Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL — GENGISÞRÓUNiN VIKURNAR 5.-9 OG 12. 16. DESEMBER 1983 wá. |»t. iwv ftm hittt má ►f rmðv 42* 1£ 42,0 41* 41, ° 40.5 má þr m«v. hm fost má þr miþy fim tin. 1 D.kr. 2.94 292 290 298* 286 2,84...................P , • mi lir.ffwv fim mt.ini. |tr. miov fim. fon Brezka pundið Brezka pundið lækkaði um 0,65% í síðustu viku, en í upphafi vikunnar var sölugengi pundsins 41,055 krónur, en sl. föstudag var það hins vegar skráð 40,732 krón- ur. Frá áramótum hefur sölugengi brezka pundsins hækkað um 52,02%, en í ársbyrjun var sölu- gengi brezka pundsins skráð 26,831 krónur. Danska krónan Verð á danskri krónu hækkaði um 0,02% í liðinni viku, en í viku- byrjun var sölugengi hennar skráð 2,8675 krónur, en sl. föstudag var sölugengi dönsku krónunnar skráð 2,8682 krónur. Frá áramótum hef- ur sölugengi dönsku krónunnar hækkað um 44,49%, en í ársbyrjun var það skráð 1,9851 króna. Vestur-þýzka markið Vestur-þýzka markið lækkaði um 0,12% í verði í síðustu viku, en í vikubyrjun var sölugengi þess skráð 10,3924 krónur, en sl. föstu- dag hins vegar 10,3800 krónur. Frá áramótum hefur verð á þýzka markinu hækkað um 48,19% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. Janúar — nóvember: Dollaraverð hækkaði um 0,42% í sl. viku — pundið lækkaöi, danska krónan og markið hækkuðu DOLLARI hækkaði um 0,42% í verði í liðinni viku, en í vikubyrjun var sölugengi Randaríkjadollars skráð 28,630 krónur, en sl. fostudag hins vegar 28,750 krónur. Frá áramótum hefur dollaraverð hækkað um 72,67%, en í ársbyrjun var sölugengi Bandaríkjadolldars skráð 16,650 krónur. Verulega hefur dregið úr vöruskiptahallanum — Vöruskiptajöfnuður var eigi aö síð- ur neikvæður um 1.677,3 milljónir króna VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsmanna var neikvæður um tæplega 116,2 milljónir króna í nóvembermánuði sl., en til samanburðar var hann neikvæð- ur um liðlega 444,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Staðan hefur því skánað verulega milli ára. Verðmæti innflutnings í nóv- embermánuði sl. var liðlega 2.057,9 milljónir króna, en verð- mæti útflutnings var hins vegar liðlega 1.941,7 milljónir króna. Til samanburðar var verðmæti inn- flutnings á sama tíma í fyrra lið- lega 1.378,2 milljónir króna, en verðmæti útflutnings hins vegar liðlega 933,6 milljónir króna. Vöruskiptajöfnuður lands- manna var neikvæður um liðlega 1.677,3 milljónir króna fyrstu ell- efu mánuði ársins, en til saman- burðar hann neikvæður um liðlega 3.249,0 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutnings fyrstu ellefu mánuði ársins var tæplega 18.299,2 milljónir króna, en verð- mæti útflutnings hins vegar lið- lega 16.621,8 milljónir króna. Þá má geta þess, að verðmæti inn- flutnings fyrstu ellefu mánuðina á síðasta ári var liðlega 10.508,1 milljón króna, en verðmæti út- flutnings hins vegar liðlega 7.259,1 milljón króna. Við samanburð á utanríkis- verzlunartölum 1982 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar/nóvember 1983 er talið vera 93,2% hærra en það var í sömu mánuðum 1982. í þessu sambandi er rétt að rifja upp, að innflutningur hefur aukizt um 74,1% milli ára í verðmæti talið. Útflutningur jókst á sama tíma- bili um tæplega 129% í verðmæti talið. I útflutningi vegur útflutningur áls og álmelmis þyngst, en verð- mæti þess útflutnings var liðlega 2.976,7 milljónir króna fyrstu ell- efu mánuði ársins, en til saman- burðar nam verðmætið á sama tíma tæplega 703,7 milljónum króna. Útflutningur á áli og ál- melmi hefur því aukizt um liðlega 323% í verðmætum talið á