Morgunblaðið - 22.12.1983, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 22.12.1983, Qupperneq 35
um um það hvað hver og einn tæki sér fyrir hendur. Nú hafa orðið kaflaskil, við höf- um ekki lengur afa til að veita okkur hvatningarorð og uppörvun, ást og hlýju eins og áður. Eitt er þó víst að við eigum minningu um afann sem kenndi okkur að takast á við sérhvern vanda með brosi á vör, trúfestu og jákvæðu hugar- fari. Við eigum minningu um ást- vin sem geislaði af birtu — birtu er ávallt lýsi hjörtu okkar og ann- arra. Slík minning er dýrmæt sérhverjum einstaklingi og gott veganesti um hina vandrötuðu vegi lífsins. Eg votta eftirlifandi eiginkonu hans, Ingibjörgu, mína dýpstu samúð og bið þess að einveran verði henni ekki þung í skauti. Ég þakka samfylgdina og allar þær ánægjustundir er ég hef orðið aðnjótandi með honum og kveð hann með eftirfarandi kvæði Kjartans Ólafssonar. Þæg er hvíldin, þyngist fæti þegar hallar ævidegi. Gott færð þú hjá Guði sæti, genginn dauðans huldu vegi. Verkin góðu — varðinn bezti, við þér blasir fyrir stafni. Veglegt er þitt veganesti. Vertu sæll í Drottins nafni. Martha Eiríksdóttir Við lát vinar okkar, Jóns Ei- ríkssonar, koma í hugann margar góðar minningar og þá sérstak- lega minningar um samverustund- ir í stúkunni okkar. Jón Eiríksson var í mörg ár æðstitemplar og síðan umboðs- maður í stúkunni Framfij*- nr. 6, en síðustu árin var hann heiðurs- félagi. Veit ég að sá félagsskapur var honum kær. Garðbúar misstu mikið er þau hjónin Ingibjörg og Jón fluttu til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Auk starfa sinna að bindind- ismálum hér í Garðinum, söng Jón árum saman í kirkjukór Otskála- kirkju og var í sóknarnefnd. Ógleymanlegar eru þær stundir er Jón lék á harmonikkuna sína á skemmtifundum í stúkunni og einnig minnast margir hans með nikkuna á jólatrésskemmtunum og varð þá ekki séð hvor aðilinn skemmti sér betur, Jón eða börnin, því að með börnum og unglingum naut hann sín vel. Fyrir allt það sem Jón Eiríksson vann byggðarlagi sinu verður aldrei fullþakkað. En minningin um kæran vin og bjarta brosið hans mun lifa í hugum þeirra er voru svo lánsamir að fá að starfa með honum. Við þökkum Jóni allar samveru- stundirnar og biðjum honum Guðs blessunar. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 35 Eiginkonu hans og öllum ástvin- um sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. I trú, von og kærleika, Marta G. Halldórsdóttir Óðum fækkar í aldamótastofni sem setti svip sinn á byggðarlagið okkar í Garði. Jón Guðlaugur Kristinn Eiríksson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur 25. október 1902 í Garðhúsum í Gerðahreppi, sonur hjónanna Ei- ríks Guðlaugssonar, útvegsbónda þar og Guðrúnar Bjarnadóttur. Þau fluttust að Meiðastöðum í Garði í kringum 1920. Meiðastaða- bræður, eins og þeir voru kallaðir, Sumarliði, Guðlaugur og Jón, voru miklir athafnamenn bæði til sjós og lands og miklir söngmenn. Og þótt brauðstritið eigi að ganga fyrir þá létu þeir bræður sig ekki vanta þegar þurfti að syngja í Útskálakirkju, enda vantaði mikið þegar raddir þeirra vantaði. Jón fór ungur að spila á harm- oniku á dansleikjum. Hann fór suður í Hafnir, inn á Vatnsleysu- strönd, Sandgerði, Keflavík og Garð. Það vantaði ekki herra eða dömur þegar Jón á Meiðastöðum spilaði fyrir dansi. 