Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 27 Nýir lyfjatæknar brautskrást NÝLEGA úLskrifaði Lvfjatæknaskóli íslands 8 nýja lyfjatækna. Er þetta níundi hópurinn sem úLskrifast frá skólanum, en í ár eru liðin rétt 10 ár frá því að fyrst var sett reglugerð um nám og starfsréttindi Ij'fjatækna. í kjölfar þeirrar reglugerðar var skól- inn svo stofnaður. Hefur skólinn nú útskrifað um 120 lyfjatækna. Á myndinni má sjá hina ný- útskrifuðu lyfjatækna, en þeir eru, efri röð: Hrafnhildur Svansdóttir, Birna Björnsdóttir, Ólafur Ólafs- son, skólastjóri, Steinunn H. Björnsdóttir og Margrét H. Þór- isdóttir. Neðri röð: Sigrún L. Hauksdóttir Helga M. Söebech, Guðrún Halldórsdóttir og Bára Samúelsdóttir. Nám í lyfjatækni tekur 3 ár og er námið bæði bóklegt og verklegt. Við skólann starfa að jafnaði sex kennarar, auk skólastjóra. Misrétti kvnjanna í algleymi: Lögreglukonan var „of falleg“ Lundúnum, 20. desember. GULLFALLEG 25 ára Ijóska sem unnið hefur í umferðardeild lögregl- unnar í Lundúnum um skeið, var (jáð fyrir skömmu að hún yrði að víkja úr starfi sínu og flytjast í göngudeildina á þeim forsendum að hún „væri of falleg.“ Stúlkan hefur kært skipanina til jafnréttisráðsins þar í landi. Þannig er mál vexti, að ungfrú- in, Wendy De Launey, hefur skip- að lögreglubíl með Trevor Att- field, ögn eldri manni, myndar- legum fjölskyldumanni. Yfirmað- ur þeirra beggja, Brian Wallace, stíaði þeim í sundur af ótta við að kynni þeirra myndu leiða til ást- arsambands. Ungfrú De Launey sagði að Wallace hefði sagt við sig: „Þegar ég sé ykkur koma saman af vöktunum, hress og kát, glöð og hlæjandi þá verð ég afbrýðisamur. Ef ég væri í bíl með þér myndi ég dragast að þér og ef þú værir karl- maður þyrfti ég ekki að grípa til þessara aðgerða. Og ef andlit þitt minnti á afturendann á strætis- vagni væri það líka allt í lagi. En þið eruð bæði aðlaðandi og ég óttast þess vegna." Ungfrúin sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins endemis firru á ævinni, hér væri gert upp á milli kynja freklega. „Við Trevor erum góðir vinir, en það er allt og sumt,“ sagði hún. FLÖIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 FLÚIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 FLÓIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 FLOIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 FLÓIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 FLÓIN Vesturgötu 4 Sími: 19260 RAFTÆKI Vörumarkaðurinn hf. ármúla ia eostorgi n J Ávallt á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.