Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Einar Vilhjálmsson kosinn íþróttamaour Borgarfjarðar Fjögur af fimm efstu í kosningu til íþróttamanns Borgarfjardar 1983. Gunnar Jónsson (nr. 4—5), íris Grönfeldt (nr. 2), Einar Vilhjálmsson, og Ragnhildur Siguröardóttir (nr. 3). Jón Diöriksson (nr. 4—5) var erlendis er útnefningin fór fram. Þórir Jónsson formaöur UMSB afhendir Einari Vilhjálmssyni bikar þann sem fylgir sæmdarheitinu íþróttamaöur Borgarfjarðar 1983. Morgunblaöiö/HBj. Handbolti á Akureyri EINAR Vílhjálmsson spjótkastari frá Reykholti hefur veriö útnefnd- ur íþróttamaður Borgarfjaröar 1983. í hófi sem stjórn Ung- mennasambands Borgarfjaröar hélt fyrir skömmu voru úrslit kjörsins tilkynnt og afhenti Þórir Jónsson formaóur UMSB Einari veglegan farandbikar til varö- veislu í eitt ár ásamt grip til eign- ar. Einar Vilhjálmsson hlaut 40 stig í kjörinu en kosningarétt hafa stjórnarmenn og formenn íþrótta- nefnda innan UMSB. íris Grönfeldt spjótkastari í Borgarnesi varö önn- ur, hlaut 20 stig; Ragnhildur Sig- urðardóttir borötennismaður frá Heiöarskóla varð þriöja, hlaut 16 stig; jafnir í fjóröa tii fimmta sæti með 7 stig uröu Jón Diðriksson hlaupari frá Helgavatni og Gunnar Jónsson knattspyrnumaöur í Borg- arnesi. Iþróttamaöur Borgarfjaröar var fyrst kosinn áriö 1980 og hlaut Jón Diðriksson þá sæmdarheitið fyrstur manna, Einar Vilhjálmsson hlaut titílinn áriö 1981 og Iris Grönfeldt í fyrra. Þessi fjögur hafa öll árin verið í einhverju af fimm efstu sætunum í kjörinu og Gunnar Jónsson einnig flest árin. Níu aörir íþróttamenn hlutu stig í kjörinu að þessu sinni: Ágúst Þorsteinsson I, Birgir Örn Birgisson Sk, Elías Jónsson HV, Erlingur Jóhannsson Sk, Garöar Jónsson Sk, Hafdís Guömundsdóttir Sk, Hafsteinn Þórisson Sk, Kristín Jóhanna Símonardóttir I og Siguröur Ein- arsson I. Einar Vilhjálmsson er óþarft aö kynna fyrir lesendum íþróttasíöu Morgunblaösins, svo vel hefur hann kynnst sig sjálfur meö glæsi- legum árangri í íþrótt sinni og auk þess sem hann hefur unniö hug og hjörtu landsmanna meö einlægri og skemmtilegri framkomu hvar sem er. En fyllsta ástæöa er til aö óska honum til hamingju meö þaö sæmdarheiti sem félagar hans i UMSB veita honum nú. HBj. Pétur skoraði • Pétur Pétursson skoraöi glæsi- legt mark um helgina er liö hans Antwerpen geröi jafntefli 1—1 gegn Mechelen. „Þetta var eitt af þeim mörkum sem mann dreymir um. Boltinn fór alveg efst í vinkil- inn og skrúfaöist svo inn,“ sagói Pétur. Antwerpen er nú í 10. sæti í belgísku deildarkeppninni, hef- ur hlotið 16 stig í 17 leikjum. RAFTÆKJAURVAL NÆG BILASTÆÐI fPdnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 EINN leikur verður í 1. deildinni í handbolta milli jóla og nyárs, KA og FH leika í íþróttahöllinni á Ak- ureyri þriójudaginn 27. desember kl. 20. FÖSTUDAGINN 16. desember var haldið á Akureyri hiö árlega Ýl- ismót