Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 25 Ný tekju- og eignaskattslög: Skattbyrði sjúkratrygginga- gjalds og tekjuskatts óbreytt STJÓRNARFRUMVARP um tekju- og eignaskatt tók nokkrum breyting- um í meðförum þingnefndar og Al- þingis. Hér fer á eftir nefndarálit meirihluta fjárhags- og vidskipta- nefndar nedri deildar, sem skýrir vel efnisatriði frumvarps og þær breyt- ingar er það tók í meðfórum nefnd- arinnar. „Frumvarpið miðast við að skattbyrði tekjuskatts og sjúkra- tryggingagjalds verði í heild hin sama sem hlutfall af tekjum greiðsluárs á árinu 1984 og var á árinu 1983. í þjóðhagsáætlun, sem lögð var fram á Alþingi í október sl., og í forsendum fjárlagafrum- varps var reiknað með að tekjur hækkuðu um 20% milli áranna 1983 og 1984. í samræmi við það var frumvarpið reist á þeirri for- sendu að álagning tekjuskatts og sjúkratryggingagjalds hækkaði um sama hlutfall, þ.e. 20%, en um 21% að meðtalinni fjölgun gjald- enda. Nú hafa þessar forsendur breyst, fyrst og fremst vegna þess að verulegur aflasamdráttur er fyrir sjáanlegur á næsta ári. I kjölfar nýrra upplýsinga um ástand fiskstofna hefur Þjóð- hagsstofnun á síðustu dögum unn- ið að endurskoðun á áætlunum um tekjubreytingar milli áranna 1983 og 1984. Liggur niðurstaða af þeirri endurskoðun nú fyrir. Er áætlað að tekjur á mann á árinu 1984 verði 16,5% hærri en tekjur voru á árinu 1983. Er þessi áætlun gerð á eftirfarandi hátt: þ.e.a.s. jafnmikið og nemur breyt- ingu á áætluðum tekjum 1984. Samkvæmt tilefni þessarar lækk- unar lægi beinast við að tryggja að lækkunin jafngilti sömu lækk- un skattbyrði allra framteljenda. Til þess að ná þessu markmiði fullkomlega, þyrfti að lækfea skattprósentur um 3/100 og per- sónuafslátt og barnabætur um sama hlutfall. Þannig yrði hæsta skattprósenta 43,6% í stað 45% í frumvarpinu, persónuafsláttur 28.470 kr. í stað 29.350 kr. og barnabætur með 1. barni 5.820 í stað 6.000. Meiri hluti nefndarinnar telur þó rétt að í stað þess verði gengið enn lengra í ívilnunum til hinna tekjulægstu og til fjölskyldna með börn en þegar er gert með þeim breytingum sem felast í ákvæðum frumvarpsins. Þannig verði hvorki persónuafsláttur né heldur barna- bætur lækkaðar frá ákvæðum frumvarpsins. Því er óhjákvæmi- legt að skattbyrði hinna tekju- hæstu aukist nokkuð. Þess vegna er lagt til að efsta skattprósentan lækki einungis í 44%. Á sama hátt er skattprósenta félaga einungis lækkuð í 50% en ætti að verða 49,5% samkvæmt fyrrgreindum forsendum. Þær breytingar sem flutnings- menn leggja til á frumvarpinu eru aðallega þessar: • 1. Skattstigi tekjuskatts: Af 0—170 þús. kr. skattstofni: í stað 23% komi 22,75% Tekjuforsendur fjárlaga 1983. Meðalhækkun 1983—1984 (Upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun) Kauptaxtar Aðrir þættir tekjumyndunar1’ Atvinnutekjur í heild Tilfærslútekjur o.fl. Brúttótekjur til skatts l).Fjölgun á vinnumarkaði og breytingar í atvinnuþátttöku, vinnutími, áhrif ýmissa sérákvæða og einstaklingsbundinna kjarabreytinga o.fl. Gert er ráð fyrir að fjölgun á vinnumarkaði nemi u.þ.b. 1%. Forsendur Breyttar fjárlagafrumvarps forsendur og þjóðhagsáætl. fjárlaga % % 15,0 13,0 4,3 2,7 20,0 16,0 25,0 22,0 21,2 17,5 Til að ná því meginmarkmiði, að skattbyrði tekjuskatts og sjúkra- tryggingagjalds verði óbreytt milli áranna 1983 og 1984, er af framangreindum ástæðum nauð- synlegt að gera tillögur um nokkr- ar breytingar á frumvarpinu. Tilgangur þessara breytingar- tillagna er að lækka heildarálagn- ingu tekjuskatts og sjúkratrygg- ingagjalds að frádregnum barna-_ bótum og nýttum afslætti um 3%, tekjuhæstu í samræmi við það sem fyrr segir. Tvær aðrar breytingartillögur eru gerðar við frumvarpið. Önnur snertir frádrátt vegna fengins arðs. Sá frádráttur er hækkaður eins og aðrir slíkir í samræmi við áætlaða tekjuhækkun milli ár- anna 1982 og 1983. Hin breyt- ingartillagan fjallar um fram- lagningu skattskrár, en laga- frumvarp þess efnis hlaut ekki endanlega afgreiðslu á 105. lög- gjafarþinginu. Með því frumvarpi fylgdu eftirfarandi athugasemdir: „Ákvæði um framlagningu á skattskrá hafa verið í lögum hér á landi frá því fyrst voru sett al- menn lög um tekjuskatt á árinu 1921. Þessi ákvæði hafa jafnan verið skýrð þannig í framkvæmd að heimil væri opinber birting