Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 15 Sögusteinn Bókmenntir Jenna Jensdóttir Vilborg Dagbjartsdóttir: SÖGUSTEINN Blandað efni fyrir börn. Tekid saman, þýtt, endursagt og frumsamið. Myndir: Anna Cynthia Lepler. Bjallan Reykjavík 1983. Sögusteinn hefur að geyma ýmiss konar efni sem Vilborg Dagbjartsdóttir hefur samið, þýtt — endursagt eða safnað. Þar er að finna kínverskt ævintýri og finnskt ævintýri, ennfremur þýdd ljóð, leiki, gát- ur o.fl. af slíku tagi. Þar er ævintýrið Malin og glerbrúða gömlu konunnar eftir danska rithöfundinn Knut Holten. Síð- ast en ekki síst Á Vestdalseyri, minningar í söguformi eftir Vilborgu sjálfa. Vilborg Dagbjartsdóttir er að mínu mati flestum íslensk- um höfundum fremri í því að ná vel til ungra lesenda og mál hennar er í senn listilegt og ríkt að innsæi. Sama hvort hún ritar eða les — það er eitthvað Viiborg Dagbjartsdóttir. töfrandi. Því er ávallt mikill fengur í bók frá henni. Þótt ég hafi lesið mér til ánægju Sögustein, get ég ekki stillt mig um að segja að mig langaði til þess að Vestdalseyr- in ætti þar stærri hlut. Ég vona að lesendur þurfi ekki lengi að bíða bókar um æsku höfundar á Vestdalseyri. Hann er þegar búinn að gefa okkur innsýn í litríkan heim bernsku sinnar — víðar en í þessari sögu. Anna Cynthia Leplar teiknar myndir. Þær eru athyglisverð- ar og sameinast vel texta. Metsöluhöfundurinn HeinzCLKonsalik (ÐUNN Yfir hverju býr Laila? Glens og Bókmenntir Jenna Jensdóttir bjartsýni sögnin iðar af kæti og dregur fram allt hið spaugilega í fari frú Pigalopp og raunar allra bæjarbúa. Ekta grín, sem naut sín ekki síður í sjónvarpsþáttun- EYÐIMERKURLÆKNIRINN eftir þýska metsöluhöfundinn Heinz G. Konsalik, höfund hókarinnar Hjartalceknir Maftunnar. EYÐIMERKURLÆKNIRINN gefur henni ekkert eftir. — Lceknirinn Ralf Vandura er í miklu uppáhaldi hjá kvenpjóóinni. Dag nokk- um er ung kona borin í yfirliöi inn á stofu hans, og áöuren varir er hann grunaöur um morö. Hann flýr tilMiö-Austurlanda ogger- ist lceknir hjá arahískum skceruliöasveitum. Þar hittir hann hina fögru en grimmlyndu Lailu... Frú Pigalopp og jólapósturinn. Texti: Bjorn Ronningen. teikningar: VivianZahl Olsen. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Æskan 1983. Hinn vinsæli, norski barna- bókahöfundur Bjorn Ronningen samdi þættina um Frú Pigalopp og jólapóstinn fyrir sjónvarp, sem „jólaalmanak" og var það sýnt víða á Norðurlöndum á jólaföstunni fyrir nokkrum ár- um, við geysimiklar vinsældir. Frú Pigalopp ræður sig til þess að bera út póstinn í desembermánuði. Árinu áður hefur hún orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að allur jólapósturinn sem hún sendi hvarf bókstaflega nema eitt ein- asta bréf, sem hafnaði í hennar eigin póstkassa löngu eftir nýár. Póstmeistarinn, Pakki, lét rann- saka þetta dularfulla hvarf jóla- póstsins hennar en án árangurs. Og nú er Frú Pigalopp sjálf farin að bera út jólapóst — í og með til þess að kynnast því hvernig jólapóstur getur horfið svona. Frú Pigalopp fær mótorhjól og geisar um götur bæjarins. En þrátt fyrir góðan vilja er það ekki þrautalaust fyrir hana að bera út jólapóstinn. Hún kynn- ist lífi bæjarbúa og henni er fátt óviðkomandi; hún er bókstaflega með nefið niðri í öllum og öllu. Pósturinn hrúgast upp á póst- húsinu og á hverju kvöldi stend- ur Pakki póstmeistari á tröpp- unum, áhyggjufullur á svipinn. „Þú kemur seint frú Piga- lopp...“ „Betra er seint en aldrei," segir frú Pigalopp. Af mikilli bjartsýni telur hún síðan dagana til jóla — og finnst tíminn nægur. Þannig líða dagarnir og les- andinn kynnist dugnaði og bjartsýni frú Pigalopp um leið og hann sér bæjarbúa og lífs- hætti þeirra í hnotskurn. Frá- um. Myndir eru bráðskemmtilegar enda hafa höfundarnir í samein- ingu hlotið verðlaun fyrir bestu norsku myndabókina 1981. Þýðing Guðna eins og venju- lega — góð. Kr. AUK hf Auglysingastofa Kristinar 83 81 Sími 12923-19156 SKIPHOLT1 31 a Offídal FUm of the Los Angetes 1984 Ofymptcs LA OtympK Symbols C 1990LA O* Com TU HKSH R£SOLUTION FUJI-liðið er kátt núna. Framkvæmdanefnd Olympíu- leikanna i Los Angeles 1984 hefur valið FUJI filmur fyrir allar myndatökur i sambandi við Olympíuleikana 1984. Á Olympíuleikunum eru aðeins þeir bestu - þeir sem skara fram úr, - I þeim hópi er FUJI. Nýlega kom á markað ný FUJI filma - FUJICOLOR HR, sem gefur þér bjartari skarpari og litríkari myndir en áður hefur þekkst. Nýja FUJICOLOR HR filman markar tímamót í litfilmuframleiðslu og er örugglega skarpasta filma, sem þú átt kost á. Pess vegna á FUJI vel heima á OLympíuleik- unum - þvi þar eru aðeins þeir bestu. RJJI PHOTO FILM CO., LTD. I°k9y803Japan/ Við erum komnir i Olympíu- liðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.