaður af lánum okkar, bæði á 8% vöxtum og sumum, sem tekin hafa verið hjá Scandinaviabank samkvæmt ráðleggingum til framlengingar öðrum, hefur því verið það þyngri á tveimur og hálfu ári að það munar okkur 40 til 44 millj- ónum króna. Við teljum að þetta sé ein meginástæðan fyrir því, að flest af þessum nýju skipum eru undir uppboðshamrinum í dag. Eflaust væru mörg þeirra skuldlaus eða skuldlítil við opinbera sjóði og frumlánendur ef gengi hefði verið stöðugt. Því get ég lýst yfir stuðningi mínum við fyrirætlanir ríkisstjórnar- innar um að halda genginu stöð- ugu. Ég átti sæti í fiskveiðinefnd þingsins og var samþykkur því, að kvóti yrði settur á. Þó hann sé óæskilegur fyrir allar útgerðir og áhafnir, fyrst og fremst hvað varðar nýtingu tækja og fjár- magns, væri hægt að stytta veiðitíma verulega ef skipin fengju að veiða á þann hátt, sem útgerðirnar vildu sjálfar, það er þegar þorskveiði er sem mest á vetrarvertíð og sumrin. Þá kæmi það í ljós hve fljótt við getum tekið það, sem við höfum verið að veiða á mjög löngum tíma undir skrapdagakerfi, bara vegna þess, að við höfum viljað halda skipum úti til þess að halda vinnu í landi. Ef við fáum að veiða þetta nú á þann hátt, sem við viljum og á hagkvæm- asta tímanum, eru miklar líkur á því, að við getum klárað þorskkvóta okkar á hálfu ári. Þá eru eru allar líkur á því, að það borgi sig ekki að landa skrap- fiskinum hér heima því verð á honum er langt undir kostnaðar- verði við að ná honum. Ef út- gerðir hugsuðu eingöngu um Kristján Pálsson sjálfa útgerðina myndu þær láta skipin sigla eins mikið og mögu- legt væri með skrapfiskinn eða þá leggja skipunum í stað þess að fiska hann. Þá kæmi kannski í ljós með svona dæmi hvað út- gerðin hefur í raun verið að greiða miklar atvinnuleysisbæt- ur fyrir ríkissjóð. Það kæmi náttúrlega af sjálfu sér, ef skip- unum yrði lagt á óhentugasta tímanum, sem er frá hausti og fram í febrúar, að ríkissjóður yrði að halda uppi atvinnuleys- isbótum fyrir sjómenn og land- verkafólk á þeim tíma. Það hefur ekki þurft hingað til vegna þess, að flotanum hefur verið haldið úti í mjög óhagkvæmum rekstri. Ég tel það mjög varhugavert að stærri og stærri hluta skipanna verði lagt hluta úr árinu eins og allt stefnir í, fyrst og fremst vegna þjóðarhags. Þá eigum við möguleika á veiðum við strendur Bandaríkjanna, en þeir nýtast ekki verði skipum lagt og vel má hugsa sér að breyta stærstu tog- urunum í frystiskip til þess að þau gætu nýtt sér möguleikana, sem þar hafa verið boðnir. Það er ljóst að við erum með beztu fiskiskip og beztu fiskimenn í heimi og með þeim getum við gert stóra hluti á hvaða miðum sem er,“ sagði Kristján Pálsson. „HELZTU mál sjávarútvegsins nú og nýafstaðins Fiskiþings voru fisk- veiðistefnan, friðunaraðgerðir, gæðamál og hringormavandinn. Þegar þessi mál eru athuguð vakna með manni ýmsar spurningar. Erum við að fá upp ormasýktan stofn, sem vegna þess skilar minni afrakstri? Hvers vegna er aukinn hringormur í fiskinum, er það vegna vaxtar sela- stofna, fæðuskorts, að fiskurinn leit- ar í aðra fæðu en áður, veldur loðnu- leysi þessu? Er of mikið af smáfiski í sjónum, sem þarf að grisja, veldur kaldur sjór samdrættinum? Þetta eru margar og stórar, en engu að síður nauðsynlegar spurningar. Það þarf að fylgjast miklu betur með fiskstofnunum, fá nánari upplýs- ingar um vaxatarhraða einstakra