Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Þingsályktiuiartillaga um íslandssögukennslu: „Kennsla í sögu þjóðarinnar verði aukin í grunnskólum“ sem fólk eldist virðist það betur að sér en 83,9% fólks á aldrinum 56—67 ára vissi hver var fyrsti forseti lýðeldisins. Hvenær var kristni lögtekin? Þeirri spurningu svöruðu 49,8% rétt, en 50,2% rangt. óverulegur munur var á svörum fólks eftir aldri, en 57,8% kvenna vissu svar- ið, en aðeins 41,9% karla. 53,6% þátttakenda af höfuðborgarsvæð- inu svöruðu rétt en 44,4% þátttak- enda úr dreifbýli." „Miðuð við að varðveita það menningarsamfélag sem Eiður Guönason, formaður þing- flokks Alþýðuflokks, Páll Péturs- son, formaður þingflokks Framsókn- arflokks, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaös þings, flytja tillögu til þingsályktun- ar um kennslu í íslandssögu, svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um að í grunnskólanámi verði kennsla í sögu íslenzku þjóðarinnar aukin og við það miðuð að nemendur öðlizt ekki aðeins þekkingu og skilning á sögu þjóðarinnar heldur og trú á landið og vilja til að varðveita menn- ingarsamfélag sem hér hefur þróast í ellefu aldir.“ í greinargerð segir m.a.: Margt hefur verið rætt og ritað að undanförnu um kennsluhætti og menntastefnu að því er varðar kennslu á grunnskólastigi í ís- landssögu. Svo sem eðlilegt hlýtur að teljast hafa þar komið fram ýmis sjónarmið, býsna ólík. Því er ekki að neita að ýmsir hafa af því verulegar áhyggjur að nemendur, sem ljúka grunnskólaprófi séu í sumum tilvikum næsta fáfróðir um sögu þjóðar sinnar, sem hlýtur þó, ásamt móðurmálsnámi að telj- ast einn af veigamestu grundvall- arþáttum menntakerfisins á ís- landi. Eiöur Guðnason Fyrir nokkru birtu blöð niður- stöður skoðanakönnunar sem gerð hafði verið á söguþekkingu hjá al- menningi hér á landi. Nú er það svo að slíkar skoðanakannanir ber ekki að taka bókstaflega, en þær gefa þó vísbendingu sem ekki er ástæða til að horfa framhjá. Dagblaðið Tíminn skýrði frá Páll Pétursson niðurstöðum skoðanakönnunar- innar með eftirfarandi hætti: „Söguþekking 16—20 ára íslend- inga báborin: Aðeins 13,1% vissu um fyrsta forseta íslands. Aðeins 58,8% vita að Sveinn Björnsson var fyrsti forseti íslenska lýðveld- isins samkvæmt skoðanakönnun Tötra í Glettingi Ný bók eftir Málfríði Einarsdóttur Málfríður Einarsdóttir vann að þessari sögu síðustu ár ævi sinnar og haföi lokið henni nokkru áður en hún lézt. í bókinni segir frá stórbrotnum búskap þeirra hjóna, Auðna og Tötru á höfuðbólinu Gleiðru í Glettingi. Sá búskapur er bæöi fornlegur og nýtízkulegur enda starfa að honum fjórar kynslóöir. Tötra gerist hinn mesti búskörungur en Auðni ætlar að bjarga heiminum, og verður margt furðulegt til tíðinda á höfuðbólinu. Skáldskapur, raunsæi og ævintýri blandast hér saman og ekkert lát er á ritsnilld höfundarins. Ljódhús, Laufásvegi 4, sími 17095. hér hefur þróast“ Þorvaldur Garðar Kristjánsson sem fyrirtækið Kaupþing gerði nýlega. 17,5% héldu að það hefði verið Jón Sigurðsson, 5,7% að það hefði verið Ásgeir Ásgeirsson og heil 18% sögðust alls ekki vita það. íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast samkvæmt könnuninni vera aðeins betur að sér en fólk úti á landsbyggðinni, en 62,7% svör- uðu spurningunni rétt. í þéttbýli annars staðar á landinu svöruðu 55,9% rétt, en 52,9% í dreifbýli. Sé þeim, sem spurðir voru, skipt niður í aldurshópa kemur í ljós að aðeins 13,1% fólks á aldrinum 16—20 ára svaraði rétt. Eftir því Þessar niðurstöður hljóta að vera alvarlegt íhugunarefni. Einn þeirra, sem lagt hafa orð í belg í umræðunni um sögu og menntastefnu, er Arnór Hanni- balsson lektor við Heimspekideild Háskóla íslands. í grein, sem hann ritaði í Morgunblaðið mið- vikudaginn 7. des. sl., segir m.a. á þessa leið: „Frumgrunnur og tilverufor- senda smáríkis er ævarandi bar- átta þess fyrir fullveldi og sjálf- stæði. Höfuðverkefni ríkisins er að skapa samstöðu allrar þjóðar- innar í þeirri baráttu. Ríkið hlýtur að beina orku sinni að því að fs- lendingar öðlist ekki aðeins þekk- ingu og skilning á þjóðarsögunni heldur að þeir hafi vilja til að varðveita það menningarsamfélag sem við höfum komið upp. Sjálf- stæðisbaráttunni Iýkur aldrei. Smáþjóðin á ætíð undir högg að sækja. Við ráðum því ekki hvað stórveldin telja sér í hag. — Líf okkar hér á Islandi ber að skoða í ljósi baráttu okkar fyrir þjóðrétt- indum, bæði í fortíð og nútíð. Sé á því slakað, hvort heldur er í stjórnmálum, söguritun eða skóla- starfi, erum við að svíkja sjálfa okkur. Þar með er ég ekki að segja, að ríkisvaldið eigi að segja sagnfræð- ingum fyrir verkum eða gefa út reglur um „viðurkennd vinnu- brögð" sagnfræðinga. En það er tími til að íhuga hver skuli vera stefnan í menntunarmálum þjóð- arinnar." Flutningsmenn þessarar þings- ályktunartillögu taka undir þessi orð og telja ríka ástæðu til þess að Alþingi lýsi stefnu sinni í þessu mikilvæga máli með ályktun. Ljónm;nd: Troela Bendlnen. Stúdentar frá Flensborg HAUSTONNINNI 1983 lauk formlega í Flensborgarskólanum þriðjudaginn 20. desember, en þá voru brautskráðir 36 stúdentar frá skólanum og 1 nemandi með al- mennt verslunarpróf. Flestir stúdentanna ljúka prófi af viðskiptabraut, 10 tals- ins, 7 eru með próf af eðlisfraeði- braut, 6 af náttúrufræðabraut, 4 af félagsfræðabraut, 4 af mála- braut, 4 af uppeldisbraut og 1 af heilsugæslubraut. Bestum námsárangri náði Sjöfn Jóns- dóttir af uppeldisbraut. Við athöfn í skólanum á þriðjudaginn flutti skólameist- arinn, Kristján Bersi ólafsson, ræðu og kom fram í máli hans að alls hefur nú Flensborgar- skólinn brautskráð 625 stúdenta frá því að honum var breytt í framhaldsskóla vorið 1975. Einnig söng kór Flensborgar- skóla undir stjórn Hrafnhildur Blomsterberg við útskriftarat- höfnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.