7. desember 1928 giftist Jón unnustu sinni, Mörtu Jónsdóttur frá Einholti í Biskupstungum. Marta var fædd 16. nóvember 1902. Þau Marta og Jón áttu þrjár dætur og einn son, myndarbörn sem öll eru á lífi. Þann3. febrúar 1948 deyr Marta kona Jóns, öllum harmdauði. Þann 4. júní 1954 giftist Jón aft- ur, Ingibjörgu Ingólfsdóttur frá Fjósatungu í Hálshreppi í S-Þing. Hún er fædd 10. mars 1912 og lifir hún mann sinn. Jón gerði út vélbátinn Hákon Eyjólfsson frá Sandgerði í nokkur ár með Guðlaugi bróður sínum. Síðan var hann kaupfélagsstjóri Ingólfs í Sandgerði frá 1947 til 1953, stundaði fiskkaup og fisk- verkun á Meiðastöðum frá 1953 til 1972. Hann var í skólanefnd Gerðaskóla og hann var sýslu- nefndarmaður frá 1954 til 1970, gjaldkeri Búnaðarfélags Gerða- hrepps frá 1937 til 1972. Jón var lengi æðstitemplar stúkunnar Framfarar í Garði og umboðsmað- ur eftir það tii ársins 1974. Hann var mörg ár í sóknarnefnd Útskálakirkju og þar kynntist ég undirritaður Jóni best. Eg minnist þess með hlýhug og þakklæti, þeg- ar sóknarnefndin samþykkti að stækka fordyri kirkjunnar og koma þar fyrir hreinlætisaðstöðu með vísi að skrúðhúsi og geymslu fyrir graftól. Það er trú mín að sá sem öllu ræður þakki Jóni best. Ég votta eiginkonu og börnum Jóns mína dýpstu samúð. Njáll Benediktsson Nýtt tölublað af Hár og fegurð ÚT ER komið 4. tbl., 3. árg. af tíma- ritinu Hár & fegurð. Mikið er að gerast í hártísku- heiminum, meðal annars komnar fram hárgreiðslur frá Kim Carl- ton international, sem starfar í Oxford Street, framúrstefnuklipp- ingar frá Irvine Rusk, sem starfar í Glasgow, gömlu klassísku klipp- ingarnar frá Andrew Lockyer. Þá er í blaðinu grein eftir Símon ívarsson um Flamenco-músik. Kynntar eru nýjar herralínur frá Hár & fegurð og meistarafélagi hárskera og nýjar tískulinur frá STUHR í Danmörku. Grein er um skíði og þjálfun eftir Hannes Kristjánsson. „Intercoiffure vinn- ur úr síðu hári.“ Grein er um stílhreinar línur frá Bruno í París. Þá segir, að allsráðandi virðist í herralínunni strípur og perman- ent. Fatnaður sýningarfólks, sem myndir eru af, var valinn í sam- ræmi við herralínuna, en hann var fenginn að láni úr eftirtöldum verslunum: Flónni, Kjallaranum og Tískuhúsi Stellu. Forsíðan er frá STUHR í Dan- mörku, sérstaklega gerð fyrir Hár & fegurð. IGNIS -UMBODIÐ Nytsamar jótagjafir í úrvali Ódýr en fyrsta flokks tæki □ kæliskápar 12 stæröir □ frystikistur 7 stæröir □ frystiskápar 4 stærðir □ eldavélar □ þvottavélar □ ryksugur 3 geröir □ rakatæki 3 gerðir □ kaffikönnur 8 gerðir □ kaffikvarnir □ brauðristar 7 gerðir □ djúpsteikingapottar 2 gerðir □ hraðgrill □ eggjasjóðarar □ vöfflujárn 2 gerðir □ handhrærivélar □ hrærivélar □ hitabakkar 3 gerðir □ rafmagnspönnur □ rafmagnsdósahnífar □ pelahitarar □ rafmagnshitapokar □ grillofnar 2 gerðir □ örbyljuofnar □ rafmagnshnífar □ rjómasprautur □ rafmagns-áleggshnífar □ gas-lóðkveikisett □ straujárn 3 gerðir □ gufustraujárn 2 gerðir □ hárblásarar □ krullujárn □ krulluburstar □ krulluburstar m/gufu □ kælibox fyrir 12 volt □ rafmagnsofnar □ olíuofnar m/rafkveikingu □ hitaplötur ein og tvær □ rakvélar 3 gerðir □ hleðslutæki f. rafhlöður □ rafhlöður allar tegundir □ ryk- og vatnssugur □ handryksuguburstar □ ferðabarir 2 stærðir □ Bamix — töfrasprotinn IGNIS-UMBOÐIÐ Rafiðjan sf. Ármúla 8 — (sama hús og Bláskógar). Sími 19294. PállLindal INGDLFUR AHELLU Umhverfi og ævistarf • • Ondvegisrit • í bókinni er sagt frá því hvernig Viöreisnarstjórnin starfaöi af manni, sem sat í stjórninni allan valdatíma hennar. • Ingólfur segir frá kynnum sínum af Ólafi Thors, Bjarna Benediktssyni, Jóhanni Hafstein, Gunnari Thoroddsen, Geir Hallgrímssyni og mörgum öörum. • Hvaö segir Ingólfur á Hellu um deilurnar milli Gunnars og Geirs og deilur sjálfstæö- ismanna í Suöurlandskjördæmi? • Ævisaga Ingólfs á Hellu er öndvegisrit, sem á erindi til allra áhugamanna um stjórnmál og sögu, fróðleiksnáma um stjórnmálabaráttuna á íslandi síöustu áratugi. Barónsstíg 18, sími: 18830.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.