Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 29 frumvarpið boðaði ekki stórfelldar breytingar á veiðiheimildum í fiskveiðilögsögunni, þó að þær væru nokkrar. Aðalbreytingin væri sú að lögfesta yfirstjórnun veiðanna í hendur sjávarútvegs- ráðherra, en margir væru þeirrar skoðunar að vafasamt væri að lög- gjafinn veiti einum manni svo mikið vald í slíku stórmáli. Valdimar sagði að það hefði tíðkast um áraraðir að sjávarút- vegsráðherra hefði haft leyfi til að halda uppi verulegri stjórnun á fiskveiðum. Vitnaði Valdimar í ýmsar lagagreinar og vakti at- hygli á því að Alþingi hefði veitt sjávarútvegsráðherra mikið vald í lögum frá árinu 1976. Þá sagði Valdimar að eftir að „svarta skýrslan" hefði komið fram sl. haust hefðu menn farið að hugsa alvarlegar en áður um það að lengur yrði ekki undan því vik- ist að taka upp nýja stjórnun á fiskveiðimálum þjóðarinnar. „í nokkur ár hafa þær raddir heyrst meðal sjómanna og útgerðar- manna og fleiri aðila að við ættum að taka upp kvótaskiptingu á þorskveiðum, eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum veiðiskap, til dæmis á síld og loðnu. Þessar raddir fengu lítinn hljómgrunn og öllu kvótafyrirkomulagi fundið margt til foráttu, sem von var, einkum hjá kappsfullum dugn- aðarskipstjórum, sem fannst að þeir yrðu settir niður á bekk með- almennskunnar, og dugnaður og útsjónarsemi lítils metin," sagði Valdimar. „En nú brá svo við á þessu hausti að aðalfundur Landssam- bands íslenskra útvegsmanna samþykkti á aðalfundi sínum sem haldinn var á Akureyri, að unnið skyldi að því að taka upp kvóta- fyrirkomulag. Hið sama gerði Fiskiþing sem lauk störfum um síðustu mánaðamót. Bæði þessi samtök hafa verið mjög stefnu- markandi í fiskveiðistefnu og einkum þó Fiskiþing, sem fjallar að stærstum hluta um slík mál. Þar voru gerðar ákveðnar sam- þykktir um stjórnun fiskveiða. Þær tillögur sem þar voru sam- þykktar, eru fylgiskjal með frum- varpinu," sagði Valdimar. Þá sagði Valdimar að þegar frumvarpið kom til umræðu hefðu sjávarútvegsnefndir beggja deilda þingsins haldið nokkra sameigin- lega fundi og kallað fyrir sig all- marga aðila sem málið snerti. Segja mætti að það hefði verið álit þeirra, að undanskildu Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda, að ekki væri önnur leið fær, en að taka upp einhverskonar kvótafyrir- komulag á fiskveiðum. með frumvarpinu að auka áhrif kjósenda á val frambjóðenda. Frá því að núverandi kjördæmaskipan og kosningareglur tóku gildi hafa þróast í stjórnmálaflokkunum nýjar reglur sem miða að því að auka áhrifavald kjósenda um val frambjóðenda. Flokkarnir hafa tekið upp prófkosningar í ýmsu formi, en það hefur ekki náðst samstaða um samræmdar reglur eða framkvæmd á vali frambjóð- enda með þessum hætti og því hef- ur þótt nauðsynlegt að auka áhrifavald kjósenda í þessum efn- um. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ákvörðunarvald kjósenda um röð frambjóðenda vegi jafnt á við ákvörðunarvald framboðsað- ila, en fram að þessu hefur hluti kjósenda aðeins verið þriðjungur á móti valdi framboðsaðila. Það hafa alltaf orðið mjög harðvítug átök þegar breytingar á kosn- ingalöggjöf og kjördæmaskipan hafa átt sér stað. Alþingi hefur klofnað í fylkingar og miklar deil- ur hafa staðið með þjóðinni um þessi mikilvægu efni, sem skipta lýðréttindi í landinu miklu máli. Það heyrir því til mikilla tíðinda, þegar samkomulag hefur orðið um það meðal stærstu flokka þingsins að leggja fram frumvarp sem þetta til breytinga á kosninga- löggjöf. Það er mikilvægur áfangi og markar óneitanlega þáttaskil í störfum Alþingis," sagði Þor- steinn. „Auðvitað kunna að vera skipt- ar skoðanir um ágæti þessa frum- varps. Það ber auðvitað þess merki, að um er að ræða mála- miðlun milli ólíkra skoðana. En það eru engar sættir í þjóðfé- laginu um áframhaldandi skipan mála eins og verið hefur vegna þess misgengis, sem orðið hefur í vægi atkvæða og vegna hins, að núverandi skipan hefur ekki tryggt þingstyrk í fullu samræmi við kjörfylgi. Breytingar eru af þessum sökum óhjákvæmilegar og því er þetta mál nú lagt fyrir Al- þingi í frumvarpi á nýjan leik eftir að það hafði á fyrra þingi verið kynnt með þeirri stjórnarskrár- breytingu sem þá var ákveðin," sagði Þorsteinn Pálsson. Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi: Lýsir furðu á umfjöllun um tekjur sveitarfélaga Á fundi framkvæmdaráðs Sam- bands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi, sem haldinn var á Kgilsstöðum hinn 12. des. sl., var eftirfarandi ályktun samþykkt og óskað eftir að hún verði birt í fjöl- miðlum: „Framkvæmdaráð Sambands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi, lýsir furðu sinni yfir einhliða umfjöllun fjölmiðla á tekjum sveitarfélaga og álagn- ingu gjalda þeirra á næsta ári. Bendir framkvæmdaráðið á, að undanfarin ár hafa tekjur sveit- arfélaganna rýrnað mjög að raungildi í verðbólgubálinu. Hafa því mjög mörg þeirra safn- að miklum skuldum. Það hlýtur því að vera misjafnt hver fjár- þörf þeirra er, og ekki raunhæft að tala um öll sveitarfélög í sama orðinu." Barnapakki kr. 4.227 Unglingapakki%> Racer 100/130 cm 1.795 Maya-skór 26—30 1.195 Stafir 259 Bindingar frá 978 Racer-skíöi 140/170 cm 2.360| Junior-skór 32—36 1.399 Stafir 259 Bindingar frá 978 Fyrir fullorðn Cup Star 175/190 cm 3.750 Stefan-skór frá 1.777 Bindingar frá 1.022 Stafir 430 Gönguskíðap Póstsendum Touring VM 1.995 Skór 1.170 Bindingar 220 Stafir 395 Opiö til kl. 20 þriöjudag og miðvikudag og til kl. 22 fimmtudag KRE OITKORT ÍUROCABÐ SPORTBUÐIN Ármúla 38 — sími 83555 Opíð í kvöld til kl*20 HAGKAUP Skeifunni 15 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.