á uppiýsingum þeim er fram koma í skattskrá, og um áratuga skeið hafa þessar skrár í ýmsum sveit- arfélögum verið gefnar út og verið fáanlegar almenningi. I nóvember sl. komst tölvunefnd hins vegar að þeirri niðurstöðu að sá aðili, sem gefið hefur þessar skrár út í Reykjavík á undanförnum árum, hefði ekki rétt til slíkrar útgáfu vegna gjaldársins 1982. Byggði nefndin afstöðu sína á ákvæðum laga nr. 63/1981, 98. gr. laga nr. 75/1981 og 37. gr. laga nr. 73/1980. Þessi úrlausn tölvunefndar orkar tvímælis að mati fjármálaráðu- neytisins. Ótvírætt er að birting upplýsinga úr skattskrá og útgáfa hennar í heild er til þess fallin að skapa bæði gjaldendum og skatt- yfirvöldum virkt aðhald og gegnir slík birting því að mörgu leyti sama tilgangi og framlagning skattskráa. Er mikilvægt að sá að- gangur, sem almenningur hefur haft að upplýsingum úr skatt- skrám á undanförnum áratugum, verði ekki þrengdur og þar með tekið fyrir þá umræðu um skatta- mál er gjarnan fylgir birtingu þessara upplýsinga." Alþingi 16. desember 1983. Páll Pétursson, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson, (iuðm. H. Garðarsson. Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins: Leggja fram frumvarp um umhverfismál Nokkrir þingmenn Sjálf- stæðisfiokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um umhverfismál, en fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins er Gunnar G. Schram. í athugasemdum með frum- varpinu kemur m.a. fram að frumvarpið sé að verulegu leyti samhljóða frumvarpi um sama efni sem lagt var fram á Alþingi árið 1978 og aftur árið 1981. Þó hafi verið höfð hliðsjón af tillög- Af 170—340 þús. kr. skattstofni: í stað 32% komi 31,50% Af skattstofni yfir 340 þús. kr.: í stað 45% komi 44,00% • 2. Skattprósenta félaga verði 50% í stað 51% skv. frumvarpinu. í stórum dráttum verður dreif- ing skattbyrði eftir þessar breyt- ingar mjög svipuð því sem að var stefnt með frumvarpinu. Þó lækk- ar skattbyrði flestra undir meðal- tekjum nokkuð á kostnað hinna Þingsályktim: Skipulagðar og samræmdar fíkniefnayarnir Síðasta Samþykkt Alþingis í gær, áður en þingmenn héldu í jólafrí, fól dómsmálaráðherra að setja á laggir samstarfshóp löggæzlu- og tollgæzlumanna, er samræmi og skipuleggi auknar aðgerðir gegn ólöglegum inndutningi og dreifingu ávana- og fíknicfna og athuga nýjar rannsóknaraðferðir í fíkniefna- málum. Dómsmálaráðherra tilnefndi formann starfshópsins, en að öðru leyti skulu aðilar tilnefndir af lögreglu- og tollgæzlu- yfirvöldum í helztu þéttbýliskjörnum landsins er nú starfa að ávana- og fíknicfnamálum. Hópurinn fái einnig það verkefni að gera tillögur um úrbætur á sviði toll- og lögg- æzlu sem nauðsynlegar kunna að reynast til að fyrir- byggja innflutning og dreif- ingu fíkniefna. um nefndar sem endurskoðaði frumvarpið árið 1981 og hefðu sumar tillagnanna verið teknar upp í þetta frumvarp. Um tilgang segir í frumvarp- inu að hann sé að efla alhliða umhverfisvernd og vinna að varðveislu náttúrugæða landsins. Lögunum sé ætlað að stuðla að sem bestri sambúð lands og þjóð- ar með því að vernda þau lífs- gæði sem í óspilltri náttúru ■andsins felast, hreinu lofti og _-ru vatni. í frumvarpinu segir að öllum sé skylt að forðast allt það, sem valdið getur mengun og öðrum umhverfisspjöllum í byggð sem óbyggð og að gera það sem þeim er unnt til að vernda náttúru- gæði landsins. Þá er í frumvarp- inu ákvæði þess efnis að við ákvörðun um landnýtingu, skipu- lagningu byggðar og val staða til atvinnurekstrar og mannvirkja- gerðar, skuli þess jafnan gætt að mengun og önnur umhverfis- röskun verði sem minnst. Þá segir að þess skuli ætíð gætt að veita auðlindum íslands vernd gegn ofnýtingu og hvers konar skaðlegum umhverfis- áhrifum. Við nýtingu auðlinda sem endurnýjast, verði sem kost- ur er við það miðað að ekki sé gengið á höfuðstól. tósmy ncl?IÍ2Í i þojp'no L\os w. wmwm \ i <xl , Haroldur Blöndal Uósmyodar,nn I íþorpmu . I lOO ljósmyndir el"r JJU^!ndirnar eru \ mondal írá þjóOU b" * 1 merk sögulej1 kei n Ustrænt gtWi. 1 öldinui og hafa víða um landið. 1 myndirnar eru vinsd.tttr skriiar sky - l lnga kara dirnar. I \nofbí -rðkr.990. VANDIÐ VAUÐ_ það GERDU VIÐ bökautgaf^ i fMffí BOBGABTÚNm S 18860 - 222^ m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.