Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Eðli drauma Bókmenntir Erlendur Jónsson Matthías Jónasson: EÐLI DRAUMA. 299 bls. Bókaútgáfa Mcnningarsjóðs. Reykjavík, 1983. »Það er áhugi minn á eðli og atferli mannlegrar vitundar, sem hefir nú að lokum beinst inn á svið draumsins,* segir Matthías Jón- asson í formála þessarar bókar. Draumar koma víða fyrir í ís- lenskum bókmenntum. f þjóð- trúnni hafa draumar og draum- tákn margvíslegt forsagnargildi. Draumspakur og berdreyminn eru orð sem víða koma fyrir. Drauma- ráðningabækur hafa verið teknar saman og gefnar út. Og enn fæst fólk við að ráða drauma. Og trúir á drauma. En rit Matthíasar Jónassonar er ekki draumráðningabók í hefð- bundnum skilningi orðsins. Þó leitast hann við að ráða drauma — en með öðrum hætti en fyrrum. Á titilsíðu stendur: »Tilraun til sálfræðilegrar túikunar.« Sá, sem hyggst ráða drauma í sálfræðilegum skilningi, byrjar að rannsaka svefninn. Það er »engin viðhlítandi heildarskýring á svefni til,« segir Matthías Jónas- son. Eigi að síður hafa vísinda- menn rannsakað þessa duldu af- koma vitundarinnar, og þá fyrst og fremst líffræðilega og lífeðlis- fræðilega. Margt gerist meðan sofið er. Maður byltir sér, hreyfir augun, og líffærastarfsemin breytist. Með svefninum öðlast maðurinn nauðsynlega hvíld. Hins vegar hafa menn ekki enn komist að raun um hvað það í raun og veru er sem hvílist, hvaða frumur líkamans það eru sem slaka á og hvernig þær slaka á. »Draumar spretta af geðrænu Matthías Jónasson eða lífeðlisfræðilegu ástandi... « Sigmund Freud, sem hafði mikil áhrif á vísindi og hugsunarhátt þessarar aldar og víða er vitnað til í riti þessu, kom fram með sína skýringu á draumum. Og hann »taldi skýring sína á uppsprettu og eðli drauma algilda og óve- fengjanlega«. Hann kom sér upp hópi lærisveina. Aðrir byggðu að nokkru á skýringum hans án þess að taka þær bókstaflega og hófu eigin rannsóknir. Til þeirra er einnig skírskotað í bók þessari. Vísindamenn hafna orðalaust spásagnargildi drauma. Þeir ræða það ekki einu sinni. Hins vegar leitast þeir við að ráða tákn þeirra. Mann dreymir hitt og ann- að sem líkist því sem gerist í vöku en hvarflar þó oft frá raunveru- leikanum. Einnig kemur fyrir að maður segi eða aðhafist eitthvað í draumi sem manni dytti aldrei í hug að gera vitandi vits í vöku; mundi jafnvel blygðast sín fyrir. Vera má að draumurinn komi upp um dulda þrá: maður brýtur af sér í draumi þær hömlur sem hann leggur á sig í vöku, gerir í draumi það sem hann langar til í vöku hvað sem hver segir! Sem dæmi mætti taka afstöðu barna og unglinga til foreldra. Þrátt fyrir smáárekstra er börn- um kennt að elska og virða for- eldra sína. Og það boðorð halda þau í vöku. í draumi getur á hinn bóginn orðið á því verulegur þverbrestur eins og lesa má um í dæmum þeim sem höfundur tekur upp í bók sína. En jafnframt sýna þau sömu dæmi fram á að hömlur þær, sem maður finnur á sig lagð- ar í vöku, fylgja honum að nokkru leyti inn í draumalandið. Ef fjötr- arnir eru sterkir og maður telur þá sjálfur eðlilega og óhjákvæmi- lega hyllist hann fremur til að brjóta þá á táknrænan hátt, og kann þá draumaráðningin að verða nokkuð langsótt. Það olli stórstígum framförum í vitundarrannsóknum þegar tókst að greina og mæla rafboð sem fara um líkamann og stjórna að meira eða minna leyti líffæra- starfseminni. Til dæmis eru slíkar mælingar notaðar við heilarann- sóknir og þar með við athuganir á svefni og draumum. Sú hlið mál- anna er rækilega tekin til með- ferðar í riti þessu. Ég hef nýlega getið fyrri rita