Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 37 Sigurður Sigurjóns- son — Marbœli Fæddur 18. september 1900 Dáinn 6. ágúst 1983 Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þessi merku orð eiga vel við tengdaföður minn, Sigurð Sigur- jónsson frá Marbæli í Skagafirði. Hann átti aðeins nokkra daga í 83. aldursárið. Persónuleiki hans var það skýr og fastmótaður að menn mundu manninn Sigurð ævina út. Ég kynntist Sigurði fyrir rúmum tuttugu árum, sú kynning er mér eins fersk í minni eins og ég hefði hitt hann fyrir nokkrum mánuð- um. Þannig getur tími og rúm yngt og breytt tímaskyni manna. Þannig að þeir öldnu eru nær í tíma og rúmi en þeir ungu. Þess vegna er þetta fræga spakmæli bæði fyrir unga sem aldna. Sig- urður var fyrst og fremst bóndi, sem plægði akur sinn og varðveitti sitt pund og ávaxtaði það. Akur hans var grænn og velhirtur og þar var engar kalskemmdir að finna. Hann var ætíð reiðubúinn að rétta hjálpandi hönd bæði mönnum og málleysingjum. Til dæmis má geta að Sigurlín Magn- úsdóttir lifði sín síðustu ár á Marbæli hjá Sigurði og Ingi- björgu, en hún var ekki eina gam- almennið sem var hjá þeim hjón- um. Má nefna einnig séra Hall- grím Thorlacius sem var í nokkur ár, föðursystir Sigurðar, Ingiríður Helgadóttir, bjó þar í rúm tvö ár, og þar dvaldist í nokkur ár gömul kona sem starfað hafði á Marbæli á sumrin, Sigmunda Jónsdóttir, og andaðist þar. Ekki má gleyma ein- um einstaklingi sem mér er minn- istæðastur en það er Hjörtur Benediktsson, föðurbróðir Ingi- bjargar, sem nú er dáinn í hárri elli, en hann dvaldist á Marbæli áratugum saman og var kenndur við Marbæli. Á þessu sést að Sig- urður og Ingibjörg réttu mörgum útrétta hönd og miklu fleiri en ég kann að nefna. Sigurður var kominn af gamalli og gróinni bændaætt, sem sést best af því að Marbæli í Seylu- hreppi hefur verið í sömu ætt frá 1802 en þá var Marbæli selt úr eigu biskupstólsins á Hólum. Keypti Árni Helgason bóndi á Fjalli þá jörðina. Næsti ábúandi In memoriam: Helgi Kaj Rasmussen í dag er þjóðfáninn dreginn í hálfa stöng í Straumsvík, einu sinni enn. I dag er borinn til grafar Helgi Kaj Rasmussen, bakarameistari, og náinn samstarfsmaður okkar í tæp 15 ár. Deildin okkar, umsýslu- deild íslenzka álfélagsins hf., hef- ur orðið fyrir miklum áföllum á þessu ári. Helgi Kaj er þriðji mað- urinn sem fallið hefur frá, stuttu á eftir Erich Hiibner og Vigfúsi Sig- * urjónssyni. Þeir sem þekktu hinn látna vita hvað áfallið er mikið. Helgi Kaj var lista bakari, sem glatt hefur starfsmenn ÍSAL í áraraðir með ljúffengum brauðum og gómsætum kökum, og börn okkar með jólabakstri sínum á jólatrésskemmtunum. Helgi Kaj Rasmussen fæddist 16. janúar 1924 í Kaupmannahöfn og var af dönsku bergi brotinn í föðurætt. Hann andaðist 16. des- ember 1983, og vantaði því einn mánuð í sextugt. Um æskuár hans vitum við lítið, þó er okkur kunnugt um að hann kom til íslands snemma og stund- aði skólanám sitt hér á landi og iðnnám í Iðnskólanum í Reykjavík árin 1940—1943 og lauk sveins- prófi í bakaraiðn 1944. Seinna meir öðlaðist hann meistararétt- indi í iðngrein sinni, og segja má að meistari var hann í sínu fagi í orðsins fyllstu merkingu. 