Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Vöruskipti íslands og Finnlands: SÍS sér um fram- kvæmd samninga 105 tonn af kjöti fara utan — 2.100 tonn af kartöflum hingað SAMIÐ hefur verið um vöruskipti á landbúnaðarafurðum við Finna. Kaupa þeir 105 tonn af dilkakjöti frá íslandi en við kaupum 2.100 tonn af kartöflum af þeim á móti. Verðmæti kartaflanna er meira en kjötsins og hefur verið rætt um að þeir kaupi meira dilkakjöt til að jafna mismuninn. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, ræddu þeir Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, og Ingi Tryggvason, form. Stéttarsam- bands bænda, þessa möguleika við finnska starfsbræður sína í haust og vetur og nýlega var gengið frá samn- ingi um viðskiptin, sem Samband ís- lenskra samvinnufélaga sér um framkvæmd á. Gunnar sagði að þessi viðskipti væru beggja hagur. Finnar hefðu fengið góða kartöfluuppskeru I sumar, sem þeir væru í vandræðum með að selja, og við gætum selt þeim kjöt á móti fyrir ágætt verð. Kart- öflur hafa ekki áður verið keyptar frá Finnlandi, heldur aðallega frá Hollandi, Danmörku og Italíu. Kart- öflurnar verða fluttar til landsins í janúar og febrúar en þessi 2.100 tonn samsvara þriggja mánaða kartöflu- neyslu landsmanna. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI um kröfur bókagerðarmanna: Þeir vilja fara verðbólguleiðina 7. bekkur reyklaus Nemendur 7. bekkjar í V alhúsaskóla á Seltjarnarnesi, um 70 að tölu, undirrituðu fyrir nokkru yfirlýsingu um að bekkir þeirra væru reyklausir. Mun það vera í fyrsta skipti í 10 ára sögu skólans, að sögn þeirra, sem til mála þekkja. Yfirlýsing um þetta var send Krabbameinsféiagi Reykjavíkur, sem ákvað að veita hópnum heiðurs- skjal. Viðstaddur afhendinguna var Olafur Óskars- son, skólastjóri.sem hrósaði nemendum sínum fyrir skynsamlega afstöðu. Á myndinni er hópurinn saman kominn á tröppum skólans. Hæstiréttur: „ÞEIR vilja fara verðbólguleiðina, en við viljum fara þá lcið, sem eykur rauntekj- ur fólksins í landinu. I>ó þannig, að það auki ekki þrýsting á almennar verðhækk- anir í landinu og komi ekki niður á greiðslugetu fyrirtækjanna," sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við blm. Mbl. er hann var inntur álits á framkomnum kröfum Félags bókagerðarmanna, sem gera kröfu um að fá bættar þær kjaraskerðingar, sem átt hafa sér stað. „Það er alveg ljóst, að afleiðing af óraunhæfum kjarasamningum, ef keyrðar verða í gegn einhverjar óhóflegs kröfur um kauphækkanir, eru annars vegar stóraukin verð- bólga og hins vegar hættan á enn frekara atvinnuleysi, en raun ber vitni í dag, “ sagði Magnús Gunn- arsson ennfremur. „Ég vil sérstaklega ítreka, að meg- inkostir þeirra hugmynda, sem Vinnuveitendasambandið hefur lagt fram til lausnar þeirrar kjaradeilu, sem er uppi, eru ótvíræðir. Um er að ræða tilfærslu fjármuna í launa- umslagið og launatengdra gjalda, © INNLENT auk tilfærslna með niðurgreiðslur. Báðar þessar leiðir geta átt sér stað, án þess að til komi veruleg aukning á verðbólgu og að atvinnurekstrinum verði íþyngt um of,“ sagði Magnús Gunnarsson. Magnús sagði það tímabært, að fólk gerði sér grein fyrir því, að launahækkanir í tugum prósenta væru engin lausn fyrir fólk við þær aðstæður, sem landsmenn búa við í dag. „Það er í raun útilokað, að auka raunverulega tekjur fólks án þess að auka þá framleiðslu, sem er fyrir í landinu. Ef ekki kemur til aukin verðmætasköpun í landinu, stendur fólk alltaf uppi með sömu niðurstöð- una. Það er sama hversu prósentu- hækkunin er mikil,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands að endingu. Þess má geta, að næsti viðræðu- fundur samninganefnda Alþýðu- sambands íslands og Vinnuveitenda- sambands íslands fer fram í dag. Hjónin í Þingvalla- stræti verði borin út Rekum málið fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassbourg, segir Ólafur Rafn Jónsson HÆSTIRÉTTUR kvað upp þann dóm í gær, að hjónin Danielle Som- ers Jónsson og Ólafur Rafn Jóns- son, skuli borin út úr íbúð sinni að Þingvallastræti 22 á Akureyri og er fógeta uppálagt að framkvæma út- burð eftir kröfu Grímu Guð- mundsdóttur, einnig til heimilis að Þingvallastræti 22. Þá var hjónun- um gert að greiða Grímu 20 þúsund krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þetta var í þriðja sinn á árinu sem málið kom til kasta Hæsta- réttar. Þann 25. mars síðastliðinn felldi Hæstiréttur þann dóm, að hjónin skyldu flytjast úr íbúð Sakadómur Reykjavíkur: Sektaöir fyrir að aflífa hænsni í Nýlistasafninu ATTA meðlimir hljómsveitarinnar Bruna BB hlutu hver um sig tvö þúsund króna sekt fyrir að hafa í nóvember 1981 drepið sjö hænsn á sýningu í húsi Nýlistasafnsins á Vatnsstígnum undir því yfirskini að um listviðburð væri að ræða. Þeim var gert að greiða allan sak- arkostnað, krónur 4 þúsund og málsvarnarlaun verjanda síns, krónur 10 þúsund. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa þann 17. nóvember 1981 haldið dýrasýningu án þess að . hafa fengið leyfi lögregíustjóra til þess. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa aflífað sjö hænsni með pappírsskurðarhnífi við hljóðfæraslátt og ljósaflóð og kastað hænsnunum hálsskorn- um í fjörbrotunum yfir áhorf- endur. Látið svín hlaupa um blóðvöllinn og auk þess geymt svínið á salerni safnsins þar sem það drakk af salernisskál. Ennfremur var einum mann- anna gefið að sök að hafa daginn eftir aflífað þrjú hænsni til við- bótar á sama stað með pappírs- skurðarhnífnum. Þess var krafist að ákærðu yrðu sviptir rétti til þess að eiga, nota, hafa í umráðum sínum, versla með, slátra eða sýsla með dýr nokkurrar tegundar sam- kvæmt 19. grein laga um dýra- vernd. Mennirnir voru sýknaðir af kröfu um bann til þess að eiga dýr, en ákvæði eru í lögunum um dýravernd, að gerist menn sekir um stórfellt eða ítrekað brot á lögunum, þá sé þeim bannað að eiga dýr eða sýsla með þau. Ekki var litið svo á að brot ákærðu væru svo alvarleg. Því var haldið fram af hálfu meðlima hljómsveitarinnar að um listviðburð hefði verið að ræða og dýrin hefðu verið aflífuð í þeim tilgangi. Ekki var tekin afstaða til þess í dóminum hvort svo væri. En mennirnir voru dæmdir fyrir brot á reglugerð um dýragarða og sýningu á dýr- um og reglugerð um slátrun búfjár með því að hafa ekki gætt réttra aðferða við slátrun dýr- anna. Álit dómsins er því, að um formbrot hafi verið að ræða, fremur en beinan vandalisma. Það er mennirnir voru ekki dæmdir fyrir að hafa misþyrmt dýrunum. Sverrir Einarsson, sakadóm- ari kvað dóminn upp. Af hálfu ákæruvaldsins flutti Pétur Guð- geirsson málið en verjandi ákærðu var Ragnar Aðalsteins- son. sinni að viðlagðri aðför að lögum. Hjónin töldu að ekki hefði verið rétt að dómsbirtingu staðið og kröfðust að málinu yrði vísað heim í hérað. Fógetaréttur á Ak- ureyri kvað á um í sumar, að út- burður bryti í bága við 12. grein aðfararlaganna frá 1887 og var þeim úrskurði áfrýjað til Hæsta- réttar og þess krafist að hann yrði úr gildi felldur og lagt yrði fyrir fógeta, að hjónin yrðu borin út. Hæstiréttur taldi að birting dómsins hefði verið fullnægjandi og rétturinn telur að útburði verði við komið. Hjónin halda umráðum íbúðar sinnar, en er óheimilt að búa þar sjálfum. Dómhafi á ekki rétt á innsetningu í íbúðina. Ólafur Rafn Jónsson sagði í samtali við blm. Mbl. í gær, að málinu væri ekki lokið af hans hálfu. Það yrði rekið áfram af krafti fyrir mannréttindadóm- stólnum í Strassbourg. Dóminn kváðu upp Hæstarétt- ardómararnir Þór Vilhjálmsson, Björn Sveinbjörnsson, Guðmund- ur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Magnús Þ. Torfason. Guðmund- ur skilaði séráliti í málinu. Lög- maður Grímu var Brynjólfur Kjartansson, hrl., en lögmaður hjónanna var Guðjón Styrkárs- son, hrl. Seðlabankakjallarinn: Bflar lokast inni LÖGREGLAN hefur undanfarin kvöld þurft að aðstoða allmarga grama öku- menn við að ná bílum sínum út úr hinni nýju bílageymslu í Seðlabanka- kjallaranum í Arnarhóli. í fyrrakvöld voru 10—12 bílar inni í geymslunni þegar starfsmenn þar lokuðu kl. 18:30 og héldu heim og í gærkvöldi voru þar einnig allmargir bílar. Reykvíkingar, sem hafa notað sér bílastæðin þar, hafa sumir hverjir talið að geymslan væri opin á meðan verslanir væru opnar. Svo er þó ekki og hafa sumir komið að geymslunni læstri. Lögreglan hefur getað útveg- að lykil og aðstoðað bíleigendur, sem ekki hafa allir vandað stofnuninni kveðjur sínar. Jón Aðils látinn JÓN AÐILS, leikari, lést í Reykjavík í gær 70 ára gamall. Hann fæddist í Reykjavík 15. janúar 1913, sonur Jóns Jónssonar Aðils, prófessors, og Ingileifar Snæbjarnardóttur Aðils. Hann lék sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1931 og starfaði þar síðan til 1950. Þá lék hann í tólf ár hjá Þjóðleikhúsinu en hvarf síðan aftur til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Jón Aðils var einn af stofnendum Félags íslenskra leikara og átti sæti í stjórn félagsins í nokkur ár. Hann var einnig formaður Leik- arafélags Þjóðleikhússins í fjögur ár. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um alllangt skeið. Eftirlif- andi kona hans er Jóhanna Selma Böðvarsdóttir. Jón Aðils

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.