Matthíasar Jónassonar hér í blað- inu og skírskota til þess sem þar var sagt er ég fullyrði að þessi bók hans stendur ekki að baki því sem hann hefur áður sent frá sér. Hér er reist á víðtækri þekkingu, mikl- um lestri — og að sjálfsögðu dómgreind manns sem alla ævi hefur helgað sig þessum vísindum. Barnið með mörgu nöfnin Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Málfríður Einarsdóttir: Tötra í Glettingi. Ljóðhús 1983. Ekki er maður endilega hrifinn af því sem Málfríður Einarsdóttir er að segja, en hvernig hún segir það er saga út af fyrir sig. Hjá töfrum stílsins er ekki auðvelt að komast. Málfríður blandar ein- kennilegan kokkteil úr sveitamáli og lærðra manna tali, stundum með erlendum glósum og tilvitn- unum í heimsbókmenntir. En það er kjarni í þessu hjá Málfríði, sterkt svipmót sérkennilegrar persónu. Fyrstu tvær bækur Málfríðar Einarsdóttur voru ævisögulegar: Samastaður í tilverunni (1977) og Úr sálarkirnunni (1978). Síðan geri hún tilraun í skáldsagnagerð með Auðnuleysingja og Tötrug- hypju (1979), sendi frá sér Bréf til Steinunnar (1981) og er stödd á svipuðum slóðum nú og hún var í Auðnuleysingja og Tötrughypju. f Törtu í Glettingi segir frá þeim hjónum Auðna og Tötru og syni þeirra Gólaranum sem heitir ýms- um nöfnum eftir hentugleikum: Ylfingur Týr, Yrmlingur, Tyrfing- ur og svo framvegis. Sögupersón- urnar eru reyndar alltaf að skipta um nafn og er það eitt af því sem gerir lesandann ruglaðan, enda virðist stefnt markvisst að því að villa honum sýn. En alltaf öðru hverju skýtur skáldkonunni upp úr sónarsænum og reynir hún þá að hjálpa lesandanum að rata: „Hvað skyldi nú vera að frétta af stóraséníi og litlaséníi, barninu með mörgu nöfnin, sem upphaf- lega hét Hugleiknir Tundur, en síðan margt annað. Leiðast þeir enn um grundir? Vitja þeir um sil- unganet? Sjást þeir á reið út í buskann á Móskjónu og Giss? Vita ekki hvert skal halda, þora ekki að berja þrjú högg að dyrum nokk- ursstaðar af ótta við að verða út- hýst, því þeir þekkja engan mann nokkursstaðar, já, ekki á nokkrum bæ. Svo illa er talað um Glettings- fólk að enginn vill sjá það, álitið vera á bandi Fjandans, því það sækir aldrei kirkju. Verst er talað um Tötru, hún er sögð bandvit- laus.“ í grænmáluðu húsi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Gyin Gröndal: HERNÁMSLJÓÐ. Setberg 1983 Hernámsljóð dregur nafn af samnefndum flokki ljóða í hinni nýju bók Gylfa Gröndals. Þar er lýst bernsku í grænmáluðu húsi rétt hjá Camp Knox í Vesturbæn- um í Reykjavík. Ungur drengur kynnist afleiðingum stríðs, her- mönnum framandi þjóðar sem bylta lifnaðarháttum og hugsun- arhætti fólks á afskekktum slóð- um jarðkringlunnar. Hermennirn- ir breyta gömlum gildum, gera þjóðina rótlausa. En tákn stað- festunnar er faðir sem hlustar á klassíska músík eftir að hann hef- ur snúist í kringum hermennina á Hótel Borg og skrifar þar að auki bók sem nefnist Dansað í björtu: „Meðan aðrir sofa/ situr hann einn uppi/ og skrifar/ sögu þess- ara ára“. Það er náttúrlega faðir Gylfa, Sigurður B. Gröndal sem átt er við. En það er ekki bara erlendur her sem kynnir drengn- um alvöru lífsins. Krabbameinið í gervi ömmu að vestan kemur líka í heimsókn. Hernámsljóðaflokkur Gylfa Gröndals sver sig í ætt við ýmis eftirstríðsljóð, um þetta efni hefur töluvert verið ort. Það er með Gylfi Gröndal raunsæum augum litið til bernsk- unnar, þeirrar bernsku sem ekki kemur aftur og ómögulegt er að höndla nema í ljóði. Ljóð Gylfa þykja mér viðkunnanleg og trú þeim tíöaranda sem þau lýsa. Gylfi er líka með ljóðaflokk um Grænland