15. ágúst 1968 var hann ráðinn í mötuneyti íslenzka álfélagsins. Þá hófust kynni okkar sem tengdust traust- ari böndum með komandi árum. Það er ekki ofsagt að aldrei hafi borið skugga á samstarf okkar á milli. Hann stundaði vinnu sína af skyldurækni og prúðmennsku fram til síðasta dags. Einkum um þetta leyti árs hefur verið annríki í hans starfi, og vann hann oft langt umfram venjulegan vinnu- tíma við bakstur á smákökum og jólatertum. Því er nú lokið. Þann 25. nóvember 1983 barst sú frétt til okkar að Helgi Kaj hefði fengið heilablóðfall og verið fluttur meðvitundarlaus á spítala. Eftir því sem við best vitum komst hann aldrei til meðvitundar. Hann andaðist föstudaginn 16. desem- ber. Fráfall hans skilur eftir sig djúpt skarð í okkar röðum og and- lát hans minnir okkur á hve bilið er stutt milli lífs og dauða. Helgi Kaj lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, soninn Nikulás Helga Kajson, dæturnar Sigrúnu Inger og Önnu Kristínu Helgadæt- ur og stjúpsoninn Birgi Finnsson. í dag kveðjum við góðan dreng og fylgjum honum til hinstu hvíld- ar með sorg og söknuði. Um leið vottum við börnum hans og öðrum ættingjum okkar innilegustu sam- úð. Hans Jetzek, umsýslustjóri, Magnús Snorrason, mötu- neytisstjóri. undan Sigurði er Sigurlín Magn- úsdóttir húsfrú á Marbæli, sem var síðasti ábúandinn og eigand- inn af niðjum Hannesar Árnason- ar. Hjónaband Sigurlínar var barnlaust og síðustu árin sem hún lifði önnuðust þau Sigurður og Ingibjörg hana og keyptu síðan jörðina að henni látinni. Sigurður var frændi Sigurlínar, afkomandi Margrétar Árnadóttur frá Fjalli, systur Hannesar. Sigurður var því fjórði maður frá Árna Helgasyni á Fjalli. Nú hefur fimmti ættliðurinn tekið við búi á Marbæli, Árni sonur Sigurð- ar. Hans kona er Ragnheiður Guð- mundsdóttir og eiga þau fjóra syni. Önnur börn Sigurðar og Ingi- bjargar eru: Guðrún, gift Guð- mundi Magnússyni og eiga þau sex börn, Guðbjörg, gift Haraldi Magnússyni og eiga þau þrjú börn; Jón, giftur Katrínu Jóhannesdótt- ur sem lést fyrir tveim árum, eiga þau tvær dætur; Sigurlín, gift Guðmundi Rósinkarssyni og eiga þau þrjú börn; Árni, dó á fyrsta ári. Til minningar um hinn látna son létu þau næsta pilt heita í höf- uðið á honum, hann er nú bóndinn á Marbæli; og Sigrún, gift Hjör- leifi Guðmundssyni. Nú eru barnabömin 18 og barnabarna- börnin 3. Sigurður var ákaflega barngóð- ur maður og tek ég af handahófi tvö dæmi úr minni fjölskyldu. Það gerðist um vor þegar eitt barna- barn hans var þriggja ára gamalt, að búið var að hátta þá litlu. Hafði hún heyrt ávæning af því að afi hennar ætlaði að skreppa niður að Kvísl og athuga lambá. Enginn veitti stelpunni neina athygli, en þegar amman leit inn í herbergið var hún horfin. Menn brugðu fljótt við og fóru að athuga málið en fljótlega kom í ljós að sú litla hafði klætt sig að mestu og laum- ast út eftir afa sínum. Þegar menn vissu hvar stelpan var hurfu áhyggjurnar. Þegar heim kom þurfti hún aldeilis að segja frá en ekki vildi hún minnast á hvað hún hafði gert, en háttatíminn í sveit- inni er ekki alveg eins strangur og í kaupstaðnum. Þegar yngri strákurinn okkar var í vöggu á fyrsta ári var hann óvenjulega rólegur og þurfti að hafa lítið fyrir honum. Tók ég eft- ir því að tengdapabbi fór æði oft inn til barnsins og talaði við þann litla. Þegar pilturinn var orðinn nokkurra mánaða kemur Sigurður fram í eldhús og segir okkur að við ættum að hugsa betur um krakk- ann. Menn litu upp með undrun í augum vegna þess að ekki heyrðist í barninu. Hann var spurður hvað gengi eiginlega á. Þá sagði Sigurð- ur ósköp hægt og rólega: Á barnið að gjalda þess þótt hann sé þægur og rólegúr, því takið þið ekki barn- ið upp og gælið við hann. Ætlið þið að gera piltinn að mannafælu þegar hann stækkar. Börn Sigurjóns og Sigrúnar voru sjö. Þau sem komust á legg voru: Tobías, Sigurður, Þórður, Ingimar, Kristín og Brynleifur. Dæmi um hvernig við