árganga og síðast en ekki sízt að fá svar við því hvers vegna friðun und- anfarinna ára hefur ekki skilað sér,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, skip- stjóri frá ísafirði og formaður Far- manna- og fiskimannasambandsins, er Morgunblaðið ræddi við hann um fiskveiðistefnuna. „Hvað sem öðru líður eru menn ásáttir um að nauðsynlegt sé að fækka selnum og nýta hann jafn- framt í loðdýrafóður. Það er ljóst að grunnslóðarfiskur er sýktari en djúpslóðarfiskur. Selurinn er á grunnslóðinni. Eins og er má ekki fylgja fiskinum inn á grunnslóð- ina, þegar hann gengur þangað inn á vorin lítið sem ekkert sýkt- ur. Þess í stað er leyft að taka hann þegar hann gengur út aftur á haustin stútfullur af hringormi. Þetta getur varla talizt hag- kvæmt. Mjög líklegt er að mikill hringormur í fiski hái honum í vexti eða drepi jafnvel. Þá fara nú fleiri þúsundir dagsverka í hreins- unina og það verður að gera allt, sem talið er að hægt sé til að sporna við þessari óáran, því ann- ars endar þetta með því, að fisk- vinnslan stendur ekki lengur und- ir sér vegna ormatínslukostnaðar. Við veltum því nú mjög fyrir okkur hvers vegna 6 ára friðunar- aðgerðir á smáfiski hafa ekki skil- að sér. Fyrir 1975 vorum við að veiða þorskinn allt niður í 43 sentímetra langan, en í dag er bannað að koma með minni fisk en Guðjón Kristjánsson 50 sentímetra að landi, minni fisk- ur en það er gerður upptækur. Fyrr á árum var það algengt að um helmingur aflans í þyngd væri á bilinu 43 til 57 sentímetrar. Á þessum árum var einnig fiskað mikið af þriggja til fjögurra ára fiski og möskvinn aðeins 120 milli- metrar og þá voru hér um 200 er- lend skip á miðunum auk okkar. Eftir hrun síldarstofnsins 1967 til 1968 fói mikill hluti bátaflotans á troll, þannig að sóknin þá í smá- fiskinn var mun meiri en nú. Samt skilar friðunin sér engan veginn og verði hún ekki farin að skila sér eftir um tvö ár, tel ég að við hljót- um að hafa verið á rangri leið. Hingað til hefur hún aðeins skilað sér í minni þyngd fisksins. Við höfum enn engin svör fengið við þessum spurningum, vitum ekki hvort það eru veiðarnar eða nátt- úran, sem valda þessum sam- drætti og virðumst ekki geta feng- ið nein viðhlítandi svör hjá fiski- fræðingum. Skekkja þeirra á mati stofnstærðar hefur verið um 30% upp eða niður undanfarin ár og þeir virðast því alls ekki færir um að meta það, sem þeir eru að reyna. Ef við eigum að halda veið- um áfram af einhverju viti verða að fást svör við þessum spurning- um og haga okkur síðan í sam- ræmi við þau, geti svörin talizt nokkuð rétt,“ sagði Guðjón Krist- jánsson. - Uppbygging síðustu ára byggð á sandi „Fiskifélag íslands á að vera vettvangur allra þeirra er hagsmuna eiga að gæta í sjávarútvegi eins og lög félagsins frá 1973 og áður mæla fyrir um. Á hverju fiskiþingi, sem haldið er árlega og gert er ráð fyrir að standi í sex daga, hefir það verið venja að menn gæfu sér tíma til að ræða og gera ábyrgar tillögur um öll áhuga- og vandamál sjávarútvegs og vinnslu, stór og smá. Ennfremur ör- yggismál á sjó og landi, gæðamál nýtingu fiskveiðilandhelginnar, frið- un hrygningarstöðva, uppeldisstöðv- ar og afkomu, sem eðlilega hafa bor- ið hæst. Nokkuð hefir áunnist í einstaka málum, en því miður virðist svo að afkoma sjávarútvegs hafi gleymst hjá ríkisstjórnum og Alþingi á und- anförnum árum. Þetta eru stór