Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Hjá Búnaðarfélagi íslands eru komin út: RIT BJÖRNS HALLDÓRSSONAR í SAUÐLAUKSDAL Þingsályktun: Samræmdar fíkniefnayarnir • ATLI • ARNBJÖRG • GRASNYTJAR og • KORTE BERETNINGER. Þessi rit hins kunna fræði- manns séra Björns Hall- dórssonar í Sauðlauksdal (f. 1724 - d. 1794) hafa ekki áður birst í aðgengilegu formi fyrir nútíma lesendur. Sr. Björn í Sauðlauksdal var fjölhæfur fræðimaður, ís- lenskumaður og orðabókar- höfundur, náttúrufræðingur og mikili frömuður garð- ræktar og annarrar jarð- yrkju. Ritin eru búfræði sinnar aldar og jafnframt glöggur og alhliða aldarspegill, sem sýnir við hvað var búið, af hverju var lifað og hvað helst þótti horfa til framfara þegar fyrst tók að rofa til eftir erfiðar aldir. í ATLA er ungum bónda kennt að búa. í ARNBJÖRGU er verðandi húsmóður kennt hvemig á að stjóma hjúum og heimili, ala upp börnin í guðsótta og góð- um siðum og hvað einkennir æmprýdda dáindiskvinnu. Ómissandi bók fyrir þá sem hafa áhuga á sögu og fornum búháttum. Bókin fæst hjá Búnadarfélagi íslands og bóksölum. Þjóðarvoði, ef ekki verður brugðizt við með samræmd- um aðgerðum, sagði Guðmundur H. Garðarsson GUÐMUNDUR H. Garðarsson (S) mKtli á síðasta degi þings fyrir nefndaráliti allsherjarnefndar Sam- einaðs þings um skipulagðar aðgerð- ir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna. Nefndin lagði til að tillaga (Jóhönnu Sigurðardóttur) yrði samþykkt, með minni háttar breytingum, og orðist svo: „Alþingi ályktar að skora á dómsmálaráðherra að koma nú þegar á samstarfshópi löggæslu- og tollgæslumanna er samræmi go skipuleggi auknar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreif- ingu ávana- og fíkniefna og athugi nýjar rannsóknaraðferðir í fíknin- efnamálum. Dómsmálaráðherra tilnefni formann samstarfshópsins, en að öðru leyti skulu aðilar tilnefndir af lögreglu- og tollgæslufyrvöld- um í helstu þéttbýliskjörnum landsins er nú starfa að ávana- og fíkniefnamálum. Samstarfshópurinn vinni í nánu samstarfi við löggæslu- og tollg- æslumenn í öðrum lögsagnarumd- æmum og tollhöfnum út um allt land. Samstarfshópurinn fái einnig það verkefni að gera tillögur um úrbætur á sviði toll- og löggæslu sem nauðsynlegar kunna að reyn- ast til að fyrirbyggja dreifiiígu og innflutning fíkniefna. Niðurstöð- um skal skila til dómsmálaráðun- eytisins eigi síðar en 1. mars nk.“ Guðmundur sagði þessum starfshópi falið viðkvæmt og erfitt verkefni, að reisa varnir gegn þeim þjóðarvoða, er aukin fíkni- efnaneyzla á íslandi sé í raun. Miklar kröfur séu gerðar til þeirra, sem varnir annast á þessu sviði, án þess að þeim hafi verið sköpuð enn sem komið er full- nægjandi starfsskilyrði. Guðmundur ræddi um alþjóð- lega glæpahringi, sem víða teygðu arma, og tældu reynslulítið fólk til neyzlu ávanaefna. Ekki sé lengur hægt að loka augunum fyrir því að ítolsk'biita Úrval af ítölskum Ijósum í loft - á veggi - á borð - á gólf - hvar sem þörf er fyrir mjúka lifandi lýsingu. íbúðin fær hlýja birtu og blæ með Ijósi frá okkur. Þú gengur að gæðunum vísum. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640 Guðmundur H. Garðarsson þetta vandamál hafi fest rætur hér á landi, á liðnum árum, og all- tof margir hafi orðið fíkniefnum að bráð. Þessari óheillaþróun verði að mæta með öllum tiltæk- um ráðum. Sú tillaga sem hér hef- ur náðst samstaða um, er liður í þessari varnarbaráttu. Þegar hef- ur verið unnið mikið starf, bæðiaf hálfu löggsæzlu- og tollgæzluað- ila, sem og annarra dómsvands- og réttarfarsaðila, er um þessi mál fjalla. Þetta starf þarf hins vegar að efla og þess vegna er nauðsynl- egt að Alþingi leggi hönd á plóg- inn. í fjárlögum næsta árs er verulegum fjármunum varið í þessum tilgangi. Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Upptækur hagnaður af sölu fíkniefna: Gangi til fyr- irbyggjandi aðgerða í FRÁSÖGN Mbl. af fjárlaga- afgreiðslu í gær féll niður að geta þess að Alþingi samþykkti breytingartillögu frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Eiði Guðna- syni, þingmönnum Alþýðu- flokks, þess efnis, að framvegis skuli verja upptækum hagnaði af sölu ávana- og fíkniefna til fyrirbyggjandi aðgerða gegn dreifingu slíkra eiturefna. Leiðrétting: Jónína kjörin í stjórnarnefnd í frásögn Mbl. sl. miðvikudag af kjöri Alþingis í stjórnarnefnd ríkisspítalanna varð misritun í nafni eins nefndarmanns. Kjör- in var Jónína Mikaelsdóttir (ekki Jóhanna). Velvirðingar er beðizt á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.