Júdóráös Akureyrar. Ýl- ismótiö er innanfélagsmót. Kepp- endur voru 50. Til gamans má geta þess aö á fyrsta Ýlismótinu, sem haldið var 1978, voru sjö keppendur svo Ijóst er aö vin- sældir íþróttarinnar eru stöóugt að aukast. Á mótinu var keppt í sex þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna. Athygli vakti hve margir ungir júdómenn tóku þátt í mótinu. Einn- ig var þaö ánægjulegt aö sjá þessa ungu júdómenn taka öll fallegustu brögö mótsins, aö vísu var ánægjan nokkuö blandin þar sem varla sást eitt einasta fallegt bragö hjá eldri keppendunum í þyngsta flokknum, en þeir eiga þó að telj- ast vera komnir lengst. Margir ungir og efnilegir júdó- menn komu fram á mótinu og var keppnin oft jöfn og hörö. Þó tel ég ekki á neinn keppanda hallaö þó ég nefni Baldur Stefánsson fremst- an meöal jafningja. Hann sýndi góöa tækni ásamt snerpu og krafti. Baldur hlaut Ylisbikarinn og er hann mjög vel aö honum kom- inn. Ýlisbikarinn er farandgripur, sem veittur er fyrir flesta Ippon- sigra, en þaö er að vinna glímur á 10 stigum, sem er fullt hús stiga. Mótstjóri var Þorsteinn Hjalta- son, tímavöröur var Hjalti Þor- steinsson og dómari var Jón Óöinn Óðinsson. Þess má geta aö fyrir leikinn verður flugeldasýning viö íþrótta- höllina og það eru félagar í Hjálp- arsveit skáta sem standa fyrir henni. Röö efstu manna varð þessi: ÞYNGDARFLOKKAR KARLA: -30 KG FL. 1. Elvar Birgisson, KA 2. Gunnlaugur Sigurjónsson, Þór 3. Kristófer Einarsson, KA 3. Rúnar S. Jósefsson, KA. 30—35 KG. FL. 1. Jón Árnason, KA 2. Kristján Ólafsson, KA 3. Júlíus Björnsson, Þór 3. Reynir Þóróarson, KA 35—40 KG. FL. 1. Baldur Stefánsson, Þór 2. Tryggvi Heimisson, KA 3. Stefán Bjarnason, KA 40—50 KG. FL. 1. Hjálmar Hauksson, Þór 2. Vernharður Þorleifsson, KA 3. Jón Heióar Rúnarsson, Þór 3. Ólafur Herbertsson, Þór 50—60 KG. FL. 1. Árni Ólafsson, Þór 2. Jón Ingason, Þór 3. Jóhann Sigurósson, Þór 3. Trausti Haróarson, Þór +60 KG. FL. 1. Benedikt Ingólfsson, KA 2. Adam Traustason, KA 3. Arnar Haróarson, KA ÞYNGDARFLOKKAR KVENNA: -50 KG. FL. 1. Helena Frióriksdóttir, Þór 2. Guðrún Þorsteinsdóttir, Þór 3. Dagrún Jónsdóttir, Þór +50 KG. FL. 1. Jóhanna Bergsdóttir, Þór 2. Kristín Magnúsdóttir, KA r P/FCO Tölvubaðvogin Nútímaleg rafeindanákvæmni í baðherbergið. PIFCO tölvuvogin býður upp á nútíma- lega nákvæmni og þægindi. • Kveikir þegar stigið er á. • Slekkur 5 sek. ejtir að stigið er cj. • LED IJostvistur gerir aflestur auð- veldan. • Háþróaður rökrásarbúnaður gerir vogina óháða raka- og hitasveifl- um. • Sjálfvirkur roji tryggir hámarks- endingu rajhlöðunnar. • Nákvæm núllstilling. • Tilkynnir með blikki þegar skipta þarf um rafhlöðu. • Notar eina rafhlöðu gerð 6LF22 (MN 1604). VERÐKR. 1.495.- ÞEKKING- REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670 Baldur hlaut Ylisbikarinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.