Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Umræður í efri deild um breytingar á fiskveiðistefnu: Kvótafyrirkomulagi komið á til reynslu „Kvótafyrirkomulag er engum að skapi, a.m.k. fáum, enda gengur slíkt fyrirkomulag á móti veiði- mennskunni sem hefur verið grundvöllur í sókn okkar í sjávar- afla. I>egar rætt er um að setja kvótafyrirkomulag á veiði lands- manna, þá er um að ræða dæmigert mál, þar sem hætta er á mistökum. Og hvað sem gert verður má ætla það víst að enginn verði sáttur við sinn hlut,“ sagði Arni Johnsen al- þingismaður (S), í ræðu í efri deild Alþingis nýlega, þegar rætt var um svokallað „kvótafrumvarp" ríkis- stjórnarinnar. Árni sagði hins vegar að það væri til bóta og réttlætti hin hröðu vinnubrögð sem viðgengist hefðu í málinu, að mjög víðtækt samráð hefði verið haft við hags- munaaðila, sem að mörgu leyti hefðu haft frumkvæði að um- ræddri stefnumörkun. Sagði hann að í fiskveiðistefnumálinu reyndi virkilega á, en hér væri um að ræða tilraun og kvaðst hann ekki hafa ástæðu til að óttast að þar yrði valdi misbeitt með vilja. „Það hljóta allir að sjá, að það er ekki hægt að misbeita slíku valdi í okkar þjóðfélagi við þær kringum- stæður sem nú eru. Það þarf og verður að taka tillit til allra þátta, alira landshluta, landsbyggðar og þar kemur kannski það mesta að- haid, sem stjórnvöld þurfa að hafa í þessu máli. Samt skulum við gera okkur fyllilega grein fyrir því, að ef kvótafyrirkomulagi verður komið á til bráðabirgða eða til reynslu, á tilraunastigi, þá muni enginn verða ánægður. Mál- ið snýst einfaldlega hins vegar um það að hafa snör handtök og þess vegna er ástæðulaust að teygja nijög lopann. Ég undirstrika hins vegar, að ég óttast mjög svo afger- andi kvótafyrirkomulag eins og svo margir aðrir. Svo afgerandi kvótafyrirkomulag í sjávarútvegi, sem rætt er um, jafnvel þótt hér sé aðeins um tilraun að ræða. Æðakerfi sjávarútvegsins er svo margslungið, að það er engan veg- inn unnt að sjá fyrir endann á þeirri aðgerð sem um ræðir og óvissan er mikil. En ég tel að það verði ekki komist hjá því í stöð- unni að gera aðgerðir og ég treysti þeim aðilum, þeim fjölmörgu aðil- um sem munu verða á næstu vik- um að vinna þetta mál af fingum fram, treysti þeim til þess að setja eins sterkan og burðarmikinn hrygg í þetta mál eins og nauð- Árni Johnsen Valdimar Indriðason synlegt er til þess að flestir geti unað svona hæfilega glaðir við sitt. En hins vegar vil ég líka und- irstrika það, að ég tel ástæðulaust að ala um of mikilli svartsýni þó að þessi tilraun eigi sér stað. Þarna er merkileg tilraun til þess að framkvæma ákveðna stjórnun, ákveðna hagræðingu og ekki er út- litið svo svart að framundan sé stórkostlegur vandi. Það þarf sveigjanleika, sem kemur kannski á vondum tíma, þegar verið er að moka hinn margumrædda flór vinstri stefnunnar, en við getum ekki beðið lengur og þess vegna held ég að menn eigi að standa saman um að ná málum fram og setja víðtækan og sterkan hrygg í málið," sagði Árni Johnsen. Ekki stórfelldar breytingar Valdimar Indriðason alþingis- maður (S), sagði við umræðuna að Mælt fyrir frumvarpi um breytingar á kosningalögum: Þingstyrkur flokka og framboðsað- ila verði í samræmi við kjörfylgið — segir Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæðisfflokks IKJRSTEINN Pálsson alþingismaó ur, formaður Sjálfstæðisflokksins, mælti sl. mánudagskvöld fyrir frum- varpi til laga um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis, en frum- varpið er flutt af formönnum fjög- urra flokka, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins. í ræðu sinni lagði Þorsteinn það til að skip- uð verði sérstök 7 manna nefnd í báðum deildum þingsins til þess að fjalla um