Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 17 Skilaboð til Söndru: Júlía Hannam, Bessi Bjarnason og Bryndís Schram í hlutverkum sínum í afdrifaríkri svallveislu. Morgunblaðið/KEE. Skilaboð til Söndru frumsýnd á Isafirði KVIKMYNDIN Skilaboð til Söndru verður frumsýnd utan Reykjavíkur á annan í jólum. I>á verður myndin sýnd í Ísafjarðarbíói kl. 5 og 9. Síðan fer myndin vítt og breitt um landið. Myndin hefur fengið prýðilegar viðtökur og aðsókn hefur verið góð. Aðalhlutverk eru í höndum Bessa Bjarnasonar, Ásdísar Thoroddsen, Bryndísar Schram og fleiri. Leikstjóri er Kristín Páls- dóttir. Framleiðandi er kvik- myndafélagið Umbi sf. Skilaboð til Söndru er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Jökuls heitins Jakobssonar. Mestri loðnu land- að á Raufarhöfn NÍI, ÞEGAR loðnuveiðum á þessu ári er lokið, hefur mestu af loðnu verið landað hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Kaufarhöfn, næstmestu hefur verið landað hjá SR í Siglufirði og þriðja hæsta löndunarstöðin er Neskaupstað- ur. Til Raufarhafnar hafa alls borist 24.666 lestir, til Siglufjarðar 23.960 og Neskaupstaðar 15.405. Alls hefur verð landað um 133.000 lestum af loðnu á 14 stöðum, fjórum verksmiðjum SR, sem eru með sam- tals 63.670 lestir og 10 öðrum með samtals 70.000 lestir. Loðnuveiðar mega hefjast að nýju 4. janúar. Barna-Sveinbjörn átti 50 börn er hann gekkst við! Spjallað við Steinar J. Lúðvíksson rithöfund um „íslandsmetabókina“ „UPPHAFIÐ aö þessari bók má rekja til þess er ég var að vinna aö heimsmet- abók Guinness ásamt Ör- nólfi Thorlacius, — ég sá um íslenska kaflann í bók- inni en mikið vantaði á að allt efni kæmist fyrir,“ sagði Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur, er blaðamaöur Morgunblaðsins ræddi við hann um nýútkomna bók hans, „Islands- metabókina“. „Þetta þróaðist því þannig að ég fór fljótlega að viða að mér efni í þessa bók, hef haft það sem tómstundagaman undan- farin fjögur ár eða svo,“ sagði Steinar ennfremur. „Hugmynd mín var sú, að í bókinni yrði bæði að finna margvíslegan fróðleik fyrir fólk, en einnig skyldu lesendur hafa af því nokkra skemmtan að fletta henni. Þetta bið ég fólk að hafa í huga þegar það tekur sér bók- ina í hönd, en eins og raunin var á um Heimsmetabókina á sín- um tíma, varð nú mikið efni að bíða vegna plássleysis, hvort sem það kemur nú út í öðru bindi síðar eða ekki. En það er vandasamt að velja og hafna efni í bók af þessu tagi, bæði vegna skorts á rými og svo vegna þess mats, sem verður að leggja á hvað þarna Steinar J. Lúðvíksson eigi heima og hvað ekki. I þessu efni hef ég þó að mestu farið eftir erlendum fyrirmyndum eða forskriftum við gerð bóka af þessu tagi. íþróttametum og af- reksverkum er til dæmis sleppt hér, en síðan tók valið við. Hér var til dæmis auðvelt að taka ýmsar staðreyndir, svo sem hæsta fja.lt, lengstu á og þess háttar, en erfiðara getur verið að meta hvaða íslenskur draug- ur hefur verið atkvæðamestur í gegnum aldirnar og fleira í þeim dúr,“ sagði Steinar. Við lestur bókarinnar verður ýmislegt fróðlegt á vegi manns. Til dæmis er sagt frá þeim manni, sem talinn er hafa átt flest börn á íslandi. Er það Barna-Sveinbjörn, sem uppi var á 15. öld, og er sagður hafa átt um 50 börn er hann gekkst við, og „hálfrefi" að auki. Annar maður á sömu öld, síra Þorkell Guðbjartsson, er einnig talinn hafa verið atkvæðamikill í þess- um efnum, því hann mun hafa átt um 30 börn, og nokkrir fleiri „afreksmenn" á þessu sviði eru nefndir. Þá er getið hæsta manns, sem talið er að hafi lifað meðal ís- lendinga, en það er Jóhann Svarfdælingur, sem er 2,34 metrar á hæð. Enn má nefna að sagt er frá fyrsta manninum, sem fékk íslenskan ríkisborg- ararétt, sagt er frá ótrúlega mörgum húsbrunum á Möðru- völlum í Hörgárdal, upplýs- ingar er að finna um mesta manntjón í húsbruna, hver hef- ur lifað lengst grafinn í snjó- flóð, og margt fleira er í bók- inni, jafnt af tagi „hagnýtra upplýsinga" sem hreinræktaðs skemmtiefnis. — Bókin er lík- lega tuttugasta bók höfundar, ein þriggja sem komu út nú í ár. — Anders Hansen. BókBjöms Th. Bjömssonar um Þorvald Skúlason: um óumdeilanlegan bi samtímalistar Saga Þorvalds Skúlasonar í máli og myndum. Björn Th. Björnsson rekur söguna á sinn Ijósa og læsilega hátt. v Fjöldi teikninga Þorvalds og 85 stórar litprentanir af málverkum hans auk Ijósmynda. Marktækari og glæsilegri listaverkabók hefur vart verið gefin út hér á landi. Eigulegur gripur — góð gjöf. JSjóÖðaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.