um- ræddu ellefu mánaða tímabili. Út- flutningur á kísiljárni var að verð- mæti tæplega 585,9 milljónir króna fyrstu ellefu mánuði ársins, en til samanburðar var verðmætið á sama tíma í fyrra tæplega 207,9%. Aukningin milli ára er því tæplega 182% í verðmætum. I innflutningi vegur innflutn- ingur fyrir Tslenzka álfélagið þyngst, en verðmæti þess inn- flutnings var tæplega 1.425,7 milljónir króna fyrstu ellefu mán- uðina í ár, en til samanburðar var verðmæti þess innflutnings á sama tíma í fyrra tæplega 635,5 milljónir króna. Aukningin milli ára er því liðlega 123,4%. Innflutningur fyrir íslenzka járnblendifélagið var að verðmæti tæplega 238,8 milljónir króna, en til samanburðar var verðmæti lið- lega 121,8 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Gjaldeyrisforði Seðlabanka hefur rýrnað milli ára: Gjaldeyrisstaða viðskipta- banka neikvæð um 342 millj. GJALDEYRISFORDI Seðlabanka íslands var í októberlok sl. að verðmæti 4.214 milljónir króna, en var til samanburðar að verðmæti 2.637 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er um 59,8%. Hækkun gengis Bandaríkjadollars miBi ára er hins vegar liðlega 76,5%, eða 27,89 krónur á móti 15,80 krónum. Gjaldeyrisforðinn hefur því rýrnað nokkuð milli ára. Gulleign Seðlabankans í októ- berlok var um 50 milljónir króna en nam 28 milljónum kr. á sama tíma í fyrra. Frjáls gjaldeyrir Seðlabankans nam 4.138 milljón- um króna í októberlok, en til samanburðar nam hann 2.450 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er 68,9%. Nettóstaða Seðlabanka var í októberlok 2.540 milljónir króna, en var til samanburðar 1.490 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því tæplega 70,5%. Erlendar eignir viðskiptabar.k- anna námu í októberlok 452 millj- ónum króna, en til samanburðar námu þær 277 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því 63,18%. Erlendar skuldir námu hins vegar 794 millj- ónum króna, en til samanburðar um 400 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Erlendar skuldir hafa því nær tvöfaldast milli ára. Nettóstaða viðskiptabankanna var því neikvæð um 342 milljónir króna í októberlok sl., en til sam- anburðar var hún neikvæð um 123 milljónir króna á sama tíma í fyrra. * Avísanaviðskipti janúar — október: Tékkum fjölg- aði um 7,8% milli ára — Meðalupphæðir hlutfallslega lægri en nemur viðskiptunum ÁVÍSANAVIÐSKIPTI námu samtals 87.794 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins, en til samanburðar námu þau 51.250 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því liðlega 71,3%. Mánaðarmeðaltal var 8.779 milljónir króna á móti 5.125 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Fjöldi tékka fyrstu tíu mánuði ársins var 9.775.000, en til sam- anburðar um 9.067.000 á sama tíma í fyrra. Þeim hefur því fjölg- að um 7,8% milli ára. Meðalupphæð tékks fyrstu tíu mánuði ársins var um 8.981 króna, en til samanburðar var meðal- upphæðin um 5.652 krónur á sama tíma í fyrra. Meðalupphæðir hafa því aðeins hækkað um 58,9%, eða mun minna en nemur viðskiptun- um. Ávísanaviðskipti í október námu samtals 10.740 milljónum króna, en til samanburðar námu þau 6.053 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er um 81,2%. Heildarfjöldi tékka var í októ- ber samtals 1.021.000, en til sam- anburðar var heildarfjöldinn í október á síðasta ári 953.000. Aukningin milli ára er því liðlega 7,1%. Meðalupphæð tékka í októ- ber var um 10.740 krónur, en var til samanburðar um 6.352 krónur á sama tíma í fyrra. Hækkun þeirra milli ára er því liðlega 69%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.