frumvarpið, en einnig er ráð fyrir því gert að nefndin fjalli um frumvarp til staðfestingar á stjórn- arskrárbreytingu þeirri, sem gerð var á síðasta þingi. í ræðu Þorsteins kom m.a. fram að mál þetta væri framhald af samkomulagi sem varð á milli flokka þeirra sem að flutningi málsins stóðu á síðasta þingi, en þá var flutt frumvarp til breyt- inga á stjórnskipunarlögum, en það felur m.a. í sér að þingmönn- um verður fjölgað úr 60 í 63. Síðan sagði Þorsteinn: „Það eru allmörg ár síðan um- ræður hófust um nauðsyn breyt- inga á kosningalöggjöf og kjör- dæmaskipan. Það var eitt af þeim verkefnum, sem stjórnarskrár- nefnd sem skipuð var 1978 fékk til umfjöllunar, en hún hefur ekki skilað tillögum um þessi atriði og þess vegna tóku þingflokkarnir cjefurn góðgr bakur og menning Ötafur Hcukur Símonarson VÍK MIUI BRÁÐFYNDIN OG VÆGÐARLAUS SAMTÍMASAGA í þessari spennandi skáldsögu er spurt um sex- tíuogátta-kynslóöina - hvar og hvernig er hún nú? Sagan segir frá hópi fólks sem komið er á fertugsaldur en hefur haldið saman síðan á ungl- ingsárunum. Flest voru saman við nám í Kaup- mannahöfn á árunum glöðu um 1968 þegar framtíð- in var augljós og hugsjónirnar stórar. Nú eru þau ár liðin. Hver puðar við sitt, heima og heiman: Arkitekt, leikkona, vefari, rithöfundur... Hvað varð um allt það sem þau trúðu á? Hvert hefur þau borið í leit að lífshamingju? Pétur, rithöfundurinn í hópnum, raðar atvikum saman og ekki einhlítt hvað er veruleiki og hvað skáldskapur hans. Eitt er þó víst: Sú mynd sem dregin er upp af miðstéttarvíti þessa fyrrum róttæka fólks sprettur beint úr kviku samtímans. VÍK MILLI VINA-bókin sem verður aðal um- ræðuefnið í ár. Meðal rithöfunda af ungu kynslóðinni á Islandi eru fáir vinsælli og þekktari en Ólafur Haukur Símonar- son. Ljóð hans, smásögur og leikrit vöktu strax verðskuldaða athygli, en þekktastur er hann fyrir skáldsögur sínar Vatn á myllu kölska, Galeiðuna oq Almanak jóðvinafélagsins. Þorsteinn Pálsson þau mál í sínar hendur á síðasta þingi og eftir allmikla umfjöllun náðist það samkomulag sem fram hefur komið í breytingu á stjórn- arskránni og því frumvarpi sem hér liggur fyrir. Frá 1959 hafa orðið ýmsar breytingar sem gera nú nauðsyn- legt að breyta þeirri skipan, sem verið hefur í gildi á þessu tíma- bili,“ sagði Þorsteinn. „í fyrsta lagi hefur misvægi at- kvæða eftir búsetu aukist frá því sem samkomulag varð um eða ákveðið var með löggjöfinni frá 1959 og í öðru lagi þá skortir á, að jöfnuður ríki á milli flokka í sam- ræmi við kjörfylgi þeirra. Af þess- um ástæðum hefur þótt nauðsyn- legt að breyta þeim reglum, sem um þessi efni gilda. Það frumvarp sem hér liggur fyrir gerir ráð fyrir veigamiklum breytingum. Höfuð- markmið þeirra er að tryggja, að þingstyrkur þeirra flokka og framboðsaðila, sem fá kjörna full- trúa á Alþingi verði í samræmi við kjörfylgi þeirra. Allt frá 1959 hef- ur nokkuð skort á, að samræmi væri á í þessum efnum. Þannig hefur vantað 2—6 uppbótarsæti til að jöfnuðu næðist milli flokka. En þetta frumvarp miðar svo sem verða má að því að bæta úr skák í þessu efni. í annan stað er það markmið frumvarpsins að jafna vægi at- kvæða eftir búsetu. Það hefur ekki farið framhjá neinum, að það hef- ur verið verulegur ágreiningur innan allra flokka um jafnan at- kvæðisrétt. Eigi að síður er það svo, að nú er fyrir hendi almenn viðurkenning á því að leiðréttinga sé þörf í þessum efnum, þó menn greini á um það hversu langt eigi að ganga. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir því að dregið verði úr misvæginu og það verði heldur minna eftir þessa breytingu en það var árið 1959,“ sagði Þor- steinn. „f þriðja lagi er það markmið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.