Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 33 Húsaleiga hækkar í janúar SAMKVÆMT ákvæðum í bráöa- birgðalögum mun leiga fyrir íbúðar- húsnæði og atvinnuhúsnæði, sem lögin taka til, hækka um 4% frá og með janúarbyrjun 1984, að því er segir í frétt frá hagstofu fslands. um 4% nk. í frétt hagstofu íslands segir, að hækkun þessi miðist við þá leigu, sem er í desember 1983. Janúar- leiga helzt óbreytt tvo næstu mán- uði, þ.e. ferbrúar og marz 1984. SEHM-herrafata- sýningin haldin í París dagana 4.— 7. febrúar DAGANA 4.—7. febrúar 1984 verð- ur haldin í París herrafatasýningin „SEHM“ á sýningarsvæðinu við Porte de Versailles í París. Kynnt verður haust- og vetrar- tízkan 1984—1985 og höfð verður aukasýning á vor- og sumartízk- unni 1984. Herrafataframleiðendur frá fjölmörgum löndum munu sýna m.a. yfirhafnir, skyrtur, peysur, hálsbindi, hatta, belti og aðra fylgihluti. Þessi sýning er einungis ætluð kaupmönnum og framleiðendum. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá franska verzlunarfulltrúan- um í Reykjavík. Hafskip opnar eigin skrifstofu í Hollandi — Bragi Ragnarsson ráðinn framkvæmdastjóri FIMMTA svæðisskrifstofa Hafskips hf. erlendis tekur til starfa i Rott- erdam í Hollandi fljótlega á næsta ári, en hún mun rekin af dótturfyr- irtæki félagsins, Hafskip (Nederland) BV. Þegar hafa verið ráðnir tveir menn til að undirbúa stofnun skrifstofunnar, en þeir munu síðan veita henni forstöðu. Bragi Ragnarsson verður framkvæmdastjóri áætlana- flutningadeildar, en Wim Van der Aa framkv.stj. miðstöðvar Evrópuviðskipta fyrir Cosmos Shipping Co. Incorp., sem er dótturfyrirtæki Hafskips í Bandaríkjunum. Bragi er 41 árs gamall ísfirð- ingur og lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1962. Hann hefur m.a. verið framkv.stj. Sandfells hf. á ísafirði 1965—67, framkv.stj. Kristjáns Ó. Skag- fjörð hf. 1971—78, rak eigið fyrirtæki, Handíð, 1978—80 og var ráðgjafi í þróunarstörfum í Tansaníu frá 1981 fram á mitt ár 1983. Wim Van der Aa er 42 ára gamall Hollendingur, sem hefur 20 ára reynslu í flutningsmiðlun. Hann starfaði m.a. um árabil hjá Frans Maas BV í Rotterdam, en það er flutningsmiðlunarfyr- irtæki, sem hefur talsverð við- skipti við ísland. Og kynntist Van der Aa íslenskan aðstæðum náið í gegnum störf sín á þeim vettvangi. Rækjuveiði við Kolbeinsey Siglufirði, 20. deMember. í DAG kom hingað inn Sænes frá Dal- vík með fjögur og hálft tonn af góðri rækju, scra skipið hafði fengið við Kolbeinsey í aðeins fjórum „hollum". Er rækjan stór og falleg og má af þess- ari veiði ráða að þarna megi veiða rækju allan ársins hring. Rækjan af Kolbeinseyjarmiðum fer til vinnslu hjá Siglósíld hér á Siglufirði. — Fréttaritari. Ný bók frá Skákprenti: Smásagnasafn eftir Ólaf Ormsson ÚT ER komið hjá Skákprenti hf. nýtt smásagnasafn, „Skringilegt mannlíf“ eftir Ólaf Ormsson. í smásagnasafni þessu eru átta smá- Ólafur Ormsson sögur, sem allar fjalla um skopleg- ar hliðar á mannlífinu. Nokkrar sagnanna hafa birst áður í útvarpi og Lesbók Morg- unblaðsins, aðrar eru nú frum- birtar. Smásagnasafnið er tæp- lega eitt hundrað blaðsíður að stærð. Ólafur Ormsson hefur áður sent frá sér tvær skáldsögur, „Stútungspunga" árið 1979 og „Boðið upp í dans“ árið 1982. Þá hafa einnig komið út eftir hann tvær ljóðabækur, árin 1973 og 1976. Utgefandi smásagnasafnsins er sem fyrr segir Skákprent hf. Miklar hrossa- kjötsbirgðir ÞANN 1. desember síðastliðinn voru yfir 760 tonn af hrossakjöti ti! í birgðum í landinu. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins eru þetta óvenju miklar birgðir en þær samsvara um það bil eins árs neyslu hrossakjöts í landinu. Sagði Gunnar að vegna þessa væri nauðsynlegt að halda áfram útflutningi hrossakjöts í eins miklum mæli og kostur væri á. /TIGIk BRUNSLEDI meiriháttar trylUtæki! mpft stvri nn nrvnnishrpm«nm nn hi'i með stýri og öryggisbremsum og þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stiga brunsleðinn er níðsterkur: Hann ber jafnt börn sem fullorðna. Með stýrisskíðinu nærðu krappri beygju. örugg handbremsa við Skíðin eru úr þrælsterku Etan-plasti og allar aðstæður og varn- renna því mjög vel. argrind fyrir framan fæturna. Með sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn til hliðar og stöðvast sjálfkrafa ef þú missir hann. ÖRNINN Spítalastíg 8 vióÓóinstorg símar: 14661,26888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.