Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Rit Björns í Sauð- lauksdal komin út hjá Búnaðarfélaginu BÚNAÐARFÉLAG íslands hefur nú gefíð út í einni bók fjögur rit séra Bjöms llalldórssonar í Sauólauksdal, en fræðirit þessa búnaðarfrömuðar 18. aldar hafa ekki fyrr verið til á letri sem aðgengilegt er nútísnafólki, þ.e. með latneskum stöfum. Sr. Björn ( Sauð- lauksdal var einn af merkustu fræði- mönnum síns tíma, íslenskumaður, náttúrafræðingur, frömuður garðrækt- ar og annarrar garðyrkju. Gísli Krist- jánsson og Björn Sigfússon hafa búið bókina til prentunar. En Þorsteinn Þorsteinsson rekur æviatriði Björns Halldórssonar, sem uppi var 1728—1794. Er ritið nær 500 síður að stærð og í því nokkrar myndir. 1 formála segir Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri m.a.: „Þessi rit sr. Björns í Sauðlauksdal, er hér birtast, eru búfræði síns tíma og ein- ar fyrstu leiðbeiningar í ræktun, búnaðar- og heimilisháttum, sem birtust almenningi í landinu. Að sjálfsögðu hafa þessi fræði sögulegt gildi fyrir nútímafólk, en þau eru líka furðu alhliða aldarspegill, sem sýnir við hvað var búið, af hverju var lifað og hvað þótti helst horfa til framfara þegar fyrst var að rofa til í þjóðfélaginu eftir erfiðar aldir." Þarna er einnig að finna upphaf landbúnaðarlöggjafar á síðari tím- um „nýbýlatilskipunina" og „þúfna- tilskipunina" sem oft er vitnað til. í Atla er ungum bónda kennt hvernig á að búa. f Arnbjörgu er verðandi húsmóður kennt hvernig ala á upp börnin í guðsótta og góðum siðum, stjórna hjúum á heimili og hvað ein- kennir æruprýdda dáindiskvinnu. „Það er von Búnaðarfélags íslands að rit þessi veki enn áhuga fólks og að bændum, búfræðingum og öðrum sem láta sig landbúnaðinn og sögu hans nokkru varða finnist fengur að þessari bók og er þá tilgangi félags- ins náð,“ skrifar búnaðarmálastjóri. Varla von á að kartöflur lækki — segir m.a. í athuga- semd frá Grænmetis- verslun landbúnaðarins VEGNA viðtals við Albert Guðmunds- son í Mbl. 20. desember sl. þar sem fjármálaráðherra segir, að hann vænti þess að kartöfluverð í smásölu lækki vegna lækkaðs fíutningskostnaðar hef- ur Grænmetisverslun landbúnaðarins sent Mbl. eftirfarandi athugasemd, en hún er undirrituð af Gunnlaugi Björnssyni: „Ráðherra staðhæfir að kartöflur lækki eftir að flutningskostnaður á þeim hefur lækkað. Þetta er að sjálfsögðu rétt en hann minnist þess ekki að með ákvörðun ríkisstjórnar- innar í októberlok um að greiða niður verð á innfluttum kartöflum, þannig að þær yrðu á sama verði og innlendar, var hann þegar búinn að taka þátt í að lækka útsöluverð, þá í raun meira en nemur lækkun flutn- ingsgjalda nú. Ef rétt skal vera rétt, þá er, eins og áður hefur komið fram, léttari greiðslubyrði ríkissjóðs vegna niðurgreiðslna á kartöflur sem nemur lækkun flutningsgjalda. Vart er um sérstaka verðlagningu að ræða vegna útsöluverðs, þegar það er þegar sett fast með ákvörðun stjórnvalda, heldur til að finna út niðurgreiðslur hverju sinni. Því miður er varla von á að kart- öflur lækki í verði á líðandi vetri, nema fyrir aðgerðir stjórnvalda, t.d. með auknum niðurgreiðslum. Kart- öfluppskeran í Vestur-Evrópu varð í minna lagi og þær því dýrar í inn- kaupi eða allt að tvöföldun verðs