orð, en sannleik- urinn er sá, að uppbygging síðustu ára er fram hefir farið og er byggð á sandi, þrátt fyrir góðæri í afla- brögðum og síhækkandi verðlag á erlendum mörkuðum," sagði Þor- steinn Jóhannesson útgerðarmað- ur í Garði, er Mbl. ræddi við hann um stjórnun fiskveiða og nýaf- staðið Fiskiþing. „Ekki er úr vegi, að menn kynni sér og rifji upp álit og tillögur að- alfundar LÍU og fiskiþinga t.d. síðastliðin 10—12 ár. Árið 1971 var gott aflaár, það mesta frá því áður hafði verið. Þá var taprekstur útgerðar á árinu yfir 55 milljónir. Svo vandi út- gerðar er ekki að byrja núna, þó afli hafi verið í hámarki. En því miður hefir þetta ástand varað á undanförnum árum. Vandi útgerðar er sagður leyst- ur með bráðabirgðaráðstöfunum og gengisfellingum ásamt öðrum verðbólguhvetjandi aðgerðum. Og þjóðinni er talin trú um að hún sé orðin rík. Enda hefir kröfugerð um lífsafkomu verið í samræmi við það, án þess að gera sér grein fyrir afkomu þeirra greina, sem afla þjóðinni tekna, sem er nauð- synlegt íhugunarefni fyrir þá er um þessi mál fjalla. Því umburð- arlyndi þeirra sem við þessa at- vinnugrein starfa, þ.e. útvegs- manna og sjómanna, getur þrotið og þrýtur með sama gangi þessara mála. Ef við snúum okkur að 42. fiski- þingi, sem nú var að ljúka. Þar var lítillega rætt og ályktað um starfsskilyrði sjávarútvegs og stjórnun fiskveiða. Fjárhagsnefnd fiskiþings gerði tillögu um starfs- skilyrði sjávarútvegs (afkomu) þunnskipaðar rökum um afkom- una við núverandi stöðu, og ófull- nægjandi ábendingum til úrbóta. Þetta var samþykkt í fljótræði eða af meðfæddri hófsemi. Hvað segir formaður LÍÚ um núll-stefnuna? Hvað eru menn að tala um Þorsteinn Jóhannesson núll-stefnu, þegar vitað er, að sjávarútvegur hefir verið rekinn með stórtapi eins og formaður LlÚ hefir verið að túlka á undan- förnum árum. Meira að segja Þjóðhagsstofnun hefir viðurkennt það að hluta. Það getur orkað tvímælis, með þessi vel reknu fyrirtæki, sem talað er um í tillög- unnni. Það er ekki alveg sama hvernig til þeirra var og er stofnað. Að- stöðumunur er og getur verið gíf- urlegur á margan hátt. Byggða- sjóður kemur þar inn í myndina eins og vitað er. Ég vil búa svo að þessum atvinnuvegi að öll fyrir- tæki í sjávarútvegi verði vel rekin og skili hagnaði. Það verður af- farasælast fyrir þjóðina. I tillöguna vantar að segja þjóð- inni sannleikann, með rökstuðn- ingi og það sem viðurkennt er, að útgerð hefir á undanförnum árum, verið rekin með óeðlilegum halla, svo eigendur fjölmargra nýend- urbyggðra og nýbyggðra skipa eru komnir í þrot með að standa í skil- um við lánastofnanir og aðra. Þröngsýnir menn hrópa „úlfur, úlfur, það eru bara of mörg skip.“ Staðreyndin er þó, að skipin eru til, og verða vonandi til. Menn eru búnir að gleyma hvers vegna þau urðu til. Mig minnir, að því hafi verið stefnt, í nokkrum mæli af flestum, fram undir þetta og þá hafðir í huga aðrir þættir þjóðlifs- ins, svo sem iðnaður, þjónusta og fleira. Vera má að einhæfni hafi verið helst til mikil, og vissulega ber að huga að því og líta á fleiri þætti til gjaldeyrisöflunar. En þó er sýnt, að þessi vandi, sem nú steðjar að, verður vart leystur eftir venju- legum leiðum um aðgerðir í sjáv- arútvegi. Þar verður að koma til raunsæi á málefninu. Því í raun er þetta vandi þjóðarinnar allrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.