íslendingar rekjum ættir. Sigurjón faðir Sig- urðar var móðurbróður Brynleifs Tobíassonar menntaskólakennara á Akureyri. Sigrún móðir Sigurðar var hálfsystir Brynleifs. Sigurður og Ingibjörg giftu sig 2. september 1933 og fluttust það ár í Holtskot. Vorið 1935 fluttu þau að Marbæli og bjuggu þar góðu búi. Áður en Sigurður stofn- aði sitt eigið heimili starfaði hann sem plægingarmaður, fór á milli býla og plægði fyrir bændur. Það var áður en vélmenningin hóf göngu sína. I þá daga voru notaðir hestar til dráttar og við plægingu þurfti þá bæði mikla þolinmæði, lag og lipurð við hestana til þess að þeir skiluðu fullu dagsverki. Þá list kunni Sigurður til fulls. Þegar hann stofnaði sitt eigið heimili kom þessi þekking hans til góða. Hann hóf fljótlega ræktun að Marbæli og gjörbreytti jörðinni í gróskumikið tún, enda var hann jarðræktarmaður mikill. Þegar harðnaði í ári og hafa þurfti bú- peninga á gjöf á vorin var gott að leita til Sigurðar því hann gat miðlað öðrum hey. Minna var um að hann þyrfti að sækja hey á vor- in til annarra. Fór bara í næstu fúlgu enda fyrnti hann hey ávallt milli ára. Þetta var áður en hlöð- urnar urðu það stórar, nú orðið taka þær allan heyfeng bænda. Margt hefur breyst með árun- um, einn þátturinn sem næstum er horfinn er islensk gestrisni eins og hún var fyrir nokkrum áratug- um. Á haustin þegar t.d. bændur voru að flytja fé til slátrunar voru engir vörubílar til að flytja féð. Féð var rekið langt framan úr Skagafirði til slátrunar en slát- urhúsin voru á Sauðárkrók. Flest kvöld voru því næturgestir á Marbæli á haustin. Þetta er einn af mörgum hlekkjum sem heyra sögunni til en þann hlekk styrktu hjónin á Marbæli. Engum var út- hýst, allir velkomnir, já meira en velkomnir, þetta vissu rekstrar- menn vel. Og það var gott að koma • að Marbæli á nóttu sem degi og þeir vissu að Sigurði og Ingibjörgu þætti það miður ef þeir litu ekki inn þegar þeir áðu að kveldi. Nú bruna flutningabílarnir með slát- urféð í kaupstaðinn, það sem áður reiknaðist í dögum reiknast nú i klukkutímum. Vegalengdir eru því nær horfnar í dag miðað það sem áður var. Börn Sigurðar hafa sýnt það í verki að þeim finnst vænt um sín- ar æskustöðvar, því í sameiningu hafa þau reist myndarsumarbú- stað á jörðinni Marbæli. En aðal- hvatamenn voru þau hjónin Sig- urður og Ingibjörg og driffjaðrirn- ar í framkvæmdunum. Þetta var eitt síðasta verk Sigurðar í þess- um heimi til sameiningar fjöl- skyldu sinnar en hann lést á sjúkrahúsi Sauðárkróks áður en sumarbústaðurinn varð fokheldur. Sigurður hafði átt við mikil veik- indi að stríða síðustu mánuðina og hann vissi manna best að nú færu að styttast samverustundirnar í þessum heimi. Hann sóttist ekki eftir manna- forráðum öðrum en því sem við- kom búinu og heimilinu. Hann var í nokkur ár fulltrúi á aðalfundi kaupfélagsins, var hann mikill samvinnumaður og vildi veg kaup- félagsins sem mestan. Ég kveð hinn hógværa og prúða bónda sem vildi leysa hvers manns vanda. Ég þakka honum bæði ný og gömul kynni. Einnig óska ég tengdamóður minni, Ingibjörgu Jónsdóttur, alls velfarnaðar og guð gefi henni þann styrk sem öll- um er nauðsynlegur við ástvinar missi. Örlög okkar allra endar á þann veg að við hverfum yfir móðuna miklu og mætum hinum megin. Haraldur Magnússon IH k É J 1 LJOSKASTARAR MIKIÐ ÚRVAL LJÓSKASTARA Á LOFT OG VEGGI Verð frá kr. 276.- Sendum í póstkröfu. Opíö laugardaga. ___________- LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12. Sími 84488. Kreditkortaþjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.