frá síðasta ári. Þá gildir það lögmál að kartöfluverð hækkar er líður á vet- urinn þar sem rýrnun, geymsla og vextir hafa áhrif á verðmyndunina. Nú er apríl- og maí-verðið 1984 20- 30% hærra en desemberverðið." Forseti og framkvæmdastjóri SVFÍ ásamt félögum í Skyggni framan við björgunarskýlið. Björgunarsveitin Skyggnir: Björgunarskýli tekið í notkun í Vogunum Vogum 5. des. Björgunarsveitin Skyggnir í Vog- um tók formlega í notkun björgun- arskýli laugardaginn 3. desember sl. Forsvarsmenn Slysavarnafélags fs- lands, Haraldur Henrysson og Hann- es Hafstein, voru viðstaddir, full- trúar flestra björgunarsveita á Suð- urnesjum og margir hreppsbúar. Var öllum boðið að þiggja kaffi og kökur, og skoða aðbúnað sveitarinnar. Voru allir sem blm. ræddi við sammála um að aðbúnaður sveitarinnar væri hinn vistlegasti. Helsti hvatamaður að stofnun sveitarinnar, Sigurður H. Guð- jónsson formaður Björgunarsveit- arinnar Sigurvonar í Sandgerði og stjórnarmaður SVFÍ, sagði frá- bært hvað Skyggni hefði tekist á þeim skamma tíma sem liðinn er frá stofnun sveitarinnar. Þeir hafa komið sér upp húsnæði sem upp- fyllir öll skilyrði sem þörf er á í dag. Aðstöðu fyrir félagsstörf og tæki. Þá eru þeir vel birgir á fjar- skiptasviðinu, hafa fluglínutæki, og bíl. Þá sagði Sigurður þá ferð IVATNSLEYSUSTRANDARHR Merki björgunarsveitarinnar Skyggnis. hafa borið góðan árangur sem var farin fyrir tæplega einu og hálfu ári til að kanna áhuga fyrir stofn- un björgunarsveitar, því þremur vikum seinna var sveit stofnuð. Sagðist Sigurður mjög ánægður með driftina sem hefur einkennt starf Skyggnis. Samkvæmt upplýsingum Odds Ólafssonar, formanns Skyggnis, var sveitin stofnuð 28. ágúst 1982. í lok þess árs keypti sveitin fokhelt járnvarið timburhús, tæplega 70 m2 að stærð. Hefur húsið verið inn- réttað þannig að í húsinu er bíl- geymsla, búningsklefi, fundarher- bergi og hreinlætisaðstaða. Að húsinu, sem stendur afskekkt, þurfti að leggja veg og lagnir og tók sveitin að sér að annast þær í samráði við hreppsnefnd. Þá hefur verið keyptur bíll, 10 manna Int- ernational árg. 1967. Af búnaði hefur sveitin m.a. fluglínutæki, merkjabyssu og fjarskiptatæki, sem eru stjórnstöð sem slysa- varnafélagið afhenti sveitinni í til- efni dagsins, bílstöð og tvær hand- stöðvar. Auk gjafar SVFÍ voru sveitinni afhentar peningagjafir í tilefni dagsins og björgunarsveitinar í Garði og Sandgerði gáfu borðfána. Áður hafði Kvenfélagið Fjólan gefið ullarteppi. Opið til kl. 20 í Rvík LÓGREGLAN hefur beðið Morg- unblaðið að benda á að sam- kvæmt hinurn nýju reglum um af- greiðslutíma verzlana í Reykjavík er óheimilt að hafa verzlanir opnar í dag nema til klukkan 20. Tilefni þess að lögreglan óskar eftir því að fólk sé áminnt um heimild þá, sem reglurnar veita, er að nokkrar verzlanir höfðu aug- lýst að opið yrði til klukkan 22 í kvöld. Lögreglan kvað allt eins víst, að verzlunum yrði lokað, ef reglurnar yrðu brotnar, en helzt vildi hún komast hjá því að þurfa að skipta sér af þessum málum nú rétt fyrir jólin. Því ákvað hún að óska eftir birtingu þessarar áminningar. Þá má geta þess, að í nágranna- sveitarfélögum borgarinnar er heimilt að hafa opið lengur en í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.