Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 21 Hluti silfurgripanna, sem stolið var úr Hallgrímskirkju komnir í kirkjuna á nýjan leik. „ÞETTA er kærkomin jólagjöf. Við höfum nú fengið silfurmuni kirkj- unnar á ný. Skugga þeim er grúfði yfir Hallgrímskirkju hefur verið lyft. Við höfum orðið varir við, að fólk var almennt felmtri slegið yfir þjófn- aðinum og ekki síður því hugarfari sem að baki bjó. Mér fannst því ástæða til þess að biðja fyrir þessum villuráfandi mannssálum í prédikun á sunnudag," sagði séra Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, í samtali við blm. Mbl. eftir að silfurmunirnir höfðu verið færðir í kirkjuna í gær. „Það var sárt að missa þessa silfurmuni — verðmæti þeirra verður ekki metið til fjár. Þetta eru kjörgripir unnir af færum listamanni, gefnir af góðu fólki í minningu um látið sómafólk. Við höfum fundið mikla samúð fólks — margir hafa hringt til okkar og komið að máli við okkur vegna þessa atburðar." —Verður gripið til ráðstafana til þess að reyna að fyrirbyggja að atburður sem þessi endurtaki sig? „Við höfum verið að huga að möguleikum á uppsetningu við- vörunarkerfis. Höfum raunar fengið tilboð i slíkt kerfi, okkur jafnvel að kostnaðarlausu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er inn í kirkjuna. Það hefur verið gert nokkrum sinnum áður — síð- ast í nóvember síðastliðnum þegar fé var stolið úr söfnunarbaukum eftir kristniboðsdaginn. Síðan hef- ur ekkert fé verið geymt í kirkj- unni og verður ekki gert. Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir hennar frammistöðu í þessu máli. Hún var til fyrir- myndar. Eins vil ég þakka fólki þann hlýhug, sem það hefur sýnt í þessum raunum okkar. Það var ömurlegt að vinna að undirbún- ingi jólanna í skugga þessa at- burðar. Nú höfum við er.durheimt þessa gripi og höfum tekið gleði okkar á ný,“ sagði séra Ragnar Fjalar að lokum. Blönduós: Rjúpur teknar trausta- taki Blonduósi, 20. desember. FRAM til þessa hefur hnupl og þess áttar óart verið nánast óþekkt vandamál hér á Blönduósi og íbúarnir hafa því nokkuð áhyggjulaust getað geymt iausa- muni hvers konar utandyra. Nú er því miður einhver breyting að verða á þessu, þar sem einhverjir virðast nú hafa lagt nýjan skilning í jólaundirbúninginn. Hann er í því fólginn að þessi frómi maður eða menn hafa tekið upp þann ósið að læðast um garða aö næt- urlagi og taka traustataki rjúpur sem menn hafa veitt í jólamatinn fyrir sig og sína. Þetta hefur komið fólki hér töluvert á óvart þar sem ekki var talið að samdráttur í efna- hagslífi þjóðarinnar væri orðinn slíkur, að menn þyrftu að stela sér til matar líkt og kotbændur forðum daga neyddust stundum til þegar sulturinn varð hvað sárastur. Önnur kreppueinkenni hér eru þau að nú sjá einhverjir sig knúna til að lýsa upp hjá sér jólin með perum stolnum af jólatré bæjarbúa sem stendur við kaupfélagið, en um helgina hurfu 40 perur af jólatrénu. Óskandi er að á næsta ári rætist það úr efnahagsmálum þjóðar- innar að menn þessir geti tekið upp fyrri siði og farið í Kaupfé- lagið og Vísi til að kaupa sína jólasteik og jólaljós. RV Lagarfossmálið: Gæzluvarð- hald fram- lengt SÍÐDEGIS f gær var gæzluvarðhald yf- ir liðlega tvítugum manni framlengt til 15. janúar vegna rannsóknar fíkniefna- deildar lögreglunnar á Lagarfossmál- inu svokallaða. Maðurinn var úrskurð- aður í 45 daga gæzluvarðhald skömmu eftir að um 5 kfló af hassi, 240 grömm af amfetamíni og um 20 grömm af kókaíni fundust um borð í Lagarfossi. Skipverji viðurkenndi að hafa flutt fíkniefnin til landsins og hefði honum verið greitt fyrir að koma pakka inn í landið. Hann var látinn laus eftir að gæzluvarðhald rann út. Nú sitja tveir inni vegna þessa máls. Úrskurðinum var áfrýjað til Hæsta- réttar. Séra Ragnar Fjalar og séra Karl Sigurbjörnsson með krossinn, sem stolið var. Jónas frá Hriflu gaf kirkjunni krossinn til minningar um konu sína. Silfurmunirnir á ný í Hallgrímskirkju: Morgunbiað.ð KOK. „Kærkomin jólagjöf ‘ — sagði séra Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju Nýstúdentar frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi setja upp húfurnar við skólaslitin 18. desember sl. 25 NEMENDUR útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi sl. sunnudag, þar af 20 stúd- entar. Tveir nemendur útskrifuð- ust af iðnbraut húsasmiða, tveir af tveggja ára viðskiptabraut og einn af iðnbraut húsgagnasmiða. Um 360 nemendur stunduðu nám á haustönn í dagskólanum og um 70 í öldungadeild. Endur- bætur eru fyrirhugaðar í raf- magnsdeildinni og m.a. ráðinn til hennar viðbótarkennari, Frið- rik Jósepsson, raftæknifræðing- ur frá Vestmannaeyjum. Tækja- kostur verður ennfremur efldur og má í því sambandi geta þess, segir í fréttatilkynningu frá skólanum, að rafiðnaðarfyrir- tækið Árvirkinn sf. á Selfossi hefur gefið skólanum vandaðan digital-mæli, sem kemur sér vel fyrir uppbygginguna. Kennsla á vorönn 1984 hefst 25 útskrif- ast frá fjöl- brautá Selfossi Morjfunblaðið/Haukur Gíslason. miðvikudaginn 11. janúar. Skólastjóri er Heimir Pálsson. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.