Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 3 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! ^é&KARNABÆR ■ Auslurstræti 22 Laugavegi 66 Glæsibæ ^ Simi Ira skipliborði 45800 Bonaparte afe M. Austurstræh 22 GARBfl Wtom » Smm •>* •kipl.bð'Ai Þórarinn Syeinsson læknir um fjárveitingu Alþingis til K-álmu: Mögulegt að við flytjum inn eftir u.þ.b. þrjú ár „VIÐ ERUM mjög þakklátir þeim sem tóku þessa ákvörðun þar sem hún gerir mögulegt að það verði byrjað á framkvæmdum fljótlega og fjárveitingin gerir það einnig mögu- legt að við flytjum þarna inn eftir um það bil þrjú ár“, sagði Þórarinn Sveinsson læknir á geisladeild röntgendeildar Landspítalans, er hann var spurður hvaða áhrif aukn- ing fjárveitinga til K-álmu Land- sspítalans í meðfórum Alþingis hefði fyrir geisladeildina, en hún er á hrakhólum með húsnæði eins og fram hefur komið í fréttum. í fjárlagafrumvarpinu eins og það var lagt fram á Alþingi í haust var gert ráð fyrir 2,3 millj. kr. fjárveitingu til K-álmunnar, en Alþingi ákvað að hækka þá fjárveitingu í 12 millj. kr. eða um 9,7 millj. Þórarinn sagði aðspurð- ur um þessa upphæð, að beðið hefði verið um 14—15 millj. kr. í þennan áfanga, þá væru til fjár- munir frá síðasta ári, þannig að fjárveitingin nægði fyllilega til þess sem fyrirhugað væri af yfir- stjórn að framkvæma á árinu 1984. Yfirstjórn byggingarinnar mun hafa nokkra valkosti í sambandi við byggingu K-álmunnar og sagði Þórarinn að ef áfangabygging yrði fyrir valinu þá ætti deildin að geta flutt inn á árinu 1987 eða 1988. Þá mundi það einnig þýða að takast ætti að koma svonefndum línu- hraðali, geislalækningatæki, í notkun einu til tveimur árum fyrr. Þórarinn Sveinsson sagði að lokum: „Við erum mjög þakklát þessari fjárveitingu á þessum kröppu tímum. Þetta getur munað tveimur til þremur árum, ef áfangaleiðin verður fyrir valinu. En það er auðvitað ákvörðun ráð- herra, þegar þar að kemur, hvaða byggingarleið verður valin. Nafn pilts- ins sem beið bana Nafn piltsins, sem beið bana í umferðarslysi á Eyararb- akkavegi á föstudagskvöldið var Guðjón Eggert Einarsson, til heimilis að Sæbergi á Stokkseyri. Hann var 17 ára gamall, fæddur 1. mars 1966. Guðjón Eggert Einarsson I >etta er bara smásvnishom af hinu fjölbreytta úrvali af_ xjysum f vcrslunum okkar Opiö til kl. 10 í kvöld til kl. 11 annað kvöld, Þorláksmessu og til kl. 12 á hádegi aðfangadag. Lokað 3. í jólum. 4,20% ávöxtun Framkvæmdasjóðs: Þetta er ekkert yfirboð Þeir eru með hærri lántökugjöld, segir fjármálaráðherra „ÞETTA er ekkert yfirboð. Þeir eru með hærri lántökugjöld, þannig að þetta eru svipuð kjör,“ sagði Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra, er hann var spurður álits á því, að Fram- kvæmdasjóður íslands býður nú 4,20% ávöxtun skuldabréfa sem lífeyrissjóðirnir kaupa af þeim, á meðan aðrir sjóðir bjóða allt að 4,16% ávöxtun. Mbl. skýrði frá því í gær, að Framkvæmdasjóður Islands hefði ákveðið að bjóða 4,20% vexti umfram verðtryggingu, á sama tíma og aðrir sjóðir bjóða allt að 4,16% vexti. Þegar tilkynnt var um út- gáfu spariskírteina ríkissjóðs nýverið með 4,16% vöxtum gerðu aðilar sem greitt höfðu 3,5% vexti athugasemd, enda lá þá fyrir að lífeyrissjóðirnir myndu beina viðskiptum sín- um til ríkissjóðs. Fjármála- ráðuneytið gaf þá út tilkynn- ingu, þar sem fjárfestinga- lánasjóðunum var heimilað að bjóða 4,16% vexti af skulda- bréfum til lífeyrisjóða. Þrátt fyrir það hefur Framkvæmda- sjóður íslands nú ákveðið að bjóða 4,20%. Eins og að framan greinir telur fjármálaráðherra að ekki sé um hærri ávöxtun að ræða hjá Framkvæmdasjóði þar sem lántökugjöld hans séu hærri sem nemur þeim mis- mun. Umboðsmenn okkar úti á landi eru: í Reykjavík: Austurstræti 22 — Laugavegi 20 — Laugavegi 66 — Glæsibæ. Úti é landi: Eplið ísafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum — Fataval Keflavik — Álfhóll Siglufiröi — Nína Akranesi — Ram Húsavík — Bakhúsiö Hafnarfiröi — Austurbær Reyöarfiröi — Kaupfól. Rangæinga Hvolsvelli — Sparta Sauöárkróki — Skógar Egilsstööum — ísbjörninn Borgarnesi — Lea Ólafsvík — Lindin Selfossi — Paloma Vopnafiröi — Patróna Patreksfiröi — Báran Grindavík — Þórshamar Stykkishólmi — Hornabær Höfn Hornafiröi — Nesbær Neskaupstað — Karnabær Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.