Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 5 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Þorsteinn og Svava tilnefnd „LEIGJANDINN“, skáldsaga Svövu Jakobsdóttur og „Spjótalög í spegil“ Ijóöabók eftir Þorstein frá Hamri, hafa verið tilnefnd af íslendinga hálfu til bókmenntaverölauna Norö- urlandaráðs. Verða verðlaunin veitt á næsta fundi ráðsins, snemma árs 1984. Þá hafa tónverk eftir þá Jón Nordal og Pál P. Pálsson verið val- inn til samkeppni um verðlaun Norðurlandaráðs. Verkin eru konsert fyrir celló og orgel eftir Jón og tónlist fyrir klarinett og hljómsveit eftir Pál. Kunngert verður um tónlistarverðlaunin í Osló hinn 30. janúar á næsta ári. Leigjandinn, skáldsaga Svövu, hefur verið þýdd á sænsku og nefnist í þýðingunni Den inne- boende. Ljóð Þorsteins, Spjótalög í spegil, hafa einnig verið þýdd á sænsku, og nefnast þar Spjutstick mot spegeln, samkvæmt upplýs- ingum er blaðamaður Morgun- blaðsins fékk hjá Friðjóni Sig- urðssyni, skrifstofustjóra Alþing- is, í gær. Austurbæjarbíó bætir við sig tveimur sölum FYRIR rúmri viku hófust fram- kvæmdir á annarri hæð Austur- bæjarbíós þar sem Snorrabær var áður til húsa, en þar stendur til að innrétta tvo nýja sýningarsali, ann- an fyrir 120 manns og hinn fyrir 80—90 manns. Er reiknað með að stærri salurinn verði tekinn í notk- un um mánaöamótin febrúar-mars nk. Heildarsætafjöldi Austurbæj- arbíós fer því upp í tæp 1000, en stóri salurinn tekur 787 manns í sæti. „Þróunin er sú víðast hvar í heiminum að stóru bíóin reyna að koma sér upp smærri sölum til að nýta myndirnar betur,“ sagði Árni Kristjánsson, for- stjóri Austurbæjarbíós, og nefndi sem dæmi að í Kaup- mannahöfn væri aðeins eitt stórt kvikmyndahús eftir, hin hafa látið búta stóru salina niður í marga smærri. Til dr. Benjamíns frá Gylfa Þ. Gíslasyni í Morgunblaðinu í gær telur dr. Benjamín H. J. Eiríksson, að ég hafi tekið villandi til orða í ritgerð um Bjarna Benediktsson er ég hafi sagt, að álitsgerð, sem dr. Benjamín samdi árið 1949 fyrir þáverandi ríkisstjórn, hafi aldrei verið birt. Ég hefði átt að segja að hún hafi aldrei verið birt almenn- ingi, að sjálfsögðu átti ég við það. Eins og dr. Benjamín skýrir frá var álitsgerðin afhent ráðherrum, þingmönnum og nokkrum öðrum. Hún var afhent sem trúnaðarmál. Þess vegna tók ég svo til orða, að hún hafi ekki verið birt. Það er rétt hjá dr. Benjamín að hún var uppistaða í þeirri hagfræðilegu ilitsgerð hans og Ólafs Björnsson- ar, sem birt var sem greinargerð með efnahagsfrumvarpi ríkis- stjórnarinnar 1950, en um þá álitsgerð gat ég einnig í ritgerð- inni um Bjarna. Ég skal fúslega fallast á, að nákvæmara hefði verið að taka fram að fyrri álitsgerðin hafi ekki verið birt almenningi. En í orða- lagi mínu átti engan veginn að fel- ast, að hún hafi verið „óbirtanleg" eða að síðari álitsgerðin hafi verið „betri og nothæf“. Ég vona að um- mæli mín hafi ekki verið skilin þannig. Álitsgerð dr. Benjamíns frá 1949 er hin merkasta, og hef ég aldrei dregið dul á þá skoðun mína. Gylfi Þ. Gíslason sníður/sýgur/lokar/sker Ný fljótvirk og handhæg aöferö viö pökkun á mat lofttæmdar umbúöir í íi lil i lim i . • Klippir niður og lagar poka í stærðir eftir þörfum úr plastfilmurúllu sem fylgir. • Lofttæmir pokann með sjálfvirkum sog- búnaði. • Lokar pokanum og gefur til kynna með Ijósmerki að verkinu sé lokið. • PIFCO-PAKKARANUM fylgir 10 metra löng plastfilmurúlla sem á er hvít einkenn isrönd til áritunar. • Pokana má setja beint í suðu og í örbylgju ofna. • Fyrirliggjandi eru aukarúllur af plastfilm unni. j r JB I m* ■ ■ SUDURLANDSBRAUT 8 ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA rrlLlllllllll SÍMI 84670 Vellíðan með Andlitsgufubað hreinsar og fegrar húðina, mýkir og slakar á andlitsvöðvum. Gefur ferskt og hraustlegt útlit. Andlitsgufan losar um þrengsli í nefgöngum og léttir óþægindi af völdum kvefs og nefrennslis. Andlitsgufan er gerð úr hvítu traustu plasti og riðfríu stáli, innbyggðuröryggisrofi, Ijósblá andlitsgríma með hlífðarbrún úr mjúku efni. Verð kr. 1.559,- nuddi og gufu Nudd og hiti slakar á spennu í vöðvum og linar minniháttar verki í taugum, baki og fótleggjum. Hitanuddtæki nuddar og hitar, tvær stillingar: volgt og heitt, tvennskonar titringur. Fimm fylgihlutir til notkunar á andlit, hársvörð, hálsvöðva m. — Nuddpúði tengdur tækinu veitir þægilega afslöppun í baki og fótum. Verð frá kr. 1.023.- FALKIN Nrfewtofe SUÐURLANDSBRAUT8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.