í bók sinni, Græn- landsljóð, og tekst að miðla les- andanum brotum þess bláhvíta töfraheims sem við gerum okkur hugmynd um að Grænland sé. Hið myndræna er skáldinu allt eins og í ljóðinu Narsaq: Þegar sólin skín á timburhúsin i fjallskugganum gul og rauð og græn verður jjorpið lifandi málverk og blár ísjaki gagnsæ glermynd langt úti á firði. Fyrsti hluti Hernámsljóða, Morgunljóð, er með ljóðum úr ýmsum áttum. Sum minna á þá tíma þegar menn voru í óða önn að „samþýða" gamalt og nýtt eins og það skipti mestu máli, önnur eru haglega gerðar smámyndir. Konu skáldsins er ort lof á tölvuöld. Lát vinar minnir á að treginn er bróð- ir gleðinnar. Þegar skaparinn opnar nýja listsýningu eru við- staddir fáir útvaldir gestir: skáld og börn „ein með ljóð sín/ á leið til manna“. Lífsreynslu miðaldra manns er lýst með fáum markviss- um orðum í ljóðinu Sumarmál: Senn eru sumarmál og þú munt koma undan snjónum eins og túnin iðjagræn með fáeinum kalblettum Málfríður Einarsdóttir Stundum gæti það hvarflað að manni að Málfríður sé að semja vandamálasögu: lýsingar á drykkjuböli í borginni, lítil tilþrif við búskap í sveit. En þetta verður allt af ætt furðusögunnar, það fólk sem ekki er sturlað fyrir sturlast af samneyti við sturlaða. Eins konar ævintýri í skugga nifteinda- sprengju er niðurstaðan. Málfríð- ur gat skrifað um mannkynsfrels- ara, en slík árátta var henni fjarri skapi að því er virðist. Að minnsta kosti verða slíkir menn alltaf hjá- kátlegir í bókum hennar. Svo er einnig um Auðna sem viðaði að sér mergð bóka og skrifaðist á við svo marga andans menn að frí- merkjakostnaður varð honum að lokum óbærilegur. Kostulegar lýsingar, einkum í sambandi við fæðingu Gólarans og veislu í Glettingi gera þessa skáldsögu stundum hreinan skemmtilestur. Þeirri spurningu er ósvarað hvort Málfríður hefur í raun og veru verið að skopast að og stæla skáldsagnagerð samtím- ans eða hvort hún var svona. Þá hefur hún verið absúrdisminn holdi klæddur og er ekki leiðum að líkjast. Sýningar LR um hátíðarnar A ÞRIÐJA í jólum sýnir læikfélag Reykjavíkur hina vinsælu sýningu Gurt gaf mér eyra eftir Mark Medoff, en leikritið fjallar um ástarsamband heyrnarlausrar stúlku virt kennara sinn. í artalhlutverkunum hafa þau Sig- urrtur Skúlason og Berglind Stefánsdóttir vakið mikla athygli, en artrir leikarar eru Karl Agúst Úlfsson, Lilja Þórisdóttir, Valgerður l)an, Sigrírtur Hagalín og Harald G. Haraldsson. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson. Leikritirt er einnig sýnt föstudaginn 30. desember, segir í fréttatilkynningu frá LR. Fimmtudagskvöldið 29. desem- ber er Hart í bak eftir Jökul Jak- obsson sýnt en það hefur nú verið sýnt nær 30 sinnum við miklar vinsældir. Þar fara með stærstu hlutverk Jón Sigurbjörnsson, Soffía Jakobsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Kristján Franklín Magnús og Pétur Einarsson, en leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Æfingar standa nú yfir á næsta verkefni Leikfélagsins, sem er írska leikritið Gísl eftir Brendan Behan í þýðingu Jónasar Árnason- ar. Leikritið gerist í hrörlegum húshjalli í Dyflinni, aðsetri gleði- kvenna og þjófa, þangað sem írski lýðveldisherinn kemur með bresk- an hermann sem gísl. Með stærstu hlutverk fara Gisli Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jó- hann Sigurðarson, Guðbjörg Thor- oddsen, Hanna María Karlsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Guðmundur Pálsson, Aðalsteinn Bergdal o.fl. Frumsýning verður um miðjan janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.